Þjóðviljinn - 16.11.1990, Qupperneq 18
Hannes Hlífar Stefánsson hef-
ur tryggt sér titilinn „Skákmeist-
ari Taflfélags Reykjavíkur 1990“.
Þegar þetta er ritað er ein umferð
eftir af mótinu og hefur Hannes
hlotið 9 vinninga úr 10 skákum.
Hann er 1 1/2 vinningi fyrir ofan
næsta mann, Þröst Þórhallsson
sem hefur hlotið 7 1/2 vinning.
Þeir áttu að tefla í síðustu umferð
mótsins sl. miðvikudagskvöld, en
úrslitin hafa enga þýðingu hvað
fyrsta sætið varðar. Það er frátek-
ið. Þetta er í annað sinn sem
Hannes vinnur haustmótið með
slíkum glæsibrag, en árið 1988
hlaut hann 10 vinninga úr 11
skákum.
Á haustmótinu hafa ungu
skákmennimir verið í miklum
meirihluta, en nokkrir fulltrúar
eldri kynslóðarinnar hafa hellt sér
út í baráttuna. Þar má nefna Hauk
Angantýsson og Dan Hansson.
Haukur hefur ekki tekið þátt í op-
inberri keppni i langan tíma.
Hann byijaði illa, greinilega í lít-
illi æfingu, en hefur sótt sig mjög
í síðustu umferðum. Staðan fýrir
síðustu umferð: 1. Hannes Hlífar
Stefánsson 9 v. 2. Þröstur Þór-
hallsson 7 1/2 v. 3. Sigurður Daði
Sigfusson 5 1/2 v. 4. - 7. Róbert
Harðarson, Dan Hansson, Snorri
Bergsson og Helgi Áss Grétars-
son 5 v. 8. Amaldur Loflsson 4
1/2 v. 9.-10. Haukur Angantýs-
son og Lárus Jóhannesson 4 v. 11.
Þröstur Ámason 3 v. 12. Ámi Á.
Ámason 2 1/2 v. í B-flokki
stendur baráttan um efsta sætið
milli Magnúsar
Amar Ulfarssonar
og Halldórs Páls-
sonar, en þeir hafa
Hannes HKfar Stefánsson hampar verðlaununum eftir HM-sveina 1987.
90% árangur á haustmóti TR verður að teljast afbragðs árangur hjá
honum.
SKAK
báðir hlotið 7 1/2 vinning. Þessir
tveir eiga heima í flokki ofar og
mætti alveg fjölga keppendum í
A-riðli upp í fjórtán á næsta
haustmóti. I 3. sæti er annar efni-
legur skákmaður, Ragnar Fjalar
Sævarsson með 6 1/2 vinning.
í C-riðli er Sigurbjöm Áma-
son efstur með 7 1/2 vinning
efiir 10 skákir, en staðan er dá-
lítið óljós því keppendur hafa
ekki allir teflt jafiimargar skák-
ir. Oðinn Gunnarsson er með 6
1/2 vinning
U _i_- úr 9 skákum
HGICjl og næstir
Olafsson koma Einar
K. Einarsson og Sigurður Ingason
með 5 1/2 vinning úr 9 skákum.
í D-riðli eru þeir Stefán F.
Guðmundsson og Jón Viktor
Gunnarsson efstir með 7 vinninga
og Hlíðar Þór Hreinsson er í 3.
sæti með 6 1/2 vinning.
I E-riðli er Bragi Þorfinnsson
efstur með 7 1/2 vinning úr 10
skákum og næstir í 2.-4. sæti
koma John Ontiveros, Guðlaugur
Gauti Þorgilsson og Oskar
Maggason, allir með 6 1/2 vinn-
ing.
Keppni í unglingaflokki er
lokið. Þar urðu efstir og jafnir
Helgi Áss Grétarsson og Magnús
Hannes Hlífar „Skákmeistari TR 1990“
Ö. Úlfarsson með 8 vinninga af 9
mögulegum. Þeir munu heyja
einvígi um titilinn Unglinga-
meistari TR 1990.
Hannes Hlífar hefur verið í
mikilli ffamför undanfarið. Þó ár-
angur hans á Skákþingi Islands
hafi verið lakari en margir bjugg-
ust við þá varhann sómasamlegur
engu að síður. Það er mikils vert
að skákhreyfmgin styðji vel við
bakið á þessum unga og hæfi-
leikarika pilti. Lítum á eina af
skákum Hannesar frá mótinu sem
er góður vitnisburður um taktíska
hæflleika hans.
Hannes Hlífar Stefánsson -
Dan Hansson
Kóngsindversk vörn
1. d4 Rf6
2. c4 g6
3. Rc3 Bg7
4. e4 d6
5. Rf3 0-0
6. Be2 eS
7. 0-0 Rc6
8. dS Re7
9. Rd2 aS
10. a3 Rd7
11. Hbl f5
12. b4 Kh8
13. Dc2 Rg8
(Þetta afbrigði kóngsind-
versku vamarinnar hefur átt mikl-
um vinsældum að fagna uppá síð-
kastið og kom m.a. fyrir í skák
Karpovs og Kasparovs á heims-
bikarmótinu í Skellefta 1989.
Hannes mætir því á dálítið
óvenjulegan hátt. Hann ræðst
strax til atlögu við miðborðið.)
14. exf5 gxf5
15. f4 c6
16. Khl Rgf6
17. fxe5 Rxe5
18. dxc6 bxc6
19. Rf3 axb4
20. axb4 Rfg4
21. Bf4 Db6
(Staðan má heita í jafnvægi,
en hér teygir Dan sig of Iangt.
Hann á þokkalegustu færi með
flestum öðrum leikjum, en reynir
að notfæra sér veikleika f2-reits-
ins. Vitanlega var Hannes undir
þá tilraun búinn.)
22. c5! dxc5
23. Rxe5 Rxe5
24. Ra4
(Hörfi drottningin kemur 24.
Rxc5 og hvítur hefur yfirburða-
stöðu. Dan reynir að hræra upp í
stöðunni með hæpinni skipta-
munsfóm.)
24.. . Hxa4?!
25. Dxa4 c4
26. Dc2 Rd3
(Svo virðist sem svartur hafi
nokkurt spil fyrir skiptamuninn,
en þefskyn Hannesar fyrir tak-
tiska möguleika lætur eldci að sér
hæða í þessari stöðu.)
27. Bd6 Hd8
28. Dxc4! Rf2+
29. Hxf2 Dxf2
30. Bc5!
(Þó drottningin virðist vel
staðsett á f2 kemur það allt í einu
á daginn að hún á engan reit.
Svarið er því þvingað, en dugar
skammt.)
30.. . Bd4
31. Hdl!
- Dan gafst upp. Lokastaðan
verðskuldar stöðumynd.
Vestfirskur
Símon Viggósson og Þórður
Reimarsson frá Bridgefélagi
Tálknafjarðar urðu efstir í Lands-
bikartvímenningskeppni Bridge-
sambands íslands, sem spiluð var
í síðasta mánuði. 247 pör tóku
þátt í keppninni, sem er góð þátt-
taka miðað við síðasta ár, en þá
tóku 212 pör þátt í keppninni og
enn færri árið þar á undan.
Og Vestfirðir gerðu það ekki
endasleppt, því Amar Geir Hin-
riksson og Einar Valur Kristjáns-
son frá ísafirði höfnuðu í 2. sæti,
aðeins 12 stigum á efíir sigurveg-
uranum. Og í 3. sæti höfnuðu
Gauti Halldórsson og Þórður
Pálsson frá Vopnafirði, 77 stigum
á eftir efsta parinu.
Að sögn Elínar Bjamadóttur
hjá BSÍ, varð umtalsverð seinkun
á útreikningi vegna ónýts tölvu-
forrits. Af þeim sökum varð að
handreikna megnið af innsendum
skormiðum. Vonir standa til að
forrit verði tilbúið að ári, er næstu
landskeppni verður hleypt af
stokkunum.
er um þátttökufjölda, en svæðið á
rétt á 3 sveitum til Islandsmótsins.
Aðeins 9
sveitir taka þátt í Stofnanakeppni
Bridgesambandsins að þessu
sinni. Lakasta þátttaka frá upp-
hafi. Lokið er 6 umferðum af 9
(m/yfirsetu) og er staða efstu
sveita þessi:
1. sveit ístaks 99 stig
2. sveit Islandsbanka 91 stig
3. sveit Ríkisspítala 90 stig
Keppninni lýkur á sunnudag.
Spilað er i húsi BSI.
48 pör taka þátt í 6 kvölda
Butler-tvímenningskeppni hjá
Bridgefélagi Reykjavíkur. Eftir 2
kvöld leiða þeir keppnina, Þórir
Sigurðsson (sú gamla kempa) og
Eiríkur Hjaltason.
Aðalsteinn Jörgensen og Jón
Baldursson urðu efstir á Opna
minningarmótinu um Alfteð G.
Alfreðsson, sem spilað var í
Sandgerði sl. laugardag. Guð-
mundur Páll Amarson og Þorlák-
ur Jónsson höfhuðu í 2. sæti. 34
pör tóku þátt í mótinu, sem Krist-
ján Hauksson stjómaði.
Og Gunnar Guðmundsson er
látinn. Gunnar var einn fremsti
spilamaður landsins um árabil,
margfaldur íslandsmeistari og
landsliðsmaður um tíma. Árangur
hans og Einars Þorfinnssonar
mun lifa um ókomna framtíð, en
árangur þeirra í heimsmeistara-
keppni 1950 er sá besti sem ís-
lendingar geta státað af. Með
Gunnari er genginn maður sem
tekið var eftir. Háttvís með af-
brigðum. Til fyrirmyndar í hví-
vetna. Eftirlifandi eiginkonu og
syni em færðar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Reykjanesmótið í
keppni verður spilað
um þessa helgi. Ovíst
Og hjá Bridgefélagi Kópa-
sveita- vogs hófst 34 para barometer í
síðustu viku. Varð að vísa
nokkmm pömm firá vegna
skorts á húsnæði.
Lárusson
Ólafur
Vinur minn, Sölvi Sigurðsson
á Eskifirði, er látinn. Þar með hef-
ur annar af tveimur eftirminnileg-
ustu spilumm austanlands kvatt
okkur. Hinn er félagi hans um ára-
bil, Aðalsteinn Jónsson.
Árið 1990 hefur verið erfitt
hjá spilurum þessa lands. Hver
sigur
heiðursmaðurinn af öðmm hefur
lagt upp í ferðina löngu. Minning-
ar um góða félaga lifa þó áfram.
Megi minning Sölva Sigurðsson-
ar lifa um ókomna framtíð. Fjöl-
skyldu hans em færðar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Minnt er á skráninguna í
Reykjavíkurmótið í tvímenning.
Undanrásir verða spilaðar um
næstu mánaðamót. Skráð er m.a
hjáBSÍ.
Eftir 2 kvöld af 3 í hraðsveit
hjá Skagfirðingum er sveit Láms-
ar Hermannssonar efst með 933
stig. Á hæla hennar er sveit Ingi-
bjargar Grímsdóttur með 927 stig.
Þriðjudaginn 27. nóvember hefst
svo aðalsveitakeppni deildarinn-
ar. Skráning er hjá Ólafi í s.
16538.
Efsta parið hjá Bridgefélag-
inu, Þórir Sigurðsson og Eiríkur
Hjaltason, spila léttan og
áreynslulítinn bridge. Spila eðli-
legt kerfi, með mismunandi
áherslur í framhaldinu. Eins og
gengur með pör sem em að hefja
spilamennsku saman, koma upp
stöður sem em óræddar hjá þeim,
eins og öðmm. Lítum á dæmi frá
síðasta spilakvöldi hjá BR:
S: 852
H: G83
T: 76
L: Á10762
S: 7 S: ÁDG10964
H: ÁK1092 H: D
T: G85 T: KD1093
L: KDG8 L: - - -
S:K3
H:7654
T: Á42
L: 9543
Eiríkur sat í Austur og hóf
sagnir á 2 spöðum. Pass og 3
hjörtu hjá Þóri í Vestur. Pass og 4
tíglar hjá Eiríki (allt eðlilegt). Nú
kom dobl frá Suðri. (Sá var nokk-
uð viss um að Þórir og Eiríkur
væm ekki það samtalaðir, að
nokkur hætta væri á því að 4 tígl-
ar yrðu passaðir út eða „redoblað"
til sóknar). Eftir smá yfirlegu sá
Þórir í Vestur þann kostinn vænst-
an að passa. Pass frá Norður og
ögurstundin rann upp. Hvað gerði
Eiríkur? Með öryggið að leiðar-
ljósi valdi Eiríkur að vinda í 4
spaða. Pass ftá Suður og Þórir
andvarpaði mæðulega, sagði pass
og um leið gaf þá yfirlýsingu: Ég
kann ekki framhaldið.
Eins og sjá má, em 6 tíglar
nokkuð auðveldir til sóknar. En
hvað gefa 4 tíglar, snúbblaðir
fram og til baka, á hættunni, mik-
ið? Undirritaður hefur ekki töluna
við höndina, en veit þó að hún lík-
ist eitthvað símanúmerinu hjá
slökkviliðinu í Keflavík...
18 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. nóvember 1990