Þjóðviljinn - 16.11.1990, Page 21

Þjóðviljinn - 16.11.1990, Page 21
UM HELGINA MYNDLIST Árbæjarsafn, lokað okt.-maí, nema m/samkomulagi. Ásmundarsaiur við Freyjugötu 41, Japanskir menningardagar á Islandi, japanskir nútfma- arkítektar, opnuð lau kl. 18, 17.-25.nóv. Björninn við Njálsgötu 49, Kristján Fr. Guömundsson sýnir málverk og vatnslitamyndir. Djúpið, kjallara Hornsins, Birgir Snæbjörn Birgisson sýnir tréristur, steinþrykk og teikningar. Stendur til 17.11. Opiö á sama tíma og veitinga- staðurinn. FlM-salurinn við Garðastræti 6, Kristinn G. Jóhannsson sýnir Mál- verk um gamburmosa og stein. Opið daglega kl. 14-18, til 18.11. Gallerl 1 1, Sigrid Valtingojer, Til- brigði við Hrafna-Flóka, graflk og ol- (ukrít, kl. 14-18 alla daga, til 29. nóv. Gallerl 8, Austurstræti 8. Seld verk e/um 60 listamenn, ollu-, vatnslita-, og grafíkmyndir, teikningar, keramík, glerverk, vefnaður, silfurskartgripir og bækur um íslenska myndlist. Op- ið virka daga og lau kl. 10-18 og su 14-18. Gallerl Borg, Pósthússtræti 9, Lýður Sigurðsson sýnir ollumyndir. Opið um helgina kl. 14-18, en virka daga kl. 10-18. Til 20.11. Gallerf Borg, Austurstræti 3 og Síöu- múla 32, grafík, vatnslita-, pastel- og olíumyndir, keramikverk og módel- skartgripir, opið lau 10-14. Gallerl List, Skipholti 50 B. Ólöf Erla Bjarnadóttir sýnir keramik. Vatnslita- og grafíkmyndir, keramík og postulín auk handgeröra Isl. skartgripa. Opið kl. 10:30-18, lau 10:30-14. Galleri Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Ása Ólafsdóttir með sýningu á ofnum myndverkum. Opin virka daga nema má kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Gallerl Sævars Karls við Banka- stræti, Snorri F. Hilmarsson sýnir málverk. Opið á sama tlma og versl- unin. Til 16.11. Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, Jónína Guðnadóttir sýnir lágmyndir og skúlptúra úr leir og steinsteypu. Sverrissalur, verk úr eigu safnsins. Opið alla daga nema þri kl. 14-19, til 18.11. Sjá tónleika. ATH: Slðasta sýningarhelgil Hlaðvarpinn við Vesturgötu 3b, Lu Hong: sýning sem kallast Island I klnversku bleki. Opið lau kl. 10- 16, su 13-17 og þri-fö 12-18, til 28.11. Kjarvalsstaðir, vestursalur: Brynhild- ur Þorgeirsdóttir sýnir skúlptúra. Áustursalur: Sýning á Inúita list á vegum Menningarstofnunar Banda- ríkjanna og Menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar. Opið daglega frá kl. 11-18. Til 2.12. Listasafn ASl, Japanskir menningar- dagar á íslandi, - sýning á japanskri nútlmagraflk, opnuð lau. kl. 16. Opið til 2. se. Listasafn Einars Jónssonar opiö lau og su 13.30-16, höggmyndagarður- inn alla daga 11-16. Listasafn Islands: Aldarlok- sovésk samtlmalist, 5 málarar. Opið alla daga nema má kl. 12-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, sýn. á andlitsmyndum Sigurjóns. Opið lau og su kl. 14-17, þri kl. 20-22. Minjasafn Akureyrar, Landnám I Eyjafirði, heiti sýningar á fornminj- um. Opiö su kl.14-16. Minjasafn Rafmagnsveitunnar, húsi safnsins v/ Rafstöðvarveg, su 14-16. Norræna húsið, kjallari: Pálína Guö- mundsdóttir og Ragna Hermanns- dóttir opna sýningu á málverkum á lau kl. 16. Til 25.11. Opin kl. 14-19 daglega. Til 4.11. Anddyri: Sýning um norska tónskáldið Johan Svend- sen. Nýlistasafnið, Vatnsstlg 3b, Kristín Reynisdóttir opnar I dag kl 20 sýn- inguna Viðkomu. Opið daglega kl 14-18 til 2. des. Safn Ásgrlms Jónssonar, Berg- staöastræti 74, búið aö opna á ný eftir viðgerð, sérsýning á 25 mynd- um máluöum I Reykjavík og ná- grenni, vantslitir og olla. Opiö 13:30- 16, þri, fim, lau og sun. Til febrúar- loka. Sjóminjasafn Islands, Vesturgötu 8 Hf. Oþið lau og su kl. 14-18. Slúnkariki, Isafirði: Jón Sigurpálsson opnar sýningu á lau kl. 16 á lág- myndum og skúlptúrum. Opið fi-su kl. 16-18, til 2.12. Verkstæði V að Ingólfsstræti 8. Sex konur vinna á veri<stæðinu og eru þar unnin textílverk ýmiskonar, sjöl, púðar, slæöur, dreglar o. fl. Opið alla virka daga kl. 13-18 og lau 10-16. Leikfélag Akureyrar. Leikritið um Benna, Gúdda og Manna I kvöld og lau kl. 20:30. Slðustu sýningar! Þjóðminjasafnið, opið um helgar, og þriogfikl. 11-16. Á efri hæð: Islenskar þjóðlífsmyndir Sigríðar Kjaran, sýningin opnuð á lau, mun standa I a.m.k. 3 mánuði. TONLIST Háskólabló lau kl. 15, Bláir tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar, verk eftir Guðm. Hafsteinsson, Schönberg og Lútóslavski. Islenska óperan má kl 20:30, EPTA- píanótónleikar, Anna Málfrlður Sig- urðardóttir. Nomæna húsið fö og su kl. 20:30, vísnatónleikar Birgitte Bruun og Henrik Sörensen. Gerðuberg má kl. 20:30, Ijóðatón- leikar, Sólrún Bragadóttir syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Langholtskirkja, su kl 17, Islenska hljómsveitin með fyrstu tónleika starfsársins. Púlsinn, Vitastíg 3, fö og lau.kvöld, hljómsveitin Hunangstunglið. Su kl. 21:30 tónleikar Friðriks Karlssonar og hljómsveitar. Má.kvöld hljóm- sveitin Islandica. LEIKHUS Gerðuberg, brúðuleikhúshátið. Lau og su kl. 15: Brúöuleikhúsið á Egils- stöðum sýnir leikritið um Brimaborg- arsöngvarana. Þjóðleikhúsið, Örfá sæti laus Is- lensku óperunni I kvöld og su kl. 20. Fáar sýningar eftir. Borgarleikhúsið, stóra svið: Fló á skinni, fö og su kl. 20. Litla svið: Ég er meistarinn fös og lau kl.20. Ég er hættur! Farinn! lau kl 20. Sigrún Ástrós lau kl. 20. Borgarleikhúsið, anddyri, lau kl. 15, leiklestur á Konráð I Kreischa eftir Björn Th. Björnsson. Borgarieikhúsið þri kl. 20, Sþuna- verkið Afbrigði. Alþýðuleikhúsið, lönó: Medea e/Evr- Ipldes lau og su kl. 20:30. Leikfélag Kópavogs, sýnir rokksöng- leikinn „Skltt meðða“ e. Valgeir Skagfjörð su, þri og fim kl. 20. Is- landsvinir sjá um tónlist. HITT OG ÞETTA MlR-bfósalur, Vatnsstlg 10. Kvik- myndasýningar á su kl. 16. Sovéska kvikmyndin Slberluhraðlestin I leik- stjórn Eldar Urazbajev. Enskir skýr- ingatextar, aðgangur ókeypis og öll- um heimill Hana-nú ( Kópavogi, samvera og súrefni á morgun lau, lagt af staö frá Digranesvegi 12 kl.10. Komum sam- an upp úr hálftiu og drekkum mola- kaffi. Félag eldri borgara, Opið hús I dag, föstudag, I Risinu, Hverfisgötu 105. Félagsvist kl. 14, leikfimi kl 17 undir stjórn Guðoinar Nielsen. Ferð til Lúxemborgar 22.-29.11 og 6.-13.12. uppl. I slma: 28812. Norræna húsið, kvikmyndasýning f. börn su kl. 14. Norskar barnamyndir. Aðgangur ókeypis og boðið upp á ávaxtasafa I hléinu. Breiðfirðingafélagið, félagsvist su kl 14:30 I Breiðfirðingabúð Faxafeni 14. Allir velkomnir. Útivist, fö 16. nóv, kl. 20, stjömu- skoðunarferð I Bláfjöll með fróðum manni. Hafið klki með. Brottför frá BSl bensinsölu, stansað við Nátt- úrufræöistofu Kópavogs og Árbæj- arsafn Su 18 nóvkl. 10:30, Hestfjall (Árns.), 5. ferð Reykjavíkurgöngunnar. Kl. 13: Marardalur. Brottför I allar ferðir frá BSl-bensinsölu. Síðustu forvöð að panta 1 aðventu- ferðina 30.nóv.-2.des. Sjálfbær þróun í Eyjafirði X 1 11' 1 ' H 1 f 1 _ 1 .1 j: J A.1 1 _ 11 O J™ I-i. 4. Iflrr. - . n rrn A1«1 «4 «>««J A n1U« ínMv rnn n« f^nnnni* mnfíl n f«1l rtftllltl t f« Á morgun verður haldin merki- leg ráðstefna í Hrafhagilsskóla í Eyjafirði. LANDVERND mun kynna inntak Brundtlandskýrslunn- ar, sem unnin var á vegum Samein- uðu þjóðanna og meginhugtak hennar, sjálfbæra þróun. Það þýðir í stuttu máli að ffam- tiðarþróunin verður að vera þannig að hún fullnægi þörfum núlifandi jarðarbúa án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til hinna sömu lífsgæða. Boðskapurinn er sá að það sé nauðsynlegt að breyta bæði efha- hagslegum og stjómmálalegum á- herslum í alþjóðlegu samhengi, þannig að efnahagsvöxtur fái nýja og breytta skilgreiningu. Eins og heimsmyndinn blasir við í dag er umhverfi mannsins stefht f voða vegna rányrkju og þess þróunar- mynsturs sem haldið er uppi bæði af iðnríkjum og þróunarríkjum. Brundtlandskýrslan, Our Common future, kom út 27.apríl 1987 og var lögð fyrir allshetjar- nefnd S.þ. nokkru seinna. í samþykkt allsherjamefndar- innar var kveðið á um að skýrslan skyldi send til allra aðildarríkja S.þ. með áskomn um að þau reyndu að fylgja boðskap hennar eftir i allri pólitískri stefnu- mótun. Sem aðildarríki að Sameinuðu þjóðunum hefur ísland fengið þessa áskorun senda, þó lítið hafi borið á henni í stefhumörkun núver- andi ríkisstjómar Það hlýtur því að vera tímabært að ræða innihald skýrslunnar og hvemig hún snertir okkur íslend- inga og okkar þjóðfélag. Það er vel viðeigandi að halda þessa ráðstefnu að Hrafnagili í Eyjafirði. Þótt Þorgils skarði hafi verið höggvinn þar á sínum tima, er ekki víst að neinir hausar fjúki i þetta sinn. Líklegra að horft verði meira til islenskra þjóðhátta (í tvennum skilningi), þegar línumar verða lagðar fyrir sjálfbæra þróun á íslandi. Nú hefur Eyjafjörður verið drepinn úr dróma álfjötranna. Hér- aðsmenn ætla sjálfir að sjá um sína atvinnuuppbyggingu í ffamtíð, slíkt er vantraust þeirra á stjómvöld eftir viðskiptin við starfsmenn iðnaðar- ráðherra á árinu. Sýnist mér líka vera ólíkt meiri reisn yfir því ráðslagi og hvet alla þá sem áhuga hafa á ffamtíðarupp- byggingu atvinnulífsins að hlýða á erindi þau, sem flutt verða á morg- un, þegar ráðstefnan er öllum opin. Efhi þeirra er eftirfarandi: Kl. 13.00 “Sustainable developement’’- Lloyd Timberlake. (Hvað felst í hugtakinu og hvaða á- hrif hefur það á heimsmyndina?). Ágrip af fyrirlestrinum er þýtt á is- lensku. Kl. 14.00 Framtíð islensks landbúnaðar og sjálfbær þróun - Haukur Halldórsson form. Stéttar- sambands bænda. Kl. 14.45 íslensk orka og sjálfbær þróun - Ágúst Valfells kjameðlisffæðingur KJ. 16.00 Útflutningur ó- mengaðra íslenskra afurða á grund- velli sjálfbærrar þróunar - Davíð Scheving Thorsteinsson iðnrekandi Kl. 16.45 Hlutur verka- lýðshreyfmgarinnar og sjálfbær þróun- Þóra Hjaltadóttir formaður verkalýðssambands Norðurlands Kl. 17.30 Skyldur íslend- 1 VANDLIFAÐIVER0LDINNI inga á alþjóðavettvangi - Gunnar G.Schram prófessor í ljósi þeirrar heimsmyndar, sem boðuð er i Brundtlandskýrsl- unni, ætti öllum að vera ljós þörfm á ómenguðum afurðum ffá hreinu landi í Norður-Atlandshafi. í því felst mun meiri ffamtíðar- sýn en að breyta islenskrí fallorku í ál eins og iðnaðarráðherra kemst svo smekklega að orði í sænskum kynningarbæklingi ffá álfyrirtæk- inu Gránges nú nýverið. Islending- ar eiga sjálfir að ráðstafa orkunni ffá fallvötnum sínum, en ekki láta erlend stórfyrirtæki um markaðs- setninguna. Evrópu mun skorta hreina, end- umýjanlega orku i ffamtiðinni og er illt til þess að hugsa að nokkur þingsæti á Suðumesjum handa krötum þurfi að kosta þjóðina nið- urgreiðslur á 3000 GWst á ári í 35 ár. Það er í rauninni niðurstaðan af þeim smánarsamningi, sem virðist eiga að troða ofan í kokið á samn- inganefnd Landsvirkjunar. “Það er allt fast” segja þeir fóstbræður Dav- íð og Birgir. Óvíst hvað Páll Péturs- son má sín gegn margnum. En megi það verða honum að leiðarljósi, þá er rétt að enda þennan Einar Valur ingimundarson pistil á tilvitnun í títtnefnda Brundtlandskýrslu: “Sjálfbær þróun er háð öruggri og vistffæðilega ábyrgri orku- stefnu. Á þessu er enn ekki fundin lausn. Orkunotkunin eykst ekki eins hratt og áður var. Iðnaðamppbygg- ing, þróun landbúnaðar og hin hraða fólksfjölgun í þróunarlöndun- um mun þurfa mun meiri orku. í dag notar sérhver maður i iðnaðar- löndum að meðaltali meira en 80 sinnum meiri orku heldur en maður í Affíku, sunnan Sahara. Raunhæft skipulag á orkunotkun verður að fela í sér meiri áherslu á ffumorku- þörf þróunarlandanna. Ef orku- notkun þróunarlandanna á að vera jafn mikil og iðnaðarlandana fyrir árið 2025. verður orkunotkun heimsins að vera fimm sinnum meiri en hún er i dag. Þetta þolir ekki vistkerfi jarðarinnar. Sérstak- lega ekki ef aukningin byggist á lif- rænu, óendumýjanlegu eldsneyti. Hættumar á upphitun heimsins og súmun umhverfisins útilokar tvö- foldun orkunotkunarinnar, ef nota á sams komar orkulindir og notaðar em í dag. Nýtt tímabil með hagvexti verður þess vegna að byggjast á minni orkunotkun en áður. I orku- stefnu þjóða um sjálfbæra þróun, verður orkuspamaður að vera i iyr- irrúmi Föstudagur 16.nóvember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.