Þjóðviljinn - 15.12.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.12.1990, Blaðsíða 1
Laugardagur 15. desember 1990 — 238. tölublað 55. árgangur Spegill, spegill herm þú mér; hvað ætlar mamma að gefa mér? hugsar þessi litli jólasveinn kannski. Það er aldrei að vita nema að þetta sé sjálfur Stúfur, þv( að við höfum áreiðanlega heimildarmenn fyrir því að hann hafi komið til byggða í gær. Mynd: Jim Smart. Upplvsin gasamfélagið Sakaskrá í molum Upplýsingar bœjarfógeta- og sýslumannsembætta til Sakaskrár berast seint og illa. Brögð eru að því að upplýsingarnar séu beinlínis rangar. Ohjákvœmilegt annað en að á skránni séu einstaklingar sem ekk- ert hafa til saka unnið Telja má víst að einhverjir einstaklingar hafi lent inni á sakaskrá án þess að hafa nokk- uð tii saka unnið, enda hefur ritun sakaskrár lengi verið í hinum mesta ólestri. Misbrest- ur er á því að Sakaskrá berist allar þær upplýsingar sem henni þó ber með réttu frá bæj- arfógeta- og sýslumannsemb- ættum. Fyrir utan það að Saka- skránni berist upplýsingarnar bæði seint og illa eru þær í ein- hverjum tilfella villandi og beinlínis rangar. Sakaskrá á að halda til haga misgjörðum þegnanna sem á þá hafa sannast að undangenginni opinberri málsmeðferð, s.s. dóm- um, áminningum og ákærufrestun og skulu dómarar senda Sakaskrá tilkynningar þar að lútandi án „óþarfs dráttar" eins og segir í fyrirmælum dómsmálaráðherra Bólusóttarveirum útrýmt Nýjasta dæmið um ekki alls fyrir löngu tilkomna vináttu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna er að heilbrigðisyfirvöld stórvelda þessara hafa komið sér saman um að aflífa síðustu bólusóttarveir- umar, sem til eru í heiminum, en þær em í þeirra vörslu. Bólusótt, sem áður fyrri var ein af skæðustu plágum sem á mannkynið heijuðu, var útrýmt 1977. Ekki hafa menn verið með öllu óttalausir um að bólusóttarveirur yrðu notaðar í sýklahemaði. Reuter/-dþ. frá 1971. En þar hefúr nokkur misbrestur orðið á. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem Þjóðviljinn hefur aflað sér um skráningu Sakaskrár, em taldar vemlegar líkur á því að ein- hver brögð séu að því að einstak- lingar, sem ekki hafa komist í kast við lögin, hafi alls ekki hreint sakavottorð. -Það er ekki hægt að útiloka þann möguleika að einhveijir hafi lent saman í skránni, sagði Gísli Þórðarson sakaskárritari þegar Þjóðviljinn bar þetta undir hann. Að sögn Gísla vom nöfn þeirra einstaklinga, sem færðir vom inn á sakaskrá fyrir daga kennitölunnar, auðkennd með fæðingardegi og heimilisfangi. -Það er því alls ekki hægt að úti- loka að einhveijum hafi verið slegið saman, sagði Gísli. Að sögn Asmundar Sigur- jónssonar hjá Hagstofú íslands er næsta útilokað að slíkt gerist ekki í einhveijum tilfella þegar ein- staklingar hafa ekki verið auð- kenndir með kennitölu eða öðmm slíkum auðkennum. Hagstofunni er gert að halda til haga tölulegum upplýsingum um dómsmál og eiga henni að berast allar upplýsingar um opin- ber mál úr sakaskrá. Síðan 1979 hefur þessi skýrslugerð legið að mestu niðri þar sem upplýsingar frá sumum fógetaembættunum hafa verið í algjöm skötulíki, rangar og villandi. -Það er óvinnandi vegur að vinna slíka skýrslugerð útfrá upp- lýsingum sem eiga sér jafhvel enga stoð í vemleikanum, sagði Ásmundur, en hann tók fram að þetta ætti alls ekki við um öll bæj- arfógetaembættin. Áform hafa verið uppi um að tölvufæra sakaskrána, en það er ekki hlaupið að því. Talið er að i skrána hafi verið færð frá upphafi nöfn 70 til 80 þúsund einstak- linga. -rk 9 dagar I dag kl. 11 kemur Þvömsleikir I heimsókn á Þjóðminjasafnið. Á morgun verður Pottasleikir þar á ferðinni á sama tima og á mánu- dag Askasleikir. Ingi, 5 ára, teikn- aði jólasveininn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.