Þjóðviljinn - 15.12.1990, Page 3

Þjóðviljinn - 15.12.1990, Page 3
FRETTIR Tryggingar KAZUOISHIGURO Vilja gleypa þjóðarsáttina Sjóvá-Almennar: Vilja 48,5% hækkun iðgjalda á húseigenda- og fasteignatryggingu. BSRB: Verðhækkun á einum stað þýðir kjararýrnum hjá öðrum Sjóvá-Almennar hafa lagt til við Tryggingaeftirlitið að ið- gjald af húseigenda- og fast- eignatryggingu verði hækkað um 48,5% um næstu áramót að óbreyttum skilmálum. Líklegt er að fleiri tryggingafélög fari fram á svipaðar hækkanir. Að auki býður félagið við- skiptavinum sínum tvo aðra val- kosti með mismunandi iðgjaldi. Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB, segir að tryggingafé- lagið kunni að búa yfír sínum skýringum sem eflaust eigi við einhver rök að styðjast, sem hann ber í sjálfú sér ekki brigður á. En út frá sjónarhóli launamannsins mun þessi tæplega 50% hækkun á iðgjaldi fyrir 5 miljóna króna eign þýða iðgjaldshækkun uppá 2.500 krónur. Umsamdar launahækkan- ir á næsta ári hjá þeim sem vinnur á meðaldagvinnutaxta eru um 3 þúsund krónur ög því mun þess hækkun á iðgjaldi húseigenda- og fasteignatrygginga gleypa þjóðar- sáttina. Formaður BSRB segir að það sé þetta samhengi sem þeir hafi verið að benda á, að verðhækkun á einum stað þýði kjararýmum á öðmm. Ögmundur segir að sam- Félagsmálaráðuneytið Námskeið fyrir atvinnulausa Fjórar miljónir króna veittar í verkefnið sem haldið er í samvinnu við MFA Félagsmálaráðuneytið hefur í samráði við ráðgjafarnefnd vinnumálaskrifstofu ráðuneytis- ins ákveðið að veita fjórar milj- ónir króna tii námskeiðahalds fyrir atvinnulausa í samvinnu við Menningar- og fræðslusam- band alþýðu. Óskar Hallgrímsson forstöðu- maður vinnumálaskrifstofunnar segir að tilraun hafi verið gerð með námskeiðahald sem þetta í vor í Reykjavík og hafi það gefist vel eftir atvikum. Óskar segir að stefnt sé að því að halda þessi námskeið fyrir atvinnulausa í þeim bæjar- og sveitarfélögum þar sem atvinnu- leysi er varanlegt. „Tilgangurinn með námskeiðahaldinu er m. a. sá að slá á það vonleysi sem fylgir því að vera atvinnulaus í langan tíma, í þeirri von að námskeiðin geti örv- að viðkomandi til að bera sig ffek- ar eftir atvinnu," segir Óskar Hall- grímsson. Hér er um að ræða stöðluð námskeið með föstum kjama, en þó gæti verkhlutinn verið breyti- legur eftir þörfum og aðstæðum á hveijum stað. Stjóm Menningar- og fræðslusambands alþýðu sam- þykkti einróma að verða við ósk félagsmálaráðuneytisins að standa fýrir námskeiðunum, sem haldin verða fýrri hluta næsta árs. -grh kvæmt þessu virðist tryggingafé- lögin ekki ætla sér að verða nein- ir eftirbátar fjármagnskerfisins í því að gleypa þjóðarsáttina. Ólafur Jón Ingólfsson, deild- arstjóri almenningstengsla hjá Sjóvá-Almennum, segir að ástæðan fýrir þessum hækkunar- áformum félagsins á iðgjöldum húseigenda- og fasteignatrygg- inga sé til komin vegna þess að tjón af völdum vatnslagna í hús- um hafi aukist til muna. -grh Viðurkenning fyrir gott starfsumhverfi. I gær afhenti Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráöherra sex fyrirtækjum ( prentiðnaði viðurkenningu fyrir gott starfsumhverfi. Þau eru Dagsprent hf. á Akureyri, Prenthúsið sf., Prentmyndastofan hf., Prentsmiðjan Oddi hf. og Steindórsprent hf. i Reykjavík og Svansprent hf. i Kópavogi. Mynd: Jim Smart. Fjárlög Tekjur til jafns við útgjöld Alþingismenn komi jafnt með tillögur um tekj- ur ríkissjóðs sem útgjöld Asgeir Hannes Eiríksson, Bfl., hefur lagt fram á þingi frumvarp til laga um breytingu á þingsköpum Alþingis sem fel- ur í sér að ekki megi taka laga- frumvörp til meðferðar - sé gert ráð fyrir útgjöldum í frum- varpinu - nema einnig sé ákvæði um samsvarandi tekjur fyrir ríkissjóð. En sem kunnugt er þá hækkar ijárlagafrumvarpið venjulega í meðforum Alþingis og þá út- gjaldaliðurinn en ekki tekjuliður- inn. Einnig hefur formaður fjár- veitingamefndar gagnrýnt Al- þingi fýrir að samþykkja frum- vörp er fela í sér sjálfvirkar hækk- anir á fjárlögum. Við atkvæða- greiðslu 2. umræðu fjárlaga gerðu nokkrir þingmenn grein fýrir at- kvæði sínu við einstaka liði og töldu oftast að fjárhæðin væri allt- of lág og má í því sambandi nefna byggingu Verkmenntaskólans á Akureyri. Líklegt er þó, að það mál verði athugað milli umræðna og liðurinn hækkaður. -gpm i Eitt eftirtektarverðasta bókmenntaverk síðari tíma. Metsölubók víða um heim. KAZUO ISHIGURO Dreggjar d a g s i n s SIGIRDI.'H \. MÁGNUSSON ISLENSKAÐl Maxine Hong Kinstone: -Dásamleg bók í alla staði -sagan, tungumálið og efnistökin.Ég er enn að hlæja að henni og ég les aftur og aftur suma kaflana. Robert Stone: -Hnökralaus skrif um sérkennilega andlega innilokun. Þessi saga er í senn fyndin og hrollvekjandi. Richard Ford: -Ishiguro skrifar gersamlega ómót- stæðilega. Dreggjar dagsins er ástríðufull, tær, fyndin, sorgleg, alvarleg -sagan hefur alla eiginleika heimsbókmennta. Doris Lessing: -Ishiguro er frumlegur og það er bókin líka. Hún er bráðfyndin en samt ein sorglegasta bók sem ég hef lesið. Þessi bók er í miklu uppáhaldi hjá mér. John Le Carré: -Þessi bók er de- mantur, fullkomlega slipaður með ótelj- andi flötum. Ann Beattie: -Fullkomin skáidsaga. Ég gat ekki lagt hana frá mér. Alison Lurie: -Snilldarlega vel skrifuð saga. Ólgandi af krafti undir silkikenndu yfirborði. Salman Rushdie: -Snilldarlega vel skrifuð skáldsaga. Saga sem er í senn unaðslega falleg og hrottalega grimm. The Sunday Times: -Dreggjar dagsins er stór sigur fyrir hinn unga Ishiguro. Trúverðug mynd hans af lífi mann- anna er sett fram á frumlegan, fyndin, furðulegan, grípandi, en umfram allt, hrífandi máta. Sigurður A. Magnússon íslenskaði. m BJARTUR Laugardagur 20. október 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.