Þjóðviljinn - 15.12.1990, Síða 4

Þjóðviljinn - 15.12.1990, Síða 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar ÞINGLYNDI Þjóðfélag vinsamlegt börnum Það hlutskipti sem börn þurfa víða að búa við er næstum óskiljanlegt fyrir íslendinga. Gatan er heimili þeirra, öskuhaugarnir forðabúr, glæpir og vændi atvinn- an sem þau stunda. Islendingar eru nógu vel efnaðir og þannig staösettir í heiminum að raunveruleg skilyrði eru til þess að gera þjóöfélagið að einstæðri uppeldisstöð fyrir kynslóðir framtíðarinnar. Við vitum að þorri barna býr við sæmileg ytri skilyrði, hafa í sig og á, njóta þolanlegs atlætis og at- hygli. Skólar á íslandi eru bærilega búnir að tækjum, skólastarf fer yfirleitt fram í sæmilegum húsum og kenn- arar leggja sig fram um að koma börnum til nokkurs þroska. Þrátt fyrir þetta vantar mikið á að ísland sé sú parad- ís fyrir börn sem hún gæti verið. Á mörgum sviðum þarf nýjan skilning stjórnmálamanna og helstu samtaka í þjóðfélaginu. Lífskjör uppalendanna verða að komast á það stig að allir geti veitt börnum sínum efnahagslegt ör- yggi. Til er hópur barna sem við vitum að einskis nýtur af því sem börnum er nauðsynlegt og annar hópur býr við erfiðar aðstæður að ýmsu leyti. Efnahagsleg velgengni er að sönnu engin trygging fyrir því að börn njóti góðs til- finningalegs atlætis, nái að þroskast og njóta æsku sinn- ar á eðlilegan hátt. En fjárhagsáhyggjur og langur vinnu- tími foreldra er vísasti vegurinn til að hindra þau í að sinna börnum sínum sem skyldi. í nútíma þjóðfélagi, sem getur státað af veraldlegum auði, lýðræðislegum hefðum og þeim skilningi að allir menn séu fæddir jafnir, eiga börn ekki að vera á ábyrgð foreldranna einna, heldur í sameiginlegri ábyrgð þeirra og samfélagsins. Þetta felur í sér að ríki, sveitarfélög, samningsaðilar á vinnumarkaði og Ijöldasamtök eiga aö láta sig heill barnanna varða. Börn mega ekki verða bit- bein í stjórnkerfinu með því að ráðherrar eða ráðuneyti deili um það undir hvern einstakir málaflokkar er snerta börn eiga að heyra. Sveitarfélögin, sem hafa skipulags- mál á sinni könnu, eiga að skipuleggja byggðirnar þann- ig að börn geti komist um hættulaust og að þau hafi ör- ugg athafnasvæði til frjálsra leikja. Nýlega skýrði kenn- ari nokkur frá því að hann merkti breytingu á börnum frá því sem áður var; þau kynnu ekki að leika sér og hefðu miklu minna úthald en eðlilegt gæti talist. Skipuleg íþróttaiðkun ásamt óheyrilega langri setu fyrir framan sjónvarp virðast hér ráða mestu um. íþróttaþjálfun, svo góð sem hún kann að vera, getur ekki komið í staðinn fyrir skapandi leiki af þeirri einföldu ástæðu að keppnis- þjálfun hentar ekki öllum. Enda þótt sjónvarp opni kynslóðunum nýjan heim og geti verið fræðandi og kjörið til að auka notandanum skilning á fjölmörgum sviðum, getur það ekki komið í staðinn fyrir mannleg samskipti, samskipti foreldra og barna, og það getur ekki komið í staðinn fyrir góðan skóla. Skilningur þjóðarinnar á því að verja umhverfið spjöll- um er sem betur fer vaxandi og fjölmörg heimili leggja sig nú eftir því að kaupa svokallaðar umhverfisvænar vörur. Um leið og við hugum að því að verja umhverfið áföllum verðum við líka að hyggja að öðrum þáttum þess umhverfis sem við lifum í og höfum í hendi okkar að skapa sjálf. Við þurfum að skapa nýtt þjóðfélagslegt umhverfi sem er vinsamlegt börnum. Hérfara hagsmun- ir barna og fullorðinna saman, því þjóðfélag sem er gott fyrir börn er líka hollt fyrir fullorðna. hágé. Myndir: Jim Smart Svo hún er kominn nicð hugann við jólabaksturinn Sagði ég virkilega uppskrift? Það eru 500 gr. af sjálfsöryggi. Nokkrir dropar af léttlyndi. Iðjusemi eftir þörfum. Urærist vel. Síðan er það spurning með hitastigið. ÞJÓÐVIUINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdis Ellertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Elías Mar (pr.), G. Pétur Matthíasson, Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ölafur Gfslason, Saevar Guðbjörsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristin Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Augiýsingar: Sigrlður Sigurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir: Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar: Slðumúla 37, Rvlk. Siml: 681333. Sfmfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð I lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. desember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.