Þjóðviljinn - 15.12.1990, Page 7

Þjóðviljinn - 15.12.1990, Page 7
Gunnar Kristinsson er á beininu Ástandiö tekur út yfirallan þjófabálk blendingar stæra sig gjaman af þvf að þeir híti upp hús sín með heitu vatni. Nafn borgarínnar er dregið af gufu úr heitum hvenim. En undanfarið hefur hrtinn bmgðist íbúum Reykjavíkur og nágrennis. Hverju er um að kenna að menn sitja víða inni í úlpum og lopaleistum? er fyrsta spumingin sem iögð er fyrír Gunnar Kristinsson hitaveitustjóra semerábeininuídag. Gunnar Kristinsson hitaveitustjóri. Mynd: Jim Smart. Það er fyrst og fremst vegna óhreininda í kerfmu. Þetta byijaði í september, eins og venjulega. Á haustin fer alltaf af stað það sem í pípunum liggur af sandi, ryði og alls konar dóti, byggingavörum meira að segja, sem komast inn í kerfið þegar verið er að leggja ný rör. Ofan á þetta bætist útfelling af magnesíumsílikati, sem stafar frá Nesjavallavirkjun, og verður til þegar blandast saman vatnið þaðan og vatnið ffá Reykjum. Þetta var nú heldur meira í ár en venjulega. Þannig að þetta kemur allt- af fyrir á haustin? Ekki magnesíumsílikatútfell- ing, það er nýtt. En aðburður af óhreinindum og stíflaðar síur eru algengar á haustin, einhversstaðar í bænum. Nú er þetta mjög víða, þótt kvartanir hafi aðallega borist ífá Hafnarfirði, Garðabæ og Kópa- vogi um síðustu helgi. Þetta var um allt þangað til í síðustu viku, þá virtist það vera mun meira en venjulega í Halhar- firði og Kópavogi. Afleiðingin af því varð sú að við fórum að mæla þrýstifallið í leiðslum suðureftir. Þá kom í ljós að þrýstifallið var óvenjumikið, eða um 50 prósent. Það reyndist vera vegna þess að það hafði myndast húð af magne- síumsílikati innan á pipunum. Þessi húð hafði þau áhrif að það varð meira þrýstifall en á að vera og gert er ráð fyrir. Hvað á að gera í því? Til bráðabirgða á að setja dælu inn á leiðsluna, og verður hún komin í gagnið fyrir jól. Var ekki vitað fyrir að þessi útfelling gæti átt sér stað? Nei, þetta gerðist á fyrstu fimmtíu dögunum sem við vorum að keyra Nesjavallavirkjun. Við urðum varir við þetta 18. október. Þá hafði verið sent vatn í bæinn, að vísu í smáum stíl til að prufu- keyra, síðan í endaðan ágúst. Út- fellingin hélt áffam eftir að við fundum þetta, fram undir 20. nóv- ember þegar við náðum loksins taki á því að stýra þessu þannig að það félli ekki út. Þetta eru fimm- tiu dagar, sem sagt. Var Nesjavallavirkjun opn- uð of snemma? Nei, nú segi ég, ég veit ekki. Hún átti að fara í gagnið árinu fyrr. En þetta var hlutur sem menn vissu alltaf af, svona útfell- ingar myndast þegar maður hitar vatn og býr til hitaveituvatn og blandar saman við hveravatn. Það var búin að vera í gangi hjá okkur rannsókn milli áranna 1984 og 1987, en þá var ég ekki hér. Menn töldu sig sjálfsagt vera búna að fá þau svör sem þeir þyrftu til að ákveða að blanda þessu saman, þetta væri allt í lagi. Síðan kom annað í ljós, og það geta verið margar orsakir fyrir því, t.d. að þegar verið var að setja þetta í gang, þá tók það okkur heilan mánuð bara að koma stillitækjun- um í rétt horf. Síðan tók það tíma í viðbót að koma þessari blöndu í rétt horf. Ég held að það hafi nú aldrei staðið fyrir mönnum að þeir ættu ekki von á einhverju. Þið hafið sagt að í kulda- kastinu í fyrra hafið þið sloppið fyrir horn. Já, við gerðum það, meira að segja með olíukatla í fullum gangi. 42 miljónir fóru í oliu á þessu ári. Var það þess vegna sem þið vilduð opna Nesjavallavirkjun sem fyrst? Já, það var alltaf meiningin að koma henni í gagnið sem fyrst. Það var farið að minnka á að- veitusvæðum í bænum. Við höfð- um verið búnir að pína þau of mikið, sjálfsagt í nokkur ár. Margir undanfamir vetur hafa verið mildir, og ekki horfði til vandræða fyrr en í kuldakastinu í fyrra. Er ekki mögulegt að þetta ástand skapist á ný ef kólnar í veðri, og getum við átt von á því að borða jólasteikina með ullar- vettlinga á höndum? Næstu vikur verða örugglega einhver vandræði í Hafnarfirði og Garðabæ, og jafhvel víðar. Þá fer þetta rusl af stað aftur. Það hefur verið rólegt núna síðustu dagana en mest af því að það er svo lítið streymi í pípunum, lítið álag. Þannig að það kemur aftur, en vonandi minnkar það smám sam- an og klárast. Er Hitaveitan ekki í erfiðri aðstöðu; fólk er mjög óánægt og kvörtunum rignir yfir ykk- ur? Þú hefur nú heyrt það. Það er ekki nóg með að það sé hringt hingað, heldur í fréttastofur. Þeir hringja í okkur, og það er eðlilegt. En það er annað sem ég vil benda á, að síðan 1968 í janúar hefur aldrei orðið vamslaust. Það hafa bara verið vandræði við að koma því til skila. Sérstaklega í Hafnar- firði og Garðabæ hefur fólk búið við mjög góða hitaveitu í 15 ár, svo góða að sumir þeirra vita ekki einu sinni lengur hvar mælirinn er. Fólk hefur engar áhyggjur þurft að hafa af þessu, það gerir okkur náttúrlega erfiðara fyrir því að þegar maður er að reyna að segja fólki til í gegnum síma þá skilur það ekki hvað um er að ræða. Það hefur ekkert þurft að skipta sér af þessu. Það er miklu betra héma í bænum, þar sem fólk veit miklu meira um kerfið sitt. Það er vanara þessu. En vandræði á borð við þessi hafa ekki orðið áður, er það? Ekkert i þessum dúr. Á hverju einasta hausti hefur á vissum stöðum í kerfinu orðið skítsöfhun í síum, en þetta tekur nú út yfir allan þjófabálk. Þetta er miklu meira áður. Ber Hitaveitan skaða, sem af kann að hljótast? Ég veit varla til þess að skaði hafi hlotist af. Það eina sem ég get ímyndað mér er að eitthvað af finna dóti sem er á floti fari inn i stýritæki, það er hugsanlegt, á milli og svoleiðis, en yfirleitt skolast það bara í gegn. En ef einhver gæti sýnt fram á að vegna þessa þyrfti að skipta um ofna eða eitthvað slíkt. Myndi þá Hitaveitan bera skaðann? Að sjálfsögðu myndum við skoða hvert tilfelli fyrir sig, og það gæti verið okkar mál að greiða skaðann. Snúum okkar frá hitaleysi og upp í Öskjuhlíð. Hvers vegna höfðuð þið ekki fyrir því að afla tilskilinna leyfa áður en þið fóruð að grafa fyrir jarð- hýsinu þar? Þetta er ekki rétt. Það var far- ið með þetta strax í byggingar- nefhd, út af athugasemd sem gerð var. Nú er ég að segja frá því sem aðrir segja mér, ég var ekki í þessu sjálfur. Það vantaði leyfi frá brunamálayfirvöldum. Þessi yfir- lýsing skilst mér að hafi verið til en hún var hjá byggingafulltrúan- um sjálfum og hann var lasinn. Þetta er fyrsta frestun. Önnur frestun, það heitir svo í fúndar- gerð að hún hafi verið vegna ónógrar þátttöku í atkvæða- greiðslu, en það var búið að gera athugasemd við það að stafsfólk hefði enga aðstöðu í húsinu og reyndar vantaði geymslu líka. En allan tímann vorum við með svo- kallað graftarleyfi, eða bráða- birgðaleyfi sem gefið er út ef byggingafulltrúa líst þannig á að það sé ekkert stórvægilegt sem að er, og menn muni laga það. Það leyfi var fyrir hendi allan tímann. En eru þetta ekki nokkur hundruð fermetrar sem bæta þarf við? Þetta eru 300 fermetrar allt í allt. Hver er heildarkostnaður- inn við skopparakringluna? Það eru mörg nöfh á henni. Heildarkosmaðurinn verður á milli 10 og 11 hundruð miljónir. Þá er ég að framreikna allt. Nægir peningar virðast til í fjárhirslum Hitaveitunnar, en fólk er óánægt með þjónustuna og finnst viðbrögð við kvörtun- um hæg. Það er nú misskilningur að við eigum nóg af peningum, þótt við höfúin ekki þurft að kvarta undan peningaleysi, það er rétt. En vatnsverð hér er með því lægsta á landinu, það hefur staðið í stað síðan í desember 1989. Ég var að hugsa um að fá hækkun, en ég fæ hana víst ekki. Það hefði raskað því jafnvægi sem ríkir í landinu. einna verst er jafneinfaldur hlutur og símaborðið. Suma daga nær fólk ekki inn. Er það rétt að kvörtunum sé ekki sinnt eftir klukkan fimm á daginn? Starfsmenn okkar hafa verið fram á nætur suma daga, og síðastliðinn laugardag og sunnu- dag unnu þeir einnig. Við höfum bætt við okkur mannskap. Og jafnvel tekið þá sem vanalega skipta um mæla og eru i lokunum vegna vanskila. Undanfarið hefúr því hvorki verið skipt um mæla né lokað hjá fólki. Að lokum, er heitt hjá þér, herra hitaveitustjóri? Já, ég fékk hitaveitu í nóvem- ber 1975, og það lækkaði hitunar- kosmaðinn úr 20 þúsund krónum á mánuði niður í 5 þúsund. Ég held að það séu þær albestu kjara- bætur sem ég hef á ævinni fengið. Það skal ég segja þér að þegar bil- aði hjá mér kyndingin þá þýddi nú lítið að hringja i olíufélögin. Kólnaði eitthvað hjá þér um daginn? Nei, þiýstingurinn féll tals- vert en ég er nú einn af þeim sem fikta, ég lækkaði hjá mér og stillti mfna ventla. Það sem hefúr komið BE Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39-108 Reykjavík - Sími 678 500 Á hverfaskrifstofu okkar í Álfabakka 12 eru lausar stöður bæði í móttöku- og meðferðar- hópi. Við leitum nú að áhugasömum samstarfsmönn- um. Félagsráðgjafar og fólk með menntun svo sem í félagsfræði, uppeldisfræði, sálfræði, hjúkrun, kennara, kemur sterklega til greina. Það kostar lítið að kynna sér hvað við bjóð- um/óskum eftir. Komdu í Álfabakka 12 á mið- vikudag n.k. eftir kl. 15:00 og spjallaðu við okk- ur. ATH. I boði eru stöður til frambúðar. Einnig er hægt að hringja í síma 74544 og ræða við Auði Matthíasdóttur yfirfélagsráðgjafa. Laugardagur 15. desember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.