Þjóðviljinn - 15.12.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.12.1990, Blaðsíða 11
BÆKUR Alfræðiárbók um samtímann Vaka—Helgafell hefur útgáfu nýrrar alfræðiárbókar um íslenska samtíð með frétta- annál og alfræði líðandi stundar Útgáfa hvers kyns fjölfræði- og uppsláttarrita hefur orðið vax- andi þáttur í íslenskri bókaútgáfu síðustu árin. Nú hefur bæst í HM í fótbolta 60 ára saga Út er komin hjá Fróða bók- in sextíu ára saga Heimsmeist- arakeppninnar í knattspyrnu sem Sigmundur Ó. Steinarsson íþróttafréttamaður hefur skrif- þennan fjölskrúðuga bókaflokk nýtt ritverk ftá Vöku-Helgafelli: Islensk samtíð 1991, upplýsinga- bók um málefni Iíðandi stundar sem byggð er upp á um 3000 upp- flettiorðum um íslenskt samfélag auk fréttaannáls fyrir fyrri helm- ing ársins 1990, sem tekur um fjórðung bókarinnar. Þeir Vilhelm G. Kristinsson ritstjóri og Ólafúr Ragnarsson ffamkvæmdastjóri Vöku-Helga- fells sögðu á blaðamannafúndi I gær að hugmyndin að verki þessu hefði verið 10 ár í gerjun, en vinnslan hefði tekið rúmt ár og tóku 150 aðilar þátt í efnisöfiun fyrir verkið, sem á sér hliðstæðu I norrænum og evrópskum upp- sláttarárbókum, sem komið hafa út í áratugi. Ráðgert er að fréttaannáll næstu bókar nái frá miðju ári 1990 fram á mitt ár 1991, og er jafnffamt gert ráð fyrir því að al- ffæðikaflinn í næsta bindi verði með nýjum upplýsingum, þannig að verkið verði að samfelldri heimild um samtímann. Aftast er atriðisorðaskrá, og er ætlunin að atriðisorðaskráin í ffamtíðinni nái til alfræðiritsafnsins í heild. Mikið er lagt í skýra og myndræna framsetningu upplýs- inga með linuritum, skýringar- teikningum og litmyndum, og eru myndskreytingar alls um 600. Meðal athyglisverðra upplýs- inga sem fram koma innan á bók- arkápu eru þessar: A degi hveij- um drekka íslendingar 220.200 flöskur af gosdrykkjum, 52.000 flöskur af bjór, reykja 1.500.000 sígarettur og borða 11 tonn af sælgæti. Til þess að jafna sig á þessum skammti innnbyrða þeir svo 27.000 höfuðverkjatöflur á dag. Bókin Islensk samtíð 1991 er seld á sérstöku kynningarverði til áramóta og kostar 2.986 krónur. ' ~ólg- að. í bókinni er sérstaklega greint ffá HM í Mexikó 1986 og á Italíu í sumar. Þá er þátttaka Islands í undankeppni HM skilmerkilega skráð þar sem m. a. er getið um alla leikmenn íslands og þjálfara sem komið hafa við sögu. Sextíu ára saga Heimsmeist- arakeppninnar í knattspymu hef- ur upp á að bjóða allt það merki- legasta sem hefur gerst í HM síð- an fyrst var byijað að keppa um heimsmeistaratitilinn í Uruguay árið 1930. Sagt er frá merkileg- um atburðum, leikjum og leik- mönnum sem gert hafa garðinn ffægan í HM, í máli og myndum, auk þess sem í bókinni er að finna úrslit allra leikja frá upphafi heimsmeistarakeppninnar. Danadrottning segir frá Margrét Þórhildur Dana- drottning segir frá iífí sínu, heitir bók sem Örn og Örlygur gefa út. Anna Wolden Ræt- hinge skráði. Það er ekki á hverjum degi sem þjóðhöfðingjar fallast á að eiga opinská viðtöl um einkalíf sitt og að þau séu gefm út á bók. Margrét Þórhildur Dana- drottning er undantekning hvað þetta snertir. Ævisaga hennar kom út fyrir jólin 1989 í Dan- mörku og vakti strax mikla at- hygli um allan hinn vestræna heim fyrir það hversu opinská og einlæg drottning- in var um einkamál sín. Bókin hefúr síðan verið þýdd á fjölda tungumála og nú er komin ís- lensk útgáfa hennar. Þuríður J. Kristjánsdóttir prófessor þýddi. Bókin er prýdd íjölda persónu- legra mynda. MDIMARSSON Hannibal Valdimarsson og samtíð hans eftir Þór Indriðason. Uppseld hjá forlaginu. Ráðgátan effir Susan Cooper. Bók fyrir ungt fólk með lestrargáfú.Hvorki meira néminna en 277 bls. Réttarhald reiðinnar effir J.A. Jance. Fyrsta flokks reyfari. Uppfyllir allar kröfur þeirra sem þyrstir 1 spennu. Hundalíf eftir Guðrúnu Petersen. Biblía hundavina um langa framtíð. Á ferð um hringveginn eftir Ara Trausta Guðmundsson Jólagjöfín lyrir þann sem þú elskar raunverulega. Var prentuð 1 aðeins 3000 eintökum og verður ekki endurprentuð fyrir jól. Hin hlið íslands GOÐAR BÆKUR eftir Ara Trausta Guðmundsson og Hrein Magnússon. Fögur og listræn bók á þremur tungumálum fyrir vini heúna og erlendis. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Auglýsingadeild ÞjóSvlfarts

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.