Þjóðviljinn - 22.12.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.12.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Unnið hefur dag og og nótt við að Ijúka við dælustöðina á hitaveituæðinni til Hafnarfjarðar og Garðabæjar undanfamar vikur. Lfkur eru á því að hún verði tekin f notkun í dag eða á morgun. Ljósmyndin var tekin inni í dælustöðinni f gær. Mynd: Jim Smart. Hitaveitan Allt f kalda koli Flestar kvartanir berast nú úr gamla bænum. Dœlustöðin á œðinni til Hafnarfjarðar tekin í notkun um helgina Vélstiórafélag íslands Úrsögn úr FFSÍ? Fyrir aðalfundi Vélstjórafé- lags Islands, sem haldinn verður í lok mánaðarins, liggur fyrir stjórnartillaga um að félagið segi sig úr Farmanna- og fiski- mannasambandi íslands. Helgi Laxdal formaður félags- ins segir að þetta sé búið að vera nokkuð lengi í umræðunni og aðal- ástæðan fyrir þessu sé óánægja vélstjóra með árangurinn sem náðst hefur í samfloti með öðrum félögum innan FFSI í kjarasamn- ingum. Auk þess eru vélstjórar einnig óánægðir með að ekki skuli hafa verið komið nógu mikið tij móts við þá þegar starfshættir FFSI voru til endurskoðunar. Helgi segir að það sé sín vissa að vélstjórar myndu ná betri samningum ef þeir semdu sér. -grh Yfirmenn á fiskiskipum Samningurinn samþykktur Yfirmenn á fiskiskipum sam- þykktu í allsherjaratkvæða- greiðslu kjarasamninginn sem undirritaður var við útvegsmenn í síðasta mánuði með 588 at- kvæðum gegn 147. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 16. Talning fór fram i gær hjá rík- issáttasemjara en atkvæðagreiðsl- unni lauk síðastliðinn mánudag. Þátttaka yfirmanna í atkvæða- greiðslunni var aðeins 30% og greiddu 751 atkvæði. Samningur yfirmanna við út- vegsmenn gildir til 15. september á næsta ári. -grh OECD Hagvaxtarlíkur einna mestar á íslandi Samkvæmt spá OECD sem gefin var út í fyrradag um hag- vöxt í aðildarlöndum eykst hann einna mest á íslandi næstu tvö árin, eða um 3,4% 1991 og 4% árið 1992, samanborið við 0,1% samdrátt í ár. í 24 aðildarlöndum OECD er aðeins spáð meiri hagvexti í Tyrk- landi á þessu tímabili og nær helm- ingi landanna er spáð samdrætti. Spár af þessu tagi eru gerðar á sex mánaða fresti, og þrátt fyrir að reiknað sé með enn frekari hnign- un í efnahagslífi Bandaríkjanna og samdrætti víða næstu tvö árin, bú- ast sérfræðingar OECD við nokkr- um hagvexti í heiminum í heild á árinu 1991, og vegur framlag Jap- ans og Þýskalands þar þyngst. Stephen Potter, yfirmaður þeirrar deildar OECD sem kannar efnahag einstakra landa, segir að þótt sú trú sé algeng, að heimurinn fái kvef þegar Bandaríkin hnerri, sé það engan veginn óhjákvæmilegt. ÓHT Enn er rauðglóandj síminn hjá Hitaveitunni. í kulda- kastinu upp á síðkastið hefur skíturinn í rörunum farið af stað þegar þrýstingur eykst og stíflast þá síur í innlögnum í hús. Flestar kvartanir hafa borist frá íbúum Þingholtanna og gamla miðbæjarins undanfama daga, Alagningarhlutfall útsvars, aðstöðugjalds og fasteigna- skatts verður að mestu óbreytt hjá sveitarfélögunum á höfuð- borgarsvæðinu á næsta ári. Út- svar verður á bilinu 6,7 til 7,0 af hundraði, en það er mun lægra en almennt tíðkast úti á lands- byggðinni. Algengt er að íbúar sveitarfélaga á landsbyggðinni greiði 7,5 prósent í útsvar. Ibúar Reykjavíkur, Hafnar- fjarðar og Kópavogs munu greiða 6,7 prósent í útsvar á næsta ári eins og í ár. A Seltjamamesi, í Garðabæ og Mosfellsbæ verður útsvarið hins vegar sjö af hundr- aði. Kópavogsbær nýtir sér að fullu heimild til álagningar fast- eignaskatts að viðbættu 25 pró- sent álagi. Þannig greiða Kópa- vogsbúar 0,625 prósent af íbúðar- húsnæði, en 1,25 prósent af at- vinnuhúsnæði. Til samanburðar má geta þess að eigendur íbúðarhúsnæðis í Garðabæ greiða 0,375 prósent í fasteignaskatt. Alagning aðstöðugjalds verð- ur einnig hærri í Kópavogi en í öðrum sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu. Iðnaðar- og þjón- ustufyrirtæki munu greiða 1,0-1,3 prósent í aðstöðugjald, en álagn- ing á rekstur fiskiskipa, verslun- arskipa og fiskiðnaðar verður lægri. Slíkur rekstur er þó ekki al- gengur í Kópavogi. Matvömverslanir á Seltjam- sagði Gunnar Kristinsson hita- veitustjóri. Hafnfirðingar og Garðbæingar ættu að fá lausn á sínum vanda þegar bráðabirðga- dælustöðin verður sett í gang til að auka þrýsting á kerfmu suður eftir. íbúar gamalla húsa í Reykja- vík verða hins vegar að vera þol- inmóðir og vona að skíturinn hreinsist út úr kerfinu. Við þeim amesi munu hins vegar greiða 0,65 prósent í aðstöðugjald, iðn- aður annar en fiskiðnaður 0,7 pró- sent og annar atvinnurekstur eitt prósent. Ólafúr Hjálmarsson þjóðhag- fræðingur heldur því fram í nýj- asta fréttabréfi VSÍ að flest ef ekki öll sveitarfélög hafi svigrúm til þess að lækka álagningu að- stöðugjalda, en sú virðist ekki ætla að verða raunin. - Þetta er óbreytt hjá okkur frá fyrra ári og þannig verður það um allt land heyrist mér, segir Sigurð- Umreiknuð til árshækkunar hækkaði lánskjaravísitalan um 7,1% í síðasta mánuði, 4,9% síðustu þrjá, 4,5% síðustu sex mánuðina og 7,1% á árs- grundveili, eða síðustu tólf mánuði. Samkvæmt útreikningum Seðlabanka íslands varð hækkun lánskjaravísitölunnar frá mánuð- inum á undan 0,58% og því gildir lánskjaravísitala 2969 fyrir janúar vandræðum er ekkert að gera annað en hreinsa síur reglulega og bíða þess að ekki safnist meira fyrir. Hitaveitustjóri gat ekki svarað því hversu langan tima það tæki. -Framkvæmdir við dælustöð- ina ganga vel og við getum staðið við gefm loforð um að koma henni í gagnið um helgina, sagði ur Geirdal, bæjarstjóri í Kópa- vogi, við Þjóðviljann. Þegar bæjarráð Kópavogs gerði samþykkt um álagningu gjalda fyrir næsta ár létu fúlltrúar Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks bóka að þeir fognuðu því að stefna flokka þeirra skuli enn ráða ríkjum í Kópavogi. Þeir bentu hins vegar á það i bókun sinni að álagningarreglumar nú væru nánast þær sömu og þær sem Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn fyrir ári. 1991. Þá hefur Hagstofan reiknað launavísitölu fyrir desembermán- uð miðað við meðallaun í nóvem- ber og er hún 0,1% hærri en í fyrra mánuði.Samsvarandi launa- vísitala, sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána, tekur sömu hækkun og er því 2.561 stig í janúar 1991. Sömuleiðis hækkar leiga fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhús- hann ennfremur. Við verkið vinna nokkrir verktakar auk starfsmanna Hita- veitunnar. Dælustöðin er staðsett á æð- inni til Hafnarfjarðar við Reykja- nesbraut milli Kópavogs og Garðabæjar. Stöðin er um 100 fermetrar að stærð og verður heildarkostnaður við hana um 10 miljónir króna. Hitaveitustjóri sagði hættu á því að þegar dælustöðin yrði tek- in í notkun og þrýstingur ykist verulega á ný þá fylgdi enn ein skítsöfnunin í kjölfarið. Verður því eflaust að hreinsa úr mörgum síum í Hafnarfirði og Garðabæ yfir jólin. Þijátíu manns vinna við að sinna kvörtunum. Þeir hljóta að vera orðnir langþreyttir og er ekki ólíklegt að þeir verði kallaðir út um jólin kólni í veðri og eflir að dælustöðin kemst í gagnið. Þannig mun alltaf verða hætta á því að kólni í húsum á höfuð- borgarsvæðinu á meðan útfelling er enn í kerfmu sem blandast sandi og ryði sem fyrir er í rörun- um. Það verður því að vona að jólin verð rauð að þessu sinni suð- vestanlands. næði um 3% frá og með 1. janúar 1991. Þessi hækkun reiknast á þá leigu sem er í desember 1990, en helst síðan óbreytt næstu tvo mánuði, það er í febrúar og mars. En leiga fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði fylgir vísitölu húsnæðiskostnaðar samkvæmt samningum eða breytingum sem kunna að verða á meðallaunum. -grh Höfuðborgarsvœðið Útsvarið breytist ekki -gg BE Lánskiaravísitala Verðbólgan um 7% Leiga fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði hækkar um 3% 2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. desember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.