Þjóðviljinn - 22.12.1990, Blaðsíða 6
NYJAR BÆKUR
WiII Durant
Siðaskiptin
Saga evrópskrar menningar
frá Wyclif til Kalvíns
1300-1564
Annað bindi
Björn Jónsson íslenskaði
Bókaútgáfa menningarsjóðs
Reykjavík 1990.
Efnisvettvangur bókar þessarar
er ekkert smáræði og því erfitt að
hafa allt með og gera öllu því, sem
ijallað er um, rækileg skil. En um
margt ír fjallað á athyglisverðan
hátt. Frásögnin er lipur og þýðingin
ágæt, og hvorttveggja gerir bókina
skemmtilega aflestrar.
Innsýn í umbrotatíð
Bókinni er skipt í sjö aðal-
kafla. Sá fyrsti er um útþenslu
Tyrkjaveldis Osmansættar inn í
Evrópu að suðaustan, annar um
upphaf portúgalska ríkisins, smá-
ríkis sem undir lok 15. aldar og í
byijun 16. aldar varð mesta sjó-
og verslunarveldi heims, þriðji
um spænska ríkið sem varð til og
gerðist heimsveldi á sama tíma.
Fjórði kafli er um vaxandi þekk-
ingarleit af ýmsu tagi á þessu
tímabili, fimmti um könnun
heimshafa og landafúndi, í sjötta
kaflanum er íjallað um þann at-
hyglisverða tímamótamann
Erasmus frá Rotterdam og
lokakafli bókarinnar er um þá
þróun mála í Þýskalandi, sem öilu
öðru fremur varð undanfari siða-
skiptanna.
Höfundur leitast ekki hvað
síst við að gefa innsýn í hugarfar
Evrópumanna á þvi tímabili, sem
fjallað er um í bókinni, og drepur
þá á mörgu áhugaverðu. Athyglis-
verð er viðleitni hans til að gera
grein fyrir þjóðareinkennum, eins
og þau komu fram á þessum öld-
um, út frá samtímaummælum og -
ritum sem varðveist hafa, mynd-
list o.fl. Hann er galvaskur og
slær fram ýmsu, sem sumum
norðurevrópskum nútímalesend-
um þykir trúlega hæpið eða að
minnsta kosti ekki með öllu við-
eigandi að láta í ljós. Dæmi um
lýsingu hans á Spánveijum:
„Margir áttu ættir að rekja til
semíta, og gætti því austræns of-
stækis í lundemi fólks; hafði það,
líkt og Berbar, tilhneigingu tií
ofsa í orðum og athöfnum." Þetta
er ásamt með öðru skýring höf-
undar á ofstæki spænska rann-
sóknarréttarins og ofsóknum þar-
lendis gegn gyðingum og márum.
I bókinni er bmgðið upp
sæmilega skýrri mynd af því um-
rótstímabili, sem lokaskeið mið-
alda var í Evrópu og leiddi til þess
að heimsálfa þessi, sem fram að
því hafði ekíci skarað fram úr
ýmsum öðmm heimshlutum, þeg-
ar á heildina er litið, varð á til þess
að gera skömmum tíma öllum
öðrum heimshlutum yfirsterkari.
Raskið sem varð er hið samevr-
ópska, kaþólska miðaldasamfélag
leystist að vemlegu leyti upp átti
dijúgan þátt í að svo fór. Að því
raski stuðlaði margt, sundrung og
spilling kirkjunnar sjálfrar,
menntir renissanstímans, þjóðem-
ishyggja í álfúnni norðanverðri
sem beindist gegn páfavaldinu,
hrakfarimar fyrir Ósmans-Tyrkj-
um, breytingar í atvinnulífi sem
efldu borgir og hleyptu af stað fé-
lagslegri ólgu og margt fleira
mætti telja.
dþ.
Almennar kaupleiguíbúðir
Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir umsóknum um 10 almennar kaupleiguíbúðir.
(búðir þessar eru tveggja herbergja íbúðir í nýbyggingu við Ásholt-Laugaveg, byggðar
af Ármennsfelli hf. (búðunum fýlgir bílskýli.
Um úthlutun íbúðanna gilda eftirfarandi reglur;
a) Umsækjandi skal hafa haft lögheimili í Reykjavík a.m.k. frá 1. des. 1989.
b) Umsækjandi skal hafa hærri tekjur en viðmiðunartekjur samkv. 80. gr. laga nr.
86/1988 með áorðnum breytingum.
c) Umsækjandi má ekki eiga íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi.
d) Við úthlutun verður tekið tillit til fjölskyldustærðar og húsnæðisaðstæðna
umsækjanda.
Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu húsnæðisnefndar, Suðurlandsbraut 30,
og verða þar veittar allar almennar upplýsingar. Umsóknarfrestur rennur út 21. jan.
n.k.
Orðsending frá húsnæðisnefnd
Auglýst verður eftir umsóknum um félagslegar eignaríbúðir (verkamannabústaði) um
miðjan jan. n.k.
J- ' ~
Afgreiðslutími
í bókabúðum
Máls og menningar
á milli jóla og nýárs
Fimmtudagur 27. des. lokað
Föstudagur 28. des. opið frá kl. 9 -19
Laugardagur 29. des. opið frá kl. 10 -14
Mánudagur 31. des. opið frákl.9-12
Miðvikudagur 2. jan. lokað vegna vörutalningar
r—tt—i
Bókabúð
LmáLS & MENNINGAR J
Síðumúla 7 - 9.
#
^MÁLS & MENNINGAR.
Laugavegi 18.
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Forval G-listans í Reykjavík
Forval G-listans í Reykjavík verður haldið laugardaginn 19. janúar.
Rétttil þátttöku hafa allirflokksbundnir Alþýðubandalagsmenn, sem
eiga lögheimili I Reykjavlk og eru á skrá Alþýðubandalagsins.
Þeim stuðningsmönnum Alþýðubandalagsins sem vilja ganga
formlega I flokkinn til að öðlast þátttökurétt, er bent á að skriflegar
inntökubeiðnir þurfa að berast skrifstofu Alþýðubandalagsins fyrir
kl. 17 þann 9. janúar, en þá verður kjörskrá lokað.
Frestur til að skila tilnefningum I forvalið rennur út föstudaginn 4.
janúar, kl. 17. Tllnefningum skal skila til kjörnefndarmanna eða á
skrifstofu Alþýðubandalagsins, Laugavegi 3.
Kjörnefnd
Alþýöubandalagið
og Alþýðubandalagið (Reykjavík
Opið hús
Alþýðubandalagið og Alþýðubandalagið ( Reykjavlk verða með
opið hús f nýju flokksmiðstöðinni að Laugavegi 3 f dag,
laugardaginn 22. desember kl. 17-20.
Fylgismenn Alþýöubandalagsins og aðrir velunnarar eru boðnir
velkomnir til að skoða hin nýju húsakynni og þiggja veitingar.
Alþýðubandalagið - stjóm A.B.R.
Sjómannafélag
Reykjavíkur
Fiskimenn Reykjavík
munið fundinn 27. desember kl. 14.00 að Lindar-
götu 9, fjórðu hæð.
Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómanna-
sambandsins, kemur á fundinn.
Atkvæðagreiðsla um nýgerða kjarasamninga hefst
að loknum fundi.
Farmenn Reykjavík
munið fundinn 27. desember kl. 17.00 að Lindar-
götu 9, fjórðu hæð.
Borgþór Kjærnested, framkvæmdastjóri Skandina-
víska flutningaverkamannasambandsins, kemur á
fundinn og fjallar um kaupskipaútgerð á Norðurlönd-
um.
Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleði-
legra jóla og farsæls komandi árs.
Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur
Jólatrés-
skemmtun
Læknafélags Reykjavíkur og Lyfjafræðinga-
félags íslands verður í Domus Medica
fimmtudaginn 27. desemberfrá kl. 15-18.
Jólasveinarnir