Þjóðviljinn - 22.12.1990, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.12.1990, Blaðsíða 8
etta er sagan JOLASVEINAR KOiyiAÍ HEIMSOKN n Smásaga eftir Eyvind P. Eiríksson 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. desember 1990 sem er tileinkuð Maddý og vinur minn Brjánn sagði mér á leiðinni um Jjöllin milli Teslín og Votson- vatns í Júkon, i gamla ameríska ferðavagninum með kojunum Jjórum og eldhúsinu og öllum grœjum, nema samhœfingu gír- kassans, þar sem ég var að tala við hann ogfá hann til að tala svo hann héldist vakandi og á vegin- um; hann hafði ekki sofið í tvo sólarhringa. -p, g hitti vin minn Biján aðeins jL einu sinni. Ég þarf ekki að hitta vin minn oft. Mér er nóg að hitta hann einu sinni til þess að vita að hann er vinur. Það var ekki meginmálið, að hann væri vinur minn, þó ég fyndi vináttu hans við mig. Ég var ekki sá eini sem hann sýndi vináttu. Hann var vin- ur, það var einfalt. En mig skiptir það öllu, að ég sé vjnur, ég finni vináttu við hjartað. Ég trúi ekki á vináttu inni í sjálfu hjartanu þar sem hún hlýtur að skolast út í sterkum straumi blóðsins. I kring- um hjartað, í taugum kransæð- anna fann ég að hann var vinur minn, og ég finn það enn þótt nú sé tími um liðinn. Það segir í vís- asta viskukvæði veraldarinnar, kvæði múgamanns dagsins, Hávamálum. Veistu ef þú vin átt, og farðu að finna oft. Til góðs vinar liggja gagnvegir, þótt hann búi fjær. Ég veit að þetta er rétt. En ég vil koma með viðbótartillögu. Ég legg til, að hér sé merking dýpri, og enn dýpri en skyni gæddir bændur tíundu aldar hugsuðu sér í dagsins önn og gjörþekkingu sinni á götum fjarðarins og göngubröttum stígum fjallanna: Settu ofan bátinn þinn, róðu yfir íjörðinn, út íyrir nesið og inn í fjörðinn fjær, lentu í vörinni hjá vini þínum og hittu hann og ræddu við hann. Tillaga mín leit- ar lengri róta. Ég legg til, að ég heimsæki vin minn í huganum. '17' inur minn Bijánn í gamla * vagninum, hann sagði mér sögu. Við fórum í vagninum hans, með kojunum fjórum og eldhúsi og myndum upp um veggina og með gargantækið á fullu til að halda Bijáni við stýrið og vagninum á veginum. Við vor- um fimm í þessum gamla vagni á löngum vegum landsins mikla, sem liðuðust um endalaus fjöllin. Þar var Fugl, stóri Indjáninn sí- brosandi frá litla Kríþorpinu við Höddsonflóa, og Vagn, danski ferðalangurinn sem aldrei brosti á ytra borði með manneskjuna á bak við steinandlitið, og Vimmi Sami, sem leiddi um barka sinn og vit sín langan són fjallaúlfsins og vestanvindinn hvínandi yfir naktar heiðar og djúpa dali lands- ins norðurþjóðar sinnar sem byrg- ir andlit sitt og nafn fyrir augliti þeirra voldugu sem kalla land hennar sitt og sjúga lifsmerg þess, og ég, kenndur við Vind, sögu- ir bökkum Teslínvatnsins glitr- andi í sólinni og barðið var beint framhald af augnabrúnunum. Það var langur bátur með stóran utan- borðsmótor úti á vatni og maður að vitja um net. En við ókum áffam og Bijánn sagði söguna: Fyrir nokkrum árum átti ég heima í stóni borginni hér langt suður ffá. Ég bjó með Kað- línu, sem var falleg, og ég var hamingjusamur. í marga mánuði bjó ég í hamingju. Hún var indæl, ég var hrifinn af henni víst, og víst elskaði ég hana. Svo vildi Kaðlína mig ekki lengur og hún vildi ekki búa lengur með mér. Ég vildi ekki fara á eflir henni og elta hana, en mér leið illa. Ég var sorgbitinn, já ég var langt niðri út af Kaðlínu, ég hafði engan vilja til neins lengur. Ég tók gítarinn minn og ég fór. Ég fór úr borginni stóru og ég fór alla leið til strand- arinnar vestur við flóann mikla. Þar voru fáein hús, eins og lítið þorp og varla þó. Fólk var þar mest á sumrin. Ég leigði hús þama, gamalt hús fyrir lítið. Það var tveggja hæða með verönd ffaman við, hann hét Jónas sem átti það. Hann átti nokkur gömul hús þama og leigði þau fyrir litinn pening. Hann er dauður núna, hef ég heyrt. Ég var aleinn í þessu húsi, sem ég leigði. Ég svaf í skásta herberginu uppi og ég sat oft á daginn og á kvöldin á pallin- um fyrir framan húsið, löngu kyrru siðdegin sat ég þar með gít- arinn minn, og ég lék á hann, fitl- aði við hann fyrst, en smám sam- an fæddist lag, lag um Kaðlínu sem var farin og falleg, tregalag án orða. í mjúkri síðdegissólinni lék ég lagið og ég sönglaði undir, en engin orð. Lagið hennar Kað- línar eignaðist aldrei nein orð. Ég lék þetta lag aftur og aftur og áffam í samfellu og gegnum það bjarmaði sorgin eftir hana sem var ekki meir. Ég gat ekki farið til hennar og ég vildi ekki hverfa aft- ur og leita hana uppi, mig langaði ekki til þess lengur. Ég var kyrr. Og sorgin var lika kyrr. Ég lék dapur á gítarinn minn allan dag- inn og gítarinn var jafh dapur og ég. Og ég söng lagið hennar Kað- línar án orða. Svo kom hann, sonur ná- grannans. Hann var átta eða níu ára. Það burjaði með því að hann kom upp í herbergið mitt. Það var síðdegis, en aldrei þessu vant sat ég ekkiá pallinum og fingraði gít- arinn. Ég hafði ekki kraft til ann- ars en að liggja ofan á rúminu mínu og horfa opnum augum upp í signar viðarplötumar í loftinu í herberginu mínu. Og ég lá þama og horfði á loftið og hurðin var í hálfa gátt og ég heyrði að einhver kom upp stigann. Fótatakið var létt og kvikt, eins og hjá bami. Svo birtist andlit drengsins í gætt- inni og horfði á mig og hann ýtti hurðinni til og kom allur inn og hann stóð á miðju gólfinu og at- hugaði mig rólegum augum. Hann brosti ekki, horfði aðeins á mig. Við horfðumst í augu. Og hann sagði: „Ert þú maðurinn?“ Ég fór að brosa og ég brosti breitt í fyrsta sinn í langan tíma og ég svaraði: „Já. Ég er maðurinn.“ Foreldrar hans eða einhverjir höfðu þá verið að tala um mig. Þeim fannst ég sennilega undar- legur, maðurinn í gamla húsinu hans Jónasar. Því ég var undar- legur. Þessar vikur var ég undar- legur. Drengurinn leit í kringum sig og svo fór hann án þess að segja fleira. Eftir þetta kom hann oft til mín þar sem ég sat á síðdögum og raulaði við gítarinn. Hann sagði sjaldnast neitt, stóð bara fyrir neðan pallinn og horfði á mig leika. Ég brosti oft til hans. Ég var farinn að brosa aftur. Hann brosti ekki á móti. Ég sá hann aldrei brosa. Hann kom og horfði á mig leika, en hann sagði ekkert. Einn daginn kom hann sem JÓLATRÉSSKEMMTUN 1990 fyrir börn félagsmanna og gesti peirra, verður í Hreyfilshúsinu við Fellsmúla annan dag jóla kl. 15:00 -18:00 maður af eyjarfólki í hafinu sem heldur að það sé stolt þjóð i klóm amarins heimska sem slítur hold og sýgur sál smárra þjóða. Og við ókum yfir fjöllin og um þorpin og á staðina til fólksins, Heins, Meijó, Karkross, Karmakks, Tse- kínakú, Votsonvatn, Teslín, og við sögðum sögumar. En Bijánn gat ekki sofnað. Kannski hafði hann fengið sér einum bjór of mikið, kannski hafði viskísopi um of hrakið blundinn úr sál hans, kannski hafði gamli vagn- inn með brakandi gírana skilið svefninn eftir við blágrænt vatn andanna undir skógarhlíðinni. En hann hló við mér og brosið lúrði stöðugt í augum hans. Hann ók gulum vagninum með kross- sprungnum rúðunum og honum fannst gaman að aka og hann var góður ökumaður, en hann gat ekki sofhað. Hann hélt sér vak- andi við hávaða gargansins, en svo bilaði það og Fuglinn sat við borðið með allan stóra likamann sinn spenntan og breiðleitt hlýtt andlitið stíft af því honum leist ekki á. Ég talaði við vin minn Biján og fékk hann til að tala við mig og hann sagði mér sögu. Sög- una um það hvemig hann mætir lífinu með opnum faðmi og bros- andi munni og hlæjandi augum. Ég ætla að segja þér söguna sem Bijánn vinur minn sagði mér. Ég get ekki sagt þér söguna eins og hann sagði hana, það er ekki ger- legt. En ég segi hana eins og ég heyrði hana hjá honum. g veit að þetta er lífið. Ég JtL veit að ég mæti lifinu opinn. Trén og fjöllin og fljótin og dýrin, þau mæta mér opin. Þó ég mætti úlfi, yrði ég ekki hræddur, því eg veit að hann gerði mér ekkert. Ekki einu sinni loðbjöminn ful- lynda þarf ég að óttast. Ég er ekki bjáni. Ég stend ekki með út- breiddan faðminn móti steininum sem kemur veltandi ofan fjallið, vegna þess að steinninn fer sína leið og steinninn hefur sínar eigin ástæður. Það hafa líka úlfur og bjöm. En ég er ekki hræddur. Ég horfi í augu þeim og þeir lesa í hug mér og ég les þeirra hug. Ég skal segja þér hvers vegna. Það er eiginlega leyndarmál. Kannski verður það ekkert leyndarmál á morgun, kannski fer það með mér í gröfina. En ég ætla að segja þér það, Vindinum ffá eyjunni í haf- inu. - Við heyrðum hrotumar aftan úr vagninum. Þeir sváfu allir þrir og þeir hefðu ekki heyrt orð okkar hvort sem var vegna hávað- ans í gamalli bensínvélinni sem söng samfelldan urgsönginn í gulu nefinu fyrir framan okkur og dró vagninn á eftir sér veginn sem stöðugt hélt áfram að vefa sig út úr landinu ffamundan. Ég leit aft- ur og sá hvemig tæmar á þeim stóðu upp undan teppunum í koj- unni aftast og á bekknum við borðið og það var Fuglinn sem hraut, löngum dillandi hrotum eins og stór fugl. Þeir vom mannlegar verur og þessi gamli vagn var fullur af mannlegum vemm og það var gott að vera í þessum mggandi gula heimi mannanna og ég fann svo vel að ég var manneskja inn- an um manneskjur, og það var betra en áður að vera til sem mað- ur og hluti allra manna. Bijánn leit í spegilinn og hann hló við og hann hélt áfram. - Þeir em allir sofandi. Það er gott. Ég ek og þú vakir með mér. Já, ég ætla að segja þér þessa litlu sögu sem fyrir mér er stór, stærsta sagan sem til er. Ég er ekki hræddur við fjallið. Ég er ekki hræddur við tréð, né úlfinn né bjöminn. Ég er ekki hræddur við þennan veg og ég er ekki hræddur við að aka þessum bíl, þó ég hafi ekki sofið tvo daga og tvær nætur. - Rödd hans var hás, en hún bar langt og undarlega skýrt, mjúk var hún og lág og ég heyrði hvert orð yfir grófar drunur vélarinnar. Hann opnaði gosdós lipurlega með annarri hendi og hellti í sig innihaldinu í snöggum sopum og hann dró ljósan kmkklaðan hatt- inn niður í ennið og horfði gegn- um sólgleraugun út undan honum á langan veginn í mjúkum bugð- unum milli hæðadraganna og þurrleitra skógarþyrpinganna eft- Félag jórniðnaðarmanna Félag bifvélavirkja Félag bifreiðasmiða Iðja, félag verksmiðjufólks Nót. sveinafélag netagerðarmanna Félag blikksmiða VERÐ KR: 500 Miðar seldir við innganginn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.