Þjóðviljinn - 22.12.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.12.1990, Blaðsíða 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Blikur á lofti Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, sagði óvænt af sér embætti í fyrradag. Sjónvarpið sýndi stutta mynd af honum í ræðustól á fulltrúaþingi Sovétríkjanna, þar sem hann las þing- heimi pistilinn og sagði að einræðis- og afturhald- söfl væru að ná undirtökunum. Engum gat dulist að ráðherranum var mjög brugðið. Raunar var fréttin nokkuð sérkennileg, sagt var að ráðherrann hefði gagniýnt Gorbatsjov harðlega, en ekki fengum við að sjá eða heyra hann segja þau orð, heldur þvert á móti. Ástandið í Sovétríkjunum hefur farið hríðversn- andi undanfarna mánuði og er nú svo komið að rík- ið er farið að þiggja neyðarhjálp erlendis frá, enda þótt almennt sé talið að í landinu séu nægar birgðir matvæla. Gorbatsjov og Shevardnadze hafa, fyrir okkur Vesturlandabúa, verið persónugervingar lýð- ræðisumbóta heimafyrir og umskiptanna í sam- skiptum Sovétríkjanna við umheiminn. Þjóðir Aust- ur-Evrópu og Vesturlönd hafa haft allan ávinninginn af umbótunum en innan Sovétríkjanna sjálfra stefn- ir í upplausn, hugsanlegt valdarán og borgarastyrj- öld. Fréttir berast af því að hin opinbera matvæla- dreifing sé í rúst, berist matvælasendingar til borg- anna komist þær ekki í verslanir og ekki til neyt- enda nema í gegn um svartan markað, þar sem skipulögð glæpasamtök ráða lofum og lögum. Það er skelfilegt til þess að hugsa að þróunin til lýðræðis í þessu gríðarlega stóra ríki, skuli hafa kallað fram í svo ríkum mæli það neikvæðasta sem í manninum býr í stað þess að skapa skilyrði fyrir risastökk Sovétþjóðanna inn í nýja og skapandi framtíð, þar sem frelsi til orða og athafna er aflgjafi framfara. Við þessi skilyrði, og það er þekkt úr mannkyns- sögunni, koma fram kröfur um að gripið verði til ráða sem bindi enda á upplausnina og það er á slíkum stundum sem herforingjar og afturhaldsöfl sjá sér leik á borði. Tækifærið til að hrifsa völdin í skjóli ákalls um lög og reglu freistar. Afsögn Shevardnadze er til marks um að aftur- haldið í Sovétríkjunum er í sókn innan valdakerfis- ins en á hinn bóginn hljótum við að undrast ákvörð- un ráðherrans og spyrja: er ástandið þá orðið svo alvarlegt að flótti sé að bresta í nánasta samstarfs- og stuðningslið Gorbatsjovs? Það er auðvelt að skilja Gorbatsjov þegar hann lýsir ekki einasta von- brigðum sínum heldur fordæmir afsögnina með þeim orðum að það sé ábyrgðarleysi að hverfa af vettvangi þegar mest á reynir. Og það er enginn vafi að nú reynir á í Sovétríkj- unum. Þjóðfélag, þar sem þegnarnir hafa upp til hópa átt kost á sæmilegri menntun og atvinnu en hafnar á skömmum tíma í því að þegnarnir ná ekki að brauðfæða sig, jafnvel þótt þeir eigi peninga fyr- ir mat, hlýtur að stefna hraðbyri að innri sprengingu. Og svo varhugaverðar eru þær andstæður sem geta sprottið fram við þær spennuþrungnu aðstæð- ur sem nú ríkja í landinu, að aðstoðin að vestan, og batnandi samskipti við Vesturlönd, eru eitt hat- rammasta gagnrýnisefnið sem dynur á Gorbatsjov. Andstæðingar hans leika á strengi þjóðernishyggju og þjóðrembings, aðstoðin er talin niðurlægjandi. Öflugir aðilar telja sáttastefnuna gagnvart Vestur- löndum ábyrgðarlausa og stappi nærri landráðum. Hvernig fer varðar ekki einasta íbúa Sovétríkj- anna heldur heimsbyggðina alla. Sovétríkin eru hvað sem öðru líður slíkur risi í samfélagi þjóðanna að miklir atburðir austur þar snerta með einhverjum hætti flestar þjóðir heimsins. hágé. Ásta Margrét Sigurðardóttir, 5 ára Ájólum Avarp Samstarfshóps friðarsamtaka Jólin eru í hugum okkar flestra hátíð friðar og kyrrðar. Um þessi jói geta friðarsinnar um allan heim fagnað mikilvægum áfÖngum í af- vopnunarmálum. Kjamorkuvopnin sem stórveldin ákváðu fyrir aðeins áratug að setja upp í Evrópu og ógn- uðu fólki í austri og vestri heyra nú sögunni til. Þeir múrar sem margir töldu ókleifa eru hmndir, óvina- ímyndir gufaðar upp og herir stór- veldanna em nú sem óðast að tygja sig til heimferðar frá ríkjum Evrópu. Kalda stríðinu er nú loksins lokið. En við megum ekki gleyma því að þrátt fyrir að friðvænlegar horfí nú í okkar heimshluta em enn háð strið víðs vegar i heiminum. Hættan á styijöld í Mið- Austurlöndum hef- ur sennilega aldrei verið meiri. Við Persaflóa em nú mörg hundmð þús- und hermenn í viðbragðsstöðu. Víg- búnaður er gífurlegur og allt bendir til að stríð geti hafist þar innan nokk- urra vikna. Ef til styrjaldar kemur verða afleiðingamar skelfllegar. Iraski herinn hefur þegar hótað að beita efnavopnum og hætta er á að kjamorkuvopn verði notuð í fyrsta Sunneva Mist, 3 ára skipti síðan sprengjumar féllu á Hí- rósíma og Nagasakí. Vopnuð átök geta ekki Ieyst þann vanda sem skapast hefur vegna innrásar Iraks- hers í Kúvæt en munu hafa í for með sér enn meiri þjáningar fólksins sem býr á þessu svæði. Það verður því að leita allra leiða til sátta. Deiluaðilar verða að kalla heri sína heim og hefja þegar samningaviðræður. Takmarki friðarhreyfinga um kjamorkuvopnalausan og ffiðsaman heim hefur enn ekki verið náð. Fyrstu skrefin em að baki og í dag göngum við ffiðargöngu og tendmm ffiðarljós í þeirri von að sá dagur megi koma að þjóðir heims læri að leysa ágreiningsmál sín án vopnaðr- ar íhlutunar. Gleðileg jól Friðarhópur fóstra, Friðarhópur listamanna, Friðarhreyfing íslenskra kvenna, Friðarömmur, Friðar- og mannréttindahópur BSRB, Menn- ingar- og ffiðarsamtök íslenskra kvenna, Samtök herstöðvaandstæð- inga, Samtök Iækna gegn kjamorku- vá, Samtök íslenskra eðlisfræðinga gegn kjamorkuvá, _ Samtök um kjamorkuvopnalaust ísland. Samstarfshópur ffiðarsamtaka gengst fyrir blysfor niður Laugaveg í dag. Gangan hefst á Hlemmi kl. 18 og endar á Lækjartorgi. Bergrún Eggertsdóttir, 8 ára ÞJÓÐVIUINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdis Ellertsdóttir, Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), G. Pétur Matthiasson, Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.L Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur Gíslason, Sævar Guðbjörsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigriður Sigurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir: Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgeröur Sigurðardóttir, Þórunn Aradóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvík. Sími: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verö í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverö á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJiNN Laugardagur 22. desember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.