Þjóðviljinn - 04.01.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.01.1991, Blaðsíða 3
FRETTIR Forsvarsmenn Átaks gegn stríði. Frá vinstri: Haraldur Ólafsson dósent, Heimir Pálsson formaður BHM, Matthías Halldórsson læknir, Ömólfur Thorl- aclus rektor, Gunnar Kristjánsson prestur, Elias Davíðsson tónlistarmaður og Glsli Sigurðsson læknir. Mynd: Jim Smart. Persaflói ísland lýsi yf ir andstöðu við stríð r r Hópurinn Atakgegn stríði skorar á ríkisstiórn Islands að hún lýsiyfir andstöðu við stríðsaðgerð- ir í Austurlöndum nær Nokkrir forsvarsmenn hóps sem nefnir sig Átak gegn stríði boðuðu til blaðamanna- fundar í gær þar sem þeir kynntu áskorun sem 90 manns úr ýmsum stéttum hafa undir- ritað og sent ríkisstjórninni vegna yfirvofandi tortímingar- stríðs í Austurlöndum nær. I áskoruninni segir m.a. að of- beldi í Austurlöndum nær hafi á ný magnað hættu á stríði. Stríð bitni ekki fyrst og fremst á þeim sem bera ábyrgð á ofbeldi, innrás- um og hemámi, heldur á hundr- uðum þúsunda karla, kvenna og bama, sem ætla má að láti lífið í átökunum. Um ein milljón manna stendur nú grá fyrir jámum, búin tortímingarvopnum, og bíði skip- unar um að drepa meðbræður sína. Lítið þurfi nú til að kveikja í púðurtunnunni. „Stríð mun hvorki leysa deilumál í Austurlöndum nær né stuðla að réttlátum og varanleg- um friði á þessu svæði. Þvert á móti verður það til að auka enn á hatur milli þjóða og stuðla að víð- tækari átökum. Víða um heim hljóma nú raddir gegn stríði og fyrir frið- samlegri lausn Persafióadeilunn- ar. Það er brýnt að þessar raddir berist hátt og skýrt til þeirra manna sem hafa örlög mannkyns í hendi sér. Við tökum undir þess- ar raddir. Við undirrituð skomm á ríks- isstjóm íslands að lýsa ótvírætt yfir andstöðu Islands við stríðsað- gerðir gegn nokkurri þjóð i Aust- urlöndum nær. Við hvetjum ís- lensk stjómvöld til að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir friðsam- legri lausn Persaflóadeilunnar og fyrir því að haldin verði sem fyrst alþjóðleg friðarráðstefha um Austurlönd nær með þátttöku allra deiluaðila, í samræmi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna.“ Undir ályktunina skrifa 90 manns og hvetja jafnframt al- menning í landinu til að lýsa op- inberlega andstöðu sinni við hinn yfirvofandi óhugnað í Austur- löndum nær. Stuðningsyfirlýsing- ar má senda „Átaki gegn stríði", pósthólf 1760, 121 Reykjavík. Undirskriftalista má panta í síma 91-26444. Á blaðamannafúndinum gerðu forsvarsmenn átaksins að umræðuefni að almenningur um allan heim sé að gera sér grein fyrir þeim hryllingi sem stríð í Áusturlöndum nær muni hafa í för með sér fyrir alla heims- byggðina, ekki einungis hvað mannfall varðar heldur einnig veðurfarslega fyrir alla jarð- kringluna; þar að auki sé engin leið að gera sér grein fyrir hvaða afleiðingar stórfelldur sýklahem- aður, sem búast megi við ef til stríðs kemur, geti haft í för með sér fyrir mannkynið. Sjávarútvegsráðuneytið hef- ur gefið út nýja reglugerð um möskvastærðir og mælingu möskva í botn- og flottrolli. Samkvæmt því breytist lág- marksstærð möskva þessara veiðarfæra úr 135 millimetrum í 155 millimetra. í reglugerðinni er gert ráð fyr- ir að umþóttunartími til þessarar breytingar verði tvö ár eða til árs- loka 1992 „og er það gert í því skyni að nýta þann 135 mm riðil sem er til hjá útgerðum og neta- verkstæðum," eins og segir í frétt frá ráðuneytinu. í raun standa mönnum því til boða tveir valkostir næstu tvö ár- in. Það er að nota óbreytta möskvastærð og miða þá veiðam- ar við óbreytta pokalínu eða breyta yfir i 155 mm riðil og miða við hina nýju pokalínu. Til þessa hefur 135 mm riðill verið lágmarksmöskvastærð í botn- og flottrolli, en aðeins skylt að nota 155 mm riðil í 8 öftustu metrum pokans, þegar veitt er norðan ákveðinnar línu. Eftir gildistöku reglugerðarinnar verð- ur þó heimilt að nota 135 mm rið- il sé veitt sunnan ákveðinnar pokalínu, en þó aldrei meira en i 25 öftustu metmm pokans. Aftur á móti verður pokalín- Forsvarsmenn átaksins lögðu áherslu á nauðsyn þess og mikil- vægi að ríkisstjóm íslands lýsi opinberlega andstöðu sinni við stríðsrekstur í Austurlöndum nær og minntu í því sambandi á þá staðreynd, að þessa dagana er ís- lenskt skip í förum með hergögn til Persaflóa, og að ef til stríðs kemur þar austurfrá, og islenska ríkisstjómin stendur þögul hjá, sé ábyrgðin jafnt í höndum íslend- inga sem annarra þjóða sem bein- an þátt taka í stríðsrekstrinum, vegna vem islensku þjóðarinnar í Atlantshafsbandalaginu. unni breytt nokkuð og færist hún nær landi, einkum fyrir Vestfjörð- um, Vesturlandi og Suðurlandi. Jaftiframt er í reglugerðinni skýrt kveðið á um það hvemig standa skuli að mælingu möskva, hvaða möskva skuli mæla og hvemig reikna eigi stærð þeirra út. Þetta ákvæði tók gildi um ára- Borgarstjóri fór með rangt mál þegar hann sagði að fjárhagsáætlun SVR gerði ráð fyrir að niðrugreiðslur borgar- innar á fargjöldum myndu auk- ast í ár, sagði Kristín Á. Ólafs- dóttir borgarfulltrúi við Þjóð- viljann í gær. Kristín sagðist hafa bent á þessar rangfærslur borgarstjórans á borgarstjómarfúndi 20. desem- ber. Samkvæmt (járhagsáætlun SVR fyrir árið 1991 var gert ráð fyrir að fargjöldin myndu í ár standa undir 52,5% af rekstri Vilja forsvarsmenn átaksins ítreka nauðsyn þess að íslenska ríkisstjómin gangi fram fyrir skjöldu og stuðli að friði í heimin- um með því að hafna og fordæma yfirvofandi stríðsrekstur við Persaflóa. Áskorun þessi var send ríkis- stjóminni þann 19. desember s.l., en þótt einstakir ráðherrar hafi lýst því yfir að hér sé gott mál á ferðinni, hefúr ríkisstjómin í heild ekki sýnt nein opinber við- brögð við áskoruninni. ing. mótin en i fyrri reglugerð vom engin ákvæði um þessi atriði. Þá er í reglugerðinni sagt til um það hvemig möskvamælar skuli gerð- ir og hvaða átaki skuli beitt við möskvamælingar, en í fyrri reglu- gerð vom ákvæði varðandi þetta efni mjög óljós. Þetta ákvæði er þegar komið til framkvæmda en Strætóhækkanir strætisvagnanna en stóðu í fyrra einungis undir 51,5%. Kristin mælti fyrir áliti minni- hlutans á hækkun strætisvagna- fargjalda á þessum sama borgar- stjómarfúndi. Þar lagði hún til að aldurstakmark þeirra sem greiða bamafargjöld yrði hækkað úr tólf ámm í sextán ár og að það sama gilti um aðrar stofnanir borgar- innar þar sem gjöld væm inn- heimt. Sú tillaga var felld af meirihlutanum. „Það heföi verið vel við hæfi á r Isafiörður Ríkið keypti flugskýlið Hörður Guðmundsson: Gerir okkur kleift að halda áfram úti sjukra- og neyðarflugþjónustu Þessi kaup ríkissjóðs á flug- skýlinu breyta okkar stöðu all- verulega og gerir okkur kleift að halda áfram úti sjúkra- og neyðarflugþjónustu, segir Hörður Guðmundsson sem hef- ur rekið flugfélagið Erni í tutt- ugu ár vestur á ísafirði. Ríkissjóður hefur fest kaup á flugskýli því sem flugfélagið Em- ir átti á Isafjarðarflugvelli fyrir 45 miljónir króna, sem mun gera all- an rekstur félagsins auðveldari en verið hefúr. Árið 1989 lætur nærri að helmingur allra tekna félagsins hafi farið í fjármagnskostnað, eða um 37 miljónir króna. Tekjur fé- lagsins vom á því ári eitthvað um 60-70 miljónir króna. Til að renna enn styrkari stoð- um undir rekstur flugfélagsins hefúr verið ákveðið að gera það að almennu hlutafélagi og auka hlutafé þess úr rúmri einni miljón króna i 15-20 miljónir. Fjórð- ungssamband Vestfirðinga hefúr tekið að sér að leita til Vestfirð- inga heima og heiman í þessu skyni og virðast viðtökumar vera almennt mjög jákvæðar. Félagið er með tvær flugvélar á Isafirði og eina sem hefúr verið á annað ár við ýmis verkefhi í Affíku, bæði fýrir Sameinuðu þjóðimar og Alþjóðlega Rauða krossinn. Árið 1989 fóm vélar félagsins í 183 sjúkra- og neyðarflug og á síðasta ári i eitthvað um 150 ferð- ir. Hörður Guðmundsson segir að vélamar sinni nánast hlutverki sjúkrabíls þar vestra því vemlegur skortur er á læknum og öðm starfsfólki heilbrigðisstétta í fjórðungnum. Af þeim sökum þarf að flytja marga sjúklinga til lækninga, annaðhvort á ísafjörð eða suður til Reykjavikur. -grh þó er heimilt til 1. maí að nota eldri möskvamæla. Ennffemur em í reglugerðinni gerðar nokkrar breytingar og lag- færingar á reglum um klæðningu og útbúnað pokans og em þær í samræmi við þá þróun sem orðið hefúr við útbúnað veiðarfærisins. -grh tímum þjóðarsáttar að létta með þessu móti byrðar bammargra fjölskyldna, enda mæla engin rök með því að unglingar eldri en 12 ára borgi meira fyrir strætó og sund. Einu rökin sem meirihlut- inn haföi vom þau að SVR þyrfti þessa peninga,“ sagði Kristín. Kristín vildi að það kæmi ffam að fúlltrúar Nýs vettvangs heföu mótmælt hækkuninni í stjóm SVR og bókað andstöðu við hana á borgarstjómarfúndi. -Sáf Siávarútvegsráðuneytið Breytingar á möskvastærð Niðurgreiðslur minnka r r Kristín A. Olafsdóttir: Borgarstjóri fór með rangt mál Föstudagur 4. janúar ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.