Þjóðviljinn - 04.01.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.01.1991, Blaðsíða 10
Magnúx Gezzon skrifar um Ijóðabækur: Dunandi púlsinn undir auðsærðu hörundinu Kristján Kristjánsson Spegillinn hefur ekkert ímynd- unarafl Kápumynd: Aðalsteinn Svanur Sigfússon AB 1990 Kristján er enginn nýgræðing- ur á ljósaskilti ljóðlistarinnar, hef- ur áður gefið út tvær ljóðabækur og eina skáldsögu. Hér er til um- sagnar þriðja ljóðasafn hans. Þetta er ekki þykk bók, aðeins 43 síður sem skipt er í 4 kafia. Strax í fyrsta kvæðinu er sleg- inn sá tónn sem einkennir mörg ljóð bókarinnar: Myrkur, þung- lyndi og andvaka. Lítum á kvæð- ið: Næturhaf Fyrst er það aðeins seigfljót- andi rökkrið sem fyllir garðinn af kynlegum skuggum en það flœðir stöðugt að ogfyrr en varir flýtur myrkrið upp að miðjum gluggum. Runnamir sökkva einn af öðrum hljóðlaust í djúpið. Og dimmt að baki annað haf og örstutt fram á bakkann að fylgjast með flóðinu færaþaraklædd skerin i kaf... Það er nótt. Ég kveiki mér Ijós - legg orð við bauju... Það má skipta ljóðinu í þijá hluta. í þeim fyrsta 1 .-9. línu líkir skáldið myrkrinu við haf sem fær- ir heim mannsins á kaf. 10.-13. lína, hér er brugðið upp mynd af öðru hafi sem fellur að þara- klæddum skerjum. Síðasti hlutinn 14.-16. lína bregða upp mynd af ljóðmælandanum sem kveikir ljós og byrjar að sýsla við orðin. Iðju sinni líkir hann við starf sjómanns og baujan gæti táknað pappírinn. Minning Erlendur Indriðason Erlendur Indriðason, Skúla- skeiði 18, Hafnadirði, andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði á jóladag 25. desember s.l. Utfor hans fer fram í dag, föstudaginn 4. janúar. Erlendur sem var móðurbróðir minn var fæddur að Brimgerði við Fáskrúðsfjörð 11. október 1898, en flutti síðan til Búða á Fáskrúðsfirði með foreldrum sínum ungur að aldri. Hann var þriðji í aldursröð úr stórum systkinahópi. Þegar hann óx upp stundaði hann ýmis störf eins og gengur, sjósókn, verka- mannavinnu og verslunarstörf, en hann rak eigin verslun í Hafnar- firði um langt skeið eftir að hann og fjölskylda hans fluttust þangað. Eftirlifandi eiginkona Erlendar er Vilhelmína Amgrímsdóttir og varð þeim sjö bama auðið. Sérlega góð vinabönd tókust með okkur Linda eins og hann var kallaður innan fjölskyldunnar. Vel man ég eftir mörgum heimsóknum með foreldrum mínum og bræðr- um í Skúlaskeið 18 þegar við vor- um á ferð fyrir sunnan, en við bjuggum þá á Akureyri. Síðar þeg- ar ég fluttist með fjölskyldu minni til Reykjavíkur héldust áfram þessi góðu tengsl við Linda og hans fjöl- skyldu. Ég minnist margra góðra stunda sem við áttum saman þegar hann brá fyrir sig Fáskrúðsfjarðar- frönsku sem er sérstakt afbrigði af frönsku sem töluð var á Fáskrúðs- firði þegar þar var miðstöð fyrir frönsku duggumar sem stunduðu sjósókn úti fyrir Austfjörðum. Nú em duggumar löngu horfnar frá Fáskrúðsfirði, en það var unun að heyra Linda bregða fyrir sig þess- ari sérstæðu mállýsku, kannski var hann einn af síðustu fúlltrúum hennar. Þá man ég vel eftir tilraunum mínum til þess að panta fyrir hann erlendis frá takkaharmónikku með sænsku gripi, sömu gerðar og hann hafði spilað á fyrir austan í gamla daga, en hann þótti mjög liðtækur á tónlistarsviðinu. Ekki bar það ár- angur, því þeir í útlöndum reynd- ust löngu hættir að framleiða slíka fomgripi. Erlendur var einlægur sósíalisti og tók virkan þátt í upphafi verka- lýðsbaráttu á landinu og þeim átökum sem því fylgdu að fá verkalýðsfélögin viðurkennd sem samningsaðila um kaup og kjör. Við heyrum ofl talað um Ieiðtoga verkalýðshreyfingar þess tíma, en án þátttöku Erlendar og hans félaga hefði verkalýðshreyfingin aldrei fengið þann styrk og þá viðurkenn- ingu sem hún náði. Þessi fáu orð em hinsta kveðja min til frænda míns og vinar, en hann lifir áfram í minningunni. I Hávamálum segir: Deyrfé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðtir deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Ég sendi Vilhelmínu, bömum og bamabömum innilegar samúð- arkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Gunnar Eydal í dag er til moldar borinn Er- lendur Indriðason fyrrverandi fisk- sali í Hafnarfirði, en hann lést á jóladag á Sólvangi í hárri elli. Erlendur er einn þeirra fmm- heija í verkalýðsmálum sem með fómfúsri baráttu lögðu gmnn að þeim félagslegu réttindum og lífs- kjömm sem alþýða manna býr nú við. Hann var traustur og óhvikull baráttumaður i róttækustu stjóm- málahreyfingum á hveijum tíma og virkur stuðningsmaður Alþýðu- bandalagsins allt frá stofnun þess. Alþýðubandalagsfólk í Hafnar- firði þakkar Erlendi Indriðasyni langt og farsælt starf í þágu launa- fólks og flytur aðstandendum hans samúðarkveðjur. Stjórn Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði Andvakan er hafin og ljóðin snarka í huga skáldsins: „...höfuð þitt glóandi kveikir í/ koddanum eina andvökunóttina/ enn,“ segir í kvæðinu Ein andvökunóttin enn. Nafn bókarinnar tengist spegl- um og mörg ljóðanna em endur- speglun eða tilbrigði við speglun t.d. Drekafesta, en þar segir m.a.: það var dauði um allan sjó og sóllaus spegillinn heill og grár kringum bátinn: Þetta kvæði er annar kafli bókarinnar og ekki laust við að það sé dulítið bjartara yfir því en Næturhafi og öðrum ljóðum I. hlutans þótt litimir séu gráir og sóllausir. Þriðji hlutinn hefst á hugleið- ingu skáldsins um orðin og tungu- málið. í kvæðinu Tungumál er vitundin um tungumálið likamleg, og orðin allt að því lostafúll naum áður en þau svífa af slímugri tung- unni út um munninn, hljóma í andrúmsloftinu, þynnast og hverfa... Túngumál Nú ftnn ég að hann er nálœg- ur þessi skilningur sem býr handan einfaldra atvika: Eins og að lifa annað land og uppgötva að maður fór í rauninni ekki að heiman. Eg þreifa með tungunni: Það er hér! En orðin, þau geta verið speglar og til marks um það hvort iíf leynist með líkamanum. (Sbr. það að bregða spegli fyrir dauðs manns vit til að ganga úr skugga um það hvort hann er lifandi. Komi móða á spegilinn er maður- inn ekki dauður: Móða ... á dauða kyrri nóttu þegar jörðin snýst af veikum mætti og óttast er um afdrif annarra heima þá eru orðin ágætlega til þess fallin að bregða fyrir vit sér og sjá hvort maður andar ekki örugglega ennþá... (1988,1989) Kvæðið Vorljóð að vori 1988 endar svona: Veit ekki hvað það er/ en það smeygir sér svona und- ir sængina mína/ morandi af nýju lífi. Hér er þungu fargi létt af les- anda og ljóðmælanda. Þótt þetta kvæði sé gott þykir mér fara illa á því að hafa svo stutt á milli 3. pers. fom., „það“. Einnig hefði verið óhætt að sleppa orðinu „svona“ vegna þess hve máttlaust það er. í lok þriðja kafla og megin- hluta hins fjórða taka við kvæði sem hægt er að nefna einu nafni spegilkvæði. Mér telst til að þau séu um 7 talsins. Þ.e. þau kvæði sem minnst er á spegla berum orð- um t.d. í eftirfarandi kvæðum: I óbijótandi spegli: ...hægt að kreppa hnefra/ láta höggið dynja - glerið bresta/ og ramma inn hel- vítis vegginn. Helgidagar í silfr- inu: Spegillinn hefúr ekkert/ ímyndunarafl. Sveínspeglar: Seg- ið mér svefnspeglar. Undir 4 augu: í þetta sinn skal ég sýna þér spegil... og... þú hlustar eftir/ og skynjar titring liðsins tima/ bresti í orðum og öðrum speglum (sbr. ljóðið Móða). Með báðum hnef- um: held áframJ spegillausu lífi. Hugsanlega: til dæmis í hyldýpi spegilsins. Af hörkulegu tilliti tveggja augna: Þessi gamla speg- ilmynd... og... upp í sporöskjulaga spegilhimin. I þessu kvæði er engu líkara en ljóðmælandinn bregði upp mynd af æsku sinni því hann segir: líkt og ég/ teygi aftur smáar hendur/ upp í spor- öskjulaga spegilhimin. Og: Ég tylli mér á tær/ því ég er að athuga hvort heimurinn/ sé hættur að stækka. Þótt hér séu nefnd til sögunnar brot úr kvæðum þá eru líka i bók- inni spegilkvæði sem eru spegill án þess að orðið spegill komi þar fyrir eins og þetta tæra ljóð sem hér fer á eftir. Hér er allt í réttum hlutfollum. Myndin er skýr og einföld; - brothætt. Glerskerí Þokudagur með værðarlegri lognöldu og bringuhvítum fugli sem rispar stálgráum hvössum vœng- broddi glerslétt yfirborð sjávarins. Himinninn yfir auðvitað grár og engin skil þar á milli svo ekkert virðist auðveldara en að brjóta aftur, með léttu höggi, haf og himin í tvennt. í upphafi þessarar greinar tala ég um þann tón sem ég tel ein- kenna bók Kristjáns og vil ég bæta eftirfarandi við: Heildarsvip- ur ljóðanna er mjög fylginn sér og það gætir léttleika sem er ómiss- andi núna í skammdeginu (sbr. Vorljóð að vori 1988). Frágangur og útlit bókarinnar er í samræmi við innihaldið. Ég þakka fyrir mig. ÞRÁNDUR SKRIFAR Hlutleysis- nóló Til að byrja með er ekki nema sjálfsagt að óska lesendum gleði- legs árs og þakka fyrir það gamla. Þrándur hefúr verið upptekinn eins og margir aðrir við iðkun hefðbundinna athafna um jól og áramót með þeim afleiðingum að útlínur hans eru bæði mjúkar og ávalar á vissum stöðum um mið- bik Iíkamans, en vegalengdin um- hverfis þessa sömu breiðu miðju er orðin óþarflega löng. Þrátt fyrir það að Þrándur hafi verið svona upptekinn við mikil- væg verkefni allsnægtaþjóðfélags- ins um hátíðamar fer því fjarri að hann hafi gleymt skyldum sinum, sem eru eins og alþjóð veit, að benda fólki á það sem öðrum finnst að liggja eigi milli hluta. Sem betur fer er mjög margt sem má liggja milli hluta þannig að Þrándur hefur í nógu að snúast, svo fremi að hann sofni ekki á verðinum. Þrándur er með allra gætnustu pennum, og forðast eins og heitan eld að taka afstöðu til viðkvæmra mála, nema því aðeins að það sé óhjákvæmilegt, sem auðvitað kemur fyrir. A Rikisútvarpinu eru menn auðvitað misjafnlega vel af guði gerðir til að gæta samskonar hlut- leysis og Þrándur telur rétt, en að öllum mönnum ólöstuðum kemst sennilega enginn með tæmar þar sem Ingimar nokkur Ingimarsson fféttamaður hefur hælana í þeim efnum. Hann aðhyllist ákaflega heillandi tegund af hlutleysi og býr þar að auki yfir svo frábærum leiðbeinendahæfileikum að undr- um sætir. Hæfileikar hans og yfir- burða hæfni til að umgangast hlut- leysi Útvarpsins af tilhlýðilegri virðingu birtust sjónvarpsáhorf- endum seint á síðasta ári i „fræðsluþáttum" um Evrópu- bandalagið. Þetta voru frábærir þættir, í einu orði sagt, uppfúllir af fróðleik og skemmtilegheitum um bandalag þetta. EfTir að hafa horft á þættina varð áhorfandinn svo miklu betur að sér um kosti þess að ganga í bandalagið en hann var fyrir. Eins og vera ber tók hinn hlutlausi fréttamaður enga afstöðu til ókostanna sem kunna að fylgja inngöngunni, sem er varla von, því ekki verður betur séð af um- fjöllun hans en að þeir fyrirfinnist ekki. Þrándur verður um leið að lýsa bæði aðdáun og þakklæti til fréttamannsins fyrir val hans á „sérfræðingi“ til að staðfesta ffá- sögnina. Leiddur var fyrir alþjóð ákaflega geðþekkur ungur maður með miklar lærdómsgráður, gott ef ekki stjómmálaffæðingur, hag- ffæðingur eða annað álíka. Hinn „sérfróði“ maður brá hlutleysis- birtu hinnar akademísku visku yf- ir kosti þess að ganga í bandalag- ið, um gallana þurfti hann af skilj- anlegum ástæðum ekki að fjöl- yrða. Þættimir urðu því betri sem á leið syrpuna og líktust undir lokin spennandi nóló í því fræga spili sem kallað hefúr verið Framsókn- arvist, en þá reynist sagnhafinn því slyngari sem honum tekst lengur að sleppa við að taka slag. Ingimar reyndist ffábær, meiri- háttar, eins og krakkamir segja. I nokkram þáttum um Evrópu- bandalagið hefúr honum tekist á meistaralegan hátt að sneiða hjá því að ræða við fólk sem sér mark- tæka galla við aðild íslands að bandalaginu. Sjálfúr vakti hann máls á því að sjávarútvegurinn gæti lent í vandræðum, en tókst sem betur fer að bægja öllum ótta um það ffá með dyggri aðstoð hins „sérfróða" stjómmálafræðings. Og ekki nóg með það: til að sann- færa okkur, illa upplýsta sjón- varpsglápendur, um ástæðuleysi þess að hræðast aðild að EB tók hann til máls í hlutlausum ffétta- annál Sjónvarpsins á gamlárs- kvöld og flutti okkur þau skilaboð, höfö eftir sama „sérffæðingi" í Háskólanum, að óttinn væri á miklum misskilningi byggður. Þó frásagnarmáti Ingimars Ingimarssonar sé kannski ekki ná- kvæmlega eftir þeim kokkabókum sem um Ríkisútvarpið fjalla þá ástundar hann „hlutleysi" sem virkilega er talandi um, þar sem sögumaður traflar ekki ffásögn sína með óþarfa athugasemdum frá þeim sem ekki skilja umheim- inn sama skilningi og hann. - Þrándur I.OtSÍQA,—ÞdÓÐMH-JINN^ösíBdagurVj^nHíc.l^l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.