Þjóðviljinn - 04.01.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.01.1991, Blaðsíða 9
Jólatrésskemmtun erzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrés- kemmtun fyrir börn félagsmanna sunnudaginn 6. inúar kl. 15.00 á Hótel íslandi. liðaverð fyrir börn kr. 550,- og fyrir fullorðna kr. 200,-. liðar eru seldir á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, 8. dBÖ Ipplýsingar í síma 687100. 'arrlimarmannafólaa Revkiavíkur SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. janúar 1991 Tóm til annarra hluta. Fjármálaráðherra Ólafur Ragnar Grfmsson situr hér og les erlent tímarit meðan hann hlustar á umræðu um eitthvert mál- ið á haustþinginu. Guðrún Helgadóttir forseti Sameinaðs þings situr hér f stól sfnum f Neðri deild og kynnir sér þingmálin sem iðulega hlaðast upp á borðum þing- mannanna þegar á ifður þingið. Myndir: Jim Smart. Afgreitt vel fyrir jólin Guðrún Helgadóttir: Tekur stundum langan tíma að vinna málum stuðning ingið leggst bara vel í mig, sagði Guðrún Helgadóttir forseti Sameinaðs þings. Hún sagði að menn færu nú að setj- ast niður til að kanna hvaða mál þyrftu að fara í gegn á þessu þingi og hvaða mál yrði lögð áhersla á. Hún sagði að nokkur stórmál væru eftir og nefhdi lánsfjárlögin sem ekki voru afgreidd fyrir jól og eins mál varðandi húsnæðis- málin og fleira. Guðrún sagðist ekki eiga von á öðru en að þing- mönnum tækist að afgreiða þau mál sem nauðsynlega yrðu að fá afgreiðslu þó að þingið yrði stutt. Guðrún sagði að þingið hæf- ist viku fyrr nú en venjulega þar sem kosningar væru framundan. En hún sagði að þó að þingið yrði stutt þá litist henni vel á það þar sem mikið hefði verið afgreitt af málum fyrir jólin. „Það er verra að hafa aðeins tvo mánuði til að ljúka þingstörfum, en við erum vön því á kosningaárum,“ sagði Guðrún. En þingið í fyrra var jafn stutt þar sem sveitarstjómarkosn- ingar vom síðast liðið vor. Hún taldi það til tíðinda að möguleiki væri á því á þessu þingi að breyta stjómarskránni og koma þinginu í eina málstofú, annars taldi hún þinghaldið hefð- bundið. „Það er einsog það gengur, það tekur stundum langan tíma að vinna málum stuðning," sagði Guðrún þegar henni var bent á að sum þingmál ættu sér langan að- draganda. Hún nefhdi frumvarp- ið um umboðsmann bama sem hún er fyrsti flutningsmaður að, og taldi hún það eiga betri mögu- leika nú en í hin tvö skiptin sem það hefur verið lagt firam, þar sem að því stæðu þingmenn fimm stjómmálaflokka að þessu sinni. „Eg er ekki vonlaus um að það taki að koma þessu máli í gegn að þessu sinni,“ sagði Guð- rún. Varðandi lengingu þing- haldsins vildi Guðrún benda á að þingmenn þyrftu líka tíma til að tala við þjóðina og sinna kjós- endum. „Menn hafa lítinn tíma til þess meðan þing situr,“ sagði hún. Þinghald hefst mánudaginn 14. janúar og er stefnt að þing- lausnum 15. mars, en enn er óráðið hvenær kosið verður í vor. -gpm vemd, en var fljótlega leyst frá. Þriðja nefndin starfaði frá 1987 til 1989 og á endanum var þetta frumvarp samið af lögfræðingi eftir ftumvarpsdrögum starfs- hópsins. Enn eitt af þessum viðamiklu frumvörpum er frumvarp um gjaldþrotaskipti. En eins og Þjóð- viljinn skýrði frá í gær þá var síð- asta ár metár í gjaldþrotum, en einn tilgangur þessa nýja frum- varps er að draga úr gjaldþrotum sem ofl á tímum em gerð þrátt fýrir það að vitað sé að engar eignir séu til í viðkomandi þrota- búi. Viðskiptamál Af upptalningunni sem er langt frá því tæmandi má sjá að mörg þessara frumvarpa em við- skiptalegs eðlis og það nokkuð stór flokkur frumvarpa nú. Þeirra utan biða frumvörp um skipti á dánarbúum; um skaðsemisábyrgð fyrirtækja; um starfsemi greiðslu- kortafyrirtækja þar sem boðað er afnám tryggingarvixla; frumvarp til laga um breytingu á lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, en þar hafa stjómvöld í hyggju að bæta inn nýjum sérstökum kafla um auglýsingar. Að lokum má nefha í þessu sambandi frumvarp Kvennalistakvenna um grundvöll lánsviðskipta, réttindi og skyldur ábyrgðarmanna. Þetta frumvarp er ólikt þeim sem hingað til hafa verið nefnd þar sem það er þing- mannafrumvarp en ekki stjómar- frumvarp. Möguleikar til þess að ná í gegn á þinginu em frekar litl- ir. Og ekki þarf mikinn spámann til að spá því að þetta frumvarp dagi uppi. Ef til vill verður þetta eitt þeirra frumvarpa sem kemur til með að eiga sér áratuga sögu. En í því felst að kveðið er á um að ábyrgð lánastofnanna skuli aukast þannig að bankar t.d. krefji ekki menn sífellt um ábyrgðarmenn og veð, heldur verði viðskiptatraust viðkomandi látið ráða, þannig að þeir sem alltaf borga skuldir sínar eigi auðveldara með að fá lán en þeir sem koma sér í vanskil. Málefni bama Annar flokkur mála sem er nokkuð áberandi af þeim þing- málum sem liggja fyrir þingi lítið rædd em málefhi bama. Eitt þeirra frumvarp til laga um um- boðsmann bama á sér líka nokkra sögu, en það var fyrst flutt á 109. löggjafarþinginu fyrir fjórum ár- um. Það var endurflutt á næsta þingi og er þar með nú flutt í þriðja sinn þó það sé nokkuð breytt, en þetta er þingmanna- ffumvarp, og ef taka má mið af hve fáir hlustuðu þegar mælt var fyrir ffumvarpinu má halda því ffam að það eigi sér ekki mikla möguleika, en þar sem að því standa þingmenn allra flokka utan Sjálfstæðisflolcksins á það sér nú nokkra von. Önnur frumvörp um böm sem bíða er ffumvarp um vemd bama og unglinga, viða- mikil endurskoðun á grunnskóla- lögunum — en menntamálaráð- herra Svavar Gestsson hefúr bent á að gömlu lögin ffá 1974 átti að endurskoða eftir fimm ár og að sú endurskoðun sé fyrst nú að eiga sér stað. Einnig er til meðferðar ffumvarp Kvennalista um leng- ingu fæðingarorlofs í níu mánuði, en það strandar væntanlega á kostnaðarhliðinni. Þess má einnig geta að rétt fyrir jól var samþykkt þingsályktunartillaga um átak gegn einelti. Lengra þing Hér hafa einungis verið nefnd fá þeirra hundrað mála sem bíða þingsins sem hefst að nýju 14. janúar og mun ekki standa lengur en í tvo mánuði. Þingið fyrir jól stóð ekki nema í rúma tvo mán- uði, þannig að alls er þinghaldið þennan veturinn innan við fimm mánaða langt. Og em margir famir að telja þetta óeðlilega stutt í nútímaþjóðfélagi, enda var þingið jafn stutt í fyrra vegna sveitarstjórnarkosninganna. Þannig hefúr t.d. fjármálaráðherra Ólafúr Ragnar Grímsson lagt til að þing hefjist mánuði fyrr á haustin svo lengri tími gefist til að fjalla um íjárlög. Enn aðrir hafa nefht að þing gæti staðið til júní- loka þannig að með tveggja mán- aða sumarleyfi og mánaðar jóla- leyfi stæði þinghaldið sjálft í eina níu mánuði. Með því fyrirkomu- lagi yrði sennilega vandasamara að svæfa mál i nefhdum. Það yrði ef til oftar að láta reyna á atkvæði þingmanna í þingsölunum. Góðir möguleikar em á breyt- ingum af þessu tagi, því það virð- ist nokkuð mikill vilji vera nú meðal þingmanna um að breyta þingsköpum og stjómarskránni. Hafa menn helst í huga að gera þingið að einni málstofú, en að því yrði mikið vinnuhagræði. Einnig virðist nú vilji til að tak- marka mjög vald ríkisstjóma til að setja bráðbirgðalög, en að sjálfsögðu: með lengingu þing- haldsins yrðu slíkar ráðstafanir svo til óþarfar. -gpm Skúmaskot. Oft á tlðum gerast hlutimir ( skúmaskotum Alþingsihússins, sérstaklega þegar Iftill tími er til stefnu. Hér hvfslast þó á fyrir opnum tjöldum þeir Guðni Ágústsson, Frfl., Karvel Pálmason, Alfl.,ÓI- afur Þ. Þórðarson, Frfl., og Friðjón Þórðarson, Sjfl. Vaxtamál. Þau voru mikiö til umræðu f haust bæði á þingi og utan þess. Eitt af skilyrðum stuðnings Stefáns Valgeirssonar, SJF, við rfkistjómina hefur verið að raunvextir væru ekki hærri en 6 prósent og helst ættu þeir að vera lægri en 5 prósent. Hann ræðir hér við við- skiptaráðherra Jón Sigurösson. Hann hefur reyndar nokkrum sinnum æskt þess að ráð- herra væri viöstaddur umræðu um vaxtamál. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins. Hér stinga saman nefjum Þorsteinn Pálsson formaður flokksins og þingflokksformaður- inn Ólafur G. Einarsson en ákvörðun þingflokksins um að greiða allir sem einn atkvæði gegn bráðbrigðalögunum á samn- ing BHMR og rlkisins mæltist illa fyrir hjá þjóðarsáttarmönnum og reyndist þingflokkurinn langt frá þvl að vera einhuga. fslenska Óperan. Ekki er ólfklegt að Þórhildur Þorieifsdóttir, Kvl., sé aö ganga á menntamálaráðherra Svavar Gestsson hvað Ifði fram- lagi til Óperunnar. Hún fékk ann- ars hækkun á framlagi sföast árs sem og hækkun á Ijáriögum fyrir 1991. Mynd: Kristinn. ijórum þingum án þess nokkru sinni að verða útrætt. Undirbúningur að nýju laga- frumvarpi um samvinnufélög hófst með ályktun Alþingis í maí 1980. Þá um haustið var skipuð nefnd, en stjómarskipti urðu 1984 og var þá skipuð ný nefhd. Árið 1985 vannst ekki tími til að fúll- gera frumvarp um þetta efni og í apríl 1990 skipaði viðskiptaráð- herra enn eina nefhdina sem samdi frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Mörg mál bíða Frumvarp um einkaleyfi á sér tíu ára sögu, en árið 1981 setti iðnaðarráðherra starfshóp til að íjalla um þörfina á endurbættri löggjöf á þessu sviði. En siðan hafa verið skipaðar þijár nefndir, sú fyrsta skilaði áfangaáliti 1983, en var leyst ffá störfúm 1985. Ónnur var sett á laggimar það haust og fjallaði um mynsturs- Lýðræðið tekur sinntíma Fjöldi mála eru endurflutt í annað og þriðja sinn. Sum hafa þvælst í meðförum löggjafar- og/eða framkvœmdavaldsins í áratug eða tvo. Svo eru önnur mál sem renna í gegnum þingið á tveim dögum Um 250 mál voru lögð fram á Alþingi íslendinga nú fyrir áramótin. Um helmingur þess- ara mála eru frumvörp til laga, en þingsályktunartillögur voru um 50 talsins, fyrirspurnir voru 80 alis og um hálfur tugur skýrslna var lagður fram. Afköstin á fúllnaðarafgreiðslu þessara mála vom hinsvegar ekki mikil. Þannig urðu að lögum inn- an við 20 frumvörp, þrjár þings- ályktunartillögur vom samþykkt- ar, skýrsíumar vom ræddar og velflestum fyrirspumunum var svarað. Þá bíður hálft hundrað þingsályktunartillagna seinni um- ræðu og um 100 lagafrumvörp éiga velflest eftir fímm umræður í tveim deildum sem og nefhdar- umfjöllun. Mikið verk bíður því vorþingsins sem einungis mun standa í tvo mánuði vegna kosn- inganna. Auk þessara mála má búast við að enn verði fjöldi mála lagður fram. Frumvörp verða aðlögum Nokkur frumvöip auk fjár- lagafrumvarpsins urðu að lögum nú fyrir jólin. Flest vom það frumvörp sem rétt þykir að af- greiða fyrir áramót, svo sem tekjuöflunarfrumvörp vegna tryggingagjalds, frumvarp um sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofúhúsnæði - sem reyndar hefúr verið lagt fram á hveiju ári nú um árabil - frumvarp um tíma- bundna lækkun tolls af bensíni, frumvarp um breytingu á lögum um Háskóla íslands svo breyta megi misserisskiptingu skólans, og frumvarp um breytingu á láns- fjárlögum fyrir árið 1990. Einnig má nefna ftumvörp um breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt, til samræmis við verðbólgu, breytingu á lögum um Stjómarráð íslands þannig að fjárlaga- og hagsýslustofhun og fjármálaráðu- neytið verði sameinað. Og einnig breytingar á lögunum um virðis- aukaskatt, en þetta var gert til að skattstjóri gæti beitt sér gegn þeim sem ekki hafa sjóðsvélar, en eiga að hafa. Önnur frumvörp sem fóru í gegn voru t.d. breyting á lögum um heilbrigðisþjónustu þar sem komið var á sjö manna samstarfs- ráði sjúkrahúsanna í Reykjavík. Einnig var samþykkt frumvarp um Utflutningsráð íslands, en fjármögnun ráðsins var breytt nú frá lögunum síðan 1986. Húsbréf vegna greiðsluerfiðleika En það frumvarp sem mest áhrif hefúr, a.m.k. fyrst um sinn, er frumvarp um breytingu Hús- næðisstofnunar rílusins sem heimilarþeim sem eiga í greiðslu- erfiðleikum vegna húsnæðis- kaupa að fá húsbréf til að létta greiðslubyrðina. Þetta er ákvæði til bráðabirgða í tólf mánuði. Þannig geta menn skipt á eldri skuldabréfúm fyrir húsbréf sé greiðslubyrði þeirra hærri en nemur 30 prósentum af heildar- launum þeirra. Við breytinguna má greiðslubyrðin næstu fjögur ár á eftir ekki fara upp fyrir þessi mörk né niður fyrir 20 prósent af heildartekjum. Einnig var breytt lánahlutfalli sem leyfilegt er að fá húsbréf fyrir, þannig að nú er hægt að fá húsbréf fyrir 65-75 prósent af eðlilegu matsverði íbúðar og er ætlast til að í reglu- gerð verði hærra hlutfallið látið gilda vegna nýbygginga og þeirra sem eru að kaupa í fyrsta sinn. Einnig var því breytt að frá 1. september í haust verður hægt að fá húsbref vegna viðgerða og end- urbóta á húsnæði. Upphaflega átti þetta að taka gildi strax, en í með- forum nefndar var þessu ffestað vegna álags í húsbréfakerfinu. Langur aðdragandi Lagafrumvörpum má skipta í þrennt eftir því hversu hratt þau fara í gegnum kerfið. Sum ffum- vörp eiga sér allt að tveggja ára- tuga sögu, önnur verða til á hausti og fá umfjöllun og eru samþykkt að vori, hin þriðju koma fyrir augu þingmanna viku fyrir þing- Iok og fara í gegnum sex umræð- ur og tvær nefndir á ef til vill tveim dögum. Dæmi um síðast- nefhdu ffumvörpin eru tekjuöfl- unarfrumvörp íjármálaráðherra nú rétt fyrir jólin. Eitt þeirra frumvarpa sem á sér langan aðdraganda er ffum- vaip til stjómsýslulaga. Samhliða þessu ffumvarpi er lagt ffam ffumvarp um upplýsingaskyldu stjómvalda, en þingsályktunartil- laga um slíka upplýsingaskyldu var fyrst lögð ffam á Alþingi vet- urinn 1969-70. Hún var affur lögð ffam á næsta þingi á eftir, en varð í hvomgt sinnið útrædd. En hún var loks samþykkt í maí 1972. Þijú næstu þing á eftir voru lögð ffam stjómarffumvörp um upp- lýsingaskyldu stjómvalda, en þau hlutu aldrei samþykki. Það var síðan á 103. löggjaf- arþinginu 1980-81 sem samþykkt var þingsályktunartillaga um und- irbúning almennra stjómsýslu- laga þar sem stefna átti með þeim að tiyggingu réttaröiyggis ein- staklinga gagnvart ákvörðunum stjómvalda og jafnframt gera at- hafnir framkvæmdavaldsins skýr- ari. Þrátt /yrir samþykkt þessarar tillögu var önnur samþykkt árið 1985 þar sem engin væm til stjómsýslulög og að íslenskur stjómarfarsréttur byggðist að miklu leyti á óskráðum reglum sem fáar væm viðurkenndar, en svo sagði i greinargerð þeirrar til- lögu. Það var síðan á 109. löggjaf- arþinginu 1986-87 að lagt var fram frumvarp til stjómsýslulaga og var þar lagt til að lögfestar yrðu meginreglur um andmæla- rétt, rétt málsaðila til að kynna sér gögn máls og fleira þvi líkt. Sam- tímis þessu ffumvarpi var sam- þykkt frumvarp um umboðsmann Alþingis, en hann benti síðar for- sætisráðherra á þessi tengsl seint á árinu 1989 og taldi þörf á stjóm- sýslulögum. Ennekkiíhöfn Þrátt fyrir þessa löngu sögu sem öll er rakin í greinargerð frumvarpsins sem nú liggur fyrir 113. löggjafarþinginu þá er málið langt frá því í höfn. En í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir að lög- festar verði gmndvallarreglur svo sem þær sem nefndar vom hér að ofan sem og um þagnarskyldu starfsmanna í opinberri þjónustu, tímafresti á meðferð mála, reglur um leiðbeiningarskyldu og ákvæði um rökstuðning stjóm- sýsluúrskurða svo eitthvað sé nefnt. En þetta ffumvarp tengist frumvarpinu um upplýsinga- skyldu stjómvalda. Þetta er ekki eina stóra ffum- varpið sem á sér langa sögu. Mik- ill fjöldi mikilla lagabálka liggur nú fyrir Alþingi t.d. vegna nauð- synlegra breytinga á lögum vegna aðskilnaðar dómsvalds og um- boðsvalds í héraði, þó flest þeirra eigi sér ekki mjög langan aðdrag- anda eðli málsins samkvæmt. En ffumvarp um húsnæðis- samvinnufélög og búseturétt á sér hinsvegar sögu ffá 1984 þegar þá- verandi félagsmálaráðherra setti nefnd á laggimar, en ekki varð samslaða í þeirri ríkisstjóm um málið. Það var samt lagt fram á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.