Þjóðviljinn - 18.01.1991, Qupperneq 5
Heklugos eru alltaf mikilfengleg að sjá, en að þessu sinni er engin hætta talin vera á ferðum. Talsvert hraun rennur úr þremur sprungum. Gosmökkurinn er talinn hafa náð 12 kílómetra
hæð, en árið 1947 er álitið að þessi mökkur gufu og ösku hafi náð tvöfaldri þeirri hæð.
Mynd: Kristinn.
Hekla spýr eldi
og eimyrju
Niðurstaða vísindamanna eftir Hekluskoðun í gærkvöldi: Gosið nú minnir á það sem varð árið 1980 og er frekar minni
háttar. Öskufall varð í Suður-Þingeyjarsýslu. Engin hætta er á ferðum enn sem komið er
Þetta gos minnir mjög á
gosið sem varð í fjallinu árið
1980. Þetta er fremur minni
háttar gos og byggð stafar eng-
in hætta af því enn sem komið
er, sagði Axel Björnsson jarð-
fræðingur við blaðamann Þjóð-
viljans í gærkvöldi. Þjóðviljinn
varð samferða Axel og þremur
öðrum jarðvísindamönnum yf-
ir gosstöðvarnar í Heklu með
Fokker-vél Landhelgisgæsl-
unnar í gærkvöldi. Gosið í
Heklu var þá óneitanlega mikil-
fengleg sjón, enda þótt vönum
mönnum þyki ekki mikið til
þess koma miðað við gosið sem
varð í fjallinu árið 1947. Gló-
andi hraunstraumar ruddu sér
leið yfir gamalt hraun úr þessu
víðfræga fjalli og eldur og eim-
yrja spýttust upp úr sprungum.
Þetta er fyrsta gosið á íslandi
síðan Krafla gaus árið 1984.
Bjarmi af gosinu sást um leið
og komið var í loftið frá Reykja-
vík í gærkvöldi og herma fregnir
að það hafi sést víða að, jafnvel
frá Breiðafirði.
Öskufall varð í Suður- Þing-
eyjarsýslu, nánar tiltekið í Mý-
vatnssveit, Laxárdal og Bárðar-
dal. Öskufall verður venjulega
talsvert í fyrstu, en það dregur
verulega úr því fáum klukku-
stundum eftir að gos hefst.
Þrjár sprungur
Gosið hófst um klukkan fimm
síðdegis í gær, eftir að vart hafði
orðið við gosóróa nokkru áður.
Þessi órói verður þegar hraun-
kvikan ryður sér leið til yfirborðs-
ins.
Talið er að mökkur vatnsgufú
og ösku hafi náð 12 kílómetra
hæð, en til samanburðar má geta
þess að í gosinu mikla árið 1947
er álitið að mökkurinn hafi náð
tvöfaldri þeirri hæð.
Eftir að jarðvísindamennimir,
sem flugu yfir Heklu í gærkvöldi
á vegum Almannavama rikisins,
höfðu borið saman bækur sínar,
urðu þeir sammála um að sprung-
umar væm þrjár og rynni talsvert
hraun ffá þeim. Annars var
skyggni ffekar slæmt og erfitt að
átta sig á aðstæðum. Þannig sást
háfjallið aldrei í þessum leið-
angri.
Spmnga liggur frá Axlargíg í
suðvestur eflir fjallinu. Frá henni
rennur 1100 stiga heitt hraunið til
norðvesturs. Næstu bæir við
spmnguna em Selssund og Næf-
urhóll, en þeim stafaði engin
hætta af hrauninu.
Tíö gos
Auk þess rennur hraun í norð-
ur og suður frá Axlargíg.
Önnur spmnga liggur eftir
Hekluhryggnum í norðaustur, eft-
ir því sem næst verður komist.
Hraun úr henni rennur í austur
með stefnu á Mundafell.
Þriðja spmngan var talin
liggja í austur af fjallinu.
Ef þetta gos hagar sér svipað
og gosið sem varð 1980 má gera
ráð fyrir að það verði stutt. Þetta
er fimmta gosið í Heklu á þessari
öld. Það mesta varð 1947, en sú
gamla gaus aftur 1970, 1980,
1981 og nú. Hin mikla tiðni gos-
anna síðastliðna tvo áratugi er tal-
in benda til þess að þetta gos
verði stutt og minni háttar.
Það hefur verið trú manna að
Hekla gjósi sjaldan, en Axel
Bjömsson segist halda að sú trú
geti stafað af stopulum heimild-
um. Hann segir alls ekki vist að
gos á borð við þau sem urðu 1980
og 1981 hefðu komist í annála áð-
ur fyrr. - Það er mögulegt að ann-
álar hafi einungis fjallað um
stærri gos. Ég held það sé að
koma i ljós að Hekla hagar sér
öðravísi en áður var haldið og at-
huganir vegna gerðar jarðffæði-
korts af fjallinu styðja þá hug-
mynd. Það hafa verið að finnast
ummerki um smærri gos sem ekki
var vitað um áður; gos sem ekki
hafa komist í annála, segir Axel.
Á meðan Fokkeriim var í loft-
inu við Heklu streymdu bílar
þangað austur og mergð bílljósa
var að sjá í ekki svo ýkja mikilli
fjarlægð ffá hraunelfinni sem
streymdi í norðvestur. Það er enda
fátt sem bendir til þess að þetta
Heklugos verði annað en nokkurs
konar skemmtigos, þótt engin
leið sé að spá um framvindu þess-
ara útbrota að sögn jarðvísinda-
manna. Skýrslan sem Guðjón
Föstudagur 18. janúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5
Pedersen fékk i gærkvöldi var að
minnsta kosti á þá leið að engin
hætta væri á ferðum. -gg