Þjóðviljinn - 18.01.1991, Qupperneq 9
„Þótt hallað hafi undan í byggðamálum um skeiö má
það ekki verða til að menn loki augunum fyrir þeim
miklu möguleikum sem eru til öflugrar byggðaþróunar
víða um land“ segir Hjörleifur Guttormsson meðal
annars í helgarumræðu.
Nú í ársbyrjun er ástæða til að staldra
við og íhuga stöðu byggðamála í landinu.
Byggðamálin eru hluti þjóðmálanna og
verða að skoðast í samhengi við þau og
ríkjandi stefnu í landsmálum á hveijum
tíma. Mælikvarðinn sem við leggjum á
stöðu byggðamála er m.a. þróun íbúafjölda
í einstökum byggðum eða landshlutum,
þróun atvinnuframboðs og staða atvinnu-
vega, félagslegar og menningarlegar að-
stæður og síðast en ekki síst verð á lífs-
nauðsynjum og jöfnun á aðstöðu manna
óháð búsetu. Lítum fyrst á nokkra almenna
drætti.
Jákvæöar aögeröir stjómvalda
Ríkisstjóminni sem nú situr hefiir með
aðgerðum sínum tekist að rétta við stöðu
margra fyrirtækja í sjávarútvegi, sem kom-
in voru í þrot er hún tók við haustið 1988.
Einnig hefur efnahagsstefna stjómarinnar
leitt til mikillar hjöðnunar verðbólgu sem
almennt hefur haft jákvæð áhrif á rekstur
fyrirtækja og bætt stöðu lántakenda, m.a.
þeirra sem skulda vegna húsbygginga.
Þá má benda á aðgerðir sem lengi hafa
verið á dagskrá eins og breytta verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga. Þar var stigið
allstórt skref fyrir tveimur ámm, sem talið
er að á heildina litið hafi skilað umtals-
verðri hagsbót fyrir sveitarfélögin. Einnig
hefur ríkisstjómin beitt sér fyrir nokkmm
sértækum aðgerðum í byggðamálum, m.a.
jöfnun símgjalda og áætlun um gerð jarð-
ganga á Vestfjörðum og Austfjörðum.
Skógrækt ríkisins hefur flutt aðalstöðvar
sínar í Egilsstaði og sérstakt skógræktar-
átak bænda er að hefjast á Héraði. Oll þessi
dæmi sýna að vemlegu má til leiðar koma,
ef pólitískur vilji er fyrir hendi.
Mat byggöastofnunar:
„ískyggilegar horfur“
Allt er þetta góðra gjalda vert, svo langt
sem það nær. Hinu er ekki að leyna að
stuðningsmenn ríkisstjómarinnar hefðu
vænst snarpari átaka af hennar hálfu til að
leiðrétta stöðu landsbyggðarinnar. Aðgerð-
ir til verðjöfhunar á orku til húshitunar hafa
dregist úr hömlu og of lítið hefur borið á
stuðningi við nýsköpun í atvinnulífi á
landsbyggðinni. Bein fólksfækkun heldur
áfram ár frá ári í flestum landshlutum og
fjölgunin kemur nær öll á suðvesturhomið.
I ársskýrslu Byggðastofnunar fyrir árið
1989, sem kom út sl. haust, er að finna eft-
irfarandi mat:
„Það er skoðun stofnunarinnar að
horfur um þróun byggðar á næstu árum
og áratugum séu mjög ískyggilegar og
að nauðsyn sé að móta nýja byggða-
stefnu og hefja skipulegar aðgerðir til að
breyta hinni fyrirsjáanlegu þróun.“
Vert er að hafa í huga að Byggðastofn-
un er þingkjörin stjóm sem í eiga sæti full-
trúar úr flestum þingflokkum. Aðvörunar-
orð eins og þau sem hér er vitnað til ber að
taka alvarlega. Alltof lítið hefur i reynd
verið aðhafst til að hamla gegn og stöðva
þá óheillaþróun sem sett hefur mark sitt á
landsbyggðina.
Stórmál sem vinna gegn
landsbyggöinni
Því lengur sem það dregst að gripið sé
til róttækra aðgerða, þeim mun erfiðara
verður viðfangsefhið.
í Ijósi þeirrar stöðu sem hér hefur verið
rædd er það þeim mun alvarlegra, að ýmis
stórmál, sem lögfest hafa verið eða em í
deiglu hjá stjómvöldum vinna gegn lands-
byggðinni og því markmiði að stemma
stigu við fólksflóttanum þaðan. Þar ber
þrennt einna hæst um þessar mundir:
* Fyrirkomulag fiskveiðistjórnir
með hömlulausri sölu á kvóta burt úr
byggðarlögum, sem þannig er hægt að
ræna lífsbjörginni.
* Áformin um Evrópskt efnahags-
svæði sem byggja á óheftum markaðslög-
málum varðandi fjármagn og þjónustu.
* Undirbúninginn að nýrri risaál-
bræðslu á Keilisnesi skammt vestan Hafn-
arfjarðar.
Um öll þessi atriði er mikill pólitískur
ágreiningur í landinu. Þeir sem styðja það
markmið að viðhalda og efla byggð í öll-
um landshlutum hljóta að hugsa sig um
tvisvar áður en þeir styðja framgang
þessara mála eða festa þau í sessi. Það er
til lítils að hafa uppi viðleitni i byggðamál-
um á öðrum sviðum, ef ákvarðanir sem
mestu máli skipta eru af allt öðrum toga.
Öfugsnúin húsnæöisstefna
Sá málaflokkur sem hvað mestu veldur
um viðhorf fólks til búsetu eru húsnæðis-
mál og þróun fasteignaverðs. Þetta á við í
meiri mæli hér á landi en víða erlendis
vegna þeirrar séreignastefnu varðandi
íbúðarhúsnæði, sem hér hefur orðið ríkj-
andi. Vegna verðtryggingar og hárra vaxta
lengst af á siðasta áratug hefur húsnæðiss-
kostur fólks margfaldast og verð á fasteign-
um jafhftamt þróast landsbyggðinni mjög í
óhag. Byggingarkostnaður er hins vegar
síst minni úti um land en á höfuðborgar-
svæðinu.
Þetta hefur valdið því að þeim hefur
fækkað til muna sem ráðast í nýbyggingu
íbúðarhúsnæðis utan höfuðborgarsvæðis-
ins. Lítið sem ekkert hefur verið gert til
að hvetja fólk til að eignast húsnæði úti á
landi, t.d. með því að veita því forgang
um afgreiðslu lána eða hagstæðari iáns-
kjör vegna húsbygginga eða kaupa á
húsnæði. Einnig hefur alltof lítið verið
um byggingu leiguhúsnæðis eða félags-
legs húsnæðis á stöðum úti á landi sem
hafa almennar forsendur til vaxtar.
Síðasta hugmynd ráðamanna í húsnæð-
ismálum er að leggja niður almenna hús-
næðiskerfið og taka í þess stað upp húsbréf
sem einskonar allsherjarlausn. Við það ger-
ist tvennt: Vextir á húsnæðislánum yrðu
markaðstengdir að fullu og lánsupphæð fer
eftir fasteignamati en ekki áætluðum bygg-
ingarkostnaði. Augljóst er að með upp-
töku þessa kerfis væri verið að bæta
gráu ofan á svart fyrir húsbyggjendur
víðast hvar úti um land. Sem betur fer
ákvað ríkisstjómin rétt fyrir jólin að staldra
við og athuga betur málavöxtu áður en slík
kerfisbreyting yrði ákveðin, m.a. með tilliti
til landsbyggðarinnar og efnalítils fólks
sem er að byggja eða kaupa húsnæði i
fyrsta sinn.
Hvaða vit er i því að byggja upp kerfí,
sem fullnægja á eflirspum eftir Qármagni
til húsnæðismála á markaðsforsendum ein-
um saman? Slíkt kerfi magnar upp byggða-
flótta í landinu, skilur eftir sig ónotað hús-
næði og eyddar byggðir víða um land en
' ' W
Snuum
vorn i
■
„þörfinni" yrði ekki fullnægt með nýbygg-
ingum og auknum vanda á mörgum svið-
um á höfuðborgarsvæðinu.
Brýnt er að taka húsnæðismálin öðr-
um tökum en hingað til að því er lands-
byggðina varðar þannig að húsnæði-
sekla valdi ekki stöðnun á stöðum þar
sem fólk vill setjast að og atvinna og aðr-
ar forsendur eru fyrir hendi. Lands-
byggðin ætti að hafa algjöran forgang á
fjármagni vegna félagslegra íbúða. Jafn-
framt þarf að færa umsýslu og vald í
þessum málaflokki út í Iandshlutana og
leggja niður Húsnæðisstofnun ríkisins í
núverandi mynd.
Fækkun íbúa og sérstaklega
kvenna
Á liðnu ári hélt áfram fólksflótti af
*Atvinnuþróun, sem taki mið af fjöl-
breytni í störfum og atvinnu fyrir konur
sérstaklega.
* Sjávarútvegsstefna,sem taki tillit til
heildarhagsmuna og tryggi m.a. þróun fisk-
iðnaðar og veiðirétt (kvóta) tengdan
byggðarlögum.
* Landbúnaðarstefna, þar sem hefð-
bundinn búskapur verði skipulagður eftir
landkostum og markaði og bústærð verði
lífvænleg.
* Iðnráðgjöf og önnur ráðgjafa- og þró-
unarstarfsemi fyrir atvinnulífið úti um land
verði aukin og samræmd.
* Orkuiðnaður (stóriðja) verði staðsett-
ur utan Suðvesturlands.
* Ferðamannaþjónusta taki mið af
byggðastefhu og landvemd.
* Útflutnings- og innflutningsverslun
landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins,
sem einkennt hefur allan síðasta áratug.
Undanfarin sjö ár hefur orðið bein fækkun
íbúa ár hvert Iitið á landsbyggðina í heild
og öll fjölgunin komið fram á höfiiðborgar-
svæðinu. Þessi öfugþróun hefur gengið
misjafnlega nærri einstökum kjördæmum,
t.d. hefur blóðtakan verið enn alvarlegri á
Vestfjörðum en á Austurlandi og miklar
sveiflur eru milli einstakra byggðarlaga.
Það er hins vegar heildarniðurstaðan á
þessu tímabili sem segir okkur hvert
stefnir í aðalatriðum.
Á Austurlandi var skráð 381 manns
fleira 1. des. 1990 en var fyrir 10 árum
(+3%) og frá 1985 hefur íbúatalan nánast
staðið í stað. Á Vestfjörðum hefur orðið
bein fækkun sem nemur um 700 manns eða
sem svarar -6,6% síðustu 10 árin. Víðast
hvar hefur fækkað til muna í sveitum á
þesssu tímabili sem þykir kannski ekki til-
tökumál, en þegar íbúatala stendur i stað í
kaupstöðum eða íbúum fækkar eins og
gerðist sums staðar hér eystra á síðasta ári
er farið að syrta verulega í álinn.
Ibúatalan ein segir heldur ekki alla
sögu, því að við bætist afar óhagstæð
aldurssamsetning víða í sveitum og kon-
ur eru til muna færri en karlar í öllum
kjördæmum utan Reykjavíkur. Á Aust-
urlandi eru þannig 567 færri konur en
karlar. Þetta segir okkur m.a. að engan
veginn er einhlítt að horfa á fjölgun starfa
almennt þegar atvinna er annars vegar,
heldur verður að gera sérstakt átak til að
skapa störf sem laða til sin konur. Þar er
vissulega nærtækt að líta til margvíslegra
þjónustustarfa, en einnig þarf að hafa í
huga iðnað og önnur verk sem höfða til
kvenna. Ferðaþjónusta er dæmi um atvinnu
sem munað gæti um í þessu samhengi.
Hér er ekki rúm til að fjalla í löngu máli
um nauðsynlegar aðgerðir til að rétta af
stöðuna í byggðamálum, enda hef ég oft
fjallað um einstaka þætti þessara mála. Vcrt
er að undirstrika, að ekkert eitt skiptir
sköpum i þessum efnum, heldur þurfa til að
koma samþættar og vel hugsaðar aðgerðir,
sem renna stoðum undir gott mannlíf og
trausta afkomu í öllum landshlutum.
Ég læt hér fylgja sem dæmi upptaln-
ingu á nokkrum atriðum sem gefa þarf
gaum að við mótun öflugrar byggða-
stefnu:
* Samgöngubætur með áherslu á teng-
ingu innan þjónustusvæða og gerð jarð-
ganga þar sem þörf krefur.
verði skipulögð svæðisbundið.
* Nýtt stjómsýslustig, héruð eða fylki,
sem taki við fjármagni og verkefnum frá
ríkinu.
* Svæðisbundin opinber þjónusta flytj-
ist út i hémðin, bæði vald og verkefni.
* Húsnæðismál taki mið af byggða-
stefhu, sbr. ofanritað.
* Jöfhun kostnaðar við orku og fjar-
skipti.
* Flutningskostnaður og fargjöld verði
jöfnuð og samræmd.
* Jafhrétti til skólagöngu með jöfnun
kostnaðar.
* Menningarstarfsemi njóti viðtæks
stuðnings.
* Fjármálalegar aðgerðir til jöfhunar á
tekjum sveitarfélaga og afkomu einstak-
linga.
Slík byggðastefiia felur vissulega í sér
stýringu á mörgum sviðum og hömlur gegn
blindum markaðslögmálum. En hún er
engu að síður þjóðhagslega skynsamleg og
nauðsynleg, ef menn ætla að viðhalda hér
byggð og þjóðlífi sem rísi undir nafni. Til
að knýja hana ffam þarf í senn hugsun,
vilja og stjómmálalegt afl.
Alþýöubandalagiö veiti
forustu
Þótt hallað hafi undan í byggðamálum
um skeið má það ekki verða til að menn
loki augunum fyrir þeim miklu möguleik-
um sem em til öflugrar byggðaþróunar
víða um land. Ýmsar þær aðgerðir sem nú-
verandi ríkisstjóm hefur beitt sér fyrir
stefna í rétta átt og sýna að undanhald í
þessum efnum er ekkert náttúmlögmál.
Alþýðubandalagið þarf sérstaklega
að beita sér fyrir nýrri sókn í byggða-
málum og taka höndum saman við alla
þá sem Ijá vilja þeim málstað lið.
Hjörleifur Guttormsson
Frá ritstj.: Grein þessi birtist sem
áramótahugleiðing í vikublaðinu
Austurlandi 9. janúar og er hér birt
lítið eitt stytt með leyfi höfundar.
Hjörleifur
Guttormsson er
þingmaður
Alþýðubandalagsins í
Austurlandskjördæmi
Föstudagur 18. janúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 9