Þjóðviljinn - 18.01.1991, Side 10
Er kvenfrelsisbaráttan
á kostnað barnanna?
Þannig spyr Helga Sigurjónsdóttir í helgarviðtali um árangur og fómir
kvenfrelsisbaráttunnar síðustu 20 árin
Ifebrúarmánuði 1970 geisuðu
harðar deilur á Alþingi og
meðal almennings á íslandi,
einkum kvenna, um það, hvort
veita œtti Kvennaskólanum i
Reykjavik réttindi til þess að
brautskrá stúdenta. Hópur
kvenna stóð fyrir undirskrifta-
söfnun gegn þessum fyrirœtlunum
ríkisstjómarinnar, ogsendi tilAl-
þingis. Þetta var sama árið og
Rauðsokkahreyfingin á Islandi
var stofnuð, og það munu hafa
verið að miklu leyti sömu konurn-
ar sem stóðu að undirskriftasöfn-
uninni til Alþingis og stofnun
Rauðsokkahreyfingarinnar.
Bentu þœr á að í fylgislgali með
frumvarpi rikisstjórnarinnar um
þessa heimild vœri sagt að auk
hefðbundinna greina yrðu i hin-
um fyrirhugaða kvennamennta-
skóla „ lögð áhersla á námsgrein-
ar sem sérstaklega vœru við hæfi
kvenna “ og töldu að þetta myndi
vera viðleitni til þess að auka á
hefðbundna verkaskiptingu kynj-
anna innan og utan heimilis.
Töldu konumar þetta ganga
þvert á gagnkvœmar skyldur,
ábyrgð og réttindi karla og
kvenna innan og utan heimilisins
og settu það skilyrði aðfyrirhug-
aður menntaskóli i Kvennaskól-
anum yrði einnig opnaður piltum.
Magnús Kjartansson gerðist
talsmaður þessa sjónarmiðs á Al-
þingi, vitnaði i röksemdir kvenn-
anna og náði fram þessum kröf-
um um aðgang pilta að Kvenna-
skólanum með sinni alkunnu
málafylgju eftir harðvitugar deil-
ur.
Því eru þessar deilur rifjaðar
upp, að þær koma nú, 20 árum
síðar, nokkuð undarlega fyrir
sjónir, og trúlega mundu flestar
þær rauðsokkur, sem fyrir 20 ár-
um börðust gegn stofnun kvenna-
menntaskóla á íslandi, gjaman
vilja eiga slíka stofnun nú. Þótt
ekki væri nema sem eins konar
vígi fyrir þá menningu og hefðir
sem tengjast konum sérstaklega.
Þessi saga sýnir okkur hvemig
tímamir eru breyttir og hvemig
forsendur kvenfrelsishreyfingar-
innar hér á landi hafa breyst á að-
eins 20 ámm.
Nýtt Helgarblað fór á fund
Helgu Sigurjónsdóttur námsráð-
gjafa, sem var ein af stofnendum
Rauðsokkahreyfingarinnar fyrir
rúmum 20 ámm og hefur verið
ein ötulasta baráttukonan fyrir
kvenfrelsi hér á landi síðustu tvo
áratugina, til að ræða við hana um
þróun og árangur þessarar bar-
áttu, hvemig og hvers vegna
áherslur og baráttuaðferðir væm
nú breyttar, og hver væm brýn-
ustu verkefni kvenfrelsishreyf-
ingarinnar í dag.
Menntaskóli fyrir konur
-Helga, varst þú ein þeirra
kvenna sem risu upp gegn stofnun
kvennamenntaskóla i Reykjavík
1970, og hvemig horfir það mál
við þér i dag?
-Nei, ég var nú frekar tvíbent
í því máli, og taldi þetta ekki mik-
ilvægt mál á þeim tíma. Núna get-
um við hins vegar séð, að það var
skaði að skólinn skyldi hætta að
vera kvennaskóli, og að það væri
mikill akkur í því að hafa starf-
andi sérstakan kvennamennta-
skóla í þessu gamla húsi, skóla
sem hefði getað þróað sig og
menntastefnu sina út frá forsend-
um kvenna. Þetta verður ekki síst
ljóst ef við lítum til þessa gamla
húss, þar sem kvennamenningin
er svo lifandi ffá sögulegu sjónar-
miði. Núna er karlmaður hins
vegar sestur í skólastjóraskrifstof-
una í Kvennaskólanum...
-En konur óttuðust það á
þessum tíma að einmitt þœr kven-
legu hefðir sem skólinn byggði á
yrðu notaðar gegn þeim i jafn-
réttisbaráttunni?
-Jú, það er rétt. Þetta vom
konur i baráttuhug og í nauðsyn-
legri uppreisn. Það var á þessum
tíma eðlilegt að þær óttuðust ein-
mitt þetta. Vegna þess að ákveðin
störf og viðhorf, sem konum voru
tengd, vom notuð gegn konum
sem liður í þeirri almennu
kvennakúgun sem þá viðgekkst
og viðgengst reyndar enn. Það var
eðlilegt á þessum tíma að þær ótt-
uðust þetta og það er alltaf auð-
velt að vera vitur eftirá. Hliðstæð-
ar viðhorfsbreytingar hafa einnig
átt sér stað meðal baráttuhópa
kvenna annars staðar.
A6 prjóna f felum
-En hver er skýringin?
-Þegar konur em komnar
langt niður félagslega, andlega og
fjárhagslega, eins og var á þessum
tíma, þá er eðlilegt að pendúllinn
sveiflist svo langt þegar þær loks-
ins taka við sér. Við getum líka
séð þetta úr réttindabaráttu hör-
undsdökkra, sem er í flestum efn-
um hliðstæð réttindabaráttu
kvenna. Hömndsdökkir menn litu
í fyrstu upp til hvíta mannsins og
reyndu að apa upp eftir honum í
sem flestu. Þegar þeir komast
áleiðis í baráttunni fara þeir að
koma auga á það jákvæða og
sterka í eigin ranni og þora að
gangast við því. Og smám saman
fara þeir að líta á það sem styrk,
sem áður þótti veikleiki, sem þeir
vildu ekki vita af.
Þannig gekk þetta fyrir sig hér
á landi á 8. áratugnum. Eftir að
þannig hafði gengið í tíu ár með
þeim hörðu starfsaðferðum sem
því fylgdi, vom konur famar að
þrá ýmislegt annað í þessari bar-
áttu. Þær fundu að bannhelgin
sem hvílt hafði á ýmsum hefð-
bundnum kvennastörfum, til
dæmis prjónaskap og almennum
heimilisstörfum, var ekki réttlæt-
anleg. Margar konur höfðu gaman
af þessum störfum, en fóm leynt
með það. Ég pijónaði til dæmis á
laun í nokkur ár.
Kvennamenning
-Hvað olli straumhvörfunum
og hvenœr gerðusl þau?
-Það var um sumarið 1981,
og mér fannst það koma eins og
frelsandi leysing þcgar við kváð-
um upp úr með þetta. Ég vann þá
í sumarafleysingum eins og svo
oft áður sem blaðamaður á Þjóð-
viljanum, og laumaði þá inn í
blaðið, við litlar vinsældir að ég
held, umræðu um svokallaða
kvennamenningu undir formerk-
inu ,;mér er spum“.
Ég byijaði þessa umræðu með
því að spyija Helgu Kress hvort
hún héldi að til væri eitthvað sem
héti kvennamenning. Þetta hugtak
er reyndar upphaflega bandarískt,
en Berit Aas tók það upp í norskri
umræðu þegar 1973. Berit, sem er
virtur háskólakennari og stórt
nafn í norskri kvennapólitík, kom
hingað til lands á ráðstefnu 1981
ásamt með Torild Skard, og ég
átti við þær viðtal. Mér þóttu
þessar konur bæði djarfar og
hressar og þær kveiktu á vissan
hátt í mér.
Nú, Helga Kress svaraði til-
skrifum mínum vel, eins og henn-
ar var von og vísa, og varpaði
málinu áfram yfir til Kristjönu
Gunnarsdóttur, ef ég man rétt. Þá
var þetta farið að vekja vissa and-
úð á blaðinu og þetta vakti ekki
síður ugg meðal ýmissa kvenna á
vinstri vængnum. En þama var
hugtakinu kvennamenningu kom-
ið á ffamfæri, og ég gerði það
meðvitað og notaði þennan vett-
vang til þess.
Marx-lenínisminn og
kvenfrelsiö
-Hver urðu fyrstu viðbrögðin
innan Rauðsokkahreyftngarinn-
ar?
-Þessi nýja hugsun varð strax
umdeild, bæði meðal kvenna og
karla. Við Helga Kress tókum upp
þessa umræðu á fundi sem hald-
inn var í Sokkholti um hugsanlegt
kvennaframboð um svipað leyti
og skrifin birtust í Þjóðviljanum.
Það er auðvelt að
vera vitur eftirá,
en það var skaði
að frumvarpið
um kvenna-
menntaskóla
skyldi ekki ná
fram að ganga...
Á þessum tíma vora margar
Vinstrisinnaðar konur i Rauð-
sokkahreyfmgunni sem störfuðu
þar á forsendum hreins marx-len-
ínisma, eins og til dæmis Hildur
Jónsdóttir. Þær tóku þessum hug-
myndum illa þar sem þær gengu
þvert á hugmyndir þeirra um
stéttabaráttu sem forsendu kven-
frelsis.
Síðan gerðist það í september,
að haldinn var fundur í Norræna
húsinu um hugsanlegt kvenna-
framboð til borgarstjómarkosn-
inga. Ég átti þar í deilum við
marx-lenínistana og reyndi að
sýna fram á að þeir báðir, Marx
og Lenín, hefðu í raun ekki verið
minni kvennakúgarar en kapítal-
istamir, um leið og ég reyndi að
benda á að þessi leið sósíalismans
til kvenfrelsis væri vonlaus. Það
væri búið að reyna hana svo lengi
að við yrðum að stíga upp úr því
fari.
Þú getur ímyndað þér upplitið
á Hildi Jónsdóttur og hennar
skoðanasystram við þessar að-
stæður. Við skiptumst í raun og
vera í tvö hom: sumar sem líka
vora vinstrisinnaðar urðu upp-
tendraðar af þessari nýju hugsun,
og úr þessari umræðu kom svo
grandvöllur Kvennaffamboðsins
og Kvennalistans.
Hinar, sem vora trúar sínum
marxisma, vildu ekki vera með.
Það var upphafið að endalokum
Rauðsokkahreyfingarinnar að
mínu mati.
Farvegir baráttunnar
-Það er ekki hœgt að neita
því að Kvennalistinn hefur náð
umtalsverðum árangri á hinum
pólitíska vettvangi, en þó fer ekki
hjá því að maður fái það nú á til-
finninguna að þessi þingræðis-
legi vettvangur kvenfrelsisbarátt-
unnar sé orðinn þreyttur eða haft
jafnvel runnið sitt skeið. Að
minnsta kosti verðum við ekki vör
við þann neista sem eitt sinn var
áberandi í þessari baráttu.
Hvemig lítur þú á málin? Er
kvenfrelsisbaráttan orðin lokuð
inni í hinuþingrœðislega kerft?
—Jú, það er kannski nokkuð til
í þessu, en það á sér líka sína
skýringu í okkar þjóðfélagsgerð
og fámenninu sem hér er. Fá-
mennið gerir það einfaldlega að
verkum, að einn aðili leiðir barátt-
una á hveijum tíma og verður
mest áberandi.
Kvenréttindafélag íslands,
sem var stofnað 1907, gegndi
þessu hlutverki í kvenfrelsisbar-
áttunni ffam til 1970, þegarRauð-
sokkahreyfmgin var stofnuð. Þá
kom það að vísu til greina að
hreyfingin gengi í Kvenréttinda-
félagið. Niðurstaða umræðunnar
varð hins vegar önnur, og ástæðan
var ekki síst sú, að okkur fannst
félagsform Kvenréttindafélagsins
vera staðnað. Það var semsagt
frekar ramminn eða félagsformið
sem fældi ffá, en ekki sjálf hug-
myndafræðin. Mörgum forystu-
konum í Kvenréttindafélaginu
þótti þetta leiðinlegt, þar á meðal
Önnu Sigurðardóttur, sem benti
okkur á það á stofnfúndi Rauð-
sokkahreyfmgarinnar 1970, að
við væram ekki að segja neinn
nýjan sannleika, þótt við beittum
fyrir okkur öðra félagsformi. „Við
vinnukonumar höfúm barist fyrir
mörgum þessara mála,“ sagði hún
og veitti okkur ofanígjöf sem full
þörf var á. Við voram auðvitað
ungar og fávísar miðað við vel
upplýsta og lífsreynda hugsjóna-
konu eins og Önnu. En þetta varð
ekki að ágreiningsefúi okkar á
milli, hún varð einn af okkar
bestu stuðningsmönnum og hún
hefúr stutt alla þá baráttu sem hún
trúir á og treystir að sé konum til
góðs.
A6 halda og sleppa í einu
—Eftir stofnun Rauðsokka-
hreyfingarinnar 1970 verður hún
semsagt mest áberandi allt þar til
efnt var til kvennaframboðs í
sveitarstjómum í Reykjavík og á
Akureyri 1982 og endanlega með
stofúun Kvennalistans, sem bauð
fram í öllum kjördæmum 1983.
Kvennalistinn tók í arf skipu-
lagsform Rauðsokkahreyfingar-
innar, valddreifingu og hreyfingu
á fúlltrúum í trúnaðarstöðum
o.s.frv. Rauðsokkahreyfingin var
raunveraleg grasrótarhreyfing en
Kvennalistinn haslar sér hins veg-
ar völl í mjög stigskiptu valda-
kerfi þar sem er þingið, og hann
hefúr átt í basli með að sameina
þessi tvö hlutverk sín, að vera
grasrótarhreyfing og þingflokkur.
I þessum efúum er erfitt að halda
og sleppa í senn og það er vissu-
lega spuming, hvort það gengur
til lengdar.
Sjálf held ég að mörgum kon-
um þyki þetta heldur þröngur
vettvangur núna og að þær sé far-
ið að hungra í annars konar gras-
rótarstarfsemi. En þá er á það að
líta að starfið í þinginu er svo
tímaffekt og tekur svo mikla orku,
að ekki reynist unnt að halda ann-
arri starfsemi gangandi samhliða.
Svo er heldur ekki ffam hjá því að
líta, að þegar apparat eins og þetta
er komið í gang er um leið um
persónulega hagsmuni að ræða,
og alls staðar þar sem persónuleg-
ir hagsmunir og peningar koma til
sögunnar hefúr reynst stutt í ým-
islegt sem gæti reynst á skjön við
hugsjónagrandvöll hreyfmgarinn-
ar.
Barátta borgar sig
-En því má heldur ekki
gleyma, að með því að fara þing-
ræðisleiðina hefúr náðst mikils-
verður árangur, bæði fyrir konur
og karla. Hvaðeina sem konur era
að gera í skipulegri baráttu ber ár-
angur. Baráttan borgar sig. Það er
einfaldur sannleikur, sem ég segi
hiklaust við ungar konur og líka
þær eldri sem era orðnar þreyttar
og slæptar - þegar þannig er kom-
ið eiga þær bara að taka vítamínin
sín, fara út að hlaupa og fá sér
orku.
-En þú saknar þá gömlu gras-
rótarhreyfingarinnar?
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. januar 1991