Þjóðviljinn - 18.01.1991, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 18.01.1991, Qupperneq 13
JAX 3101 01A Bakvið luktar dyr -Fangar á hinum Norðurlöndunum hafa snöggt um meiri tækifæri til að vera samvistum við fjölskyldur sinar heldur en íslenskir fangar, sögðu fangarnir á Litla-Hrauni sem Nýju Helgarblaði var veitt góðfúslegt leyfi fangelsisyfirvalda á staðnum til að ræða við. Lífið bak við rimlana á Litla- Hrauni. Enginn sældarleikur að sitja af sér Það er ekki tekið út með sæld- inni vera lokaður inni og lifa við stöðug bönn og aga. Þetta verða þó þeir 55 karlmenn, sem afplána dóma á Litla-Hrauni, að sætta sig við; ekki í nokkra daga, heldur mánuði ef ekki ár. Sá fangi sem lengstan tíma hefur setið inni er búinn að dúsa i fangelsi í 11 ár. En hvemig skyldi nú lífið ganga fyrir sig í þeirri einangruðu og smáu veröld sem fangelsið er? Það er sjálfsagt hægara sagt en gert fyrir utanaðkomandi að setja sig í spor fangans og lýsa þcim kenndum sem kunna að hrærast í brjósti hans. En samt skal reyna. Hver dagur öörum líkur Hver dagur á Litla-Hrauni er öðrum líkur. Stundvíslega klukk- an átta eru menn ræstir. Gengið er til morgunverðar laust fyrir hálfn- íu. Að morgunverði loknum halda þeir fanganna, sem því láni eiga að fagna að hafa vinnu eða leggja stund á nám á Hrauninu, til sinna starfa. Hinir væflast um á göngum eða reyna með ýmsu móti að láta tímann líða sem hraðast. Klukkan 11 er gert hlé á vinnu og gefíð matarhlé til klukkan eitt er vinna hefst að nýju og stendur til klukkan hálfþrjú að öllu jöfnu. Störfin sem fangamir fást við eru hellusteypa, ffamleiðsla á númeraplötum fýrir ökutæki og önnur minniháttar viðvik. Þeir sem eru í námi eru eitthvað lengur að á daginn. Eftir að vinnu er lokið fá menn að viðra sig úti við á lóð fangelsisins og stunda íþróttir, þeir sem það vilja. Um kiukkan hálfsex er kvöld- matur en fangamir verða að mat- ast í tveimur hollum sökum þrengsla í matsal. Eftir mat fá menn að ráða sín- um tima að mestu sjálfir. Þeir grípa í spil, spjalla eða horfa á sjónvarp fram eftir kvöldi, eða þar til menn em kallaðir til koju laust fyrir miðnætti. Sunnudagamir hafa aðeins annað yfirbragð en þá er heim- sóknartími lungann úr deginum. Hugsað fyrir okkur í einu og öllu 1 máli þeirra fanga sem Nýtt Helgarblað ræddi við á dögunum kom fram að einna verst þætti þeim við fangelsisvistina að vera sviptir sjálfsákvörðunarrétti í flestu. -Það liggur við að það sé ekki ætlast til þess að við hugsum sjálfstætt. Við emm ekki einu sinni álitnir færir um að koma okkur í mat á réttum tíma. Fyrir hvem matartíma hringir bjalla til að minna okkur á, sagði einn fanginn. -Ég hefði haldið að markmið- ið með fangelsisvistinni væri að gera okkur að betri mönnum. En hvemig má það verða þegar að- eins sumir okkar eiga kost á vinnu og það aðeins fáa tíma á dag fyrir sáralítið kaup. Lægsta tímakaupið er um 80 krónur á tímann. -Fyrir þetta litla sem við vinnum okkur inn þurfum við að borga flestar okkar nauðþurftir sjálfir. Við fáum að vísu frítt hús- næði og fæði, en allt þar fyrir utan þurfum við að borga, meira að segja allan lyfjakostnað. Fangamir sem rætt var við sögðust vera á þeirri skoðun að framkvæmd fangelsismála mætti vera miklu skilvirkari og betri. Afplánun eftir dúk og disk -Mörg dæmi em um það að menn séu kvaddir hingað inn til að sitja af sér eftir að langur tími er liðinn frá því að afbrot var framið og dómur féll. Einn þeirra sagðist til dæmis nú loksins vera að sitja af sér fyr- ir brot sem ffamið var 1985. Margir okkar hafa snúið við blað- inu og hafa hafið nýtt líf, jafnvel stofnað fjölskyldu i millitíðinni þegar kallið loicsins kemur. Oftast nær leiðir þessi seinagangur dómskeriisins og fangelsisyfir- valda til þess að menn missa allt sitt, ættingja, vini og vinnu. Og þá tekur aðeins eitt við: biturðin og gremjan út í allt og alla. Þetta er öll betrunin! sagði einn fanganna. Það var samdóma álit fang- anna sem rætt var við að verst færi fangelsisvistin með ættingja þeirra, enda er að miklu leyti slit- ið á öll eðlileg samskipti fanga við sína nánustu. Fangamir mega fá heimsóknir á sunnudögum og verða þá gestir að halda sig allan tímann í klefún- um. -Það er verst að fá bömin í heimsókn, sagði einn fanginn. -Ég hef tekið fyrir það að fá böm- in hingað - ég get hreinlega ekki afborið það. Hafi fangamir staðið sína plikt og ekki brotið gegn settum reglum, fá þeir 15 tíma leyfi á þriggja mánaða fresti til að heim- sækja sína nánustu. En sá böggull fylgir skammrifi að menn þurfa að hafa setið inni i heilt ár áður en slíkt leyfi er veitt! -Inni í þessum 15 tímum er sá tími sem það tekur að komast til og frá fangelsi. Þannig að í mörg- um tilfellum er viðveran heima ekki löng. Fangamir segja að kollegar þeirra á Norðurlöndum búi við rýmri reglur hvað þetta varðar. -Bæði er að fríin em fleiri og lengri. Þurfum réttargæslumann Fangamir vom sammála um það að ótækt væri að Fangelsis- málastofhun sæi bæði um að dómum væri fullnægt og að réttur fanga væri ekki brotinn. -Það nær ekki nokkurri átt að sama stofn- unin sitji beggja megin borðs, ef svo má segja. Fangar þurfa tilfinnanlega að fá réttargæslumann sem talar þeirra máli við yfirvöld, veitir fangelsismálayfirvöldum aðhald og sér til þess að réttindi séu ekki brotin á okkur. -rk SKEMMTISKREPP UM HELGI TIL.,. Söluskrifstofur Flugleiöa: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir i síma 6 90 300. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskriftofum HELGAKFERÐ FÖSTUDAGUR TIL ÞRIÐJTJDAGS HÓTEL MTJSEUM TVEIR í HERB. KR. 32.610 Á MANN FLUGLEIÐIR Þjónusta alla leið i'L't't .t'r -L-cECuts.'vt iv\.w**í«s\.»rvt «

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.