Þjóðviljinn - 18.01.1991, Síða 14
Fangelsismálin
þarf að hugsa
upp á nýtt
Gústaf Lilliendahl, forstöðumaður á Litla-Hrauni: Okkur er
sniðinn þröngur stakkur
- Meðan fangelsið er yfirfullt og aðstaðan fyrir
neðan allar hellur er ekki von á þv( að árangur af
okkar starfi sé ýkja mikill, segir Gústaf Lillien-
dahl, forstjóri á Litla-Hrauni. Mynd: Jim Smart.
- Það er alltof
mikið um það að
hingað komi sömu
mennimir til af-
plánunar aftur og
aftur. Ég reikna
með að um sex af
hveijum tíu sem
sitja hér inni hafi
verið hér áður. Mér
þykir einsýnt af
þessu að hefðbund-
in fangelsun bætir
ekki menn eins og
hún ætti að gera.
Það hljóta að vera
til aðrar leiðir sem
eru sársaukaminni
fyrir alla aðila og
um leið árangurs-
ríkari, segir Gústaf
Lilliendahl, forstjóri fangelsisins
á Litla-Hrauni.
- Fangelsið hefur verið full-
nýtt undanfarin tvö ár. Að jafhaði
sitja hér inni 55 manns. Þörfin er
einfaldlega svo mikil að hér er
hvert rúm skipað og við höfum
orðið að setja menn i klefa sem að
öliu jöfnu geta ekki talist manna-
bústaðir. Þeir klefar sem þannig er
ástatt um em til allrar hamingju
miklu færri, en það er engu að
síður rétt, að það er ekki forsvar-
anlegt að geyma í þeim menn,
segir Gústaf.
Hann fer ekki í neinar graf-
götur með það að aðbúnaður
fanga sem og starfsaðstaða fanga-
varða er ekki upp á marga fiska á
Hrauninu.
— Því miður em ekki nein
teikn á lofti um að úr rætist á
næstu ámm.
Gústaf segir að til skamms
tíma hafi ekki verið nein deilda-
skipting á Litla-Hrauni. - Við er-
um að gera smá tilraunir með
deildaskiptingu í húsnæði sem
upphaflega var byggt sem ein-
angmnardeild.
Fangamir þurfa að sækja um
og að gangast undir ákveðna skil-
mála til að komast á þessa deild.
Þeir sem þar em njóta heldur
meiri fríðinda og betri aðbúnaðar
en aðrir fangar, segir Gústaf.
Hvaða skilmálar em það sem
fangamir þurfa að gangast inná?
'■— Til dæmis að þeir hafi ekki
undir höndum eða neyti áfengis
og fikniefna eða annarra ólög-
legra vímugjafa. Þeir stundi nám
eða vinnu og standist þau mark-
mið sem þeim em sett með fanga-
vistinni og að þeir lúti í einu og
öllu þeim lögum og reglugerðum
sem um fangelsi kunna að gilda á
hveijum tíma.
Inn á þessa deild komast því
aðeins þeir fangar sem sýna fullan
vilja til að gera eitthvað í sínum
málum.
Lyfjaneyslan orðum
aukin
Þú nefnir lyf og áfengi. Em
mikil brögð að því að fangar hafi
slík efni undir höndum?
- Því miður kemur slíkt fyrir
Fangar eru traustsins verðir
Bjöm Einarsson: Stjómvöld hafa látið reka of lengi á reiðanum í fangelsismálum
„Stjómvöld hafa vanvirt
þennan málafiokk allt of lengi.
Það er því vart við öðm að búast
en víða sé pottur brotinn í fangels-
ismálum." Sá sem þetta mælir er
Bjöm Einarsson, en hann er trú-
lega sá maður sem gerst þekkir til
fangelsismála hér á landi, jafnt
innan sem utan múranna.
Bjöm hefur haft afskipti af
fangelsismálum lengi og unnið
sér traust fangelsisyfirvalda jafnt
sem fanga sem milligöngumaður
milli þessara aðila. -Ég er búinn
að vera að vafstra í þessu meira
og minna í níu ár. Það var ekki
liðinn mánuður frá því að ég slapp
sjálfur út þar til ég var kominn
aftur á Litla-Hraun, en í gjörólík-
um erindagjörðum. Friðjón Þórð-
arson, þáverandi dómsmálaráð-
herra, hafði haft pata af mér og
kallaði á mig og ákvað að styrkja
mig um 5000 krónur á mánuði til
að sinna þessum málum, segir
Bjöm.
-Núna fæ ég 125 þúsund
krónur á mánuði til þessara starfa,
sem eiga bæði að nægja fyrir út-
lögðum kostnaði, s.s. síma, að-
stöðu og ferðum í fangelsin og að
sjálfsögðu launum.
Enginn samur á eftir
-Það er enginn bamaleikur að
lenda i fangelsi, segir Bjöm og
talar þar af eigin reynslu. -Fótun-
um er hreinlega kippt undan
mönnum. Að sjálfsögðu geta
menn sjálfum sér um kennt að
mörgu leyti - ekki ætla égað neita
því - en á hitt ber einnig að líta að
þessir menn eiga margir hverjir
Qölskyldur og ættingja og það
þarf ansi sterk bein til að ekki láti
eitthvað undan þegar til að mynda
fjölskyldufoður er varpað í tugt-
húsið, segir Bjöm.
-Verst er þó þegar langur tími
líður frá því að dómur er kveðinn
upp og þar til hann kemur til
fullnustu. Menn em í mörgum til-
fellum búnir að sjá að sér í milli-
tíðinni, stofna fjölskyldu, em í
námi eða fastri vinnu þegar allt í
einu kemur að skuldadögum við
samfélagið og menn em hreinlega
slitnir upp með rótum og lokaðir
inni. Ég held að enginn þurfi að
velkjast í vafa um afieiðingamar
sem þetta hefur í för með sér fyrir
þann sem í lendir og hans nán-
ustu, segir Bjöm.
Bjöm segir það vera algengt
meðal fanga að þeir mikli hlutina
fyrir sér og reikni alltaf með því
versta. Það nægir að konan eða
kærastan komi ekki í heimsókn,
þá er það lagt út á versta veg, kon-
an sé ótrú eða vilji ekki hitta hann
framar. Þá skiptir engu þótt kol-
ófært sé eða eitthvað annað hafi
komið uppá. I þeirri innilokun
sem fangelsisvistin er, er hætt við
að nagandi efasemdir sæki á
menn og verði skynseminni yfir-
sterkari. Það er því ekki tekið út
með sældinni að sitja inni, þótt
sumir haldi að fangar lifi ein-
hveiju sælulífi eins og maður
heyrir stundum haldið fram, segir
Bjöm.
Ábyrgðin tekin Irá
mönnum
-Ég er þeirrar skoðunar að
dvöl manna í fangelsi eigi að vera
þeim til betmnar en ekki einungis
til tiftunar. Því miður virðist það
vera svo að meira fari fyrir tiftun-
inni en betmninni.
I fangelsinu er öll ábyrgð tek-
in frá mönnum. Það er hugsað
fyrir menn um alla skapaða hluti.
Menn em jafhvel minntir á það
með hringingum hvenær þeir eigi
að mæta í mat. Þetta er ekki til
bóta og gerir menn rænulausa um
sjálfa sig og umhverfið, segir
Bjöm.
Hann segir að svipuðu máli
gegni um vinnuna sem fangar
stundi á Litla-Hrauni. -Þeim er
gefinn kostur á fjögurra tíma
vinnu á dag sem er hugsuð sem
liður í endurhæfingu fangans. Það
er svo sem margt gott um það að
segja, en þetta er ekki nóg. Eftir
áralanga innisetu em menn ekki
upp á marga fiska úti á vinnu-
markaðnum þegar þeir hafa vanist
jafn litlu vinnuframlagi. Það þarf
að bjóða föngum upp á fulla
vinnu og borga þeim full Iaun til
þess að efia sjáifsvirðingu þeirra,
segir Bjöm.
Ekki hundi bjóðandi
-Aðstaðan sem föngum er bú-
in á Litla-Hrauni er ekki upp á
marga fiska og telst vart hundi
bjóðandi. Húsakostur er allur
kominn lil ára sinna og þrengslin
em mikil.
Margir klefanna uppfýlla eng-
an veginn þær kröfur sem gerðar
em til mannabústaða, matsalurinn
og eldhúsið em á undanþágum og
fyllast af vatni þegar stórfióð ger-
ir..
Margt horfir til bóta
Það getur vel verið að ein-
hveijum finnist þetta vera fullgott
handa brotamönnum, þótt það
hvarfiaði ekki að þeim sömu að
bjóða heimilishundinum upp á
slíka vist.
-Þrátt fýrir að margt skorti á
að fangelsismálum okkar sé nægj-
anlega vel fyrir komið þá er ekki
neinum einstökum um að kenna.
Embættismenn em ekki alvondir
eins og föngum hættir til að trúa.
Staðreyndin er aftur á móti sú að
þessi mál hafa verið látin drabbast
of lengi.
Stofnun Fangelsismálastofn-
unar var til hins betra og það er
verið að vinna að ýmsu sem horf-
ir til bóta, segir Bjöm og minnir á
að dómsmálaráðherra hafi boðað
fmmvarp um að mönnum gefist
kostur á að taka út refsingu með
því að vinna launalaust í þágu
samfélagsins. -Það væri bæði ár-
angursríkara og manneskjulegra
að fara þessa leið í mörgum til-
fella heldur en að loka menn al-
farið inni. Ég er sannfærður um
að það mætti fækka föngum upp
undir helming með þessu móti.
Við skulum gera okkur grein fýrir
því að tveir af hverjum tíu sem
sitja inni em þar fýrir ökuleyfis-
brot. Þessir menn ættu að geta
unnið refsinguna af sér í samfé-
lagsþjónustu. Þá er ótalinn sá
spamaður sem þetta hefði í för
með sér fýrir samfélagið. Ætli það
láti ekki nærri að það kosti um
eina og hálfa til tvær miljónir
króna að halda manni föngnum í
eitt ár, segir Bjöm.
Þá er einnig fyrir þingi frum-
varp dómsmálaráðherra um að
ákvörðun um einangrun vegna
agabrota skuli lögð undir úrskurð
dómsmáiaráðuneytisins í stað
þess að yfirmönnum fangelsa sé
slík ákvörðun í sjálfsvald sett og
að einangmn megi ekki verða til
þess að lengja refsitíma sem
ákveðinn hefur verið með dómi.
-Komist þetta í gegnum þingið er
það til mikilla bóta, segir Bjöm.
-En það þarf lleira að koma
til, segir hann og bendir á að æski-
legt sé að rýmka og fjölga heim-
sóknaleyfum fanga.
-Það er mikils um vert að
tengsl fanga við fjölskyldu sína
rofni ekki meðan hann er að taka
út refsingu. Ég er sannfærður um
það að hátt hlutfall endurkomu-
manna í fangelsi eigi rætur að
rekja til þess að íjölskylduböndin
hafa rofnað meðan þeir vom að
afþlána.
Dómari í eigin sök
Bjöm segist lengi hafa verið
þeirrar skoðunar að fangar þurfi
að hafa sérstakan réttargæslu-
mann sem starfi óháð dómsvald-
inu og Fangelsismálastofnun sem
fer með einskonar framkvæmda-
vald í þessum málum.
-Eins og nú er búið um hnút-
ana má segja að Fangelsismála-
stofnun sé dómari í eigin sök.
Hún sér bæði um að dómum sé
fullnægt og að annast réttindamál
skjólstæðinga sinna, fanga. Það
sér náttúrlega hver heilvita maður
að þama getur og hlýtur að skap-
ast togstreita milli þessara ólíku
hlutverka. Þess vegna er mjög
brýnt að fangar fái sinn eigin tals-
mann sem tali máli þeirra gagn-
vart opinberum aðilum. Með
þessu er ég þó ekki að segja það
að Fangelsismálastofnun hafi
leikið skjöldum tveim, segir
Bjöm.
Menn eins og viö
-Það vill stundum gleymast
að fangar em menn eins og við
hin sem göngum frjáls utan múr-
anna. Það er mikils virði að föng-
14 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. janúar 1991