Þjóðviljinn - 18.01.1991, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 18.01.1991, Qupperneq 18
Tvær skákir frá Að þessu sinni skal hugað að tveimur skákum frá jólaskákmátinu í Hastings. Fyrst er sýnishom af taflmennsku sovétmannsins Bareevs en hann mun nú vera fimmti stigahæsti skákmaður í heimi. í skák sinni gegn Sax fómaði hann tveim peðum en fékk í staðinn yfirburðastöðu, slakaði hvergi á og vann sannfærandi. Hvítt: Bareev Svart: Sax Nimzo-indversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - Bb4 4. Bg5 - h6 Þetta afbrigði Nimzo- indversku vamarinnar hefúr verið heldur fátítt á skákmótum. Það er afar hvasst og leiðir jafnan til skemmtilegra sviftinga. 5. Bh4 - c5 6. d5 - d6 7. e3 - Bxc3+ 8. bxc3 - e5 9. f3 - g5 10. Bg3 - e4 Svartur fer fullhratt í sakimar. Eðlilegra er að leika einhverjum mönnum út á borðið og koma kónginum í skjól. Sú gullna regla sannast hér einu sinni enn að nauðsynlegt er að hafa alla mennina með í spilinu. 11. h4 - g4 12. h5 - exD 13. gxf3 - De7 14. Bh4 - ... Með þessum leik fómar hvítur peðum og þótt drottningakaup fylgi í kjölfarið fær hann þunga sókn í staðinn. 14.... - Dxe3+ 15. De2 - Dxe2+ 16. Rxe2 - Rxh5 17. 0-0-0 - Rd7 Ef svartur hirðir þriðja peðið með 17. ... gxD kemur 18. Hel og ef fxe2 19. Hxe2+ Kf8 (19. ... Kd7 20. He7+ er vonlaust) 20. Be7+ Kg7 21. Hgl+ Kh7 22. Bd3+ f5 23. Bf6 og svartur verður mát. Aðrar leiðir eflir 17. ... gxD em ekki betri svo svartur reynir að koma mönnunum á drottningarvæng á ffamfæri. 18. fxg4 - Rg7 19. Rg3 - Kf8 Peðastaða svarts er í molum, stök peð á kóngsvæng og d6- peðið verður varla varið með góðu móti. Allir menn hvíts em í raun komnir á vettvang en þeir svörtu ná illa saman. Verst er þó að svarti kóngurinn kemst ekki í ömggt skjól á drottningarvæng heldur verður að skýla sér bak við sundraðar víggirðingar á kóngsvæng. 20. Re4 - Re5 21. Rxd6 - Bxg4 22. Hel - RD 23. Be7+ - Kg8 24. He3 - f5 Það er athyglisvert hve vel riddari hvíts á d6 og biskup á e7 vinna saman. Þeir taka alla þýðingarmestu reitina af svörtu hrókunum í borðinu (c8, d8, e8 og f8) og loka sömuleiðis f- línunni fyrir svarta kónginum. Auk þess er eiginlega engin leið til að hrekja þá úr stöðum sínum. 25. Be2 - Rg5 26. Bxg4 - fxg4 27. Hgl - Kh7 28. Hxg4 - Kg6 Svo virðist sem svarti sé að takast að byggja upp vöm. Hvítur getur að sönnu hirt peðin á drottningarvæng með Rxb7xc5 og unnið þannig hægt og bítandi. Hann sér samt fljótvirkari leið. 29. He-g3 - Rh5 Ekki gekk 29.... Ha-g8 vegna 29. Bxg5 hxg5 30. Hxg5+ Kf6 31. Hg6+ Ke7 32. Hxg7+ Hxg7 33. Rf5+ Kf7 34. Rxg7 og vinnur mann því 34. ... Hg8 er svarað með 35. Rh4. 30. Hxg5+ Og svartur gafst upp. Eflir 30. ... hxg5 31. Hxg5+ Kh6 32. RÍ7+ er öllu lokið. Hvert það mót sem Daninn Bent Larsen teflir í fær hans vegna aukna þýðingu í huga margra. Hann hefúr léttan og lipran skákstíl, teflir til vinnings í hverri skák og á því hylli áhorfenda vísa. Þótt hann eigi nú sín bestu skákár að baki og stundum erfiða daga við skákborðið er hann jafnan líklegur til að beijast um efstu sætin. I Hastings tefldi hann nokkrar ágætar skákjr og skal nú hugað að skák hans við Murray Chandler. Þar náði Larsen traustum tökum á miðborðinu og með því að pressa á veikta kóngsstöðu andstæðingsins náði hann yfirburðastöðu. Hvítt: Larsen Svart: Chandler Enski leikurinn 1. RD - c5 2. c4 - Rc6 3. g3 - g6 4. Bg2 - Bg7 5. 0-0 - e6 6. Rc3 - Rg-e7 7. d3 - 0-0 8. Bf4 - d6 9. Dd2 - a6 Nú nær hvítur að skipta upp á svartreita biskupunum og þar með veikist kóngsstaða svarts nokkuð. 10. Bh6 - Hb8 11. Bxg7 - Kxg7 12. d4 - b6 Svartur fer sér fúll hægt. Hér átti hann annað tveggja að leika b7-b5, eins og hann hefur Hastings undirbúið með síðustu leikjum, eða reyna að einfalda stöðuna með uppskiptum á d4 (cxd4). 13. Hf-dl - Dc7 14. Ha-cl - Bb7 15. d5 - exd5 16. Rxd5 - ... Hér er álitlegt að leika 16. cxd5 til að hvekkja svarta drottningarriddarann og undirbúa framrás á miðborðinu. En Larsen þarf að nota c3-reitinn fyrir drottningu sina og drepur því með riddara á d5. 16.... - Rxd5 17. cxd5 - Re7 18. Dc3+ - f6 19. Rg5 - Bc8 20. b4 - ... Svartur er kominn í algera vöm. Með þessum leik minnir Larsen andstæðinginn á að þótt sóknin beinist að kónginum þarf líka að huga að peðunum hinum megin á borðinu. Jafnffamt er undirstrikað að hvíti liggur ekkert á því svartur getur lítið aðhafst til að bæta stöðu sína. 20.... - RD Svartur verður að gera eitthvað en þessi og næstu riddaraleikir reynast tímaeyðsla. Riddarinn lendir brátt aftur á e7 eflir stutta hringferð. Svartur getur ekki hafl f- peðið leppað til lengdar og því var skást að leika Kg8 strax því eflir (20. ... Kg8) 21. Re6 Bxe6 22. dxe6 á hann fleiri kosta völ en í skákinni eins og hún tefldist. 21. e4 - Rh6 22. Re6+ - Bxe6 23. dxe6 - Hf-d8 Og nú leikur hann vitlausum hrók. Þessi hrókur varð að halda áfram að valda f-peðið svo leika varð Hb-d8. Svörtu stöðunni verður varla bjargað eftir þetta. 24. f4 - Rg8 25. g4 - Dc8 26. D - g5 27. Dg3 - Dc7 28. Hd2 - Re7 Kominn hringinn. 29. h4 - gxh4 Eftir 29. ... h6 30. hxg5 hxg5 31. Dh2 með hótuninni Dh5 og þaðan til f7 eða g6 (ef riddarinn færir sig). A h2 hefúr drottningin auga á d6-peðinu þannig að svartur getur ekki andæft á h- linunni því ef 31. ... Hh8 kemur 32. Dxd6 Dxd6 33. Hxd6 og síðan ryðst hrókurinn niður á 7. reitaröðina með geigvænlegum afleiðingum (33. ... cxb4 34. Hc7 Hh-e8 35. Hd-d7 Kf8 36. e5 og vinnur). 30. Dxh4 - Rc6 31. g5 - fxg5 32. Dxg5+ - Kh8 33. f6 - Hg8 34. Df4 - Hg6 Það skiptir ekki lengur máli hveiju svartur leikur, staðan er töpuð. 35. f7 - Kg7 36. Hfl - Kf8 37. Hxd6 - Rd4 38. e7+ - Dxe7 39. Hxd4 Svartur gafst upp því eftir 39. ... cxd4 kemur 40. Hxb8 og hvítur á manni meira. Jón Torföson Spennandi lokaumferðir Mikil spenna rikir nú i undan- keppni Reykjavíkurmótsins. Að loknum 16 umferðum af 19, er staða efstu sveita þessi: Samvinnuferðir 318, Verðbréf 306, Landsbréf 301, Trygginga- miðstöðin 297, S. Armann Magn- ússon 288, Valur Sigurðsson 280, Ómar Jónsson 258, Steingrímur Pétursson 251, Gunnlaugur Krist- jánsson 235, Roche 228, Sverrir Kristinsson 227 og Hótel Esja 223. 12 efstu sveitimar öðlast rétt til áframhaldandi þátttöku í ís- landsmóti, en 4 efstu spila til úr- slita um Reykjavíkurtitilinn. Undanrásum lýkur á morgun (laugardag) og þá munu efstu sveitir mæta eftirtöldum; Sam- vinnuferðir (S. Ármann, Sverrir og Landsbréf), Verðbréf (Gunn- laugur, Ómar og ErÓs); Lands- bréf (Steingrímur, Tryggingamið- stöðin, Samvinnuferðir), Trygg- ingamiðstöðin (Sverrir, Lands- bréf og Jón Viðar Jónm.), S. Ár- mann (Samvinnuferðir, Gunn- laugur og Ómar), Valur (Hreinn, Yfirseta og Guðlaugur Sv.) ar séu öruggar með sæti í undan- rásum, en um hin sætin stendur yfir barátta. Einnig geta veður gerst válynd í keppni um 12. sæt- ið, en sveitin sem er í 13. sæti er Hreinn Hreinsson með 209, og fast á hæla honum koma Sig- mundur Stefánsson og Guðmund- ur Grétarsson, báðir með 205 stig. Það bar helst til tíðinda síð- asta keppnisdag, að Verðbréfin tóku Tryggingamiðstöðina heldur betur í kennslustund og sigruðu með 25 gegn 0. Til að ná þeim ár- angri þarf að muna um 70 stigum, í þeim 14 spilum sem spiluð eru milli sveita. Ótrúleg úrslit, hjá jafn sterkum sveitum, en sveit þeirra síðamefndu er nv. Reykja- víkurmeistarar. Lokaslagurinn hefst kl. 13 á morgun. Á dagskrá eru 3 leikir, sem spilaðir verða hver af öðrum. Úrslitin verða svo á Loftleiðum um aðra helgi. Fjölbrautaskólinn á Sauðár- króki heldur að þessu sinni fram- haldsskólamótið í bridge. Spilað verður 9. febrúar nk., og hefst spilamennska kl. 9 árdegis. Kepp- endum stendur til boða gisting og matur gegn hóf- legri greiðslu. Allir fram- haldsskólar eru hvattir til Olafur Lórusson að taka þátt í mótinu. Spilað verð- ur um siifurstig. Nánari upplýs- ingar gefa: Ólafur (95- 35798), Jón Sindri (95-35417) og Jónas (95-35217). Minnt er á skráninguna í ls- landsmót kvenna og yngri spilara, í sveitakeppni, sem háð verða um mánaðamótin. Úrslit og undan- rásir verða spilaðar um sömu helgi. Skráð er á skrifstofú sam- bandsins. Spilað var í einum riðli hjá Skagfirðingum sl. þriðjudag. Efstu skor fengu Hannes R. Jóns- son og Jón Ingi Bjömsson. Næsta þriðjudag verður á dagskrá eins kvölds tvímenningskeppni. Skrif umsjónarmanns um landsliðsmál í síðasta þætti vöktu þó nokkurn titring hjá stjómarlið- inu í BSI. Það stendur þó óhaggað sem fram kom í greininni, að fyr- irkomulag verður að líkindum mjög svipað og lýst var. Bjöm Theodórsson hefúr þó ekki gefið endanlegt svar við málaleitan stjómar, um að taka að sér hlut- verk einvalds í Opnum flokki. Vonandi er það þó aðeins forms- atriði, sem gengið verður frá fljót- lega. I framhaldinu verður að hafa snarar hendur til að kynna áætlun stjómar í Iandsliðsmálum og fyr- irbyggja tímaþröng. Endanlegt lið verður að hafa tíma til að undir- búa sig á sem bestan máta fyrir þau verkefni sem liggja fyrir. Nú fer að styttast í hina árlegu Bridgehátíð BSÍ og flugleiða, sem spiluð verður á Loftleiðum 15.-18. febrúar. Að sögn mun gestalisti yfir erlenda þátttakend- ur vera nánast tilbúinn og verða birtar fréttir af þeim sama lista um leið og hann er endanlega ljós (eins og segir í tilkynningu frá skrifstofu BSÍ). Þátttökufjöldi verður sem áð- ur takmarkaður í tvimennings- keppni á Bridgehátíð, en Flug- leiðamótið í sveitakeppni verður öllum opið. Spilað er um fjölda gullstiga í báðum mótum. Nánar síðar. í bígerð er stofnun Bridgefé- lags byrjenda. Verða því veitt af- not af Sigtúni 9 annað hvert þriðjudagskvöld, til að byija með. Vegna mikils kostnaðar hjá BSI í ár, vegna landsliðsmála, verður efnt til happdrættis. Geftiir verða út 5 þús. miðar og mun hver miði kosta 500 kr. í boði verða 4- 6 góðir vinningar. Umsjón með happdrættinu hefúr Valgerður Kristjónsdóttir. Guðlaugur R. Jóhannsson og Öm Amþórsson vom í miklu stuði í 15. umferð í Reykjavíkur- mótinu, í leiknum gegn Trygg- ingamiðstöðinni. Lítum á nokkur spil hjá þeim félögum: S: ÁK5 S: 1083 H. ÁG53 H: K4 T: Á96 T: 108 L: K85 L: ÁG10762 6 lauf vom ekkert vandamál hjá þeim félögum. Laufadaman var þriðja fyrir ffaman ás/gosa. Hún fannst. S: ÁDG8 S: K1094 H: 4 H: ÁDG7 T: K53 T: Á874 L: 8754 L: 9 6 spaðar vom heldur ekkert vandamál á þessi spil. Hjarta upp á ás og síðan hjartadrottning. Jú, kóngurinn lá einmitt fyrir aflan, þannig að tígullinn fór þar niður. Síðan lá sá litur 3-3 þannig að 12 slagir vom auðsóttir. S: Á S: D10975 H: D4 H: G53 T: ÁG108764 T: KD3 L: K9 L: 53 Og ekki slepptu þeir þessum 3 gröndum á hættunni. Þegar laufa- ás lá „réttur“, fyrir ffaman kóng, vom 10 slagir ekkert vandamál. Leikinn unnu þeir félagar hreint, eða 25 gegn 0. Til þess þarf að skora yfir 70 impa eða meir. Og hver ræður við svona „stuð“? 18 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18 janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.