Þjóðviljinn - 18.01.1991, Page 19

Þjóðviljinn - 18.01.1991, Page 19
Spurt um skyldur rithöfunda í hausthefti Skímis, tímarits Hins íslenska bókmenntafélags, er birt ádrepa sem Páll Skúlason flutti á bókmenntamóti fyrr á ár- inu og nefhist „Spumingar til rit- höfunda“. Þar er fjallað um verk- efni rithöfúnda og svo enn erfið- ara mál: skyldur þeirra við les- endur, sem Páll líkir við skyldur foreldra og kennara gagnvart bömum, og er ekki vist að allir verði hrifnir af þeirri samlíkingu eins og síðar skal vikið að. Það kemur á daginn í greininni að Páll vill ætla rithöfúndum mikinn hlut. Undir lokin segir hann á þessa leið: Kröfugerð til rithöfunda „Hver þjóð þarínast... rithöf- unda sem takast á af fullum heil- indum við það verkefni að endur- vinna reynslu okkar af sjálfúm okkur og heiminum og reyna að móta þann skilning á veröldinni sem nýtist okkur til að byggja þennan heim og takast á við of- beldi hans“. Og nokkm siðar klykkir Páll Skúlason út með þessum orðum hér: „ Við þurfúm rithöfúnda sem fletta ofan af lyg- um, hræsni og tvöfeldni þeirra sem fara með völdin hverju sinni, höfúnda sem leggja sig af alefli fram við að bera sannleikanum vitni og líka takmörkuðu og skertu ffelsi mannskepnunnar, höfúnda sem hugsa ekki um það eitt að sviðsetja sjálfa sig að hætti valdsmanna heldur sökkva sér djúpt ofan í reginmyrkur mann- legrar reynslu og reyna að skýra hana og skerpa“. Óttinn viö marxismann Nú ber svo við að Jóhann Hjálmarsson skáld og gagnrýn- andi fjallar um þessa grein Páls í Morgunblaðinu á laugardaginn var. Hann er að sumu leyti sam- mála Páli og hans óskaskrá, en honum finnst samt í máli hans að fmna eitthvert viðsjárvert „berg- mál ffá marxistum", því þeir hafi í sinni forræðishyggju margt fjas- að um „skyldur gagnvart lesend- um“ og um að bera sannleikanum vitni og að móta skilning á ver- öldinni og þessháttar. Og er nú vert að skoða þetta ögn nánar. Jóhann Hjálmarsson fellur hér í algenga gryfju. Hann er, sem og margir aðrir nú um stundir, svo upptekinn af falli rikismarxism- ans í Austur-Evrópu, að hann hrekkur í kút með skelfmgu í hvert skipti sem hann sér eitthvað sem minnir á það sem marxistar hafa sagt. Þá gleymist það, að marxismi er ekki eitthvert lokað kerfi sem sovéskir valdhafar bjuggu til: hann verður til sem straumur í samfélagsrýni og söguskoðun og er fyrst og síðast grein af evrópskri mannhyggju og ffamfaratrú. Margir klappa þann stein Karlar eins og Marx og Eng- els smíðuðu enga bókmennta- kenningu. Þeir höfðu mest hug- ann við það, þegar tal barst að bókmenntum, að skáldverk væru merk heimild um meginstrauma i sögunni og samfélaginu, en gáfú lítið fyrir höfúnda sem sífellt væru að troða einhveijum „rétt- um“ skoðunum inn í verk sín og ætluðu þeim að lifa á því. Vanga- veltur um uppeldisgildi bók- mennta og skyldur höfúnda eru ekki marxískar ffekar en kristnar eða þá þjóðemislegar, en geta verið allt þetta. Hinn krismi Dostojevskíj taldi að sannur rit- höfundur væri alltaf að bæta - með sínum sérstaka hætti - sið- ferðið í samfélaginu. Tolstoj var svo upptekinn af þeim uppeldis- kröfum sem hann gerði til sjálfs sín og annarra, að við sjálft lá að hann teldi skáldsögur ósiðlegan óþarfa (vegna þess að honum fannst þær ekki geta nýst sem marksækin uppeldisrit). Allar þjóðemishreyfingar (ekki síst smárra þjóða) liföu á skáldum sem „gegndu skyldum sínum við sína þjóð“ og efldu með henni þjóðrækni með ættjarðarljóðum. Og svo mætti lengi áffam telja. í ritskoöunarsam- félagi Opinber bókmenntastefna Sovétrikjanna á dögum Stalíns og svo þær leifar af henni sem hjörðu þar eystra allt fram á daga Gor- batsjovs, hún kemur svo marx- isma ekki sérlega mikið við. Þar var náttúrlega tönnlast á „skyld- um rithöfunda“ en þá var ekki átt við þá skyldu að „segja sannleik- ann“ heldur skyldur skrifandi manna við opinbera kenningu, þjónustuskyldur þeirra við ríkið. Ef út í það er farið: í ritskoðunarsamfélögum eins og því sovéska em það rit- höfúndar sem svo sannarlega kannast við skyldur sínar gagn- vart þjóð sinni og sannleikanum sem lenda í meira eða minna op- inskáu andófi gegn valdhöfúm. Af þessari skyldurækni skapaðist síðan sú staða í Sovétríkjunum og víðar um Austur-Evrópu að rit- höfúndar og skáld urðu að sann- kölluðum áhrifamönnum í samfé- laginu (Solzhenitsin og Trífonov, Havel og Stefan Heym, svo örfáir séu nefndir). Aftur á móti má segja, að sá siður hér á Vestur- löndum að það sé ekki rétt að ætl- ast til neins af skáldum og rithöf- undum annars en að þeir „skrifi vel“, verði meðal annars til þess að skapa það „áhrifaleysi“ bók- mennta, sem margir em að kvarta um á seinni misserum. Látið okkur í friði! En víkjum þá að öðm: hvað hafa skáldin sjálf sagt um þetta mál í tímans rás? Það er nú sitt af hveiju. Hall- dór Laxness sagði á þá leið í grein um „Upphaf mannúðarstefnu" að skylda rithöfúndar væri sú ein að skrifa eins og honum best líkaði og sjá aðra rithöfúnda í friði. Sjálfúr hafði Halldór áður skrifað margt sem gerir ráð fyrir því að ekki sé hægt eða rétt að vísa margræddum skyldum frá með slikum hætti. Það er reyndar algengt í sög- unni að eitt og sama skáldið tekur ýmist undir hugmyndir um ábyrgð og skyldur höfúnda gagn- vart þjóðinni, frelsinu og menn- ingunni - eða vísar þeim frá sér sem óþarfa afskiptasemi. Tökum dæmi af þjóðskáldi Rússa, Alexandr Púshkín, sem uppi var á dögum Jónasar Hall- grímssonar. Hann hefúr ort upp á sinn hátt ffægt kvæði Hórasar um þann minnisvarða sem skáldið reisir sér með verkum sínum. Púshkín segir í sínum Minnis- varða (sem Halldór Laxness hefúr þýtt á íslensku) að hann muni lengi þjóðum kær fyrir það að á grimmri öld hafi hann lofað frels- ið og beðið þeim fótumtroðnu góðs. Með öðrum orðum: „tekið afstöðu“ eins og nú væri sagt. En sá sami Púshkín hefúr líka skrifað kvæði þar sem hann vísar frá sér með fyrirlitn- ingu „fjöldanum", skrilnum, sem kemur volandi til skálda og vill endilega að þau kenni sér að lifa rétt og skynsamlega. Burt með ykkur, segir skáldið, látið okkur þjóna skáldgyðjunnar í friði, við erum fæddir „til ljúffa hljóma og bænagjörðar“. Er þetta þversögn? Menn gætu ef til vill fúndið einhverskonar þverstæðu í dæm- um sem þessum. En það er líkast til óþarfi. Skáld vilja gjama hafa áhrif með sínum skrifúm, það segir sig sjálft. Ótal endurminn- ingar tengdar bókmenntum minna á það, að fáir höfúndar standast gullhamrana mestu: þín bók breytti lifi mínu. Kvæði þitt var mér hjálp þegar ég átti í mestu basli. Höfúndar ætla sér vonandi ekki þá dul, að þeir geti talað við allan þorra manna með verkum sínum, en viðtakendur þurfa þeir, ein- hvem þann hóp sem þeir ná trún- aðarsambandi við. Á hinn bóginn em þeir sömu höfúndar lítt hrifnir af því að upp rísi einhver dóm- stóll, hvort sem hann kennir sig við almenningsálit, kristilegt sið- gæði eða sögulega nauðsyn, dóm- stóll sem gerir sig líklegan til að búa til formúlu um það hvemig þeir eigi að fara að því að vera „foreldrar“ eða „kennarar“ sinna lesenda eða jafnvel „óþekktir lög- gjafar heimsins" eins og Shelley kvað. Eða eins og Majakovskij, eitt höfúðskáld rússnesku bylt- ingarinnar, kvað eftir að það runnu á hann tvær grímur um af- leiðingar þeirrar pólitísku nytja- stefnu sem hann boðaði lengi vel í kveðskap sínum: Eg skal vera til þénustu reiðubúinn. En ég vil ráða því sjálfúr með hvaða hætti mín skylda er af hendi leyst. Föstudagur 18. janúar1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.