Þjóðviljinn - 18.01.1991, Qupperneq 21
Nemendaleikhúsið
Leiksoppar
Halldóra Björnsdóttir I titilhlutverkinu sem Rakel og Þórey Sigþórsdóttir sem Púddý I Leiksoppum. Mynd: Kristinn.
Halldór E. Laxness leikstýrir nýju,
grátbroslegu, bandarísku
verki eftir Craig Lucas
Ævintýri með nútíma for-
merkjum? Adeila á bandarískt
þjóðfélag? Verk um konuna sem
eyland? Þetta eru nokkrar tilraun-
ir til að lýsa leikritinu Leiksopp-
um (Reckless) eftir Bandaríkja-
manninn Craig Lucas. Aðstand-
endur eru að minnsta kosti sam-
mála um að verkið sé bráð-
skemmtilegt. Nemendaleikhúsið,
4. bekkur Leiklistarskóla Islands,
frumsýnir Leiksoppa í kvöld í
Lindarbæ. Þegar er uppselt á allar
íýrstu sýningamar.
Leikstjórinn, Halldór E. Lax-
ness, er snúinn til heimalandsins
eftir áratugs útivist í fjörrum
löndum beggja vegna Atlantsála
við nám og vinnu í leikhúsum.
Leiksoppar er fyrsta leikstjómar-
verkefni hans hér á landi eftir út-
skrift frá einum virtasta leik-
stjómarskóla Bandaríkjanna, Cal-
art.
Hallgrímur Helgason, mynd-
listarmaður, rithöfundur og út-
varpsmaður þýddi verkið, leik-
mynd og búninga hannaði Hlín
Gunnarsdóttir, Egill Ingibergsson
annaðist lýsingu og umsjón með
tæknivinnu, en tónlist og leik-
hljóð em í höndum Eyþórs Am-
alds.
Höfundur Leiksoppa, Craig
Lucas, er rúmlega þrítugur
Bandaríkjamaður, menntaður sem
leikari, en hefúr snúið sér ein-
göngu að skriftum. Árið 1989 var
hann m.a. tilnefndur til Tony-
verðlaunaima fýrir Broadway-
smellinn „Prelude to a Kiss“.
Leiksoppar vom fmmsýndir í
New York 1988.
Leikritið fjallar á grátbrosleg-
an hátt um píslargöngu Rakelar
Fitsimmons gegnum lífið, frá
leigumorðingjum og jólasveinum
til sálfræðinga og sjónvarps-
manna.
í Nemendaleikhúsi 1990-91
em Ari Matthíasson, Gunnar
Helgason, Halldóra Bjömsdóttir,
Ingibjörg Gréta Gísladóttir,
Magnús Jónsson, Þorsteinn Bach-
mann, Þorsteinn Guðmundsson
og Þórey Sigþórsdóttir.
ÓHT
íslenski dansflokkurinn
Draumur á
Jónsmessu-
nótt
Stórviðburður í listalífinu: Fyrsta heilskvölds klassíska
ballettsýning íslenska dansflokksins í sex ár. Viðamikil
sýning með dönsurum og leikurum
Um 40 manns koma fram í ballettin-
um Draumi á Jónsmessunótt sem Is-
lenski dansflokkurinn frumsýnir á
sunnudaginn í Borgarleikhúsinu. Auk
dansara ísienska dansflokksins taka
þátt í sýningunni lausráðnir dansarar,
fjórir erlendir sólódansarar, sex leikarar
Þjóðleikhússins og nemendur í Listdans-
skóla þess.
Ballettinn er byggður á samnefhdu
leikriti Williams Shakespeares við tónlist
eftir Felix Mendelssohn. Það ber m.a. til
nýlundu í þessu ballettverki að talað mál er
flutt. Sem kunnugt er lætur Willam Shake-
speare Draum á Jónsmessunótt snúast um
leikhóp, og að þessu sinni taka þjóðkunnir
Spaugstofúleikarar þátt í þeim ærslum.
Þýðing leiktextans er eftir Helga Hálfdan-
arson.
Danshöfúndurinn Gray Veredon frá
Nýja-Sjálandi kom til íslands í desember
með aðstoðarmanni til að setja upp sýning-
una með Islenska dansflokknum. Gray
samdi ballettinn upphaflega fýrir Ballet de
Lyon í Frakklandi og var hann frumsýndur
þar 1984. Síðan hefur Gray sviðsett Draum
á Jónsmessunótt víða um heim, m.a. við
Ballet de France í París og við Finnska
þjóðarballettinn, en búningamir sem not-
aðir eru í þessari sýningu voru fengnir að
láni frá honum.
Þessi sýning á Draumi á Jónsmessunótt
er fýrsta klassíska heilskvölds ballettsýn-
ingin sem íslenski dansflokkurinn flytur
síðan 1984, en þá var Öskubuska á fjölum
Þjóðleikhússins.
Danshöfúndurinn Gray Veredon hefur
starfað sem dansari við óperuna í Covent
Garden í Lundúnum og ballettana í Stuttg-
art og Köln í Þýskalandi. Síðan gerðist
hann einn stofnenda hins fræga Tanz For-
um í Köln, dansaði með þeim í fjölda ára
og samdi mörg ballettverk sem náðu hylli í
Evrópu, Asíu og Ameríku. Eftir að hafa
starfað sem lausráðinn danshöfúndur í Evr-
ópu, Ameríku og Ástralíu við nokkra
helstu ballettflokka heims, varð Gray list-
rænn stjómandi Ballet de Lyon og samdi
fjölda verka sem enn em þar á verkeffta-
skrá. Þá gerðist hann lausráðinn danshöf-
undur á ný.
Líklegt er talið að Shakespeare hafi
samið leikritið Draum á Jónsmessunótt
1595, en Mendelssohn samdi tónlist sína
við verkið fýrir sýningu í Berlín 1827.
Fyrsta sýning leikritsins sjálfs síðan á dög-
um Shakespeares var hins vegar ekki fýrr
en 1840 í Lundúnum og fýlgdi tónlist
Mendelssohns þar eins og af og til í upp-
færslum þess allt fram á þessa öld og einn-
ig í Hollywood- kvikmyndinni frá 1935.
ÓHT
Það er Helena Jóhannsdóttir, dansari (s-
lenska dansflokksins, sem hugar hér að
liggjandi manninum. Mynd: S. Þór.
Föstudagur 18. janúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 21