Þjóðviljinn - 18.01.1991, Blaðsíða 25
Haraldur Ingi.
Haraldur Ingi í Slúnkaríki
MYNDLIST
Gallerí 8, Austurstræti 8. Verk
e/um 60 listamenn, bækur ofl.
Opið virka daga og lau kl. 10-
18 og su 14-18.
Gallerí Sævars Karls, Banka-
stræti 9: Svala Sigurleifsdóttir
sýnir olíulitaðar Ijosmyndir.
Opið virka daga 9-18 og 10-
14 á laugardögum.
Hafnarborg, listastofnun Hafn-
arfjarðar: Myndlist I áratug,
sýning á verkum nemenda í
myndmenntavali við Flens-
borgarskóla. Til 27. jan. Sverr-
issalur: Verðlaunatilíögur
vegna samkeppni um bygg-
ingu tónlistarskóla og safnað-
arneimilis við Hafnarfjarðar-
kirkju.
Listagallerí: Sýning í kaffistofu
á verkum 12 hafnfirskra lista-
manna.
Opið alla daga nema þri kl.
14-19.
Kjarvalsstaðir lau kl,16: Aust-
ursalur, Amgunnur Yr sýnir
málverk og skúlptúra. Vestur-
og forsalur: Hallgrímur Helga-
son sýnir málverk.
Opið daglega 11-18.
Listasafn Einars Jónssonar
opið lau og su 13.30-16,
hóggmyndagarðurinn alla
daga 11-16.
Listasafn (slands: Opið 12-18
daglega nema mánudaga.
Aðgangur ókeypis.
Menntamálaráðuneyti við
Sölvhólsgötu kl 9-17 alla virka
daga, Berglind Sigurðardóttir
með málverk. Hrafnhildur Sig-
urðardóttir og Ingiríður Óðins-
dóttir með textílverk. Til 27.
feb.
Minjasafn Akureyrar, Land-
nám í Eyjafirði, sýning á fom-
minjum. Öpið su kl.14-16.
Minjasafn Rafmagnsveitunn-
ar, húsi safnsins v/ Rafstöðv-
arveg, su 14-16.
Norræna húsið, Franska bylt-
ingin í myndum kallast sýning
á teikningum eftir Frakkann
Jean-Louis Prieurs sem verð-
ur opnuð á morgun í anddyri.
Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B,
„Æskulist“, samsýning á
skúlptúrum gerðum í njartans
einlægni. Opið 14-18 daglega,
til 20.jan. Ath. síðasta sýning-
arhelgi.
Safn Ásgríms Jónssonar,
Bergstaðastræti 74, sérsýning
á 25 myndum máluðum i
Reykjavík og nágrenni. Opið
13:30-16, þri, fim, lau og sun.
Til febrúarloka.
Sjóminiasafn (slands, Vestur-
gótu 8 Hf. Opið lau og su kl.
14-18.
Þjóðminjasafnið, Bogasalur,
opið um helgar, og þri og fi kl.
11-16.
TÓNLIST
Sinfóníuhljómsveit íslands á
Selfossi í Kvöld kl. 20:30.
Leikin Vínartónlist í Iþrótta-
húsinu. Stj. Peter Guth.
Tónleikar endurteknir í Há-
skólabíói á lau kl. 17.
Kammermúsikklúbburinn, tón-
leikar á su. í Bústaöakirkju kl.
20:30. Verk e/Debussy, Jolivet
og Mozart.
Gerðuberg má kl 20:30:
Ljóðatónleikar, Guðbjörn Guð-
björnsson tenór og Jónas
Ingimundarson, pianó.
EPTA-píanótónleikar í (s-
lensku óperunni á má kl.
20:30. Halldór Haraldsson
leikur verk e/Beethoven,
Schumann, Kjartan Ólafsson
o.fl.
LEIKHÚS/ÖPERA
Borgarleikhúsið Á köldum
klaka e Ólaf Hauk Símonar-
son og Gunnar Þórðarson, í
kvöld kl. 20.
Fló á skinni lau kl 20.
Ég er meistarinn í kvöld kl 20.
Sigrún Ástrós lau kl 20.
Draumur á Jónsmessunótt, (s-
lenski dansflokkurinn, frum-
sýning á su kl. 20.
(slenska óperan, lau kl 20:
Rígólettó e Verdi.
Leikfélag Akureyrar, fö lau og
su kl 20:30: Ættarmótið e
Böðvar Guðmundsson.
Nemendaleikhúsið, Lindarbæ,
Leiksoppar e/Craig Lucas
frumsýnt í kvöld kl. 20. Leikstj.
Halldor E. Laxness.
Leikfélag Menntaskólans við
HamrahTíð frumsýnir Rocky
Horror Show e/Richard O’Bri-
an á su kl. 20:30 í gamla Iðnó.
Leikfélag Kópavogs: Skítt
með’a e. Valgeir Skagfjörð,
Félagsheimilinu.
HITT OG ÞETTA
Borgarleikhúsið lau: Anddyri,
sýnmgin „( upphafi var óskin",
saga LR í myndum og gripum.
Félag eldri borgara: Göngu-
hrólfar hittast á morgun lau kl
10 í Risinu, Laugavegi 105.
Danskennsla verður a laugar-
dögum í Risinu, kl 14 f byrj-
endur, kl 15:30 fyrir lengra
komna
Goðheimar, Sigtúni 3, opið
hús su kl 14: Frjáls spil og tafl.
Kl. 20: Dansað.
Hana nú í Kópavogi, vikuleg
laugardagsganga frá Digra-
nesvegi T2 kI 10-11. Hist kl
9:30 tiTkaffidrykkju og rabbs.
M(R, Vatnsstíg 10, kvik-
myndasýning su kl 16: Bréf
látins manns, leikstj. Konst-
antin Lopúshanskí. Aðaangur
ókeypis og öllum heimiíl.
Ferðafélag (slands, Hring-
ganga um útivistarsvæði
Reykjavíkur hefst á su. Brott-
för kl. 13 við Mörkina 6.
Norræna húsið: Jan Myrdal
segir frá frönsku byltingunni í
tengslum við sýningu í and-
dyn á lau kl. 15 við opnun
Laugardaginn 19. janúar
opnar Haraldur Ingi sýningu á
vatnslitasmyndum og grafík í
Slúnkaríki á ísafirði. Um verk-
in farast honum svo orð:
„Vatnslitamyndimar eru lík-
ast til lokaþáttur í verki sem
hófst i Hollandi 1985. Þá um vet-
urinn vann ég fjölda línuteikn-
inga án þess að ætla þeim neitt
hlutverk, tveimur árum síðar
fundu þær sér farveg i fjölritun-
arútgáfii Rauða hússins á Akur-
eyri. Þar voru hundrað þeirra
fjölritaðar og límdar saman í
kver. Inní myndabunkann var
stungið tveimur ljóðaköflum.
Bókin hét ekki neitt en hafði
einskonar forskrift þ.e. að mynd-
ir yrðu orð sem yrðu að sögum
og ljóð yrðu sögur sem yrðu að
myndum. Hringur milli tveggja
forma og skynjana. Línuteikn-
ingamar hver á eftir annarri í
bókarformi minntu mig á lita-
bækur fyrir böm og ég tók að lita
þær en þá datt bókin í sundur
hennar og á su kl. 17 ræðir
hann um verk sín og feril.
Kvenfélag Kópavogs, Þorra-
kvöld í Felagsheimilinu 24.01
sem verk og nauðsynlegt var að
skera myndimar burt frá textan-
um.
Myndimar em málaðar á
seinnihluta 1989 og 1990.
Graflkin er tilbrigði við
„ósjálffáða“ skrift sem verður til
á meðan á símtölum stendur,
þegar setið er á löngum og leið-
inlegum fundum eða hlustað á
ræður og erindi. Hversdagskrass-
inu er síðan raðað upp á flötinn
eins og í einfaldri klippimynd.“
Haraldur Ingi Haraldsson er
fæddur 12/11 1955, útskrifaðist
úr Nýlistadeild Myndlista- og
handíðaskólans 1981 og stund-
aði ffamhaldsnám í Hollandi
1982-1985. Sýningin í Slúnka-
riki er sjöunda einkasýning Har-
aldar.
Helstu sýningar em þessar:
Rauða húsið Akureyri 1981
og 1982, Nýlistasafnið Reykja-
vík 1987 og 1990, Gallery
Glugginn Akureyri 1989.
kl. 20. Matur oa fjölbreytt dag-
skrá, takið með ykkur gesti.
Þátttaka tilkynnist í s: 40332,
41726 og 40388.
FJÖLSKYLDAN
Eíísabet Berta
Bjamadóttir
Heimsstríðin hefjast heima
Friðurinn einnig. Það er fjöl-
skyldan sem er vagga menningar-
innar. Gott er til þess að hugsa fyrir
íslenskar fjölskyldur nú, þessa daga
stríðsógna, þegar margir finna til
vanmáttar gagnvart þeim sem blása í
stríðslúðra. Hvert heimili getur lagt
svo ótal margt af mörkum í þágu
friðar. Dýrmætast í þá vem er að
skapa góða sjálfsmynd fjölskyld-
unnar sjálfrar, þá vill hún enga tor-
tímingu. Þótt hvert lítið íslenskt
heimili, sem mörg telja niður í eina
manneskju, virðist mjóróma, miðað
við þann þunga sem hljómar ffá
þeim sem geta breytt friði í strið, þá
skal á endanum upphafið skoða, því
þannig læmm við líka. í sínu upp-
hafi vom einstaklingamir, sem nú
sitja í öllum þeim ríkisstjómum sem
hlutast til um ástandið í heiminum,
fæddir ósjálfbjarga í þennan heim,
en vom svo tamdir til líkama og sál-
ar, allt eftir menningunni sem ríkti í
þeirra fjölskyldu. í faðmi fjölskyld-
unnar mótast siðgæðisstyrkurinn til
að standa gegn múgsefjun af ýmsu
tagi, eins og þeirri sem reynir að
réttlæta blóðsúthellingar. Um dag-
inn heyrðist þeirri spumingu fleygt,
hvort heimsástandið væri þannig nú,
að múgurinn væri ósefjaður og legð-
ist almennt gegn hvers konar ffekari
striðslausnum, en stjómendumir
hefðu slegist siðblindu og múgnum
tækist ekki að mýkja hjörtu þeirra.
Þannig hefði siðblinda villt þeim
sýn, að þeir mætu lítils múg þann
sem í upphafi hefði lyft þeim á stall-
ana og hyllt þá sem leiðtoga sér til
fulltingis, því innst inni í dularhjúpi
sálarbotnsins fyndist leiðtogunum
þeir ekkert góðir. Hvemig á leiðtogi,
sem finnst hann vondur án þess að
vita það sjálfúr, að geta tekið við
fyrirbænum umhyggju og kærleika
ffá fólkinu sem kom honum fyrir í
ábyrgðarstöðu, ef honum finnst
hann ekki eiga það skilið? Spuming
er hvort á stríðstímum sé nokkuð
sem heiti hlutleysi, en það orð er
stundum notað um aðgerðaleysi.
Orðiö við móðurhné
Á einum stað i bók nokkurri,
sem oft er vitnað í hér í okkar heims-
hluta þegar fólk vill viðhafa menn-
ingu á svokölluðu háu andlegu
plani, segir: - I upphafi var orðið og
orðið var hjá Guði. Þetta gamla
spakmæli er svo túlkað í þágu margs
góðs málstaðar eins og vemdunar
læsis og tungu. Nærtækt er að fægja
spakmælið núna og túlka það í þágu
friðar. Mætti ekki nota það annars
vegar til að mýkja hjörtu ráða-
manna, sem allir voru einu sinni litl-
ir krakkar í sinni upprunafjölskyldu
og háðu sín íyrstu strið við móður-
hnéð. Ef til vill vom þama einhver
önnur systkini sem þurfti stundum
að beijast við um fangið hennar
mömmu og þá gaus upp reiði og
vonbrigði og minnimáttarkennd við
að tapa. Þá vom það orðin hennar
mömmu eða pabba sen sefúðu og
sættu. Þrátt fyrir að orðin hjálpuðu,
virðast margir sitja uppi með það á
fúllorðinsárum að þeir séu vondir og
svoleiðis mikið til huldar hugsanir
geta varpast út í umhverfið og rétt-
lætt að öðmm manneskjum sé tor-
tímt undir yfirskini eins og því, að
það varðveiti einhvem frið sem
komi svo kannski þegar nógu marg-
ir séu drepnir til að hann komist á.
Þá er betra að stilla sig af eins og
hvem annan kompás sem nauðsyn-
legur er í óþekktu landslagi og
minnast þess að „í upphafi verður
það orðið“ og notkun þess til samn-
ingagerðar sem getur komið á friði,
alveg eins og þegar góðu mömm-
umar sætta bömin sín á að bíða eftir
að komast uppí fangið.
Á sálarbotni
Það er aldrei of seint að hefja
friðamppeldið á sínu heimili, ekki
endilega með rökræðum um stríð og
frið eins og margir halda, eða leitast
við að halda sem mestum ágreiningi
og rifrildum niðri, heldur með því að
leitast við að skapa góða og heillega
sjálfsmynd á sálarbotni bamsins, þá
sér það sér fært að rétta öðmm hönd
þegar það sprangar út í lífið, en vill
hvorki eyðileggja sig né aðra, jafn-
vel þótt þeir búi í löndum sem em
langt, langt í burtu og séu dekkri á
brún og brá en við. Góð sjálfsmynd
gefur mótstöðu gegn múgseljun um
stríð. Við biðjum þess að allar þær
ríkisstjómir nær og fjær sem hlut
eiga að máli endi ekki sina sögu eins
og Nýju fötin keisarans. Þar segir:
„Hann er ekki í neinu,“ kallaði að
lokum allt fólkið. Og keisaranum
rann kalt vatn milli skinns og hör-
unds, því honum fannst, að menn
hefðu rétt að mæla, en hann hugsaði
með sér: „Nú verð ég að þrauka það
af, þangað til hátíðargangan (stríðið,
innsk. undirr.) er á enda.“ Og keisar-
inn færðist í aukana og gekk sperrt-
ari en áður, og kammerherramir
löbbuðu á eftir og bám kjóldragið,
sem ekkert var.
Ég kveð ykkur
Kæm lesendur, þetta em síðustu
hugrenningamar frá mér á þessum
vettvangi. Það var lærdómsríkt og
gaman að starfa með ykkur. Kærar
kveðjur til þeirra fjölmörgu sem á
einn eða annan hátt hafa haft sam-
band við mig til að þakka pistlana
og dregið af þeim lærdóm á leiðinni
að meiri þroska. Sá sem óskar þess
og reynir, getur verið þess viss að
hann heldur alltaf áfram eftir þeim
stíg, og einmitt þegar við tökum eitt
skref aftur á bak og höldum að nú
nái örvæntingin eða uppgjöfm yfir-
höndinni, er hægt að breyta þessu
skrefi í tilhlaupið uppá næstu
þroskatröppu, og ef þér finnst þú
stanga höfðinu í eigin vegg stöðnun-
ar of lengi er gott að hugsa til þess,
að við emm sköpuð sem félagsver-
ur, getum ekki án annarra verið og
það er því engin skömm að leita
hjálpar hjá leikum eða lærðum eftir
eðli máls, til að ýta við sálarangri og
koma þroskanum af stað aftur. Frið-
ur er ekki sama og hreyfmgarleysi,
en stríð er þroskaskortur. Friður veri
með ykkur.
12.01. 1991.
Elísabet Berta Bjarnadóttir
félagsráðgjafi
Föstudagur 18. janúar 1991 — NÝTT HELGARBLAÐ SÍÐA 25