Þjóðviljinn - 16.02.1991, Síða 3

Þjóðviljinn - 16.02.1991, Síða 3
FRETTIR Stiórnmálasamband við Litháen Boltinn hjá Sovétmönnum Jón Baldvin Hannibalsson: Sovétstjórnin á ekki einungis í ágreiningi við Islendinga, heldur einnig 50 önnur ríki Asama fundinum og Júlí Kritsinskíj (aðstoðarutan- ríkisráðherra Sovétríkjanna) afhenti mótmælaorðsendingu númer tvö óskaði sendiherra okkar í Moskvu formlega eftir þvi', að utanrikisráðherra Is- lands gæfist kostur á því að eiga fund með sovéska utanríkisráð- herranum, eða öðrum þeim sem hann tilnefndi, til þess að gera Sovétmönnum grein fyrir skoð- unum og rökstuðningi Islend- inga í þessu máli,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra aðspurður um hvernig ísland hyggðist bregð- ast við óskum Sovétmanna um skýringar frá íslenskum stjórn- völdum um afskipti þeirra af Litháen. Á fimmtudag kölluðu Sovét- menn sendiherra sinn á Islandi heim til skrafs og ráðgerða þar til tilhlýðilegar skýringar bærust á því sem þeir kalla afskipti af inna- ríkismálum sínum vegna ályktun- ar Alþingis frá því á mánudag um stuðning við ákvörðun ríkis- stjómarinnar um að taka upp stjómmálasamband við Litháen, en Alþingi ályktaði að slíkt ætti að gerast svo fljótt sem verða má. Fyrri mótmæli Sovétmanna bár- ust eftir ákvörðun ríkisstjómar- innar frá 23. janúar s.l. „Við lýstum okkur reiðubúna til fúndar, hvort heldur i Moskvu eða Reykjavík eða öðmm stað,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson og bætti við að ekki hefðu borist viðbrögð við þessari beiðni Is- lendinga. Um viðbrögð Sovétmanna sagði Jón Baldvin að það væri ekki annað en það sem menn hefðu mátt gera sér grein fyrir að gat gerst. „Þess var að vænta að Sovétmenn brygðust við. Að mínu heíði mátt búast við því fyrr, því það hefúr ekkert gerst núna, sem gefur tilefni til þessa, annað en það sem við höfúm verið að gera í tæpt ár,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. „Við höfúm lýst ágreiningi við Sovétstjómina; við höfúm sagt þetta er ekki sovéskt innan- ríkismál; við höfúm sagt að viður- kenning okkar á Litháen væri í fúllu gildi; við höfúm sagt að við viðurkenndum ekki lögmæti inn- rásar og innlimunar. Þetta eigum við sammerkt með flestum lýð- ræðisríkjum Vesturlanda. Þannig að Sovétstjómin á um þennan ágreining ekki við Islendinga eina, heldur líklega um 50 ríki í veröldinni," sagði utanríkisráð- herra. Meðan enn hefur ekki borist svar ffá Sovétstjóminni um fúnd utanríkisráðherra landanna svar- aði Jón Baldvin því játandi að boltinn væri hjá Sovétmönnum. Þá er von á forsætisráðherra og utanríkisráðherra Eistlands í óformlega heimsókn hingað til lands á miðvikudag. -gpm Hjartaknúsari á Flugleiðamótinu. Flugleiðamótið f bridge hófst f gær með því að Steingrfmur Hermannsson forsætisráðherra sagði pass f fyrstu sögn, en hann fékk þann heiður að fá að sitja andspænis egypsku kvikmyndastjömunni Omar Sharif. Omar Sharif er einn af þátttakendum mótsins, en Steingrfmur fékk að hlaupa í skarðið fyrir mótspilara hans um stundarsakir, en mótspilari hjartaknúsarans er stigahæsti spilari Evrópu, Frakkinn Paul Chemla, margfaldur Evrópumeistari í bridge. Mótinu lýkur á mánudag. Mynd: Kristinn. Atvinnuástand 2,5% atvinnuleysi Aukning atvinnuleysis mest utan höfuðborgarsvæðisins. Jafnt á með konum og körlum Um 2,5% atvinnuleysi reynd- ist í janúar, samkvæmt yfir- liti vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins um atvinnu- ástandið. Alls voru þrjú þúsund og tvö hundruð manns að með- altali á atvinnuleysisskrá og var Búnaðarbankinn hefur sent inn formlega beiðni fyrir byggingu banka í miðbæ Hafn- arljarðar, sagði Gunnar Rafn Sigurbjörnsson bæjarritari í samtali við Þjóðviljann í gær. Þá hefur Landsbankinn lýst áhuga sínum á því að byggja á lóð bankans á Thorsplani, en formleg beiðni hefur ekki borist bæjaryfir- skiptingin svo til jöfn milli kynja. I janúar voru skráðir 70 þús- und atvinnuleysisdagar í landinu öllu og hafði þeim Qölgað um 23 þúsund daga frá desember, eða um tæp 48%. Aukningin var mest völdum. - Við tökum þessu fagn- andi út af fyrir sig, en verið er að ræða um byggingar á viðkvæm- um blettum í bænum og því verð- ur að vanda allan undurbúning og komast að samkomulagi um nýt- ingu lóða og annað þess háttar. En við bregðumst auðvitað við slík- um beiðnum með því að byija strax að skoða málið vandlega. utan höfuðborgarsvæðisins, en 72% af skráðu atvinnuleysi var utan þess. Á því svæði er um 60% mannafla á vinnumarkaði. Verst var atvinnuástandið á Austurlandi og Norðurlandi vestra, rúmlega 6% atvinnuleysi á Það er hins vegar á byijunarstigi enn sem komið er, sagði bæjarrit- arinn. I Hafnarfirði eru nú tvö útibú íslandsbanka og eitt frá Sam- vinnubankanum, auk Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Færast mun því fjör í bankaviðskipti Gaflara í framtíðinni. BE báðum stöðum. Vestfirðimir koma hinsvegar best út, en þar var atvinnuleysið 0,3%. Höfuðborg- arsvæðið kemur næst best út, en þar var atvinnuleysið 1.2%. Einungis tvisvar áður hefúr atvinnuleysi mælst hærra í janúar, í fyrra, en þá voru skráðir 85 þús- und atvinnuleysisdagar, og árið 1984, en þá vom sjómenn í verk- falli. Atvinnuástandið í janúar var þó betra en spáð hafði verið og munar þar allt að 0,8 prósentust- igum. Þrátt fyrir þetta atvinnuleysi á flestum stöðum utan höfúðborg- arsvæðisins og Vestfjarða gætir manneklu við ýmis störf. 1 lok janúar vom rúmlega þúsund út- lendingar við störf hér á landi og em þá eingöngu taldir þeir, sem þurfa atvinnuleyfi. -Sáf Hafnarfiörður Nýir bankar í bæinn Laugardagur 16. febrúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Akranes Haförn kaupir togara Eflir atvinnulifið Útgerðar- og fiskvinnslufyr- irtækið Haförn hf. á Akranesi hefur fest kaup á togaranum Þresti HU 48 af Rækjuveri hf. á Bíldudal, en hreppsnefndin féll frá forkaupsrétti sínum. Guðmundur Pálmason forstjóri Hafamar hf. segir að togarinn muni án efa efla atvinnulíf i kaup- staðnum og auka á hráefnisfram- boðið til fískvinnslu fyrirtækisins. En Haföm hf. gerir einnig út togar- ann Höföavík AK sem hefúr aflað ágætlega það sem af er ársins. Togarinn Þröstur HU hefur verið gerður út frá Blönduósi, en hann er 234 tonn að stærð og er smíðaður i Póllandi. Kvóti skipsins er um 1300 þorskígildistonn og verða tíu manns í áhöfn þess. Tog- arinn verður afhentur hinum nýju eigendum í næstu viku og fer þá fljótlega á veiðar. Það samkomulag varð á milli kaupenda og seljenda að gefa ekki upp kaupverð togarans. -grh Kvennalistinn Ingibjörg Sðlrún efst Kvennalistinn hefur gengið frá lista sínum til Alþingiskosn- inga í Reykjavík og er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir blaðakona í fyrsta sæti. 1 2. sæti er Kristín Einarsdóttir þingkona og Kristín Astgeirsdóttir sagnfræðingur í 3. I því ljórða er Guðrún J. Hall- dórsdóttir þingkona, þá Guðrún Guðbjömsdóttir sálfræðingur, í sjötta sæti er Þórhildur Þorleifsdótt- ir þingkona en Sigrún Helgadóttir, líf- og umhverfisfræðingur, er í sjö- unda sæti. Heiðurssætið, það 36. skipar Guðrún Agnarsdóttir, læknir og fyrrum þingkona. -gpm Bílar Nýjung frá Fíat Italska verslunarfélagið kynnir nú um helgina nýjustu afurðina frá Fiat, Fiat Tempra, en billinn kom til Iandsins um helgina. Jaínframt verða kynntar nýjar árgerðir af öðr- um gerðum af Fiat. Sýningin er op- in í dag frá kl. 10-17 og á morgun frákl. 12-17.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.