Þjóðviljinn - 16.02.1991, Page 6

Þjóðviljinn - 16.02.1991, Page 6
ERLENDAR FRETTIR Persaflóastríð Hörð loftsókn - aðgerðalítil vöm Óvíst hversu mikið hefur saxast á limi íraka. En friðartilboð Saddams bendir til þess að tekið sé að draga afher hans || egar þetta er ritað eru í fyrsta sinn frá byrjun Persaflóastríðs fyrir mánuði teljandi líkur á að það verði senn til lykta leitt. Af banda- manna hálfu hefur stríð þetta hingað til fyrst og fremst verið óhemju hörð loftsókn sem aldrei hefur verið lát á. Annað megineinkenni stríðsins hefur verið vörn Iraka, svo aðgerða- lítil að mörgum þykir furðu gegna. Vitað var að yflrburðir banda- manna voru fyrst og fremst í lofti og að flugher þeirra er sá best búni og hátæknilegasti sem nokkru sinni hefur farið í stríð. Það var því ekki við öðru að búast en að þeir myndu beita honum sem best þeir gætu. Á óvart kom hinsvegar hve slöpp og athafnalít- il vöm Iraka varð, þar eð talið var að loftvamir þeirra væm allöflug- ar og sömuleiðis flugher, enda þótt að visu væri út ffá því gengið að íraska flugherinn skorti mikið í flugvélafjölda, tækni og þjálfun á við andstæðinginn. Lítiðtjón bandamanna Tjón bandamanna hefúr í samræmi við þetta verið lítið, miðað við fréttir frá þeim sjálfúm. Þeir hafa samkvæmt þeim misst 36 flugvélar, rúmlega eina á dag að meðaltali frá stríðsbyrjun, þar af nokkrar af slysforum. Ljóst er að yfírmenn flugheijanna bjugg- ust við talsvert meira flugvéla- tjóni. Alls segjast bandamenn hafa látið 68 menn fallna, svo vit- að sé með vissu, og 61 hafi verið teknir til fanga eða séu týndir. Sjóhemaður hefur ekki verið mikill liður stríðs þessa, frekar en við var búist, vegna enn meiri yf- irburða bandamanna þar. Banda- menn segjast hafa skotið i kaf eða Iaskað 73 írösk herskip, sem flest munu hafa verið fremur smáar fleytur. Má ætla að þá sé ekki mikið eftir af sjóher Saddams. að þær yfirlýsingar séu ekki ein- göngu orðin tóm, þó ekki væri nema vegna þess að líklegt hefúr verið talið að Irakar myndu nota dráp á óbreyttum borgumm hjá sér í áróðursskyni. Það hafa þeir raunar þegar gert og með tals- verðum árangri, eftir að um 300 (að sögn Iraka) óbreyttir borgarar fómst er sprengja hæfði loft- vamabyrgi í Bagdað. Þar að auki hafa Bandaríkjamenn og Bretar reynslu af þvi úr fyrri stríðum er þeir háðu á öldinni að loftárásir á óbreytta borgara dugðu skammt til að lama baráttuþrek andstæð- inga, þótt gífurlegu manntjóni yllu. Hæsta tala sem írakar hafa gefið upp um óbreytta borgara, sem farist hafi i loftárásum á land þeirra í stríðinu, er um 7000. Mið- að við tjón á óbreyttum borgumm í loftárásum fyrri stríða og það hve látlaus og umfangsmikill loft- hemaður bandamanna hefur verið er þetta ekki mjög há tala. (Um 5000 mannsfómst í einni af eitur- gasárásum Irakshers á óbreytta kúrdneska borgara, á Halabja.) ífelum í íbúöarhverfum? Hvað sem líður tölum íraka má ætla að tjón þeirra á óbreyttum borgurum sé orðið talsvert. Hætt er við að þegar ráðist er t.d. á sam- göngukerfi og birgðastöðvar verði fleiri fyrir sprengjunum en menn í herþjónustu. Þar að auki benda sumar fréttir, ffá Kúrdum í írak m.a., til þess að írakar séu famir að fela hereiningar, vopn og ýmislegt fleira sem hemum heyrir til í íbúðarhverfum. Um baráttukjark írakshers, hversu mikill hann sé og hvort hann fari minnkandi, hefúr ýmis- legt verið sagt og ber því ekki að öliu leyti saman. En ætla má að Saddam, fyrst hann nú í fyrsta sinn frá stríðsbyijun gefur kost á því að sleppa Kúvæt, sé farinn að sjá sitt óvænna. dþ. Á hinn bóginn er margt enn nokkuð á huldu um það, hversu mikinn sigur hefur tekist að vinna á Irak þegar á heildina er litið, þrátt fyrir harða aðsókn úr lofti og að því er virðist slappa vöm. Bandamenn segjast hafa eyðilagt fyrir írökum yfir 130 flugvélar a.m.k., auk þess sem á annað hundrað séu flúnar til Irans. Sé hér rétt með farið, má vera að Ir- akar eigi enn eftir yfir 400 striðs- flugvéiar í neðanjarðarbyrgjum, sem sennilegt er að þeir hugsi sér að spara til aðstoðar landhemum, þegar bandamenn hefji sókn á landi. Fimmtungur eða þriðjungur frá? Að sögn bandamanna hafa þeir höggvið stór skörð í raðir íraska landhersins, talsmenn þeirra hafa látið hafa eftir sér að bardagageta hans sé þegar skroppin saman um fimmtung eða þriðjung og einhveijir hafa í því sambandi nefnt enn hærri tölur. I gær tilkynnti bandarískur stór- fylkisforingi í landgönguliðinu að nálega þriðjungur brynvagna (þ.á m. skriðdreka) og stórskotatækja íraska hersins í Kúvæt og Suður- írak hefði verið eyðilagður. Stríðsfréttir eru ekki vanar að vera með áreiðanlegri tíðindum, en jafnvel þótt þessar væm sann- ar, þá þýða þær að írakar hafa enn nógu mikið eftir af skriðdrekum og stórskotatækjum til að geta orðið landher andstæðinganna erfiðir viðfangs, bresti þá ekki kjark. Og þar við bætist spuming- in um eiturgas og önnur skæð vopn, sem Irakar luma á eða talið er að þeir lumi á. Enn óljósara er, miðað við fréttir, hversu mikið tekist hefúr að draga úr baráttugetu íraska hersins með loftárásunum á önnur skotmörk en hersveitir og her- stöðvar, þ.e.a.s. fjarskipta- og samgöngukerfi, stjómunarstöðv- ar, vopnabúr, olíuhreinsunar- stöðvar, olíubirgðir o.s.frv. Sumar fregnir benda til þess að það tjón sé mikið, en talsvert vantar á að sú mynd sé skýr. Tjón á óbreyttum borgurum Bandamenn segjast forðast eftir bestu getu að valda tjóni á óbreyttum borgumm og má ætla Bandaríska flugvélamóðurskipið Saratoga á leið til Persaflóa - þarf eftir alltsaman ekki atlögu landhers til að sigra írak? Stiórnarskrárnefnd Sovétríkia Hæpin tilskipun Erfitt að réttlæta samkvæmt stjórnarskrá og sé beitt við löggæslu Elsta manneskja heims öll Carrie White, elsta manneskja í heimi samkvæmt heimsmetabók Guinness, lést á fimmtudags- morgun á hjúkrunarheimili í Pal- atka í Flórída, 116 ára að aldri. Hún fæddist þar í fylki 18. nóv. 1874. Þá var Bandaríkjaforseti Ulysses Grant, sigursæll hers- höfðingi í bandaríska borgara- stríðinu. Carrie var mikill aðdá- andi Reagans fyrmrn forseta og eitt af því síðasta sem hún sagði var að hún ætlaði að taka frá fyrir hann pláss „þama uppi“. Agreiningur um tilboð Saddams Ágreiningur er sagður kominn upp innan Óryggisráðs Samein- uðu þjóðanna um hvemig bregð- ast skuli við skilyrðabundnu til- boði Saddams lraksforseta um að sleppa Kúvæt. Fimm þriðja- heimsríki með aðild að ráðinu telja að taka eigi áminnstar tillög- ur íraks til athugunar. Em það Jemen, Kúba, Indland, Zimbabwe og Zaire. Bandaríkin, Bretland og Frakkland, öll með fastaaðild að ráðinu, vilja að það hafni tillögum Iraks afdráttarlaust. Stjórnarskrárnefnd Sovét- ríkjanna kvað upp þann úr- skurð í gær að ekki væri allt með felldu um tilskipun Gor- batsjovs forseta þess efnis, að herinn taki þátt í löggæslu ásamt lögreglu. Ekki væru heldur óaðfinnanlegar reglu- gerðir þær, sem gripið hefði verið til í þeim tilgangi að hrinda tilskipuninni í fram- kvæmd. Nefnd sú sem hér um ræðir hefur það hlutverk að fylgjast með því að stjómarskráin sé virt. I úrskurði hennar í málinu segir m.a. að lögum samkvæmt verði ekki réttlætt svo óyggjandi sé að sovéska hemum sé beitt innan landamæra þeirra án þess að lýst hafi verið yfir neyðarástandi. Gorbatsjov birti tilskipun þessa seint í janúar og kom hún til framkvæmda 1. febr. Gerði Gor- batsjov þetta að áeggjan Dmítríjs Jazov, vamarmálaráðherra, og Borísar Pugo innanrikisráðherra. Jazov - stjórnarskrárnefnd býður þeim Gorbatsjov byrginn. Er herinn nú við löggæslu við hlið lögreglu í um 450 borgum og stærri bæjum. Róttækir og fijáls- lyndir stjómmálamenn og leið- lögum að hernum togar rússneska sambandslýð- veldisins og Eystrasaltsríkja mót- mæltu ráðstöfún þessari eindregið og kváðust telja að þetta væri skref í þá átt að innleiða harð- stjóm með herinn að baki. Sov- éska stjómin segir þetta hinsvegar gert til að draga úr glæpum, sem farið hefur íjölgandi þarlendis undanfarið. Stjóm Rússlands undir for- ustu Borísar forseta Jeltsins kærði umrædda tilskipun fyrir stjómar- skrámefndinni, en formaður hennar er Sergej Aleksejev, þekktur lögfræðingur og jafnað- armaður að eigin sögn. Deilur Jeltsíns og sovéska kommúnista- flokksins, þar sem íhaldsmenn ráða nú mestu, virðast fara harðn- andi og er helst að sjá að íhalds- menn leggi nú allt kapp á að koma Jeltsín frá völdum. En vera má að honum verði eitthvert lið að því að stjómarskrámefndin skuli hafa boðið Gorbatsjov byrginn. Reuter/-dþ. FANGELSISMÁLASTOFNUN RÍKISINS auglýsir eftir starfskrafti til að annast félagslega þjónustu við fanga og sjá um eftirlit með þeim, sem dæmdir eru skilorðsbundiö, fá skilorðsbundna reynslulausn, náðun eða frestun afplánunar. Æskilegt er að viðkomandi hafi félagsráðgjafamenntun eða sambærilega menntun. Nán- ari upplýsingar eru veittar í síma 623343. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Fangelsismálastofnun ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík, eigi síðar en 1. mars nk. Fangelsismálastofnun ríkisins, 12. febrúar 1991 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.