Þjóðviljinn - 16.02.1991, Page 10
Munaðarleysingjar í kröggum
anlegi leiðtogi franskra kommún-
ista, lýsti því yfir að það hefði
verið flokkur hans sem fann upp
perestrojku...
Svo virðist em afstaða af
þessu tagi hafi einnig hentað
þörfum ýmissa „munaðarleys-
ingja“. Alla vega varð ég fljótt
var við að ýmsir þeirra gripu feg-
ins hendi tækifærið til að yppa
öxlum yfir Eystrasaltsríkjunum,
og var þá viðkvæðið að þessi lönd
væru í raun og veru eðlilegur hluti
Sovétrikjanna, stóri hluti íbúanna
væri hvort sem er af rússenesku
bergi brotinn og liti á sig sem
slíkan og þetta væru heldur ekki
nein „alvöru“ riki, því þau hefðu
ekki verið sjálfstæð nema í fáein
ár í allri sögu sinni, - á tímum
þegar Sovétmenn áttu í vök að
verjast fyrir óvinum sínum... Það
væri því eins líklegt að sjálfstæð-
isbrölt íbúa Eystrasaltslandanna,
eða þeirra sem væru þar í farar-
broddi, stafaði af einhveijum
annarlegum ástæðum og væru
kannske einhverjir að róa undir.
Með þessu var eins og „munaðar-
Ieysingjamir“ gerðu sér vonir um
að bjarga á einhvem hátt fyrri af-
stöðu sinni og viðhorfum upp úr
öskutunnum sögunnar, þar sem
svo margt virðist nú endanlega
horfið, og réttlætt hvort tveggja
með því að draga fram eitthvert
í neðanjarðarlestarstöð í út-
jaðri Latínuhverfisins í París
blasti við áletmn sem einhver
hafði krotað stómm stöfum á
vegg, en greinilega í nokkmm
flýti. „Hvað ætlar þú að gera fyrir
sjálfstæði Eystrasaltslanda?" stóð
þar letrað, og var ekki laust við að
mér þætti hún nokkmm tíðindum
sæta, þegar ég átti leið um þennan
stað: þetta var nefhilega fyrsta -
og eina - veggjakrotið sem ég hef
séð, þar sem eitthvað er vikið að
atburðum í þessum hluta Evrópu.
En þótt spumingin mætti augum
ófárra hundmða og jafnvel þús-
unda manna á degi hveijum,
munu þeir færri sem gátu haft í
frammi einhveija tilburði til að
svara henni: hún var nefnilega
skrifuð á esperantó. „Sennilega
einhver gamall og góðlyndur
hugsjónamaðurinn á Þórbergslín-
unni,“ hugsaði ég, „sem hefúr
orðið innlyksa í Eystrasaltslönd-
unum, þar sem hann hefur síðan
mátt horfa upp á skipbrot komm-
únismans. En nú er hann kominn
á kreik og heldur að þrátt fyrir allt
sé heimurinn óbreyttur og hug-
sjónimar gömlu um sjálfstæði
þjóða og alheimsbræðralag utan
um alþjóðatungumál séu enn í
gildi“
Daufleg víöbrögð
1 þessu kaldranalega upphafi
síðasta áratugs aldarinnar virtist
það því miður harla ólíklegt að
meira en örfáar hræður myndu
skilja tungumál mannvinarins dr.
Zamenhofs, þar sem það var letr-
að á vegg í neðanjarðarlestarstöð,
eða hafa yfirleitt nokkra hug-
mynd um hugsjónir hans. Alla
vega mun færri en þeir tvö hundr-
uð menn sem höfðu lagt það á sig
skömmu áður að mæta á fundi
fyrir utan sovéska sendiráðið í
París til að mótmæla yfirgangi
rússneska hersins í Litháen, -
daginn eftir að tvö hundruð þús-
und manna höfðu mótmælt því að
Frakkar skyldu taka þátt í að
skakka leikinn við Persaflóa og
sýna Saddam Hússein Kúrdabana
í tvo heimana.
Ef Gorbatsjov skyldi hafa
ákveðið að grípa tækifærið, með-
an augu heimsins beinast að harð-
stjóranum í Millifljótalandi, til að
láta til skarar skríða í Eystrasalts-
löndunum og sveigja íbúa þeirra
aftur undir Moskvuvaldið, bendir
flest til þess að hann geti óhrædd-
ur hrundið þeirri áætlun í fram-
kvæmd: það hefur þegar sýnt sig
að íbúar Eystrasaltslanda geta
ekki treyst nema að mjög tak-
mörkuðu leyti á stuðning Vestur-
evrópubúa, og í Frakklandi kem-
ur tómlætið æ betur í ljós. Þótt
ýmsir fréttaskýrendur, ekki síst í
stórblaðinu „Le Monde“, hafi
enga tæpitungu um það, að með
atburðunun í Lettlandi og Litháen
hafi hin margrómaða perestrojka
verið að geispa golunni endan-
lega, fá orð þeirra lítinn hljóm-
grunn meðal almennings, - eins
og þau væru skrifúð á einhverju
framandi tungumáli.
Þetta stafar ekki eingöngu af
því að Frakkar eru nú með augun
í allt öðrum heimshluta, heldur
kemur sitthvað fleira til sögunnar.
Frá fomu fari hafa Fransmenn
verið harla áhugalitlir um bram-
bolt fjarlægra smáþjóða (eða
þjóða sem þeir telja smáar), hvort
sem það er sjálfstæðisbarátta eða
annað. I klassísku háðsleikriti
stendur: „Leikritið gerist í Pól-
landi, þ.e.a.s. hvergi“, og hafi af-
staðan gagnvart föðurlandi Wa-
lesa breyst eitthvað á síðari árum
er viðhorfið jafhsterkt og áður
þegar nágrannalönd þess em eitt-
hvað á dagskrá. En við þetta bæt-
ist hin sérstaka sálarkreppa þeirra
fjölmörgu Fransmanna, sem
kannske væri hægt að kalla
„munaðarleysingjana": það eru
þeir sem tóku trú marxismanns,
þegar hann var nánast því opinber
trúarbrögð menntamanna og
margra annarra þar í landi, rétt
eins og Káinn tók á sínum tíma
kýrrassatrú, og eiga í mjög mikl-
um erfiðleikum með að sætta sig
við að þeir hafi í fjölmörgum
stríðum haft alrangt fyrir sér og
verið á villugötum sem leiddu út í
auðnir og vegleysu. Hér er reynd-
ar ekki verið að tala um þá sem
stóðu í fararbroddi í marxisma,
stalínisma, maóisma, casstrisma,
térmondisma, kimilsúngisma og
öllu þvi, heldur alla hina sem
fylgdu þeim í góðri trú og granda-
leysi. Þetta var nokkuð breið fylk-
ing, sem tók fullt mark á þeim vé-
fréttarorðum Sartres á sínum
tíma, að marxismi væri sá sjón-
deildarhringur hugsunarinnar á
okkar tímum sem ekki væri hægt
að komast út fyrir, og af því ein-
mitt að mennimir voru í góðri trú
reyndu þeir í lengstu lög að grípa
öll tiltæk hálmstrá og létu sér
þannig úr greipum ganga tæki-
færin til að snúa við skyrtunni á
sannfærandi hátt. Þótt það fari
ekki mjög hátt, eru þessir menn
nú gjaman í sárum kröggum og
margir eiga vart aðra ósk heitari
en að eitthvað gerist, eða eitthvað
komi í ljós, sem sýni að þeir hafi
ekki verið alveg villuráfandi í
sinni bamatrú, eða réttlæti fyrri
skoðanir þeirra að einhveiju leyti
a posteriori.
Því verr þeim
mun betra
Þannig hitti ég nýlega með-
reiðarsvein franska kommúnista-
flokksins (þeir em nú fáir eftir),
sem gerði sér einhveija óljósa
von um að allt færi í kaldakol í
Póllandi undir stjóm Walesa, -
svo mjög að einhver grandvar
maður (en alls ekki að fyrra
bragði hann sjálfur) gæti sagt
með sann: „eftir allt var Jarús-
elskí ekki svona alvondur..." Þeir
munu þó færri sem hafa svona
ótvíræða afstöðu, enda ekki auð-
velt að verja fyrra stjómarfar,
þegar um Pólland er að ræða. En
um Eystrasaltsríkin gegnir öðm
máli, og gaf „L'Humanité“, mál-
gagn franska kommúnistaflokks-
ins, tóninn fyrir skömmu, þegar
það lýsti yfir ótvíræðum stuðn-
ingi við Gorbatsjov í baráttu hans
við hin myrku íhaldsöfl í Sovét-
ríkjunum undir forystu Boris Jelt-
síns. Það var einmitt eftir að sov-
éski herinn hafði ráðist til atlögu í
Vilnius og Riga, en Jeltsín hafði
tekið afstöðu gegn þessum að-
gerðum og sagt, að ef íbúar
Eystrasaltslandanna vildu fá sjálf-
stæði væri engin ástæða til annars
en þeim yrði að ósk sinni.
Þama fengu kommúnistamir
sem sé gullið tækifæri. Með því
að ganga til stuðnings við Gorbat-
sjov, þegar hann (eða undirtyllur
minntur ræki lega á það. Hvenær
sem maður kemur á opinberan
stað standa nefnilega einhverjir
verðir við dymar með borða um
handlegginn, biðja alla sem þang-
að eiga erindi að opna handtöskur
sínar og hvað annað hafúrtask
sem er, og Ieita síðan vandlega.
Persaflói
og
friöarhreyfingar
Þetta er gert í pósthúsum,
stórverslunum, sundstöðum og
háskólabyggingum, svo einhveij-
ir staðir séu nefndir, og er leitað
jafnt hjá gömlum konum og mið-
aldra bisnismönnum sem ung-
lingum. I þetta skipti skulu
hryðjuverkamennimir, sem allir
eru að bíða eftir, ekki komast upp
með neitt múður. Almenningur
tekur þessu öllu með ró og spekt,
þótt sá orðrómur gangi fjöllunum
hærra, að þegar hafi verið ffamin
ýmis sprengjutilræði, en fréttir af
þeim verið þaggaðar niður til að
gera menn ekki áhyggjufúlla.
Ef menn lesa þessar línur í
samhengi, gætu þeir haldið að
þama hafi „munaðarleysingjam-
ir“ hlotið að sjá sér leik á borði;
því hvað ætti að vera auðveldara
en gefa öllum sínum fyrri hug-
myndum nýja merkingu og tengja
þær jafhframt gamalgróinni hefð
með því að fylkja sér í forystu-
sveit voldugrar friðarhreyfingar?
í þessu hafa franskir kommúnist-
ar verið miklir meistarar áratug-
um saman. En þótt undarlegt
megi virðast fór friðarhreyfingin
gegn hemaði Frakka við Persa-
flóa, sem byijaði með svo fjöl-
mennum mótmælagöngum, mjög
fljótt að hjaðna upp úr því. Stuðl-
aði ýmislegt að þessu. Greinilegt
er, að svokallaðar ffiðarhreyfing-
ar hafa sjaldan barist fyrir ffiði í
sjálfu sér, heldur hefúr yfirleitt
falist í baráttu þeirra ósk um að
„andstæðingurinn“ sigri: þetta
var augljóst í Alsírstríðinu og Ví-
etnamstríðinu, enda má segja að
þá hafi ffiðarsinnar hafl nokkuð
til síns máls. En hvemig sem þeir
teygðu nú málið og toguðu, var
erfitt að komast fram hjá þeirri
staðreynd að Saddam Hussein var
ekki beinlínis í húsum hæfúr.
Friðarsinnum varð því svarafátt,
þegar menn bentu á að Persaflóa-
striðið væri alls ekki ný útgáfa af
styijöldunum í Alsír eða Víetnam
og sú afstaða sem þá kann að hafa
verið rétt og verjanleg stoðaði lít-
ið nú.
Upp úr þessu kom sundrung i
liðið. Rithöfúndurinn Gilles Per-
rault hvatti ffanska hermenn að
vísu til að gerast liðhlaupar og
fremja skemmdarverk á sínum
eigin hertólum, en hafði það eitt
upp úr krafsinu að gera ffiðar-
sinna ráðvillta. Klofningur kom
upp í samtökunum „SOS-kyn-
þáttahatur“, sem hafa látið mikið
til sín taka í Frakklandi undanfar-
in ár og lögðust gegn stríðinu
strax í byijun: ýmsir áhrifamenn
sögðu skilið við samtökin og sök-
uðu forsprakka þeirra um
„Munchenaranda".
Þannig virðast fá hálmstrá eft-
ir fyrir „munaðarleysingjana":
upphaflegu hugsjónimar era
löngu týndar, villiráfið er eitt eftir
í minningunni, og nú standa þeir
ráðvilltir i gerbreyttum heimi.
e.m.j.
Einar
Már
Jónsson
hans, sem hann gat meira eða
minna hamið) hagaði sér sam-
kvæmt kokkabókum fyrirrennar-
anna í stórrússneskum anda, gátu
þeir nefnilega slegið tvær flugur í
einu höggi: þóst vera að styðja
umbótaviðleitni Gorbatsjovs, eins
og hún væri enn við lýði, en halda
jafnframt fast við þá harðlínu sem
löngum hefur verið séreinkenni
ffanskra kommúnistaríkja og
fylkja sér um Sovétmenn í þeirra
hefðbundnu heimsveldisstefnu.
Þetta var næstum því eins snjallt
og þegar Marchais, hinn óhagg-
samhengi sem þó væri í takt tið
tímann...
En þetta hefur í rauninni ekki
farið mjög hátt, því þessa stund-
ina hafa Frakkar um annað að
hugsa, og það svo um munar. Ef
maður skyldi gleyma því, líður
aldrei á löngu áður en hann er
10.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. febrúar 1991