Þjóðviljinn - 15.03.1991, Page 4

Þjóðviljinn - 15.03.1991, Page 4
Sellafield ógnar öllu lífríki við Noröur-Atlantshaf r Arlega renna miljónir lítra af geislavirkum úrgangi frá kjamorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield út í írlandshaf. Mest alla geislamengun í Evrópu má rekja til stöðvarinnar, segir Helen Kingham - Afdráttarlaus andstaða ís- lenskra stjómvalda gegn starf- semi Dounreay kjamorkuendur- vinnslustöðvarinnar í Skotiandi hefur vakið verðskuldaða athygli. Um leið og sjónir manna víða um lönd hefur beinst að Dounreay, hefur önnur kjamorkuendur- vinnslustöð legið milli hiuta, - þar er þó mun alvarlegra mál á ferðinni og meiri vá fyrir dyrum, sagði Helen Kingham, fulitrúi samtaka írskra Grænfriðunga - Green Peace, í samtali við Þjóð- viljann, en hún var stödd hér á iandi á dögunum til að vekja at- hygli íslendinga á þeirri vá sem öllu lífríki við Norður-Atlantshaf stafar af endurvinnslustöðinni í Sellafield í Englandi. Sellafield kjamorkuendur- vinnslustöðin er á Kumbríuskaga, við austanvert Irlandshaf. Endur- vinnslustöðin tók til starfa 1952 og hefur verið starfrækt óslitið síðan en þar er endurunnin af- gangsorka frá kjamorkuverum. Við endurvinnsluna verður til úr- aníum og plútóníum, auk þess sem mikið magn geislavirks úr- gangs fellur til við vinnsluna. Ur- aníumið sem verður til við endur- vinnsluna er notað til orkufram- leiðslu, en plútóníumið hefur einkum verið selt til Bandaríkj- anna í framleiðslu á kjamorku- vopnum. Rúmlega 900 tonn af geisla- virkum úrgangi eru flutt árlega til Sellafield til vinnslu, ýmist sjó- leiðina og landveginn. Auk þess sem verksmiðjan tekur við geisla- virkum úrgangi frá kjamorkuver- um í Bretlandi, hefur stöðin tekið við gcislavirkum úrgangi lil end- urvinnslu frá meginlandi Evrópu, Hollandi, Sviss, Þýskalandi, Spáni og Italíu og Japan. Að sögn Helenar Kingham þarf ekki af sökum að spyrja vcrði alvarlegt óhapp við þessa flutn- inga. - Ef um er að ræða óhapþ þar sem geislavirk efni leka út, skiptir engu hvort það cr á landi eða sjó, afleiðingarnar kunna að verða hörmulegar. Mikið af þess- um efnum cru flutt í gegnum þctt- býlustu svæði Englands. Lengi tekur sjórinn viö Frá því að stöðin í Scllafield tók til starfa hefur miklu magni af geislavirkum úrgangi verið veitt út í írlandshaf. Einnig hefur tals- vert magn gcislavirkra cfna verið veitt út í andrúmsloftið. Reikna má með að allt að því hálfu tonni af piútóníum, sem hefur þann heiður að teljasl eitt eitraðasta efni sem um gctur, hafi verið veitt út í írlandshaf frá því að verksmiðjan tók til starfa, til viðbótar við þær miljónir lítra af geislavirkum úrgangi sem dag- lega er dælt frá verksmiðjunni á haf út. Upphaflega stóðu menn í þeirri trú að plútóníumið myndi falla til botns og höfðu að við- kvæði að lengi tæki sjórinn við. Þess í stað hefur komið í ljós að efnið þyrlast upp í særóti á iand upp og berst langar leiðir með hafstrauinum. Þannig hafa mæl- ingar á sýnum úr sjó við Island, Grænland, Noreg og Danmörku leitt í ljós að þar gætir geislavirka efnisins caesium-137 er rekja má til endurvinnslunnar í Sellafield. Samkvæmt upplýsingum Grænfriðunga er írlandshaf orðið eitt eitraðasta hafsvæði jarðarinn- ar og geislavirkni í fiski og skel- fiski sem þar er veiddur hefur mælst langt yfir þeim mörkum sem eðlilegt getur talist. Mælingar á geislavirkni með- fram strandlengjum við Irlands- haf hafa einnig sýnt að geisla- virkni mælist víða og breiðist stöðugt út. Þannig hefur tiltölu- lega mikil geislavirkni mælst á austurströnd írlands, norður- strönd Wales, vesturströnd Eng- lands og við Anglesey og suð- vesturströnd Skotlands. Krankleiki af völd- um geislavirkni En það er ekki bara í sjó og við strendur sem geislavirkninnar frá Sellafield hefur orðið vart. Mælingar sýna að geislavirkni gætir einnig í jarðvegi, skepnum og jafnvel í híbýlum fólks. Meira að segja hefur geislavirkt ryk frá Sellafield fundist allt til Lancaster í Englandi, sem er þó í óraljar- lægð frá Sellafield. - Geislavirkni í nágrenni Sel- lafield er mun meiri en eðlilegt getur talist og afleiðingamar hafa heldur ekki látið á sér standa. Sel- lafield og næsta nágrenni er, eða réttara væri að segja var, þekkt fyrir gróskumikið fuglalíf. I dag sjást vart lengur margar þær villtu fuglategundir sem svæðið var þekkt fyrir. Afleiðingar geislavirkninnnar koma einnig fram í heilsufari íbú- anna. Tíðni hvítblæðis meðal bama er mun hærri í námunda við Sellafield en annarsstaðar á Eng- landi. það verður tæplega skýrt út sem tilviljun, ekki síst þegar þess er gætt að snerting við geislavirk efni er 100 sinnum meiri í ná- munda við Sellafield en til að mynda við hliðstæðar stöðvar í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum, sagði Helen Kingham. Þrátt fyrir að ekki sé hægt að sýna mcð óyggjandi hætti fram á að mengun frá Sellaficldstöðinni hafi áhrif á háa tíðni nýgengis krabbameins mcðal íbúanna, er þó fullsannað að geislavirkni vcldur hæglcga hvítblæði í böm- um, sem eru mun viðkvæmari fyrir geislun en fullorðnir. Það hefur vakið athygli að tíðni hvítblæðis í bömum sem bú- sett em í námunda við Sellafield er óvenju há. Árið 1984 staðfesti opinber athugun að tíðni hvít- blæðis var tiu sinnum hærri í Se- ascale, þorpi i námunda við Sel- lafield, en tíðni sjúkdómsins er að öllu jöfnu. í þessu sambandi má geta þess að aukning hvítblæðis ív bömum búsettum i námunda við Dounereay hcfur fimmfaldast frá því að sú stöð tók til starfa. I nýlegri rannsókn hefur verið sýnl fram á að snöggtum mciri Helen Kingham, fulltrúi írskra Grænfriðunga var stödd hér á landi á dög- unum til að kynna íslendingum baráttuna gegn kjarnorkuendurvinnslu- stöðinni í Sellafield. Mynd Kristinn. líkur eru á því böm þeirra starfs- manna endurvinnslustöðvarinnar í Sellafield sem að öllu jöfhu verða fyrir mestri geislun í starfi fái hvítblæði. Það er talið tengjast því að geilsun hafi orsakað breyt- ingar á erfðaþáttum í sæðisfrum- um þeirra. En það er fleira en hvítblæði sem kann að vera fylgifiskur geislamengunar ffá Sellafield. Sterkar líkur benda til þess að móngólismi - down syndrome - sé algengari hjá bömum foreldra sem orðið hafa fyrir meiri en minni geislavirkni. Þá hafa athug- anir einnig sýnt að tíðni æxla í beinmerg (myeloma) hefúr aukist á suðvestanverðum Kumbríu- skaga, en talið er að geislun kunni að ráða þar mestu um. Hver vill kaupa geislavirkan fisk? -Staðreyndin er sú að Sellafi- eld stöðinni verður að loka. Til hennar einnar má sennilega rekja um áttatíu af hundraði geisla- mengunar í Evrópu, sagði Helen Kingham. Hún benti á að þrátt fyrir að ekki væri vísindalega sannað að mengun frá Sellafield hefði vald- ið lifh'kinu skaða, hefðu menn ekki efni á því að taka neina áhættu. - Því er alltaf svarað til af hálfu stjómvalda að þar sem ekki sé unnt að sýna fram á skaðsemi stöðvarinnar, sé ekki ástæða til að hætta rekstrinum. Ég vil frekar segja að þar sem ekki er hægt að sýna ffam á að stöðin og mengun- in ffá henni sé hættulaus, skuli starfseminni hætt þar til sýnt verður fram á að lífríkinu stafi ekki ógn af stöðinni. - A undanfomum ámm hafa stjómir sveitarfélaga og héraðs- stjómir í þeim bæjum og hémð- um sem næst liggja Sellafield krafist þess að stöðinni verði lok- að og endurvinnslunni hætt. Þess- ari afstöðu hefúr vaxið ásmeginn jafnt i Englandi, Skotlandi sem og í írlandi. En það sem vantar er al- þjóðlegur þrýstingur á bresk stjómvöld og þar getið þið íslend- ingar látið til ykkar taka, sagði Helen. Hún sagði að vissulega væri það mikið hagsmunamál fyrir ís- lendinga að endurvinnslunni í Dounreay yrði hætt. -En það gegnir sama máli með stöðina í Sellafield. Hún er ekki síður ógn- un við lífríki ykkar en stöðin í Dounreay. Það þarf ekki nema eitt óhapp og þá er skaðinn skeður. Hver vill kaupa geislavirkan fisk?, sagði Helen Kingham. —rk Kortið sýnir aðflutningsleiðir á geislavirka úrganginum sem flutt- ur er til Sellafield frá meginlandi Evrópu og Japan. Hendi eitt óhapp við flutninginn þarf vart frekar vitnanna við hverjar afleið- ingarnar geta orðið. 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. mars 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.