Þjóðviljinn - 15.03.1991, Síða 7

Þjóðviljinn - 15.03.1991, Síða 7
Kröfuganga I Leipzig í mars 1991 -1 fyrri göngum þarvarKohl hylltur, núerhann minnturá kosningaloforð, semekki hefur verið stað- Leipzigbúar [ kröfugöngu [ des. 1989 láta í Ijós ið við- álit sitt á Erich Honecker - nú er ekki laust við að sumir þeirra sakni hans. „Við erum annars flokks borgarar" Fyrirtæki hrynja unnvörpum í Austur-Þýskalandi og búist er við að yfir helmingur starfsmanna ríkis og sveitarfélaga muni missa atvinnuna. Margir eru famir að horfa með söknuði um öxl til Honecker-tímans Haustið 1989 gekk fólk í tug- og hundruðþúsunda tali um götur Leipzig kvöld eftir kvöld, sérstak- lega á mánudagskvöld- um. Fólkið krafðist tján- ingar- og ferðafrelsis, frjálsra kcsninga, samein- ingar þýsku ríkjanna, sem þá voru enn tvö, og hylltu Helmut Kohl, sem líka þá var sambandskanslari, en bara Vestur- Þýskalands. Síðan þá er Leipzig gjaman kölluð „hetjuborgin.“ Ibúar þessarar gömlu borgar á svæði, þar sem áður var saxneska kon- ungsríkið/kjörfurstadæmið, voru sterkasta aflið í þeirri frið- samlegu byltingu, sem knúði austurþýska kommúnistaflokk- inn til að láta af'alræðisvaldi. Þar með var brautin mdd að sameiningu Þýskalands. Og enn ganga þeir Það var í annað sinn sem íbú- ar þessa svæðis brutu blað í Þýskalandssögu. Það er sem kunnugt er einnig fæðingarland lútherstrúar. Einnig þessa dagana fara Leipzigbúar i kröfugöngur, oft tugþúsundum saman. Þær vekja ekki eins mikla athygli frétta- miðla og hinar fyrri. Nú er mót- mælt atvinnuleysi, versnandi lífskjörum margra og hruni fyrir- tækja, sem og seinlæti stjóm- valda sameinaðs Þýskalands við að gera ráðstafanir til úrbóta. Ef Helmut Kohl, sem hét þvi að Austur-Þýskaland skyldi „standa í blóma“ eftir sameininguna, léti sjá sig þar nú yrði hann að öllum líkindum púaður niður. „Það kemur fyrir að maður saknar Erichs (Honeckers)“, seg- ir kona um fertugt. Hún er í langri biðröð við vinnumiðlunar- skrifstofu. Hingað til hefur sameiningin aðallega fært með sér efnahags- lega hnignun fyrir fylki þau sem áður vom austurþýska ríkið. Heilar fýrirtækjakeðjur em lagð- ar niður. I Leipzig verður véla; og efnaiðnaður harðast úti. í Mecklenburg-Vestur-Pommem, því nyrsta af fylkjunum sem Austur- Þýskalandi var skipt í, blasir hmn við skipasmíðastöðv- um, landbúnaði og ferðamanna- þjónustu. Málmiðnaður austur- fylkjanna sem heild berst í bökk- um vegna þess hve viðskiptin við Austur-Evrópu og Sovétríkin hafa skroppið saman. Sakna afkomuöryggis I kosningabaráttunni s.l. ár Iofaði Kohl að enginn skyldi tapa á sameiningunni, og með því loforði sópaði flokkur hans, kristilegir demókratar, að sér at- kvæðum Austur-Þjóðverja og vann kosningamar. í eyrum Leipzigbúa, sem em um hálf miljón talsins, og Austur-Þjóð- verja yfirleitt hljómar það loforð nú sem háð. Sérstaklega í eyrum þeirra sem em atvinnulausir eða í einhverri málamyndavinnu stund úr degi. Þeir em nú næst- um tvær miljónir. Næstum þriðji hver vinnufær maður í austur- fýlkjunum hefur á einn eða ann- an hátt fengið að kenna á at- vinnuleysinu. Stjómmálamenn og hagfræð- ingar segja að þetta séu tíma- bundin vandræði, sem standi yfir meðan markaðskerfi vestursins sé að taka við af gamla mið- stýrða kerfinu. Almannatrygg- ingamar, sem í Þýskalandi em með besta móti eftir því sem ger- ist, em líka mörgum til hjálpar. En almenningur er orðinn tor- trygginn á fyrirheit stjómmála- mannanna að vestan. Fólkið hef- ur mótast í samfélagi, þar sem réttur til að hafa vinnu var gmnd- vallaratriði og atvinnuleysi þekktist varla. Enda er talsvert orðið um það að menn minnist „gamla tím- ans“, sem mörgum finnst nú þeg- ar orðinn furðu fjarlæg fortíð, með nokkmm söknuði. Sérstak- lega saknar fólk afkomuöryggis þeirrar tíðar bg gerir um leið lítið úr þvi, sem flestum var mestur þymir í augum áður, skoðana- kúgun og vöntun á lýðræði og öryggisþjónustunni Stasi, sem allsstaðar var nálæg. Olnbogabörn nýja kerfisins Ríkisrekni geirinn var sem kunnugt er sá langfyrirferðar- mesti í efnahagslífi gamla ríkis- ins og nú er það hann sem verður verst úti. I ríki Honeckers áttu öll böm greiðan aðgang að forskól- um og dagheimilum, sem raunar var óhjákvæmilegt, þar eð lang- flestar mæður unnu utan heimil- is. En nú er viðbúið að þeim stofnunum verði lokað unnvörp- um. Stórfelldur samdráttur stofn- ana á vegum ríkis og sveitarfé- laga í heild sinni er raunar þegar hafinn. Mikill mcirihluti þess starfsfólks hins opinbera, sem þegar hefur misst vinnuna, fær að líkindum ekki samskonar störf aflur. Einna vonlausastir af ölluin um það em dómarar, há- skólakennarar, lögreglumenn og atvinnuhermenn. Þeir vom hrygglengja gamla kerfisins, eins og einn fréttaskýrandinn orðaði það, og em því öllum öðr- um fremur útilokaðir í því nýja. Næstum tvær miljónir manna vinna enn hjá því opinbera í austurþýsku fýlkjunum og talið er að þeim störfúm eigi eftir að fækka um meira en helming. I Leipzig var atvinnuleysið í jan. tæplega átta af hundraði, en var um 6,5 af hundraði í des. En um helmingi fleiri þar vinna að- eins hluta dags. Sú atvinna er fjármögnuð af stjómvöldum og þau hætta þvi nú á miðju ári. Þá verða þeir, sem verið hafa í þeim störfum, atvinnulausir með öllu. Fjórföld hækkun á sporvagnamiöum Við þetta er að bæta að 1. júlí verða atvinnuleysisbætur lækk- aðar vemlega. Gamla kerfið hélt verðlaginu niðri, en nú hækkar það á nauðsynjavömm og þjón- ustu. Verð á bensíni hefur þre- faldast og sporvagnamiðar kosta nú fjórfalt meira en var meðan Sósíalíski einingarflokkurinn (hinn kommúniski ríkisflokkur Austur- Þýskalands) ríkti. Laun hafa að vísu hækkað einnig, en sú kjarabót kemur ekki þeim at- vinnulausu til góða. Kröfu- og mótmælagöngum- ar í Leipzig nú nema yfirleitt staðar fýrir framan ópemhúsið á torgi, sem á tíð Honeckers og fé- laga hét Karl-Marx-Platz en hef- ur nú aftur fengið sitt fyrra nafh, Augustusplatz, sem mun vera dregið af nafni einhvers kjör- fursta gamla Saxlands. Þar var líka endastöð gangnanna 1989. „Við erum annars flokks borgarar,“ segir eitt kvöldið einn ræðumanna þar, Ebcrhard Wagn- er, skipasmiður frá Rostock. „Og þeir þama fyrir vestan fara að eins og nýlendudrottnar.“ A und- irtektum ljöldans á torginu leyn- ir sér ekki að hann er sammála. Einskis annars kostur Embættismenn segjast óttast að vonleysi íjölda fólks um að eitthvað muni úr rætast á næst- unni kunni að hafa alvarlegar af- leiðingar fýrir framtíð margra. En þeir búast ekki við óeirðum. Ibúar núverandi austurfýlkja Þýskalands hafa raunar reynsl- una af því að sætta sig við orðinn hlut, nauðugir viljugir. Þeir sættu sig að vissu marki við að vera borgarar þess ríkis, sem Stalín og nokkrir þýskir kommúnistar, sem lifað höfðu af „hreinsanir" hans og fangabúðir Hitlers, stofhuðu upp úr heimsstyijöld- inni síðari. Almenningur þar sætti sig við það hreinlega vegna þess, að annars var ekki kostur fyrir flesta. Og sennilega hugsa Austur-Þjóðverjar eitthvað svip- að nú. Nýtt kerfi er að taka við af því gamla og á engu betra kostur fyrir flesta en að sætta sig við það sem því fylgir, líka það slæma. Margir, en ekki allir, gera það í þeirri von að úr muni rætast með tíð og tíma. Aðalheimild: SvD aAM&0//J OPIÐ UM HELGINA "Pigs in space " á miðnætti. Miðaverð kr. 500,- / Laugaregur116 ALLIR VELKOMNIR Föstudagur 15. mars 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.