Þjóðviljinn - 15.03.1991, Qupperneq 8
NÝTT
þlÚÐVILIINN
Útsefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f. Afgrelðsla: *r 68 13 33
Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson Auglýslngadelld: * 68 13 10 - 68 13 31
Ritstjórar: Ámi Bergmánn, Helgi Guömundsson, Slmfax: 68 19 35
Ólafur H. Torfason Verð: 150 krónur 1 lausasölu
Umsjónarmaður Helgarfoiaðs: Ragnar Karlsson Fréttastjórl: Slguröur Á. Frlðþjófsson Auglýsingastjóri: Steinar Haröarson Setning og umbrot: Prentsmlöja Þjóðvlljai Prentun: Oddi hf. Aðsetur: Síðumúla 37,108 Reykjavfk ishf.
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis
Stirðnað verðmyndunarkerfi á kóki?
I dag er alþjóðadagur neytendaréttar. Nú
væri hollt í tilefni dagsins fyrir fulltrúa neytenda
og bænda á nýliðnum landsfundi Sjálfstæðis-
flokkanna að líta í nýtt blaö Neytendasamtak-
anna, til að bera saman við frumstæða og
blekkjandi ályktun landsfundarins um neytenda-
mál, þar sem landbúnaðurinn var enn einu sinni
gerður að blóraböggli.
1. tbl. Neytendablaðsins 1991 upplýsir að
kók hafi í skyndikönnun reynst 24-37% dýrara í
búðum í Reykjavík en í Kaupmannahöfn, jurta-
smjörlíki 88% dýrara og íslenskt maltöl 115%
dýrara en danskt. Allt eru þetta innlendar fram-
leiðsluvörur í frjálsri samkeppni. Danskt kaffi var
75% dýrara hér en úti og dönsk rúlluterta 82%
dýrari.
Mjólk reyndist í sömu könnun Neytendasam-
takanna 1,2% dýrari á íslandi, jógúrt 24% dýr-
ara, lambakjöt 27% dýrara í Reykjavík en Kaup-
mannahöfn - en undanrenna 14,3% ódýrari frá
íslenskum bændum en dönskum.
Niðurstaðan er þessi: Vörur eru að jafnaði
dýrari hér en erlendis, en andstætt því sem
gjarnan er haldið fram, er munurinn stundum
minni á búvörunum en þeim vörum sem búa við
„eðlilega verðmyndun og frjálsa samkeppni“.
Sjálfstæðisflokkarnir nefndu hins vegar í ályktun
sinni enga aðra tegund vöru sem þyrfti að lækka
í verði en búvörur: „Búvörur eru meðal mikil-
vægustu neysluvara heimilanna ... nauðsynlegt
(er) að gæta hagsmuna neytenda, losa um
stirðnað verðmyndunarkerfi landbúnaðarins og
tryggja eðlilega samkeppni í framleiðslu og sölu
á búvöru“.
Hnykkt er á þessari staðhæfingu um að
lækkun á landbúnaðarvörum sé nær eina við-
fangsefnið, með því að fullyrða að ásamt leið-
réttingum í skattamálum felist „mikilvirkustu að-
gerðirnar til að lækka rekstrarkostnað heimil-
anna ... í lækkun búvöruverðs..."
Hvers vegna vilja Sjálfstæöisflokkarnir ekki
virða staðreyndir? Vísitala framfærslukostnaðar
sýndi í des. 1990 að vísitölufjölskyldan eyddi
tæpum 7% af tekjum sínum til að kaupa búvörur
sem háðar eru verðlagsgrundvelli, en kostnað-
urinn við heimilisbílinn nam til samanburðar
11,5% af tekjunum. Húsnæðiskostnaður var
11,6% af heildinni.
Alls fara aðeins um 10% af útgjöldum heimil-
anna til að kaupa innlendar landbúnaðarafurðir.
Þetta þýðir, að þótt öll framleiðsla bænda lækk-
aði strax um 20% á morgun, mundi það aðeins
nema 2% lækkun á heildarútgjöldum heimil-
anna. Hvernig samrýmist þetta fleipri Sjálfstæð-
isflokkanna um að „mikilvirkustu aðgerðirnar"
neytendum til hagsbóta felist í verðlækkunum á
vöru bændanna í landinu? Það er undarlegt fá-
læti ef bændasamtökin og afurðastöðvarnar láta
Sjálfstæðisflokkana komast upp með þessar
rangfærslur.
Alþýðubandalagið samþykkti einnig kosn-
ingaályktun um síðustu helgi. Þar kemur skýrt
fram, að sú kaupmáttaraukning og kjarajöfnun
sem máli skipta felast í byltingum á fleiri vígstöð-
um en í landbúnaði. Alþýðubandlagið vill hag-
ræðingu í öllum greinum sölu og þjónustu, kjara-
jöfnun með hátekjusköttum, skattlagningu fjár-
magsntekna, hækkun skattleysismarka og
húsaleigubótum.
Neytendasamtökin hafa starfað hér frá 1953,
starfsemi þeirra orðin býsna fjölbreytt og tekið til
margs konar þátta með góðum árangri. Brýn
þörf er samt á því, neytendum til hagsbóta, að
Neytendasamtökin eflist og verði í framtíðinni
jafn sjálfsagður aðili hér og víða annars staðar til
umsagnar, ráðgjafar og þátttöku við stefnu-
mörkun, stjómun og ákvarðanatöku á ýmsum
sviðum þar sem hagur neytenda er eitt mark-
miðanna.
[ kosningastefnuskrá Alþýðubandalagsins
segir orðrétt: „Neytendamál verða æ mikilvæg-
ari. í því sambandi ber að leggja áherslu á styrk-
ingu Neytendasamtakanna". Það segir sitt um
hug Sjálfstæðisflokkanna, að hvergi er minnst á
Neytendasamtökin í landsfundarályktun um
neytendamál.
Alþýðubandalagið tengir neytendamálin
beint og á rökréttan hátt aðalkröfu flokksins um
aukinn jöfnuð í samfélaginum, aðra skiptingu
þjóðarteknanna, til að auka kaupmátt launa-
fólks. Neytendasamtök og neytendaréttur eru
almennt á lægra stigi í Evrópubandalaginu held-
ur en t.d. á Norðurlöndunum. Viðskiptajöfrarnir
sem ráða ferðinni í EB líta á margar kröfur neyt-
endasamtaka sem hvem annan óþarfa og
kostnaðarsama heimtufrekju eða sérvisku.
Þetta ættu þeir einnig að hugleiða sem ímynda
sér að hagsmunum þegnanna sé best borgið
með sem nánustum tengslum við „nútímann" í
0-ALIT
8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. mars 1991