Þjóðviljinn - 15.03.1991, Side 12

Þjóðviljinn - 15.03.1991, Side 12
Snillingur kveður WILLIAM HEINESEN 1900- 1991 Þrír staðir úr verkum W. í endurskoðaðrí þýðingu Þorgeirs Þorgeirsonar Fæðing listamannsins William Heinesen. Sjálfsmynd. Túss 1979. Samt fylgdi þessu trylt og hams- laus sælukend sem aldrei gleym- ist. I bamæsku trúði ég því að flugdreki þessi sem komið hafði með mig inní veröldina mundi þá og þegar vitja mín aftur tilað fara með mig þaðan, og vitaskuld hafði ég beig af þessum fleyga sendiboða lífs og dauða, lagði þó jafnframt ást á hann og beið hans jafnvel stundum milli vonar og Ótta. Úr „ Ráð við illum öndum " og spila, tónamir hlykkjast útúr stóm, rauðbrúnu hljóðfærinu sneisafullir af rökkurgmn og djúpri, einlægri sælu. Svona djúp- ir tónar frnnast allaleið niðrí maga. Þama í saggadmnga bergsins situr Platen, brosir og lætur fara vel um sig. Aleinn. Aulabáður sem hann er. Úr „ Tuminum úlá heimsenda " Heine- sen og kona hans Lisa á ní- ræðisaf- mæli hans 15. janúar 1990. Ljós- mynd Thomas Johanne- sen. Dag einn við upphaf þessarar aldar, mikilfenglegan og furðan- legan dag fúllan af þokulæðing- um í miklu Ijósi kom höfundur þessara Iína svífandi utanaf hafi á voldugu skipsegli. Ekki veit ég hvaðan mig bar að en ég veit hvar ég hafnaði. Það var í Þórshöfn, á mæni gamals húss við Bringsna- götuna, og þar kom ég í þennan heim. Þetta segl var engin lífvana dmsla heldur bráðlifandi vera og með sál. Einlægt er það á sveimi, sífeldlega í fomm en þó aldrei giska fjærri. Einusinni vitjaði það mín í draumi, hóf mig þá uppá væng sinn og sveif með mig í vesturátt yfir sinugrá torfþök og nýhirtar slægjur, innyfirþungbúið heiðaland sem var einsog dmnga- legt önugt hvískur í neðra; en síð- an man ég ekki meir nema hvað seglið fór að lemjast og skella þar í rökkrinu þannig að þetta varð glæfraför og heldur lítil skemtun. Starfsdagur listamannsins Þessir dimmu og fjarlægu tón- ar berast innanúr einum af tómu sölunum. Um hálfopna dyragátt má sjá hvar Platen situr lotinn á kjaftastól með sellóið í fanginu og það grillir í finguma á strengjun- um og bogann sem strýkst fram og affur. Nú vindur hann sér við og þá glampar á skegg og auga- brún í skímu frá loftglugganum, það leikur bros um varimar. Þama situr hann með sælubros á vör einsog hann væri að skemta sér í glöðum hópi vina. Aleinn. - Því er hann svona einn að spila héma? - Vegna þess að hér er hljóm- urinn svo miklu betri. Sérðu flöskuna? Hann má aldrei skilja hana við sig, þá fær hann dilir- íum. - Hvað er dilirium? - Maður getur drepist úr því. Platen heldur áfram að spila inw im'iyi „Menningin veröur ekki metin til fjár“ Viðtal og mynd: Ragnar Karlsson Emil Thomsen, nestor færeyskrar bókaútgáfu, hefur margt stórvirkið I undirbúningi I útgáfumálum þótt orðinn sé hálfáttræður. Það er oft talað um Ragnar í Smára sem nestor íslenskrar bókaútgáfu. Viðlíka stöðu gegn- ir færeyski bókaútgefandann Emil Juul Thomsen í þarlendri bókaútgáfu. A undanfornum áratugum hefur Emil ráðist í hvert stórvirkið á fætur öðru og gefið út bækur sem fæstir hefðu nokkurn tíma látið sér til hugar koma að hægt væri að koma á þrykk á máli jafn fámenns máls- amfélags og þess færeyska, sam- félags sem telur rétt um fjörutíu og átta þúsund sálir. Meðal þess sem Bókagarður Emils hefur gefið út eru flest önd- vegis skáldverk færcyskrar tungu og menningar: Endurútgáfur á verkum Heðins Brú, þýðingar á færeysku á verkum Williams Heinesens og sögur Martins Joen- sens, svo fáein sagnaskáld séu nefnd. Emil hefur í útgáfustússi sínu ekki síður lagt áherslu á að kynna löndum sínum ýmis stórvirki heimsbókmenntanna og má þar m.a. nefna Pláguna eftir Albert Camus, Bræðuma Karamazov efl- ir Dostojevski, smásögur eftir Guy de Maupassant, Tom Sawyer eftir Mark Twain og Úlróðramennina eftir Hans Kirk. Þá hefur Emil einnig gefið út Sölku Völku eftir Halldór Laxness og Grettissögu sem verða einnig teljast til flokks heimsbókmennta. Þegar blaðamaður var staddur í Færeyjum fyrir nokkru var vand- séð hvort honum myndi auðnast að ná tali af Emil. Bæði var að Emil er önnun kafinn maður og svo hitt að alls óvíst var að hann yrði staddur í Þórshöfn þá stund- ina. Emil er nefnilega búsettur í Nólsey og það er aldrei að vita hvenær fært er yfir sundið milli Nólseyjar og Straumcyjar. Af Em- ils hálfu var þó ekkert sjálfsagðara en að sjá af dýrmætum tíma sínum til að tala við blaðamann frá ís- landi. Emil segist núorðið fara með ferjunni á milli - hann er hættur að sigla sjálfur enda kominn af létt- asta skeiði, orðinn sjötíu og fimm ára. - Ég fer ekki alltaf daglega. Ég hef aðstöðu hér í Þórshöfn og get því gist ef mikið er að gera, eli- egar ef það er ófært á sundið, sem kemur fyrir, segir Emil og rifjar upp að í eitt skipti hafi verið svo slæmt sjólag að hann hafi kastast til uppi í brú og rotast er ferjan lagðist næstum á hliðina. Það er dálítið táknrænt að Em- il og bókaútgáfa hans hafa aðsetur við Bókbindaragötu. Emil tók á móti blaðamanni í litlu bakhúsi, þar sem hann hefur aðstöðu þegar hann dvelur í Þórshöfn. Meðan Emil hitar te og reiðir fram hcimabakaðar smákökur úr Nólsey er hann inntur eftir starfi sínu að bókaútgáfu. - Ég byrjaði að gefa út 1967. Það var tímaritið Varðinn. Ég lét endurprenta fjörutíu og eitt bindi af því ágæta tímariti, sem var þá orðið löngu ófáanlegt. Ég hef ekki nákvæma tölu um fjölda þeirra bókatitla sem ég hef gefið út - ætli þeir séu ekki rúm- lega tvö hundruð talsins, að endur- útgáfum meðtöldum. Það er mjög erfitt að segja ná- kvæmlega til um það í hve stórum upplögum bækur koma út hér í Færeyjum. Það er mismunandi eft- ir því hvers konar bókmenntir er um að ræða. Yfirleitt læt ég prenta tvö til þrjú þúsund eintök, en lang- flestar færeyskar bækur koma út í minna upplagi. Ég veit ekki hvort Færeyingar Iíta á sig sem bókaþjóð eins og Is- lendingum er svo tamt að gera. Nei, ég held ekki. Hér er ekki sama hefð fyrir bókmenntum og bókum og hjá ykkur íslendingum. Þar að auki hefur danskra bóka ekki gætt eins mikið hjá ykkur og hér í Færeyjum. Ef þú lítur í glugga bókaverslana hér er meiri- hluti þess sem stillt er út danskar bækur og rit. A efri skólastigum eru flestar, ef ekki allar, kennslubækur á dönsku. En hefur það ekki breyst á síð- ustu árum ? - Vonandi fer þetta að breytast, en því hefúr ekki verið breytt enn, segir Emil staðfastur. Góö bók gulli betri Þegar útgáfubækur Emils eru skoðaðar verður maður þess fljótt áskynja að oftar en ekki er mjög mikið lagt í frágang þeirra - góður pappír, vandað band og gjaman eru bækumar ríkulega skreyttar teikningum eða öðm skrauti. Er það einkennandi fyrir færeyska bókaútgáfú almennt að mikið sé lagt í fiágang bóka? - Nei, það held ég ekki. Ég vil hafa þetta svona sjálfúr. Bók sem er gerð vel úr garði er eigulegri. Fólk vill ffekar eiga bækur sem líta vel út og það ýtir undir bóka- eign manna. Skraut og notagildi á í heimsókn hjá nestor færeyskrar bókaútgáfu, Emil Thomsen við Bókbindaragötu í Þórshöfn 12 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. mars 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.