Þjóðviljinn - 15.03.1991, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 15.03.1991, Qupperneq 13
Máni yfir Nólsey. Klippimynd 1969. Dauði listamannsins Raunar dó Platen ekki fyren nokkrum mánuðum seinna því hann dó á lengsta degi ársins. Dó um miðjan morgun í þann mund sem skonortan Christina kom og varpaði akkerum útá lagi og fiaut þar svo með rá og reiða og gyltri stafnmynd. Og sólin skein í heiði og Römershöndlunarreitimir inná Hávöðum stóðu drifahvítir af saitfiski. Þegar hann dó vorum við strákamir einmitt í Hróa-Hattarleik uppá flötinni við Bmnnhúsin hjá Ekku. Þá kom Ekka fram á hlaðið sitt og skimaði niðr- yfir plássið. - Getiði sagt mér það drengir mínir, hvort fiagg- ið þama niðurfrá er i hálfa eða heila stöng. - Hálfa. - Þá er hann Platen dáinn. Úr „ Tuminum útá heimsenda " William. Teikning eftir son skáldsins, myndlistarmanninn Zacharías. að mínum dómi að fylgjast að og gerir það, ef ekki er um eitthvert óþarfa tildur að ræða. - Menn bera fremur virðingu fyrir bókum sem em fallegar að öllu útliti og frágangi. Falleg bók er mönnum tamari í hendi og það skiptir miklu að böm og unglingar sjái að foreldrar þeirra og aðrir fullorðnir beri virðingu fyrir bók- um. Hvað ungur nemur gamall temur, segir Emil. - Eg var svo lánsamur að kom- ast í samband við William Heine- sen um svipað leyti og ég byrjaði í bókaútgáfunni. Hann féllst á að gera bókakápumar úr garði fyrir mig. Og hann hefúr séð um skreyt- ingar og frágang á einum fimmtíu bókum sem ég hef gefið út - bók- arkápumar em hver annarri betri, segir Emil. Frummyndirnar að bókarkáp- um Williams hanga uppi á vegg á bókalager Bókagarðsins og má þar greina marga gersemina úr smiðju myndiistarmannsins Williams Heinesens. Mykines í kjól og hvítu Þrátt fyrir marga gersemina sem Emil Thomsen hefur látið úr hendi á þeim tuttugu og ljómm ár- um sem liðin em síðan hann hóf að gefa út bækur, em bækumar Kirkjuböarstólamir, sem út kom fyrir tveimur árum, og bók um Sá- mal Joensen Mykines-málara eftir Bárð Jákupsson, er kom út fyrir síðustu jól, vafalaust mesta útgáfú- stórvirki Emils til þessa. í bókinni um Mykines em 110 litprentanir af verkum eins mikilhæfasta málara sem Færeyingar hafa eignast til þessa. - Já, þetta em fallegar bækur, segir Emil hægversklega. Er einhver von til þess að þú hafir einhvemtima upp í kostnað- inn afþessum útgáfum? - Eg veit ekki. Mykines var gefin út í sex þúsund eintökum og sjálfsagt líður dágóður tími áður en ég læt endurprenta hana, segir Emil kiminn á svip. - Það þýðir ekki alltaf að spyija um beinan íjárhagslegan ávinning afþessu starfi. Menning- in verður ekki metin til Ijár. Þar sem ég hef með annan rekstur að gera, get ég borgað upp tapið sem óhjákvæmilega verður oft á bóka- útgáfunni. Þetta hefur þó ekki ver- ið neinn dans á rósum hjá mér- en ég kemst af. Líkt og að vera heima Emil Thomsen hefur haft heil- mikið af íslenskum prentumm að segja í gegnum tíðina. - Eg hef átt samskipti við þá hjá Odda í ein tuttugu ár. Þetta samstarf hófst eiginlega þegar ég dvaldi á Islandi í eina viku. Þá hitti ég Baldur Eyþórsson, föður Þor- geirs, núverandi forstjóra Odda. Baldur kom síðan til Færeyja og þá samdist um með okkur að hann prentaði fyrir mig og síðan hefur þetta samstarf haldist og ávallt verið með ágætum. I gegnum tíðina hefur Oddi prentað eitthvað á annað hundrað af mínum bókum. En hvers vegna leitaði Emil til Islands með prentun á bókum sín- um? - Eg hafði áður skipt við prent- smiðjur í Hollandi. Það var mjög ódýr og góð vinna. En það var örð- ugt við að eiga. Það er mikið auð- veldara að fá þetta gert á Islandi. Málaörðugleikar í samskiptum við Islendinga em miklu minni en við Hollendingana. í Hollandi varð maður sýknt og heilagt að tala ensku, en á íslandi get ég talað mína færeysku og samt gert mig skiljanlegan. Það er ekki ólíkt því að vera heima þegar maður er á ís- landi, segir Emil. Sjálfstæöiö er ykkar lyftistöng - Islendingar og Færeyingar em mjög líkir. Það eina sem skilur á milli okkar og ykkar er að þið er- uð sjálfstæð þjóð, en við ekki. Það er kannski ástæðan fyrir því að okkur hefur ekki miðað meira fram á veg en raun ber vitni. Við höfum ekki haft þann kraft sem við hefðum þurft að hafa til að búa betur að okkar, segir Emil. Er þessari deyfð um að kenna að Fœreyjar eru enn undir yfir- ráðum Dana? - Já, það tel ég vera. Island er reyndar auðugra land en Færeyjar, en ég held að Islendingar hafi ver- ið líkari Dönum að því leyti að þeir hafa sett hnefann í borðið og sagt: Fjandinn hafi það - látum slag standa. Færeyingar em miklu varkár- ari. Við hefðum óefað getað staðið á eigin fótum, hefðum við bara kært okkur um það og sýnt nauð- synlegt áræði. Dönsku áhrifin em allsstaðar og þau hafa gert okkur veikari fyr- ir, segir Emil, en tekur þó fram að þar sé ekki einungis við Dani eina að sakast, Færeyingar geti sumpart kennt sjálfum sér um. Er færeysk tunga á undan- haldi? - Það hefur ýmislegt gerst hér í Færeyjum sem hefur styrkt stöðu tungunnar. Þar ber kannski helst að nefna háskólann okkar - Fróð- skaparsetrið. Það er einnig lögð miklu meiri rækt við færeyskuna í skólakerfinu en áður var. Staða færeyskunnar hefur því heldur styrkst ef eitthvað er, segir Emil. Laxness á erindi viö okkur Emil segir að hann hafi lengi haft i hyggju að gefa út á færeysku nokkur helstu skáldverk Halldórs Laxness, en hann hefur þegar gef- ið út Sölku Völku. - Eg held að Halldór sé sá út- lendi höfundur sem hefúr mest að segja Færeyingum. Hann skrifar mikið um þá tíma þegar margt var líkt á lslandi og í Færeyjum. Ég ætlaði að láta þýða helstu bækumar hans, s.s. Sjálfstætt fólk, Heimsljós, Brekkukotsannál, eða eitthvað um tíu bækur. Ég er helst á því að verk hans gætu orðið lyftistöng fyrir þjóð- emisvakningu okkar og sýnt unga fólkinu fram á hvemig kúgaðar og smáðar sálir eins og Jón Hregg- viðsson áttu til reisn, rétt eins og fijálsbomir menn. Ég veit þó ekki nema þetta sé orðið of seint. Færeyskt samfélag hefur breyst svo mikið á síðustu áratugum, gamlir atvinnuhættir em óðum að hverfa og við tekur borgarsamfélag í smækkaðri mynd, segir Emil. En eru islenskar bœkur eitt- hvað á ferðinni hér í bókabóðum? - Nei, það held ég ekki. Þannig að það er jafn erfitt að fá keyptar islenskar bœkur hér og færeyskar bækur á Islandi? - Fyrir nokkmm ámm gerði ég heiðarlega tilraun til að koma fær- eyskum bókum á framfæri á Is- landi og sendi bækur í fjölmargar bókabúðir fyrir mörg hundmð þús- und krónur. Ég fékk ekkert út úr því nema tapið eitt. Sjálfsagt er hægt að koma ís- lenskum bókum á framfæri hér og færeyskum á Islandi. En það þarf einhvem dugnaðarfork til að vinna ötullega að því. Ritmál okkar er það líkt að Færeyingar eiga ekki í neinum teljandi erfiðleikum með að lesa islensku, né íslendingar færeysku, segir Emil. Lumar á mörgu stórvirkinu Emil Thomsen segist ekkert vera að því kominn að setjast í helgan stein þótt hann sé farinn að nálgast áttrætt. - Meðan mig þrýtur hvorki heilsu né þor mun ég halda ótrauð- ur áffam að gefa út. Það er svo ótalmargt sem ég á eftir ógert í út- gáfúmálum, segir hann. Meðal þess sem Emil segist vera með í bígerð er að halda áfram að gefa út verk séra Kristi- ans Osvalds Viderðs. Þegar hefur Emil gefið út þrjú bindi eftir Vi- derö, sem út komu fyrir síðustu jól. , - Ég ligg með handrit að ein- um tuttugu bókum eftir Kristian. Að mínu mati er Kristian mesta skáld sem Færeyingar hafa eignast - hann er engum líkur, segir Emil og á bágt með að leyna hrifningu sinni á skrifúm Kristians. - Hann skrifar mjög fomt mál og bræðir saman færeysku, nor- rænu og íslensku. Til að auðvelda mönnum lesturinn hef ég brugðið á það ráð að prenta orðalista með bókunum hans. Bækiunar hans em mun auðlesnari fyrir íslendinga en Færeyinga! Þá hefúr Emil í langan tíma haft augastað á að gefa út hið mikla dans- og þjóðkvæðasaíh Jens Christians Svabos (1746- 1824) í aðgengilegri útgáfú fyrir almenning. - Ég held í þá von að mér auðnist að koma þessu verki út áð- ur en ég verð allur, segir Emil Thomsen. Föstudagur 15. mars 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.