Þjóðviljinn - 15.03.1991, Side 16

Þjóðviljinn - 15.03.1991, Side 16
HELGARMENNINGIN er hér Jakob Það var alltaf ætlunin að segja meira frá Santiago de Compostela, borg heilags Jakobs á Spáni, en Sylvía Plath truflaði mig í vikunni sem leið. Heim- sóknin sem ég sagði frá í vikunni þar á undan (hver sagði að Þjóð- viljinn birti ekki framhaldssög- ur?) var bara sú fyrsta, farin með Mariu, leiðsögumanninum sem var með okkur alla ferðina i rút- unni. Eftir hana fórum við heim á Hótel postulanna og lögðumst í bæklinga til að reyna að átta okkur á sögu Jakobs postula eldra. Sagan segir að hann hafi gerst trúboði eftir dauða Krists og komist til Spánar þar sem hann hafi farið um og predikað. Þaðan er sagt að hann hafi farið til Rómar og verið tekinn af lífi (iíklega hálshöggvinn) af Róm- veijum. En um það bil átta hundruð árum síðar varð ein- setumaður í Galisíu var við ein- kennilegt ljós og ljúfa tónlist í skóginum við kofann sinn. Hann gerði Teodomiró biskupi við- vart, og biskupinn kom og fann hvorki meira né minna en lík- amsleifar Jakobs og tveggja lærisveina hans sem höfðu borist á undursamlegan hátt alla þessa leið. Ekki fannst sagnfræðingn- um sem með mér var þessi saga sennileg. En mér þótti sem margt ósennilegra hefði gerst í fom- eskju og um þetta var þráttað þar til sagnfræðingurinn sagði: Ann- ars getum við gert út um þetta á morgun, við Jakob. Daginn efiir fórum við aftur inn í Santiago og hittum sérstak- an galisískan leiðsögumann og sérfræðing í sögu borgarinnar. Það var sannarlega sjón að sjá þann mann. Hann var á að giska tæplega sextugur, lágvaxinn, þrekinn og jafnbola. Þó að heitt væri í veðri var hann í þykkum, svörtum jakkafotum sem af lagði sterkan þef af sagga, svita og tóbaki. Maðurinn var með þykkt, svart og fitugljáandi hár niður á herðar og andlit úr dökkbrúnu leðri sem lá í þykkum boga- dregnum fellingum eins og gard- ínur sem teknar eru upp báðum megin. I munnfellingunni var ævinlega tendruð frönsk goulo- ise sígaretta nema þegar stuttir fingumir tóku hana burt til að maðurinn gæti talað. En merkilegust vom augun, lítil, svört og ákafiega þétt sam- an. Og reyndu þó að komast enn- þá nær. Galisíski Ieiðsögumað- urinn var ákafiega rangeygður. Litlu svörtu augun mnnu í eitt þar sem nefið byrjar og það var aldrei nein leið að sjá á hvað hann var að horfa. Þegar hann talaði til manns varð maður sjó- veikur af áreynslunni við að reyna að horfa i augun á honum. Eða kannski af stækjunni af fot- unum hans. Eða brækjunni frá sígarettunum. Eg veit það ekki. Þetta var dásamlegur leið- sögumaður. Hann talaði ensku og þýsku af fullkomnu öryggi, og allt vissi hann sem hægt var að vita - um hús og húsagerðar- list, sagnfræði og þjóðsögur, siði og venjur síns fagra héraðs. Spönsku talaði hann vitaskuld, en galisíska var hans tunga, merkt tungumál og náskylt portúgölsku. Hann gekk með okkur inn í gamla bæinn og benti á merkis- staði á báða bóga. Þegar við komum á kirkjutorgið sagði hann okkur ffá byggingunum í kringum það og þá sérstaklega frá pílagrímaspítalanum til vinstri við kirkjuna. Hann var settur á fót af kaþólskum þjóð- höfðingjum til að hlynna að sjúkum pílagrímum og gegndi veigamiklu heilbrigðishlutverki um aldir, en Franco (sem enginn leiðsögumaður nefndi með nafni, þeir kölluðu hann á ensku „the former head of state“, fyrr- verandi þjóðhöfðingja) innlim- aði hann í keðju af svokölluðum „landshótelum", lúxúsgististöð- um fyrir toppembættismenn sína og erlenda auðjöfra sem vildu fjárfesta á Spáni. Húsið er listi- lega byggt úr galisísku graníti, fagurlega úthöggnu, og er fræg- asta hótel í landinu. Svo leit leiðsögumaðurinn á úrið og sagði að nú væri tíminn kominn til að fara inn í kirkjuna; við værum lánsöm, einmitt í dag yrði hefðbundin athöfn í kirkj- unni sem fátítt væri að ferða- menn fengju að sjá. Þegar Santiago de Compost- ela var einhver vinsælasti helgi- staður í heimi komu þangað milljónir pílagríma á ári. Margir þessara manna voru sárafátækir og sjálfsagt hefur það stafað af því ekki síður en trúrækni að fjöldi þeirra gisti í kirkjunni meðan þeir stóðu við. Af þessu varð mikil fýla inni í kirkjunni, sagði leiðsögumaðurinn og hryllti sig svo að askan úr sígar- ettunni sáldraðist jafnt yfir báða jakkaboðunga, og nokkrum sinnum á ári er kirkjan hreinsuð. Ekki er þó ráðist gegn orsökum fýlunnar með því að skúra gólf og spúla veggi, heldur er kirkjan fýllt af nýrri lykt. En það er gert á eftirminnilegan hátt. I húsagarðinum inni í kirkjubyggingunni eru hituð kol á eldi. Glóandi eru þau svo tekin og sett neðst í geysimikið reyk- elsisker, á hæð við átta ára bam og sextíu kíló á þyngd. Ofan á þau er reykelsið sett og kerinu lokað, svo rogast tveir menn með það inn í kirkjuna. Þar er það hengt á sinn stað, í mikið reipi sem hangir niður úr hvelf- ingunni. Fimm munkar raða sér nú á bönd og byrja að toga kerið upp í hvelfinguna. Um leið og það er laust frá gólfi fer það af stað, sveifiast smám saman stærri og stærri sveifiur og frá þvj gusast undursamlegur ilmur. „Botafumeiro" er það kallað, þetta fræga gullna sveifiuker í dómkirkjunni í Santiago. Við íslendingamir horfðum hugfangnir á þessa makalausu sjón: munkana fimm sem toguðu og toguðu, kerið mikla sem hófst hærra og hærra á loft og skutlað- ist með æ meiri hraða eftir kirkj- unni þverri. Full ferð er 120 kíló- metrar á klukkustund. Utan við sig af sögulegri hrifningu steig sagnfræðingurinn innar og nær til að fylgjast betur með, en sá þá kerið koma að sér á ógnarhraða og stefna beint á enni sér - og hefði ekki spurst til hans framar ef það hefði farið sína leið. En hvað gerðist? Náði íslenski sagnfræðingurinn að beygja sig á síðustu stundu eða kippti Jakob kerinu upp fyrir kollinn á honum áður en það æddi áfram upp í hvelfinguna? Það veit enginn því hvorugur hefur sagt frá. Þeir gerðu út um þetta sín á milli. 16 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. mars 1991 Kysstu mig Kata Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleik- inn í kvöld r r- ysstu mig Kata, eftir Samuel og Bella Spe- L^L~wack, er eldfjörugur og gamansamur söngleikur með fjölda sígildra dægurfaga eftir Cofe Porter og gerist í leikhúsi á frumsýningarkvöldi, þar sem ieikflokkur er að sýna „Snegla tamin“ eftir William Shakespeare. Leik-, söng og dansatriðin eru ýmist úr frumsýningunni á „Sneglu“ eða af atburðum baksviðs og í búningherbergjum frumsýn- ingarkvöldið á heitu júní- kvöldi 1948, og tilfinningarnar Ioga, ástamál reynast einkar flókin. Sýning LA er mjög viðamik- il og hefur ekkert verið til sparað til að búa leiknum sem vegleg- asta umgjörð. Leikstjóri er Þór- unn Sigurðardóttir, þýðandi Böðvar Guðmundsson, leik- mynd og búningar eftir Unu Collins, Jakob Frímann Magn- ússon sá um tónlistarstjóm og útsetningar, Nanette Nelms sá um dansa og sviðshreyfingar, Ingvar Bjömsson um lýsingu og Ragnhildur Gísladóttir og Helgi Bjömsson í hlutverkum slnum. Mynd: Páll. Óskar Einarsson er hljómsveit- hildur Gísladóttir, Vilborg Hall- arstjóri. Meðal leikara og söngv- dórsdóttir og Valgeir Skagfjörð. ara eru Helgi Bjömsson, Ragn- ÓHT draugagang Hugleikur með Ahugaleikfélagið Hugleikur frumsýnir spánnýtt íslenskt leikhúsverk í spánnýju leikhúsnæði að Brautarholti 8 á laugar- dagskvöldið kl. 20:30 og nefnist verkið „Saga um Svein sáluga Sveinsson í Spjör og samsveit- unga hans“, eftir Unni Guttormsdóttur og Önnu Kristínu Kristjánsdóttur. Leikritið gerist á þeim tíma þegar enn var reimt í sveitum og galdrar ekki með öllu aflagðir, auk þess var holdið veikt þá sem nú. Vaktir eru upp nokkrir draugar í leikritinu og sagt svo reimt í því, að furðu gegni ef nokkmm leikhúsgesti kemur dúr á auga nóttina eftir að hafa séð það. Hugleikur hefur nú flutt sig í sal Kvikmynda- verksmiðjunnar hf að Brautarholti 8. Þegar er upp- selt á frumsýningu, en sýningar verða 10-12, næst 19., 21, 23. og 27. mars. Tekið er við miðapöntun- um í síma 16118 en miðasölusími sýningardaga eftirkl. 19 er 623047. ÓHT Sveitarómantík og draugagangur hjá Hugleik. Bíóblaðið komiö Út er komið 2. tbl. Bíó- blaðsins, sem Nýjar lausnir hf. gefa út í samvinnu við kvikmyndahúsin, en erindið er að kynna væntanlegar bíó- myndir. Ólafur Jón Jónsson ritstýrir Bíóblaðinu, sem að hans sögn er prentað á „náttúruvænan" pappír í 17 þúsundum eintaka. Af þeim er 5 þúsundum dreift í framhaldsskólum en afgangn- um með aðgöngumiðum í bíó- unum. 15-20 myndir eru kynnt- ar í blaðinu að þessu sinni, um- sagnir virðast byggðar á auglýs- ingaefni kvikmyndaframleið- enda og veita svipaða fræðslu og léttmetisdálkar dagblaða. ÓHT Myndlista- og handíðaskóli íslands auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir skólaárið 1991-92. Umsóknarfrestur í fornám er til 19. apríl og á sér- svið 15. maí n.k. Upplýsingará skrifstofu skólans, Skipholti 1, kl. 10-12 og 13-15, sími 19821.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.