Þjóðviljinn - 15.03.1991, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 15.03.1991, Qupperneq 17
HAM þriggja ára og aldrei betri Það var hálfgerð HAM-vika í síðustu viku. Á miðvikudegi héldu piltarnir tónleika á Tveimur vinum, og síðan á laug- ardagskvöldi buðu þeir til af- mæiisveislu á menningarstaðn- um Staupasteini í Kópavogi. Það eru þrjú ár frá því Ijóshærði ris- inn, Sigurjón Kjartansson hitti gleðimanninn Óttarr Proppé, og lögð voru drög að hljómsveitinni HAM. Nokkuð hefur verið um mannabreytingar en þó hefur bassaleikarinn S. Björn Biöndal reynst þeim Sigurjóni og Óttarri tryggur liðsmaður allt frá fyrstu tíð. Núverandi skipan HAM, sú traustasta til þessa, telur auk þeirra þremenninga gítarleikar- ann glúrna Fiosa og Arnar, ung- an trommusnilUng. Það var margt um manninn á Tveimur vinum og hugur í mönn- um, senda var í boði stórgóð grað- hestarokk- dagskrá. Drulla, nýleg sveit pönkara, hóf leikinn af ör- yggi. Greinilegt er að sveitinni fer fram með hverjum tónleikum sem þeir spila. Drullu-drengimir túlka vandamál utangarðsunglingsins á trúverðugan hátt, og lýsa frati á stjómmálamenn og presta. Á eftir Drullu fengu áhorfendur tvö stór- góð sýnishom af sönnu íslensku dauðaþungarokki, þegar tvær helstu sveitimar í þeim kanti, Mortuary og lnfúsoria, léku eigin lög. Einnig léku báðar sveitinrar lög eftir Brasilísku sveitina Sep- ultura, og Mortuary bætti um betur HAM: Ekkert gefið eftir. Mynd: B.S. og lék Slayer lagið „South of hea- ven“ af öryggi. Þessar sveitir skipa mjög ungir strákar, (hvar em stelp- umar?), og vakti fúrðu hve tónlist- in rann snuðrulaust áfram, hvergi mistök og krafturinn ógnvekjandi. Söngvarar hljómsveitanna sveifl- uðu siðu faxinu ógurlega og rumdu af hjartans list. Undruðust margir eldri áhorfendur hinn djöf- ullega bassa sem kom úr þessum ungu börkum. Að öðrum ólöstuð- um átti söngvari og bassaleikari Infúsoriu, Gísli, stórleik, bæði með fingrafimi og meistaralegum rymjanda. Hvenær fáum við þess- ar hljómsveitir á plast? Komandi kynslóðir eiga heimtingu á því. HAM tók við á eftir Infúsoriu og var í frábæru formi. Þeir renndu yfir lögin af miklum krafti og ör- yggi. Gömul útgefin lög voru spil- uð í bland|við nýrri óútgefin lög. Eins og jafnan á Siguijón laga- smiður margt gott í pokahominu og pulsu fúlla af rúsínum. „Party town“ er yndislegt lag og líklegt til vinsælda. Það fjallar að sögn um Hafnir á Suðumesjum. „Rapemac- hine“ og „Comy Song“ em ávallt fersk þótt þau hafi verið lengi óút- gefin á efhisskránni. Þremur dögum síðar héldu HAM-menn uppá afmæli sitt og var fjölmenni á Staupasteini. Drullu-drengimir fengu annað tækifæri og slógu í gegn með þéttu pönkprógrammi. Myndyndi, fé- lagsskapur um ferðalög, sýndi nokkrar áhugaverðar skyggnur og síðan steig stuðhljómsveitin Jepp- ar á stokk. Jeppar em HAM í stuð- dulargervi og héldu uppi stuðinu dágóða stund með lögunum „rennibraut“ og „íslensk renni- braut". HAM átti að vera síðasta afmælisatriðið en þegar hér var komið við sögu höfðu nokkrir magnarar brunnið yfir svo afmæl- isbamið fékk ekki að blása á kert- in heldur rauk á dyr. Hálf mis- heppnuð afmælisveisla hjá strák- greyunum og tónleikamir á Tveimur vinum verða að duga i bili í minningunni. Vonandi hljóðrita þeir HAM- menn lög sin bráðlega og gefa út, því núna er hásumar í lagagerð og spilamennsku hljómsveitarinnar. En hjá sumum hljómsveitum haustar að vísu aldrei... -GUNNI INFUSORIA: Rymjandi faxar. Mynd B.S. Uppkast aövinsældum COWBOY JUNKIES-Whites off earth now!! RCA/Skífan 1990 Cowboy Junkies koma frá Tor- onto, Kanada og slógu í gegn 1988 með plötunni „The Triniti Sessi- on“. Tónlist dópkúrekanna er seið- andi blús-kántrý-popp og á ljúf rödd söngkonunnar Margo Timm- ins, sem oft nálgast hvísli, líklega mestan þátt í vinsældum hlóm- sveitarinnar. Þriðja platan „The Caution horses" tryggði hljóm- sveitinni ennþá fastari sess í hugum hlustenda og þá fannst útgáfúfyrir- tækinu tími kominn á að endurút- gefa fyrstu plötu sveitarinnar, „Whites off earth now!!“, sem kom upprunalega út hjá eigin smáfyrir- tæki dópkúrekanna, Latent Record- ings, 1986. Líkt og með „The Trinity Session" er „Whites...“ tekin upp með einum hljóðnema sem stillt var upp í miðju æfingarherbergi hljómsveitarinnar. Það tók sex tíma og eina grillveislu að taka þessa níu laga plötu upp. Tónlistin varð öll til þannig að hljómsveitin „djamm- aði“ saman og Margo söng yfir gamlan blús eða rokktexta sem þótti passa við stemmningu „djammsins". Þannig eru m.a. á plötuni þijú lög „eftir“ John Lee Hooker, tvö „eftir“ Robert Jolmson og eitt „eftir“ Bruce Springsteen. Upprunalegir flytjendur eru skrif- aðir fyrir lögunum þótt þeir eigi í rauninni bara textann. Eitt lag er þó skrifað á Cowboy Junkies, lagið „Take me“. Tónlistin er frekar syfjulegt ný- bylgju-blús-djamm en nær sér þó oft á strik í gæða sveiflu. Rödd Margo er í mótun og sjálf segist hún ekki hafa fundið röddina íyrr en hljómsveitin tók til við að spila opinberlega, en þegar „Whites...“ var tekin upp hafði hlómsveitin bara djammað í einrúmi í um hálft ár. Tónlistin á þessari plötu er beinagrindin á þeim hljóm sem hljómsveitin fullmyndaði með Margo dópkúreki „The Caution horse“. Því ætti þessi plata að vera kjörgripur í safn allra sem eiga og „fíla“ þá plötu og „The Triniti Session“. Aðrir óreyndari áhugamenn ættu að byija á að grípa niður seinna á þróunarbraut hljóm- sveitarinnar. - GUNNI Frábærir Finnar Þá hefur finnska gæðahljóm- sveitin 22-Pistepirkko haldið heim á ný eftir fjögur frábær kvöld í Reykjavík. Hljómsveitin lék á Tveimur vinum fimmtu- dags-, laugardags- og sunnudags- kvöld, og í norðurkjallara M.H. á föstudagskvöldi. Ekki er hægt að segja annað en Finnarnir hafi staðið undir öllum þeim vænting- um sem bundnar voru við þá. Hljómsveitin var mjög sam- heldin og spilagleðin geislaði af þeim. Hinn Ringo-legi Espe trommari barði húðimar af stakri áfergju með hristum og hvað eina og söng sum lögin feimnislega. Þeir slána-bræður PK og Aske voru í stuði. Hinn hávaxni PK söng flest lögin og átti glæsileg tilþrif á gítarinn. Liðamótaleysinginn Aske hlykkjaðist bæði með bassa og fyrir framan orgelið og var stórkostlegur í báðum hlutverkunum. Efnisskráin samanstóð af lögum af nýjustu plöt- unni, „Bare bone nest“, og glænýj- um lögum sem Finnamir em að hljóðrita um þessar mundir. Þeir náðu upp góðu næmi í rólegu lög- unum og mikilli snerpu í kraftmeiri lögum. Auk frumsamdra laga hljóm- uðu ýmsir „standardar“, lög eftir Link Wray, Bo Diddley, Velvet Underground og The Sonics, að ógleymdum stórgóðum útgáfum á lummunum „Wild thing“ og „On the bayou". I stuttu spjalli við Aske sagði hann að íslandsdvölin hefði verið ágæt, að hér væri hvorki sem maður væri á himnum né í helvíti. „Við fómm í Bláa lónið og á Sykurmolatónleika og át- um fisk, en fúlsuðum við sviðunum því við erum grænmetisætur.“ Finn- amir virðast ekki hafa kynnt sér mikið af íslenskri tónlist, en Aske sagði þó að Sykurmolamir hefðu verið góðir á köflum og að Langi Seli og Skuggamir, sem spil- uðu með þeim á laugardagskvöldið, hafi verið mjög góðir þangað til þeir urðu of fúllir. Aske sagði að þeim fyndust íslenskir áhorfendur mjög góðir en þó hefði mátt vera betri mæting. Og það er einmitt mergurinn málsins. Mætingin á þessa einstöku rokkviðburði var fyrir neðan allar hellur. Þeir sem ekki sáu Finnana frábæm geta bara nagað handarbökin um ókomna mánuði því mér segir svo hugur um að önnur eins rokkveisla láti standa á sér. Húrra fyrir 22-Pisterpirkko og þeim sem fluttu þá inn og vei þeim sem heima sátu. -GUNNI HELGARVAGG Gunnar L. Hjálmarsson VAGGTÍÐINDI ■ Franski meistarinn Serge Gainsbourg er horfinn til feðra sinna. Hann dó úr hjartaáfalli á heimili sínu í París 62 ára að aldri. Hér á landi er Gainsbourg einna þekktastur fyrir „franska stunulagið" svokallaða, „Je t'aime“ sem hann söng með Jane Birkin 1969. Gainsbourg þótti klúr í háttum og gerði hvað eftir annað uppistand í viðtölum, enda annálaður drykkju- og reykingamaður. Þeir sem vilja votta Serge gamla virðingu sína gætu t.d. séð dóttur hans Charlotte í myndinni „La petite voleuse" sem nú er sýnd í Reykjavík... ■ Soul-kóngurinn James Brown er laus úr steininum. Hann var settur inn 1989 fyrir að ráðast á lögregluþjón. Brown er með margt á prjónun- um og er byrjaður að vinna að nýrri plötu sem á að heita „New Universal Funk“. í steininum þróaði Brown nýtt „sánd“ sem hann kallar „Universal sound“. ( maí gefur svo Polygram út safnkassa með 72 lögum soul- kóngsins, sem á að heita „Star time“... ■ Snickers-súkkulaðifyrir- tækið hefur gert 4 miljón doll- ara samning fyrir að nota gamla Stones-lagið „Satisfacti- on“ f auglýsingu. Keith og Mick fá í sinn hlut 2,8 miljón dollara. Fínn biti það... ■ Levi's gallabuxnafyrir- tækið hefur rifið upp Clash-æði í Bretlandi. Gamla Clach-lagið „Should I stay of should I go“ sem hljómar í Levi's auglýs- ingu er i efsta sæti smáskífu- listans og næst á að endurút- gefa lagið „Rock the Casbah“. Mick Jones er ekkert yfir sig hrifinn, (byltingin étur börnin sín og allt það), og er nú að leggja síðustu hönd á sjöttu Big Audio Dynamite plötna, „The Globe“, sem á að koma út í maí... ■ Sykurmolamir spila í Zenith tónleikahöllinni í París i kvöld. Richard fyrirtækið, sem m.a. framleiðir pastis-drykkinn Pastis 51, heldur þessa tón- leikahátíð. ( kvöld spila The Pogues og Schreaming Tar- gets ásamt Molunum, en á morgun leika Prefab Sprout, Dave Stewart úr Eurythmics, og fleiri... ■ Vert er að minna á tón- leika Kvartetts Tómasar R. Ein- arssonar í Púlsinum í kvöld. Básúnuleikarinn Frank Lacy spilar með kvartettnum svo og trommugoðsögnin Pétur Öst- lund. Á morgun og á sunnu- daginn syngur söngsveitin NA- 12 frá Húsavik létt sveiflulög í Púlsinum. Sveitinni er stjómað af Ragnari L. Þorgrímssyni tón- listarkennara á Húsavík. Þrír norskir tónlistarmenn leika með NA-12, bassaleikarinn Sven Haugen, píanó/syntaleikarinn Freddy Hoel Nilsen og trompet- leikarinn Philip A. Kruse... ■ Lifandi Tónlist á sér samastað á Tveimur vinum eins og undanfarið. ( kvöld og annað kvöld sér Loðin Rotta um stuðið. Rottan er skipuð nokkrum Rikshaw-mönnum og bassaleikaranum knáa úr Mezzoforte Jóhanni Ásmunds- syni. Tveir vinir eru með átak í að kynna yngri sveitir; Formica, poppsveit úr Breiðholti skemmtir á sunnudags- og mánudagskvöld, en White- house leikur á þriðjudags- og miðvikudagskvöld. Engar upp- lýsingar fengust um þá hljóm- sveit, en þetta er allavega ekki samnefnd hávaðasveit frá Eng- landi... Föstudagur 15. mars 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.