Þjóðviljinn - 15.03.1991, Blaðsíða 21
T **
Hús
framtíöan
Endumýtt byggingarefni -
Ymislegt forvitnilegt á döfínni
hjá Ameríkönum
Ýmsar nýjungar í bygging-
ariðnaðinum ifta nú dagsins Ijós
í guðs eigin landi. Kanar hafa
nú fundið ilmandi peningalykt
á framleiðslusviði endurnýttra
byggingarefna. Sagt er frá at-
hyglisverðum framleiðsluvör-
um úr endurnýttum hráefnum í
aprílhefti tímaritsins Popular
Science. Hér á eftir fara helstu
hugmyndirnar, ætlaðar íslensk-
um endurnýtingarsinnum til í-
hugunar:
Þilplötur - úr úrgangstimbri
og flís eru pressaðar plötur eins
og þekkist við gerð spónaplatna.
Ur niðursöguðum trjárenningum
ffamleiðir fyrirtækið MacMillan
Bloedel ltd. hins vegar plötur sem
þeir nefna Parallam. Hafa þær
mun meiri styrk en venjulegar
spónaplötur vegna „límtrés" eig-
inleika sinna.
Teppi - úr plastpokum vinnur
fyrirtækið Image Carpets
fjölliðutreíjar, sem spunnin eru úr
teppi til notkunar í baðherbergj-
um og bílum.
Gólfflísar - úr gæðagleri, t.d.
bílrúðum, má framleiða gólf- og
veggflísar, sem eru afskaplega
slitþolnar, segja þeir hjá Ludowici
Stoneware Company í New Lex-
ington, Ohio.
Eldþolnar plötur - American
Cemwood Products blanda saman
sagi og öðrum tijátreíjum og
steypa úr magnaðar plötur er
neífiast Cemwood Shakes.
Einangrunarflísar - Ur úr-
gangspappír og sementsoppu eru
framleiddar ComfortBase flísar
til einangrunar og sem undirlag
fyrir teppi.
Það er fyrirtækið Homasote í
New Jersey sem greinir frá góð-
um árangri.
Gluggakistur og borðplötur -
Syndecrete plötur eru búnar til úr
blöndu plasttrefja, timburspóna
og steypu af fyrirtækinu Syndesis
í Kalifomíu.
Til að sýna fram á notagildi
alls þessa hefur rannsóknastofnun
bandarískra byggingameistara
(NAHB) lagt út i sérstakt verk-
efhi, sem kallað er ReCraft-Hou-
se. Byggingarefnin eru að lang-
mestu leyti endurunnin, eins og
áður er lýst. „Byggð er ein miljón
húsa á ári í Bandaríkjunum og
auðlindir okkar þola ekki slíka
sóun byggingarefha í framtíðinni
sem viðgengist hefur fram að
þessu, “segir E. Lee Fisher, verk-
fræðingur hjá NAHB -samtökun-
um.
Orð í tíma töluð.
O, þetta var svo indælt stríð...
Eða: Hvemig á að koma
greiðslujöfnuði í lag, selja afskrif-
aðar sprengjubirgðir fyrir metfé,
drepa 50.000 Araba án þess að fá
bágt fyrir og auka vinsældir fyrir
unnar hetjudáðir.
Niðurstöðutölur Persaflóa-
bókhaldsins liggja fyrir. Þær má
lesa í síðustu tölublöðum breska
vikuritsins The Economist. 2.
mars er sagt frá því að líklega
verði hagnaður af stríðinu. Kostn-
aðaráætlun stríðsreksturs Breta
hafði verið áætlaður 6,3 miljarðar
punda og íjármögnun miðuð við
það. Nú er hins vegar líklegt að
þessi kostnaður verði innan við 2
miljarða punda. Það telst nokkuð
hagstætt, því Falklandseyjastríðið
kostaði t.d. 2,1 miljarð punda á
núvirði. Þetta þykja lágar tölur
fyrir jafn miklar vinsældir og
Major forsætisráðhera státar nú
Hussein og einhverjar brcskar
viðskiptakröfur munu hafa tapast
í írak. En það koma aðrir í staðinn
og það er létt hljóðið í Bretum.
Aðeins er talið að þeir hafi misst
um 20 manns í þessu sex vikna
stríði.
En snúum okkur nú að vopna-
bræðmm þeirra, Bandaríkja-
mönnum. Þeir em nú stærri í snið-
um en heimsveldið gamla. Her-
kostnaður þeirra er talinn vera um
60 miljarðar dala, ef allt er reikn-
að tii fulls. Þess var nú reyndar
getið í bandariskum blöðum í
febrúar, að kappsemin við
sprengjuregnið miðaðist aðallega
við það að losa bandarísku
hermaskínuna við gamlar birgðir,
sem þá var hægt að bókfæra á
fúllu verði. Saudi- Arabar, Japan-
ir og fleiri undirgengust fjár-
mögnun þessarar uppskemhátíðar
bandarísku haukanna og lögðu
fram 50 miljarða dala í þágu
„friðaraðgerða herja Sameinuðu
þjóðanna“.
„Helvíti hagstætt fyrir banda-
riska greiðslujöfnuðinn,“ voru
niðurstöður Jan Duesing, hag-
ffæðings hjá Credit Suisse í Bost-
on. I fyrsta skipti í tíu ár er nú út-
. lit fyrir jákvæðan greiðslujöfnuð
á fyrstu sex mánuðum ársins
1991. Ekki mun lágt olíuverð á
næstu ámm heldur spilla fyrir.
Bandarikjamenn horfa nú til
nýrrar atvinnugreinar í framtíð-
inni: öryggisgæslu á ófriðarsvæð-
um heimsins. Utflutningsvegur
þessi er þannig starfræktur:
Fyrst seija allir vesalingum
þriðja heimsins vopn. Síðan fer
fjölmiðlamaskínan í gang og býr
til hættulegan óvin. Þá er haldinn
fundur hjá Sameinuðu þjóðunum
til að þvo samvisku allra þeirra,
sem ætla að taka þátt í stríðsleikn-
um.
Allir syngja:
„Vér, hinar Sameinuðu þjóðir
emm staðráðnar í:
- að bjarga komandi kynslóð-
um undan hörmungum ófriðar,
- að staðfesta að nýju trú á
grundvallarréttindum manna,
virðingu þeirra og gildi,
- að sýna umburðarlyndi og
lifa saman í friði, sem góðum ná-
grönnum sæmir,
- að sameina mátt vom til að
varðveita heimsfrið og öryggi,
- að tryggja að vopnavaldi
skuli eigi beita, nema í þágu sam-
eiginlegra hagsmuna.
Og fara svo í stríð.
Hetjudáðir eru hannaðar í
beinni útsendingu á nóttu sem
degi. Þegar framhaldsþátturinn
hættir að vera söluvara og áhorf-
endur em famir að slökkva á sjón-
varpstækjunum, er ráðist til at-
lögu. Engu skiptir þótt 50.000
flýjandi lrakar séu skotnir í bakið
á leiðinni heim til sín, þeir em
réttdræpir. Aðalatriðið er að finna
einhverja Araba í eyðimörkinni til
að drepa, svo áhorfendur sannfær-
ist um að þeir hafi raunverulega
verið þar.
Hershöfðinginn Svarthaus
kemst örugglega í sögubækumar
fyrir frábæra útsjónarsemi við að
gabba óvinina og gamla Viet-
Nam sektarkenndin er bara alveg
farin! Hvílíkt stríð! Þetta var in-
dælt stríð.
af.
En víkjum aftur að Qármögn-
uninni. Þjóðverjar og Kúwætar
hafa þegar reitt fram 1,4 miljarða
punda og loforð annarra Evrópu-
bandalagsþjóða um stuðning
verða ömgglega efnd. Framlögin
fara þá vel yfir 2 miljarða punda.
Þar með getur Norman Lamont,
fjármálaráðherra Breta, státað af
hagstæðu stríðsuppgjöri, svo ekki
sé nú talað um allan þann hagnað,
sem rann í ríkiskassann sem af-
rakstur hærra bensín- og olíu-
verðs. Lauslega áætlað mun það
vera 1 miljarður punda.
Ráðherrann sér að vísu á bak
góðum viðskiptavini í Saddam
Flokkurinn sem getur - fólkið sem þorir?
Slagorð geta verið ágæt ef þau
endurspegla raunvemleikann. Ef
í þeim er holur hljómur geta and-
sfæðingamir snúið þeim upp á
skrattann og þau endað í skötulíki
í andliti fólksins sem segist þora.
Forystumenn Alþýðubandalags-
ins hafa sýnt það í verki í ýmsum
málum að þeir þora. En uppá-
skrifl sumra þeirra á álpappír Jóns
Sigurðssonar iðnaðarráðherra í
síðustu viku er ekki í samræmi
við slagorðin hér að ofan. Þeir
vissu betur. ÖrvæntingarfuII til-
raun iðnaðarráðherra til að halda
lífi í þessu andvana afkvæmi sínu
er aðeins til þess gerð að hann
megi halda haus í kjördæminu,
þegar til kosningabaráttunnar
kemur. En keisarinn er ekki í /
neinu. _ ™
Af hverju endurtók Ólafur '
Ragnar ekki það sem hann hafði
áður réttilega sagt í fjölmiðlum :
„Hinir erlendu viðsemjendur hafa j
einfaldlega misst áhugann...af!
fyrirhuguðum orkusamningi ó- '
breyttum virðist verða stórtap“.
Þetta er hvort tveggja hárrétt.
Hjörleifur Guttormsson hefur ^
dugað í þessu máli. Frammistaða
hans gæti bjargað andliti flokks-
ins gagnvart því fólki sem fylgir
honum vegna umhverfismálanna.
Það er mikið öfugmæli hjá forseta
sameinaðs Alþingis, að Hjörleifur
beiti þingheim ofbeldi með því að
vilja ræða málið ítarlega. Ofbeld-
ið er iðnaðarráðherrans að vilja
keyra í gegn merkingarlausa
þingsályktunartillögu, þegar
fjöldi stórmerkilegra mála liggur
fyrir þinginu og einsýnt að mörg
þeirra verða að víkja.
Við skulum hafa kjark til að
kalla hlutina sínum réttu nöfnum.
Kratamir em með allt niður um
sig í álmálinu sem og fieiri málum
sem þeir höfðu ætlað að skreyta
sig með fyrir komandi kosningar.
Alþýðubandalagið fær ekki á sig
græna ímynd í hugum kjósenda
með því að hlúa að fölnuðum
kratarósum á komandi dögum og
vikum.
Frambjóðendur flokksins
verða að sýna fólki í verki að þeir
þori!
t e
EinarValur
Ingimundarson
Föstudagur 15. mars 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21