Þjóðviljinn - 13.04.1991, Side 1
Framhaldsskólanemar dimitera. - Jim Smart Ijósmyndari rakst á þennan litskrúðuga hóp niðri í miðbæ Reykjavikur á dögunum. Þarna
voru nemendur eins framhaldsskólans að dimitera með tilneyrandi gleöi áður en próflesturinn hofst.
Málefna-
fátækt
íhaldsins
hittir það
sjálft ryrir
Steingrímur J. Sigfússon
samgðnguráðherra segir að
ákvörðun um lagningu ljós-
ieiðara um landið og þátttöku
NATO í þeim kostnaði hafi
verið tekin í utanríkisráð-
herratíð Geirs Hallgrímsson-
ar. Málflutningur Björns
Bjarnasonar og annarra
íhaldsmanna um málið, hitti
því aðeins þá sjálfa fyrir og
undirstrikar jafnframt hvað
málefnafátæktin er mikil.
Bjöm Bjamason, sem talinn
hefur verið utanríkisráðherra-
efhi íhaldsins og Davíð Odds-
son formaður þess hafa haldið
því ffam í kosningabaráttunni
að í þessu máli eigi þeir sam-
leið, NATO og samgönguráð-
herra. Hann þakkar sér lagn-
ingu ljósleiðaranna, en NATO
borgar brúsann.
Steingrímur J. sagði að
þessi samningur, sem gerður
var í ráðherratíð fyrrverandi
formanns Sjálfstæðisflokksins
við NATO, um uppbyggingu
ratsjárstöðvanna og kostnaðar-
hlutdeild þess við lagningu ljós-
leiðara, hefði verið gerður í
andstöðu við sig og aðra og því
alfarið á ábyrgð þeirra afla semy
Bjöm og Davíð leiða i dag.
Samgönguráðherra sagði að
sömu aðilar þyrftu ekki að fara
í neinar grafgötur um afstöðu
hans til bandaríska hemáms-
liðsins og þá hemaðaruppbygg-
ingu sem þeir og NATO hefðu
staðið fyrir hérlendis. Hann
hefði meðal annars lagt sitt af
mörkum til að stöðva fyrirhug-
aðar ffamkvæmdir um bygg-
ingu varaflugvölls íyrir NATO
hérlendis og væri sem fyrr,
gallharður andstæðingur þess-
ara afla. —grh
Þj óðaratkvæðagreiðslu
um EES-samninginn
É
g dreg í efa að viðunandi samningar við EB um evrópskt
efnahagssvæði muni nást og er orðinn þeirrar skoðunar að
réttast væri að leggja slíkan samning undir þjóðaratkvæða-
greiðslu ef hann verður gerður. - Þetta sagði Olafur Ragnar
Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, á fjölsóttum fundi
BSRB með fulltrúum stjórnmálaflokkanna um Evrópumálin
í félagsmiðstöð samtakanna í fyrrakvöld.
'Olafur Ragnar sagðist ekki mætavel kunnugt um það að ég mun
kannast við þá fullyrðingu fulltrúa
Framsóknarflokksins og Alþýðu-
flokksins, að samningum okkar við
EB um evrópskt efnahagssvæði sé
að langmestu leyti lokið. Þetta er
ekki rétt, sagði Ólafur: „Það hefur til
dæmis verið um það ágreiningur
innan ríkisstjómarinnar, hvort út-
lendingar ættu að hafa sama rétt og
íslendingar til að kaupa land og jarð-
ir hér á landi. Alþýðuflokkurinn hef-
ur verið fylgjandi því að útlendingar
ættu að hafa sama rétt og Islendingar
til að gerast bændur og kaupa jarðir
hér á landi. Alþýðubandalagið hefur
algjörlega hafnað þessu innan rikis-
stjómarinnar, og Jóni Baldvin er
aldrei samþykkja samning sem felur
í sér að útlendingar geti keypt Laxá i
Aðaldal eða Hvamm í Dölum.“
Jón Baldvin Hannibalsson hafði
sagt í umræðunum, að það fælist
næg trygging gegn þessari hættu í
þeim reglum sem hér giltu um for-
kaupsrétt Islendinga og skyldu land-
eigenda til að ástunda búskap. For-
stjóri Pepsi-Cola eða aðrir erlendir
auðmenn myndu aldrei ágimast ís-
lenskt land með slíkum kvöðum.
Ólafur Ragnar benti á að auðvelt
væri fyrir slíka menn að borga undir-
mönnum , sínum fyrir að gerast
bændur á íslandi.
Ólafur Ragnar lét jafnframt i ljós
undmn yfir að Framsóknarflokkur-
inn hefði ekki gert neinn fyrirvara í
þessum efhum.
Þá sagði Ólafur að ríkisstjómin
hefði aldrei mótað þá stefnu, að al-
gjört frelsi skyldi innleitt í flutningi
fjármagns til og frá landinu, enda
myndi slíkt skapa mikla hættu á því
að arðurinn af íslenskum sjávarút-
vegi yrði fluttur úr landi og Island
gert að láglaunasvæði. Þetta mikil-
væga mál hefði alls ekki verið end-
anlega _ afgreitt innan rikisstjómar-
innar. I tilefni af deilu Steingríms
Hermannssonar og Jóns Baldvins
Hannibalssonar um það, hvort kom-
andi alþingiskosningar væm þjóðar-
atkvæðagreiðsla um aðild að Efna-
hagsbandalaginu, sagði Ólafur
Ragnar að það væri staðreynd, að
tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og
Alþýðuflokkur, útilokuðu ekki aðild
að EB í stefnuskrám sínum. Því
gætu þessir tveir flokkar sagt að af-
loknum kosningum, að þeir hefðu
hlotið umboð sinna kjósenda til þess
að opna fyrir undirbúning að inn-
göngu i EB. Aðrir flokkar hefðu hins
vegar algjörlega útilokað slíka aðild.
Jóhann Einvarðsson, frambjóð-
andi Framsóknarflokksins á Reykja-
nesi og formaður utanríkisnefndar
Alþingis, sagði að samningum um
EES væri að langmestu leyti lokið,
þótt ekki væri búið að semja um
sjávarútvegsmálin. Sagði hann að al-
gjör samstaða hefði ríkt innan ríkis-
stjómarinnar um EES- samninga-
gerðina og að hugsanleg breyting á
Rómarsáttmálanum, stjómarskrá EB,
gæti i framtíðinni breytt forsendum
fyrir hugsanlegri aðild íslands að
bandalaginu.
Jón Baldvin Hannibalsson neit-
aði því að aðild að EB væri á dag-
skrá, en Bjöm Bjamason úr Sjálf-
stæðisflokki og Kristín Einarsdóttir
úr Kvennalista sögðu að samningur-
inn um EES væri skref í áttina að að-
ild að EB. -ólg