Þjóðviljinn - 13.04.1991, Qupperneq 3
AÐ GEFNTT TIT.F.FNT
/
Astæóulaus kappræöa um
sameiginleg áhugamál
Nú er vika til kosninga og væntanlega verður talsvert um að
vera næstu daga, þegar frambjóðendur keppast við að
sanna fyrir þeim kjósendum, sem ekki hafa þegar tekið af-
stöðu, hvað þeim sé fyrir bestu að kjósa. Á laugardaginn
var nefndi ég að yfirbragð stjórnmáianna væri mildara en áður var.
Viku síðar, þegar kosningabaráttan hefur verið í algleymingi, er
engin ástæða til að endurskoða þetta mat. Baráttan fer kurteislega
fram, og þótt ekki sé ástæða til að biðja um atgang að hætti fyrri
tíma, mættu sumir stjórnmálamennirnir vera ögn skemmtilegri og
ekki sakaði að fá skýrari svör.
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðhena hefur verið að gera
mikið mál úr því að Davíð Odds-
son, formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, vildi ekki ræða við hann á
kappræðufundi. „Davíð þorir
ekki,“ segir Alþýðublaðið í fyrra-
dag og leiðari sama dags heitir
„Davíð hleypur frá Golíat“ Jón
bauð Davíð formlega til kapp-
ræðufundar og skírskotaði meðal
annars til Reykjavíkurbréfs Morg-
unblaðsins um síðustu helgi, „en
þar voru þeir frambjóðendur gagn-
rýndir, sem skjóta sér undan að
reifa stærstu mál kosninganna, af
ótta við kjósendur,“ svo vitnað sé
orðrétt til forsíðufréttar Alþýðu-
blaðsins í fyrradag.
Allt er þetta mál hið vandræða-
legasta fyrir Alþýðuflokkinn og
ber vott um ákafa leit að leið til að
ná eyrum kjósenda. Enda stóð ekki
á svarinu ffá Davíð, sem sagðist
ekki sjá ástæðu til að leysa úr
vandræðum Alþýðuflokksins og
gat þess í leiðinni að þeir Sjálf-
stæðismenn tækju texta Reykjavík-
urbréfsins ekki til sin. Fyrir fáein-
um dögum gerði Alþýðuflokkurinn
aðra misheppnaða tilraun til að búa
til andstæður úr Alþýðuflokknum
og Sjálfstæðisflokknum með því
að bjóða Sjálfstæðismönnum á
Reykjanesi til kappræðna, sem
hinir síðamefndu höfnuðu að
bragði.
Jón Baldvin hefur vissulega
rétt fyrir sér í því að Davíð Odds-
son gefur ekki skýr svör við mikil-
vægum spumingum. Engu að síður
er þessi tilraun Jóns til að baða sig
í athygli nýkjörins formanns Sjálf-
stæðisflokksins kostulega einfeldn-
ingsleg. Það liggur beinlínis í aug-
um uppi að Davíð Oddsson hlaut
að neita Jóni um aðgang að því
sviðsljósi sem hann vill eðlilega
vera einn í ffam að kosningum.
Það er auðvelt að sjá fyrir sér þeg-
ar „hönnuðir" kosningabaráttunnar
hjá Alþýðuflokknum fundu upp
brelluna miklu: við bjóðum Davið
til kappræðna, hann neitar og við
höldum því ffam að hann þori
ekki.
Um hvað ættu menn-
irnir að rífast?
Það er svo annað mál að þeir
félagar, Jón Baldvin og Davíð
Oddsson, hafa um afskaplega lítið
að rífast. „Kappræðufundur" þeirra
hlyti að snúast upp í það eitt að
rabba um hvorum þeirra væri betur
treystandi til að koma í kring öll-
um þeim mörgu áhugamálum sem
þeir eiga sameiginleg. I besta falli
mætti hleypa fjöri í slíkan fund
með því að stofna til metings um
hvor væri ákafari í að koma fijáls-
hyggjudraumunum í framkvæmd. I
þeim efnum hefur Alþýðuflokkur-
inn í mörgum atriðum vinninginn.
Þetta á ekki síst við um landbúnað-
armálin. Alþýðuflokkurinn hefur
eins og kunnugt er verið afskap-
lega duglegur að reikna út land-
búnaðarvandann. Samkvæmt kenn-
ingum flokksins er ffamtíðin björt
og örugg með því einu að ríkið
hætti með öllu að skipta sér af
landbúnaðinum eða leggja fram fé
til atvinnugreinarinnar. Að mati
flokksins halda Framsóknarmenn í
öllum flokkum uppi kolvitlausri
landbúnaðarpólitik. Svo langt
gengur flokkurinn nú að hann neit-
ar í raun að taka ábyrgð á þeim bú-
vörusamningi sem landbúnaðar-
ráðherra hefur gert á ábyrgð ríkis-
stjómarinnar allrar. Að vísu berast
þessa dagana fféttir af því að
þremur fTambjóðendum Alþýðu-
flokksins, þeim Jóni Sæmundi Sig-
urjónssyni á Norðurlandi vestra,
Gunnlaugj Stefánssyni á Austur-
landi og Ama Gunnarssyni á Suð-
urlandi þyki búvörusamningurinn
vondur vegna þess hve illa
hann fari með bændur, en
formaður flokksins vill enga
ábyrgð taka á samningnum
vegna þess að hann kosti
ríkið allt of mikið!
Þegar efni samningsins
kemur til kasta þingsins
seinna á þessu ári er engin
trygging fyrir því að Al-
þýðuflokkurinn greiði fyrir þeirri
lagasetningu sem nauðsynleg er til
að hann komist i kring. Má þó vera
að í flokknum leynist þær „fram-
sóknartilhneigingar" að hann vinni
sér til stjómarsetu að samþykkja
samninginn.
Afstaða Sjálfstæðisflokksins til
búvömsamningsins er auðvitað
eins og annað, hulin nokkurri
þoku, og segir einn forystumaður-
inn já en annar nei. Hins vegar ger-
ir enginn ráð fyrir öðm en að
flokkurinn muni samþykkja samn-
inginn þegar til kastanna kemur.
Þegar alls er gætt hefðu formenn-
imir hugsanlega getað fundið sér
tilefni til ágreinings i þeim blæmun
sem er á skoðunum flokkanna til
málefna landbúnaðarins.
Innganga í Evrópu-
bandalagið á dagskrá
Ahugi beggja flokkanna á inn-
göngu í Evrópubandalagið er aug-
ljós og gildir einu þótt þeir reyni
báðir að halda því fram að inn-
ganga í bandalagið sé ekki á dag-
skrá nú. Munurinn á flokkunum er
þó sá að innan Sjálfstæðisflokksins
em sæmilega myndug öfl algerlega
andvíg inngöngu i bandalagið, en
fátt bendir til að skoðanir séu mjög
skiptar um málið innan Alþýðu-
flokksins. Hvomgur flokkurinn
segir beinum orðum að hann vilji
að Island gangi í bandalagið. Al-
þýðuflokkurinn útilokar hana ekki
en Sjálfstæðisflokkurinn segir í
landsfundarsamþykkt: „Á hinum
örlagaríku tímum sem nú em í
heimsmálum skiptir miklu að tak-
ist að skapa víðtæka samstöðu með
þjóðinni um úrlausn brýnna verk-
efha á öllum sviðum og ekki síst
þeim er lúta að stöðu Islendinga í
samfélagi þjóðanna. Þar ber nú
hæst stóraukna samvinnu ríkja
Vestur-Evrópu innan Evrópu-
bandalagsins. fslendingar hljóta að
tengjast þeirri þróun og gera það
nú þegar í samningaviðræðum um
Evrópskt efnahagssvæði.“
Ekki vantar að báðir flokkamir
segjast vilja tryggja yfirráð þjóðar-
innar yfir auðlindunum.
I þeirri afstöðu að gæla við að-
ild að EB annars vegar og segjast
um leið vilja tryggja yfirráð íslend-
inga yfir auðlindunum felst óyfir-
stíganleg mótsögn. Eins og rakið
var i leiðara Þjóðviljans í fyrradag
stendur aðild að Evrópubandalag-
inu á þeim kjömm ekki til boða.
Og svo stíft er bandalagið á mein-
ingunni að ekki hefur enn tekist að
ná neinu samkomulagi um Evr-
ópskt efhahagssvæði vegna þess að
bandalagið heimtar aðgang að auð-
lind íslendinga í skiptum fyrir toll-
frjálsan aðgang að markaði.
Áhrifamiklir Sjálfstæðismenn í
iðnaðinum hafa boðað að ísland
ætti að leggja fram formlega um-
sókn um aðild að bandalaginu til
að láta reyna á hvemig með hana
verður farið, hversu langt sé hægt
að komast. Þetta þarf að hafa í
huga þegar Sjálfstæðismenn tala
nú almennum orðum um að aðild
íslands að EB sé ekki á dagskrá.
Þá má ekki gleyma því að Þor-
steinn Pálsson, fyrrverandi for-
maður flokksins, setti fram þá
skoðun á sl. hausti að taka ætti að-
ildina á dagskrá. Um þetta var
fjallað í leiðara Þjóðviljans þann
12. október sl. en þar sagði m.a.:
„Formaður Sjálfstæðisflokks-
ins hefur sagt að nú sé tímabært að
taka aðild Islands að Efnahags-
bandalaginu á dagskrá íslenskrar *'
þjóðmálaumræðu. Tillögu hans
fylgja þau rök að þróun mála hjá
samstarfsaðilunum í Efta sé öll í þá
átt að ríkin muni fyrr eða síðar
verða aðilar að Evrópubandalag-
inu. Samningar um evrópskt efna-
hagssvæði séu ekki annað en
bráðabirgðalausn, millistig á leið-
inni til fullrar aðildar...Sem
vonlegt er hefur mörgum
brugðið nokkuð í brún við
þessa yfirlýsingu Þorsteins
Pálssonar og Morgunblaðið
hefur talið sig knúið til að
taka upp sérstakar útskýr-
ingar á því hvað formaður-
inn átti við...Fróðlegt er að
skoða tillögu Þorsteins í
Ijósi þeirra ummæla sem Magnús
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
SÍF, viðhafði í ræðu á aðalfundi
Samtaka fiskvinnslustöðva 5. októ-
ber sl. en hann sagði: „Gengi ís-
land í EB, yrði það að samþykkja
sjávarútvegsstefnu bandalagsins
eins og hún er í dag því hin al-
menna regla er að inngöngulandið
samþykkir það sem fyrr hefur ver-
ið ákveðið innan EB. Ákaflega
ólíklegt er að við samninga Islands
við EB tækist að fá fram einhveijar
grundvallarbreytingar á sameigin-
legri sjávarútvegsstefnu bandalags-
ins. Efnislega þýddi þetta að sjáv-
arútvegsdeild EB, sem er yfirþjóð-
leg stofnun, myndi hafa loka-
ákvörðunina um stjómun í sjávar-
útvegi íslendinga. Þannig yrðu
ákvarðanir í sjávarútvegsmálum
teknar í Brussel, m.a. um heildar-
kvóta og samninga við önnur ríki.
Fiskveiðilögsaga Islendinga yrði
12 mílur en utan þeirra marka yrðu
hafsvæði EB.“
Viðreisnarflokkamir em eins
og alkunna er samstiga í miklu
fleiri málum en hér hafa verið gerð
að umtalsefni. Því er mál að setja
punkt á eftir þessari spumingu:
Um hvað hefðu þeir félagamir,
Davið og Golíat, átt að kappræða?
hágé.
„Kappræðufundur“ þeirra hlyti að
snúast upp í það eitt að rabba um
hvorum þeirra væri betur treyst-
andi til að koma í kring öllum þeim
mörgu áhugamálum sem þeir eiga
sameiginleg
Síða 3
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. apríl 1991