Þjóðviljinn - 13.04.1991, Side 4

Þjóðviljinn - 13.04.1991, Side 4
FIETTIK A Umsjón: Dagur Þorleifsson „Engin þorp eftir“ Hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna þurfa peninga og vör- ur að jafnvirði rúmlega 400 miljónum dollara næstu þrjá mánuðina flóttamönnum í og frá írak til bjargar, að sögn Sad- ako Ogata, forstjóra Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hún telur að í fyrradag hafi verið komnir til írans um 800.000 flóttamenn frá Irak, þar af um 700.000 Kúrdar. Til Tyrklands eru nú komnir eða eru á landamærum þess og íraks um 300.000 flótta- menn, að því er starfsmenn S.þ. telja. Ekkert lát virðist vera á flótta- mannastraumnum til Tyrklands og írans. Iranir segja að yfir landa- mærin til þeirra komi daglega yfir 20.000 flóttamenn og hafi ekki verið unnt að sjá nema þriðjungi flóttafólksins, sem komið er til landsins, fyrir bráðabirgðaskýlum. „>að er engin þorp eftir í íraska Kúrdistan, þau hafa öll ver- ið sprengd í rústir,“ sagði í fyrra- dag Marcel Roux, læknir í sam- tökunum Læknar án landamæra (Medicins sans Frontieres), sem hefur verið þar síðustu daga að kynna sér ástandið. Kúrdneskt flóttafólk og tyrk- neskir hermenn við tyrk- nesk-ínpsku landamærin - ekkert lát á flottamanna- straumnum enn. Sjö böm við læk Týrkneskir vegavinnumenn fundu í fyrrinótt sjö kúrdnesk börn, eins til átta ára, við læk stutt frá tyrknesk-írösku landa- mærunum, um klukkutíma gang frá næstu flóttamannabúðum. Enginn fullorðinn var með þeim. Þau vom berfætt, ötuð í leðju, sum hálfhakin og illa haldin af bleytu og kulda. Rigningasamt er um þetta leyti á þessum slóðum. Bömin áttu erfítt með að gera grein fyrir sér, enda skulfu þau svo af kulda að sum þeirra gátu ekki komið upp orði. í gær var ekki ljóst hvemig á því stóð að þau vom þar ein á ferð. Þau elstu sögðu að móðir fjögurra ára drengs i hópnum hefði verið drepin er Ir- aksher skaut sprengikúlum á Da- huk, borg vestanvert í íraska Kúrd- istan. Vegavinnumennimir em að leggja veg að flóttamannabúðun- um. Til þess að flýta þeim ffam- kvæmdum sem mest er einnig unnið við þær að næturlagi, og mun það hafa orðið bömunum sjö til bjargar. Vegavinnumennimir gáfú bömunum að borða, settu þau i volgt bað og kveiktu eld svo að þau gætu hlýjað sér enn betur. Öll vom þau með niðurgang, sem mjög leggst á flóttabömin, en svo var þó að sjá að þau myndu hafa þetta af. ADALFUNDUR Aðalfundur Olíufélagsins h.f. veröur haldinn þriöjudaginn 16. apríl 1991 á Hótel Sögu, Súlnasal og hefst fundurinn kl. 14.00. DAGSKRÁ 1. 2. 3. 4. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Tillögur um breytingar á 4., 5. og 16 gr. samþykkta félagsins. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aöalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aöalfund. Aögöngumiöar og fundargögn veröa afhent á aöalskrifstofu félagsins Suöurlandsbraut 18, 4. hæö, frá og meö 11. apríl, fram aö hádegi fundardag. Stjórn Olíufélagsins h.f. Olíufélagiö hf . Kristrún M. Heiðberg skrifar frá Bandaríkjunum í landi hinna „frjálsu“ Amerikanar eru upp- fullir af ættjarðarást og stolti nú þegar Persaflóastríðið er afstaðið. En þetta stríð vakti einnig upp aðrar tilfinningar, tilfínning- ar haturs og kynþáttafordóma í garð fólks frá Miðausturlöndun- um. Hér í Colorado, svo og í öðmm fylkjum, fór fljótlega að bera á þessu vandamáli í byrjun stríðsins. Fólk frá arabaríkjunum og öðmm Miðausturlöndum fór að verða fyrir árásum og áreitni frá bandarískum þegnum. Hér á háskólalóðinni réðust tveir bandarískir strákar á einn nem- anda frá Saudi Arabíu eitt kvöldið. Þeir beittu hann ofbeldi og hótuðu honum lífláti ef hann kæmi sér ekki úr landi. Þetta var aðeins eitt af mörgum ljótum dæmum. Skólinn sendi út tilkynningu til allra útlenda nemenda og þeim ráð- lagt að ferðast ávallt í hópum og forðast að ganga í illa upplýstu um- hverfi vegna hættu á árásum og áreitni. Leiguliðar, sem leigðu aröbum fengu upphringingar og þeim var hótað öllu illu ef þeir losuðu sig ekki við þetta „óæskilega" fólk. Sum fómarlömb kærðu þessi atvik til lögreglunnar, en margir hveijir voru of hræddir til að segja nokkuð. Þeim hafði verið hótað lífláti ef þeir fæm með þetta til lögreglunnar. Lögreglan greindi frá því að ekki væri vitað með vissu hveijir það væm sem gerðu útlendingunum lífið leitt. Gmnur lék samt á að þetta væm aðallega einhvers konar klíkur og fólk sem ofl hefði komist í kast við lögregluna. Það skrítna við þetta allt saman er, að árásarmennimir gerðu engan greinarmun á fólki t.d. frá Kuwait, Saudi Arabíu eða írak. Það var bara ráðist á alla sem líktust fólki frá Ír- ak. Auðvitað er skiljanlegt að ekki séu allir tilbúnir að sjá á fólki hvað- an það sé. En er það ekki hálffúrðu- legt að ráðast á manneskju sem er á þínu bandi? Önnur arabaríki en írak vom jú í bandalagi með Bandaríkj- unum gegn Irak í þessu stríði. En frá sjónarhomi þessara árásarmanna vom allir arabar á sama báti. Leiguliðar, sem leigðu ar- öbum fengu upphringing- ar og þeim var hótað öllu illu ef þeir losuðu sig ekki við þetta „óæski- lega“ fólk. Almenningur hér í Bandaríkjun- um var almennt mjög á móti þátt- töku í stríðinu tl að byija með. Stuðningurinn óx er út í stríðið var komið. Fólk skreytti hús sín með gulum borðum og ameríska fánan- um sem tákn um stuðning sinn. Tískubúðir vom uppfúllar af fötum með ameríska fánanum og allir elskuðu það sem var amerískt. Ættjarðasöngurinn var spilaður í út- varpinu daginn út og inn. Seldar vom vörur sem gengu út á það að niðurlægja Saddam Hussein, eða Satan eins og han var ofl kallaður. Klósettpappír með mynd af S. Hussein var vinsæl vara. Þeir sem ekki tóku þátt í þessum leik vom litnir óhým auga og ekki sagðir vera sannir Ameríkanar. Arabískir búðareigendur skreyttu búðir sínar með amerískum fánum og komust þannig hjá því að verða fýTÍr aðkasti. Þeir arabar hér sem mótmæltu þátttöku Bandaríkj- anna í stríðinu fengu dauðahótanir. Kristileg samfélög sáu þetta ástand sem upplagt tækifæri til að sýna baráttuna milli góðs og ills. Vitnað var stöðugt í biblíuna og öll mynstur bókstaflega látin passa saman. Saddam Hussein var sagður vera hið illa afl í mannslíki kominn til að eyða mannkyninu. Sjónvarpið heimsótti bama- heimilin og þar sögðu ungir krakkar frá vonda manninum Saddam Huss- ein. Þau sögðust vona að pabbi eða mamma myndu fljótt skjóta hann. Fyrir mig, Islendinginn,, var þetta allt saman hálflúrðulegt. Ég sá þetta allt í öðru ljósi, en fólk hér, þvf þetta var ekki mitt fólk eða mín þjóð sem stóð í stríði. Það sem ég var aðallega vör við var hversu fúllt andrúmsloftið var af hatri. Stúdentar frá Miðausturlöndum kvörtuðu yfir því hversu lítið amer- ískt þjóðfélag vissi í raun um þeirra menningu og siði. Vitneskja þeirra væri byggð á fákunnáttu og mis- skilningi. Samstúdentar og aðrir miðuðu alla frá þessum heimshluta við Saddam Hussein. Þess má einnig geta, að allir brandarar á þessu tímabili géngu út á það að niðurlægja araba og þeirra menningu. Kynþáttafordómar hafa löngum verið ein af skuggahliðum banda- rísks þjóðfélags. Hlið sem reynt er að hylja og tala sem minnst um. Bush talar um Bandaríkin sem land hinna ftjálsu. Land þar sem allir, óháð lilarhætti og kynþætti, hafa sama rétt og sömu tækifæri. Því miður er þetta ekki svo í raun. Þetta þjóðfélag hér hefur sína kosti og galla. Ég hef oft, orðið vör við for- dóma heima á Islandi en aldrei í þessari sömu mynd eins og hér í Bandaríkjunum. Hér er fólk lamið, ofsótt og því hótað lífláti ef það er eitthvað öðmvísi. Þekking er besta leiðin til að út- rýma fordómum og hatri. Til að vinna bug á þessum göllum mann- kynsins verður hver þjóð að læra að bera virðingu fyrir öðrum, menning- um og siðum en þeirra eigin. ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. apríl 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.