Þjóðviljinn - 13.04.1991, Qupperneq 15
Oflug byggðastefna,
umhverfisvemd
og óháð Island
Ávarp frá frambjóðendum GAistans
á Austurlandi:
Alþýðubandalagið á Aust-
urlandi telur að núver-
andi stjórnarsamstarf
hafi þrátt fyrir ýmsa
ágalla skilað miklum ár-
angri með endurreisn at-
vinnulífs, lækkun verð-
bólgu og ávinningum í félags-,
mennta- og menningarmálum.
Með aðild að ríkisstjóm haustið
1988 tókst Alþýðubandalaginu að
valda straumhvörfum eftir hörmuleg-
an viðskilnað ríkisstjómar updir for-
stu Sjálfstæðisflokksins. Á lands-
yggðinni var forðað atvinnulegu
hruni og um líf eða dauða margra
byggðarlaga var að tefla.
Við teljum að byggja þurfi á þess-
um árangri á næsta
kjörtímabili og
tryggja aukinn
jöfnuð lífskjara,
öfluga atvinnuþró-
un og bættan kaup-
mátt launafólks.
Það verður
ekki gert með því
að lyfta Sjálfstæð-
isflokknum til
valda eða efla Al-
þýðuflokkinn, sem
nefur reynst örðug-
ur í núverandi
stjórnarsamstarfi.
Báðir þessir flokk-
ar hafa opnað fyrir inngöngu íslands í
Evrópubandalagið og sjá erlenda stór-
iðju sem helsta Kost 1 atvinnumálum.
Samstjórn Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks um 12 ára skeið 1960-
J 971 undir nafninu „viðreisn" hneppti
Island í nauðungarsamninga í land-
helgismálum og stefna hennar hafði
hörmulegar afleiðingar fyrir lands-
byggðina. Flest bendir til að svipað
myndi endurtaka sig, ef þessir flokkar
fengju til samans meirihluta á Alþingi
í kosningunum 20. apríl.
Hvert atkvæði greitt Sjálfstæðis-
flokki og Alþýðuflokki eykur líkumar
á samstjóm pessara flokka, endumýj-
aðri „viðreisnarstjórn". Á Áusturlandi
stendur baráttan um það, hvort þessir
flokkar auka styrk sinn, eða hvort Al-
þýðubandalagið vinnur hér þingsæti
og fær tvo menn kosna á þing úr kjör-
dæminu. Niðurstaðan getur ráðið úr-
slitum um það, hvort vinstri stjóm eða
hægri stjóm sest að völdum eftir kosn-
ingar.
Öflug atvinnuþróun með aukinni
fjölbreytni er forsenda raunhæfrar
byggðastefu. Þar skiptir þróun hefð-
bundinna atvinnugreina og tilkoma
nýrra greina máli.
Mótun heildstæðrar sjávarútvegs-
stefnu er eitt stærsta verkefnið á kom-
andi kjörtímabili. Þar verður að
aa á því í reynd að fiskimiðin við
1 séu sameign allrar þjóðarinnar.
Sjá verður til þess að arðurinn af nýt-
ingu þeirra renni til þeirra sem starfa
við sjávarútveginn og íbúa byggð-
anna. Koma verður í veg fyrir að afla-
kvóti verði seldur milli byggðarlaga
takmarkalaust og setja verður strangar
takmarkanir á útflutning á óunnum
fiski. Móta þarf alhliða fiskvinnslu-
stefnu sem hefur að helsta markmiði
að ná sem mestum þjóðhagslegum
verðmætum úr þeim afla sem leyft er
að veiða.
Bæta verður svo um muni kjör
fiskvinnslufólks, m.a. með því að það
njóti hliðstæðra skattaívilnana og peir
sem vinna við veiðar og fiskvinnslu á
hafi úti. Afnema ber þá óhæfu sem
felst í réttleysi fiskvinnslufólks hvað
varðar heimildir fyrirtækja til að taka
það af launaskrá vegna hráefnisskorts.
Með nýjum búvörusamningi hefur
verið gert upp við fortíðina í landbún-
aði, einkum í sauðfjárrækt. Samdrátt-
urinn í markaði fyrir kindakjöt er ekki
síst afleiðing af mistökum fyrri rikis-
stjóma, þegar smásöluálagning var
gefin fijáls og niðurgreiðslur að heita
má felldar niður. Vanda þarf fram-
kvæmd þessa nýja samnings og vinna
skipulega að atvinnuþróun og landnýt-
ingu í sveitum til að treysta byggðina
og kjör bænda. Sérstök þörf er á þessu
í þeim byggðarlögum á Austurlandi,
sem harðast hafa orðið úti vegna riðu-
veiki og niðurskurðar, svo og vegna
áfalla í loðdýrarækt.
Tekist hefur að festa í sessi skóg-
ræktarátak bænda á Héraði. Stuðla
þarf að slíkri nýbreytni víðar og huga
sérstaklega að því að skapa ný störf
fyrir konur í sveitum.
Alþýðubandalagið hefur haft for-
göngu um stefnumótun í ferðaþjón-
ustu með áherslu á þátttöku allra
landshluta. Á Austurlandi á ferða-
þjónuta góða vaxtamöguleika, sem
Alþýðubandalagið mun styðja við og
leggja áherslu á að öll byggðarlög í
fjórðungnum verði þátttakendur í þró-
un ferðamála.
„Bæta verður svo um muni kjör físk-
vinnslufólks, m.a. með því að það njóti
hiiðstæðra skattaívilnana og peir sem
vinna við veiðar og fískvinnslu á hafí
úti. Afnema ber þa óhæfu sem felst í
réttleysi fískvinnslufólks hvað varðar
heimildir fyrirtækja til að taka það af
launaskrá vegna hráefnisskorts“
Samstilltur hópur: Fimm efstu frambjóöendur Alþýðubandalagsins á Austur-
landi. Frá vinstri: Þuríður Backman 3. sæti, Sigurður Ingvarsson 5. sæti, Hjör-
leifur Guttormsson 1. sæti, Álfhildur Ólafsdóttir 4. sæti og Einar Már Sigurðar-
son 2. sæti. Ljósm. Pétur Eiösson.
Nýting á orku fallvatna er einn af
möguleikum til bættra lífskjara hér-
lendis, m.a. hér á Austurlandi.
Forsnda þess er að hagnaður sé af
orkusölu, staðsetning og rekstur fyrir-
tækja í orkuiðnaði samrýmist æskilgri
þróun byggðar og ítrustu kröfum um
mengunarvamir sé fullnægt. Fyrirhug-
aðar framkvæmdir við álbræðslu á
Keilisnesi fullnægja engan veginn
þessum skilyrðum. Reynslan af orku-
ffekum iðnaði hérlendis sýnir að ekki
á að láta útlendinga hafa forystu um
uppbyggingu á þessu sviði. Alþýðu-
bandalagið á Austurlandi mun beita
sér fyrir uppbyggingu fyrirtækja í
orkuiðnaði, sem falla að austfirslajm
aðstæðum, m.a. vetnisframleiðslu.
Umbætur á sviði samgangna eru
áfram eitt brýnasta verkefmð fyrir
landsbyggðina. Alþýðubandalagið
hefur beitt sér ötullega á þessu sviði í
núverandi ríkisstjórn, m.a. með
stefnumörkun um jarðgangagerð.
Tryggja verður áframhaldandi upp-
byggingu flugvalla í fjórðungnum,
ljúka lagningu bundins slitlags á alla
helstu vegi og viðhalda öflugum sam-
öngum á sjó. Leggja ber áherslu á
ættar samgöngur milli Norður- og
Austurlands til að tengja þessa fjórð-
unga betur saman.
Alþýðubandalagið hefur verið
ftumkvæðisaðili í umhverfisvemd og
beitti sér fyrir stofnun umhverfisráðu-
neytis. Nattúru- og umhverftsvernd
þarf að vera undirstöðuþáttur í öllu
skipulagi varðandi landnotkun og
mannvirkjagerð og stór svæði þarf að
friðlýsa og varðveita sem mest ósnort-
in. Átak verður að gera til að leysa
með viðunandi hætti sorphirðu og
sorpeyðingu og stuðla að minni úr-
angi og endurvinnslu hans. Styðja
arf við starf frjálsra félagasamtaka að
umhverfismálum og koma á náttúru-
stofum með rannsóknaaðstöðu í
hveiju kjördæmi.
Alþýðubandalagið á Austurlandi
hafnar algjörlega hugmyndum um að-
ild að Evrópubandalaginu og varar
eindregið við grundvelli samningavið:
ræðna um Evrópskt efnahagssvæði. I
stað þess að tengja landið stórum
efnahagsheildum ber að leggja áherslu
á þá möguleika sem ísland getur átt
sem óháð ríki í samfélagi þjóðanna.
Alþýðuband-
lagið á Austur-
landi ítrekar and-
stöðu við dvöl er-
lends hers í latjd-
inu og aðild Is-
lands að NATO.
Herða þarf barátt-
pna íynr hlutlausu
Islandi og að Is-
land skipi sér utan
hernaðarbanda-
laga,
I kosningun-
um 20. apríl reynir
á, hvort ofangreind
stefhumið og önn-
ur baráttumál Alþýðubartdalagsins fá
byr. Með kjöri tveggja þingmanna af
G- lista á Áusturlandi væri lagt lóð á
þá vogarskál og veitt besta tryggingin
fyrir vinstristjóm og lífskjarajöfnun að
kosningum loknum.
Frambjóðendur G-listans á
Austurlandi
„Alþýðubandalagið á Austurlandi
hafnar al&jörlega hugmyndum um að-
ild að Evrópubandalaginu og varar ein-
dregið við grundvelli samningavið7
ræðna um Evrópskt efnahagssvæði. í
stað þess að tengja landið stórum efna-
hagsneildum ber pð leggja áherslu á þá
möguleika sem Island getur átt sem
óháð ríki í samfélagi þjóðanna“
Austurlands'
kjördæmi
í Austurlandskjördæmi
eru að þes^u sinni 4,99%
kjósenda á Islandi á kjörskrá
eða 9.122 og hefur fjölgað
um 101 síðan 1987. 868 ung-
menni eru að öðlast kosn-
ingarétt í alþingiskosningum í
fyrsta sinn.
Á Austurlandi er kosið
um 5 þingsæti. Úrslit í al-
þingiskosningunum 1987
urðu sem hér segir: Alþýðu-
flokkur hlaut 556 atkvæði eða
6,9% greiddra atkvæða og
engan mann kjörinn. Fram-
sóknarflokkur fékk 3.091 at-
kvæði (38,5%) og 2 menn.
Sjálfstæðisflokkur fékk 1.296
atkvæði (16,1%) og 2 menn.
Alþýðubandalag fekk 1.845
atkvæði (23%) og 1 mann.
Borgaraflokkur fékk 262 at-
kvæði (3,3%), Flokkur
mannsins hlaut 69 atkvæði
(0,9%), Kvennalisti fékk 508
atkvæði (6,3%) og Þjóðar-
flokkur 407 (5,1%). Enginn
þessara síðast nefndu fjögurra
flokjca kom að manni.
I kosningunum 20. apríl
verða 8 listar i boði á Austur-
landi. Þeir eru A-listi Al-
þýðuflokks, B- listi Fram-
sóknarflokks, D-listi Sjálf-
stæðisflokksins, F-listi Ftjáls-
lyndra, G-listi Alþýðubanda-
lagsins, H-listi Heimastjóm-
arsamtakanna, V-listi Sam-
taka um kvennalista og Þ-listi
Þjóðarflokks/Flokks manns-
ins.
Framboðslisti
Alþýðubanda'
lagsins í Austur'
landskjördæmi
til alþingis'
kosninga 1991:
1. Hjörleifur Guttormsson
alþingismaður, Neskaupstað
2. Einar Már Sigurðsson
kennari, Neskaupstað
3. Þuriður Backman
hjúkrunarfræðingur, Egils-
stöðum,
4. Álfhildur Ólafsdóttir,
bóndi Akri, Vöpnafirði
5. Sigurður Ingvarsson,
forseti Alþýðusambands
Austurlands, Eskifirði
6. Björn Grétar Sveins-
son, formaður Verkalýðsfé-
lagsins Jökuls, Höfn
7. Oddný Vestmann hús-
móðir, Egilsstöðum
8. Örn Ingólfsson húsa-
smíðameistari, Breiðdalsvík
9. Guðrún Ragna Aðal-
steinsdóttir húsmóðir, Höfn
10. Aðalbjöm Bjömsson
kennari, Vopnafirði
COIVlBhC/WlP
COMBI CAMP er traustur og
góður félagi í ferðalagið. Léttur í
drætti og auðveldur í notkun.
Það tekur aðeins 15 sek. að tjalda.
COMBl CAMP er hlýr og
þægilegur með fast gólf í svefn og
iverurými.
COMBI CAMP er á
sterkbyggðum galvaniseruðum
undirvagni, sérhönnuðum fyrir
íslenskar aðstæður, á fjöðrum,
dempurum og 10" hjólbörðum.
COIVIBI C/XIVIP
COMBI CAMP er einn mest
seldi tjaldvagninn á íslandi
undanfariri ár og á hann fæst
úrval aukahluta.
COMBI CAMP er til sýnis í
sýningarsal okkar og tií
afgreidslu strax.
TITANhf
------------/
TÍTANhf
LÁGMÚLA 7
SÍMI 84077
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. apríl 1991