Þjóðviljinn - 13.04.1991, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 13.04.1991, Qupperneq 16
30 BARÁTTUMÁL ALÞÝÐU- BANDALAGSINS 1991 #Hækkun skattleysismarka # Óbreytt heildarskattbyrði #Hækkun barnabóta # Húsaleigubætur # Hátekjuskattur #Skattlagning fjármagnstekna #Hallalaus ríkisbúskapur #Aukinn hagvöxtur # Kaupmáttaraukning hjá launafólki # Samfelldur skóladagur # Lenging skólatíma #Skólamáltíðir # Umboðsmaður barna # Réttaröryggi barna # Úrbætur fyrir fötluð börn # Dagvistun fyrir öll börn #Stöðvun gróður- og jarðvegseyðingar # Umhverfismat við allar framkvæmdir # Alþjóðlegur umhverfissáttmáli # Atvinna handa fötluðum # Endurþjálfun í atvinnulífinu # Fjárútvegun til félagsþjónustu #1000 félagslegar íbúðir á ári # Menningarsjóður til stórverkefna #Tvöföldun framlaga til vísinda #Samgöngubylting í þágu byggðanna # Allur fiskur á innlendan markað # Alþjóðlegur fjarskiptamarkaður fyrir fisk #ísland í Evrópu, utan EB # Ný öryggis- og friðarstefna Kjósurn áfram árangur ALÞÝÐUBANDALAGit) Flokkur sem getur - fólk sem þorir ! Kosið um framtíð Islands Hjörleifur Guttorms- son alþingismaður skipar fyrsta sætið á lista Alþýðu- bandalagsins í Austuriandskjör- dæmi. Hann var spurður um hvað þessar kosningar snerust í hans huga. I komandi kosningum verður kosið um stjómarstefnu fyrir næsta kjörtímabil og verið er að gera upp málin að loknu starfi núverandi nk- isstjórnar. En við.erum einnig að kjósa um framtíð Islands til miklu lengri tíma en næstu fjögurra ára. Miðað við yfirlýsingar úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins tel ég að þeir gætu hugsað sér að leggja ínn umsókn um aðild að Evrópubandalaginu á næsta kjör- tímabili. Þetta er því yfírvofandi hætta. Við verðum að hafa í huga að Evrópubandalagið er nú að taka mjög örum breytingum og þróast i það að verða ríkisheild, eins konar stórríki Evrópu. Aðild okkar að tiessu stórríki þýddi í raun afsal ís- ensks sjálfstæðis, við yrðum aðeins lítið peð í þessu stóra gangvírki - út- kjálki í Evrópu. Afleiðingar aðildar að Evrópubandalaginu em þess eðlis að Alþýðubandalagið útilokar hana með öllu. En ég vil einnig benda á samningana um evrópska efnahagssvæð- ið, EES, sem utanríkis- ráðherra hefur urmið að g leggur mikið kapp á að Ijúka á sinni rað- herratíð. Það er mál sem kann að verða ákveðið nú í sumar og liggja fyr- ir næsta þingi. Eg tel að bæði almenningur og margir stjómmálamenn geri sér ekki ljóst hve víðtækar breytingar slík- ur samningur myndi hafa í för með sér; skerðingar á sjálfstæði okkar og sjálfræði á sviði efnahagsmála og mörgum fleiri sviðum. Það er alrangt þegar sagt er að ekki sé ljóst um hvað samningurinn komi til með að snúast í sinni endanlegu mynd. Við þekkjum bæði lög og reglur innri markaðar Evrópu og okkur er ætl- að að skrifa upp á þá pappíra, nánast án fynr- vara. Við hefðum átt að snúa frá þessum samn- ingum fyrir löngu því að sýnt er að þarna eru hvorki aðgengileg skil- yrði né æsHilegar for- sendur fyrir Islendinga. En er ekki hætta á að við ein- angrumst ef við tökum ekki þátt í bandalögum Evrópuríkja? Þessu er haldið að þjóðinni en ég tel að hér sé á ferðinni hin mesta blekking. Það er miklu líklegra að aðild að EES, að ekki sé minnst á EB, verði til þess að við einangr- umst. Með aðild værum við að lok- ast af sem útkjálki inni í þessu stór- ríki og skertum möguleika okkar til samskipta við önnur svæði í heimin- um. Einnig má nefna að í þessurn bandalögujn er al)t gírað inn á auk- inn hagvöxt og hættan er sú að hon- um fyígi aukin mengun og aukinn vandi í umhverfisrhálum. Ég hef verið að benda á aðra lcið. Okkur er engin nauösyn að verða þátttakendur í evrópsku efna- hagssvæði. Við getum sjálf gert þær breytingar hér og aðlögun sem nauð- synleg er talin að vel athuguðu máli vegna breytinganna í Evrópu og í al- þjóðlegum samskiptum. Þetta getum við gert án þess að kasla frá okkur eigin stjómtækjum og sjálfræði. Svo við forum út í aðra sálma, hvaða mál er efst á baugi í um- ræðunni innan kjördæmisins? Atvinnumálin eru mjög gildur þáttur í umræðunni hér og kröfur em eðlilega uppi um aukna fjölbreytni í atvinnulín. Sú.þörf blasir við nánast um land allt. Ég tel nauðsynlegt að við horfúm ekki eingöngu til nýrra atvinnugreina, heldur eigum við að renna traustari stoðum undh þá at- vinnustarfsemi sem fyrir er. Ég nefni í því sambandi að við þurfúm að ná allt öðmm og betri tökum á sjávarút- vegsmálunum. Eitt af brýnustu verk- efnum næsta kjörtímabils er að móta nýja, heildstæða sjávarútvegsstefnu sem tekur ekki aðeins til fiskveiði- stjómunar heldur tengir saman veið- ar, vjnnslu og markaðssetningu. I þessu kjördæmi höfum Við lýs- andi dæmi um þann vanda sem inn- byggðir gallar í núgildandi kvóta- kerfi og skortur á saiphæfðri sjávar- útvegsstefnu skapar. A Seyðisfirði er nægur kvóti í byggðarlaginu ef hann væri tengdur vinnslunni í landi og skilaði sér þangað, en svo er ekki sem kunnugt er. Byggðarlög hafa einnig tapað veiðikvóta sínum var- anlega vegna sölu skipa. Breiðdals- vík er dæmi um slíkt. Enn fremur blasir við sú hætta sem uppkaup á veiðirétti smábáta skapar en smá- bátaútgerð er uppistaða heilla byggðarlaga hér hja okkur. Við þess- Hjörleifur: Fólk sem vill tryggja vinstri stjóm aö loknum kosningum ráðstafar ekki atkvasöi slnu með betri hætti en að kjósa Alþýðu- bandalagið. um aðstæðum verður að bregðast ef menn vilja halda byggð í jafnvægi og koma í veg fyrir að grundvellin- um sé kippt undan mörg hundruð manna byggðarlögum. Hvað landbúnað varðar, stönd- um við frammi fyrir vanda í sauð- fjárbúskap vegna þess að hér fer saman samdráttur í framleiðslu vegna kvóta og sökum riðuveiki, sem hefur valdið meiri skaða hér eystra en víðast annars staðar. Þessir erfiðleikar stofna býggð í sveitum í hættu og bitna einnig á þéttbýlis- stöðunum. Við þessu þarf að bregð- ast með því að veita þeim sveitum sem höllum fæti'standa stuðning, bæði með minni samdrætti í fram- leiðslu og aðstoð við að skapa at- vinnu á öðrum sviðum. En Austurland býr einnig yfir miklum möguleikum hvað varðar nýjar atvinnugreinar ef rétt er á mál- um haldið. Eins og víðar er ferða- þjónustan vaxtarbroddurinn og hefur skilað mörgum atvinputækifærum á undanfömum árum. A því sviði get- um við ætlað okkar stærri hiut en hingað til. Ég nefni sérstaklega Austur- Skaftafellssýslu og Hérað í þessu sambandi en í raun býr svæðið allt yfir miklum möguleikum, meðal annars með vemdun og nýtingu há- lendissvæða og jökla til ferðalaga. Á sviði ferðaþjónustu er nauðsynlegt að hið opinoera leggi fram stuðning til þess að treysta undirstöðumar og skapa þannig grundvöll þess að hægt sé að nýta þau tækifæri sem bjóðast. Sjálfur hef ég unnið mikið að stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir samgönguráðuneytið og þau mál lágu fyrir síðasta þingi í formi til- lagna og lagafrumvarps. Því miður stöðvaði Sjálfstæðisflokkurinn af- greiðslu þeirra mála í þinglok. Að lokum langar mig að nefna hinn margumtalaða orkufreka iðnað eða stóriðju. Um árabil hafa verið uppi áform um að nýta þá orku sem hér býr í fallvötnum, til atvinnuupp- byggingar á svæðinu, en vonir manna hafa ekki ræst. I ljósi biturrar reynslu eru menn hér orðnir mjög tortryggnir í garð þeirrar stóriðju- stefnu að treysta á að útlendingar korpi færandi hendi með verksmiðj- ur. I þessum efnpm vísa ég á allt aðra stefnu. Við Islendingar eigum sjálfir að vera leiðandi og ráða ferð- inni. I stað þess að einblína á risaál- bræðslur eins og rembst hefur verið við að semja um, eigum við að horfa til kosta sem standa okkur nær og hafa ekki í för með sér mengun og umhverfisspjöll. Við getum hugað að minni einingum, framleiðslu fyrir ínnanlandsmarkað og svo nefhi ég sérstak- lega framleiðslu vetnis sem mengunarlauss orkugjafa. Islendingar eiga að búa sig undir að verða þátttakendur á því sviði svo orkufram- leiðslan geti orðið okk- ur raunveruleg búbót á næstu árum. Hér á Austurlandi eru allir kostir til staðar fyrir vetnisframleiðslu og ég hyggst beita mér fyrir því á næsta kjörtímaDÍli, hafi ég til þess aðstöðu, að sá möguleiki verði undirbúinn að við fáum slíka stóriðju inn í fjórðunginn. Hvernig metur þú stöðuna í kosninga- baráttunni? Staðan er ennþá óljós. Kosningabaráttan snýst í meginatriðum um það hvort við fáum hér stjórn flokka frá miðju og til vinstri, líkt og verið hefur, eða hvort menn enda í þeirri ógæfu að kalla yfir sig samstjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks. Hættan á slíkri stjóm er yfirvofandi miðað við þau teikn sem á lofti hafa verið. Ég neld að margt landsbyggðarfólk skynji þessa hættu, í öllu falli eldra fólk sem þekkir afleiðingarnar af tólf ára samstjórn þessara flokka. Hér í Austurlandskjördæmi stendur baráttan fyrst og fremst um það hvort Alþýðubandalagið endur- heimtir tvö þingsæti eða hvort Sjálf- stæðisfiokkurinn heldur sínum öðr- um manni. Alþýðufiokkurinn hefur einnig verið að reyna að telja fólki trú um að þeir eigi möguleika á að ná þessu þingsæti og boða hér í kjör- dæminu allt aðra stefnu en fiokkur- inn á landsmælikvarða þannig að óþekkjanleg niá teljast. Ég tel að það sé raunhæfur möguleiki að Alþýðubandalagið endurheimti hér tvö þingsæti en það er Ijóst að við þurfum á öllum stuðn- ingi að halda. Fólk á Austurlandi þarf að hafa í huga að þeir sem vilja tryggja hér vinstristjóm að loknum kosnmgum ráðstafa ekki atkvæði sínu með betri hætti en að kjósa Al- þýðubandalagið. Allt annað er nættuspil og ávísun á hægristjóm að loknum kosningum. .16. ÞJÓÐVIUlNlN Laugardagur 13. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.