Þjóðviljinn - 13.04.1991, Page 17

Þjóðviljinn - 13.04.1991, Page 17
YlÐTAIIÐ Verkamenn og bændur geta leyst vandann - ekki Bandaríkjastjórn Andrew Pulley talar á opinberum fundi I Hlaövarpanum f dag klukkan 17:00 um andstööuna gegn strlösrekstri Bandarlkjanna. Mynd: Jim Smart. ▲ G. Pétur Matthíasson skrifar Andrew Pulley er banda- rískur sósíalisti sem er í funda- herferð til að vekja fólk til um- hugsunar um stríðsrekstur Bandaríkjanna í Irak. Arið 1980 bauð hann sig fram til for- seta Bandaríkjanna fyrir Sósí- alíska verkamannaflokkinn Andrew Pulley ólst upp í suð- urríkjum Bandaríkjanna, í Miss- issippifylki, og gekk í skóla fyrir blökkumenn. Aðskilnaður kyn- þáttanna var staðreynd hins dag- lega lífs. Andrew þurfti að ganga átta kílómetra í tveggja herbergja skólahús þar sem átta árgöngum var kennt saman. Fjölskylda Andrews fluttist til norðurríkjanna, til Cleveland, Ohio, þegar hann var tólf ára. Þar voru skólamir betri en þótt að- skilnaður kynþáttanna væri ekki fyrir hendi í orði, var hann það á borði. Andrew Pulley komst upp á kant við skólayfirvöld og vegna þess að hann var blökkumaður átti hann sér ekki viðreisnar von. Á endanum átti hann þess kost að velja á milli þess að fara í fangelsi eða í herinn. Af tveimur slæmum kostum valdi hann herinn. Þetta gerðist ekki á síðustu öld. Andrew Pulley er ekki nema fertugur - hann er fæddur árið 1951. Á sama tíma og við þágum 30 miljónir dollara að gjöf í formi Marshall-aðstoðar fæddi sextán ára gömul stúlka Andrew. Átta ára gamall byijaði hann að vinna tólf tíma á dag á plantekrunum við bómullartínslu. Þá gerði hann sér ekki grein fyrir því hvaða öfl í þjóðfélaginu stjómuðu afkomu hans og fjölskyldu hans, upplýsti hann seinna. Ekki átti hermennskan betur við Andrew en skólagangan og gat hann átt von á því að verða sendur til Víetnam hvenær sem var. En í hemum kynntist Andrew sósíalisma og kom það honum á óvart að hvítur suðurrikjamaður, sem upplýsti hann um gang þjóð- félagsins, skyldi eiga svo margt sameiginlegt með honum blökku- manninum. Samfélagið hafði kennt honum að hata alla hvíta menn. Herinn dró Andrew og fleiri fyrir rétt fyrir að dreifa kommún- istaáróðri og hvetja til uppreisnar - sem hvorttveggja var rangt - en málið náði alþjóðaathygli og her- inn gafst upp á málinu. Herinnr gafst reyndar einnig upp á Andrew og hann á hemum. En sósíalisminn kveikti áhuga Andrews á menntun, þjóðfélaginu og sjálfum sér og hann gekk í Sósíalíska verkamannaflokkinn. Árið 1980 'bauð hann sig fram til forseta Bandarikjanna fyrir þann flokk. En það er dæmi um lýð- ræðið í Bandaríkjunum að repú- blikanar og demókratar einoka umræðuna og nær ómögulegt_er fyrir aðra að komast að. Hafa ís- lendingar til dæmis heyrt að aðrir bjóði sig fram til forseta en frá þessum tveim flokkum? I dag er Andrew Pulley á fúndaherferð til að kynna verka- fólki og öðrum staðreyndir varð- andi Persaflóastríðið og raunveru- legu ástæðuna fyrir striðsrekstri Bandaríkjamanna á svæðinu. I dag klukkan 17:00 mun hann tala á almennum fúndi í Hlaðvarpan- um, Vesturgötu 3b, um andstöð- una gegn þessum stríðsrekstri. „Þaö eru verkamenn og bænd- ur í Irak sem geta leyst vandann í landinu en ekki ríkisstjóm Banda- ríkjanna, sagði Andrew Pulley í viðtali við Þjóðviljann. Hann tal- aði um slátrun á verkafólki og bændum í Irak og að Bandaríkja- stjórn væri einungis að tryggja áhrif sín á svæðinu. Hann sagði að ástandið í írak og við Persaflóa væri ekki eftirstríðsástand heldur ástand sem væri líkt og fyrir stríð. Bandríkjastjórn hefur ekki einu sinni tekist það ætlunarverk sitt að koma Saddam Hussein ffá, sagði Andrew og bætti við að nið- urstaða stríðsins væri að hundmð þúsunda væm dánir eða svipaður fjöldi og lést í Hírósíma og Naga- saki í lok seinni heimsstyrjaldar- innar. Hann sagði að flest væri þetta fólk verkamenn og bændur sem Bandaríkjastjóm væri alveg sama um einsog sprengjuárásimar sýndu. Andrew telur að það hefði verið hægt að semja um frið við Persflóa og í raun hefði það verið nauðsynlegt því ástandið nú sé mun verra en áður. Engin mál hafi verið leyst heldur hafi vandamál verið sköpuð. Þannig bendir Andrew á þann hag sem vopna- framleiðendur og kapítalistar hafa af stríðinu. Að sjálfsögðu eiga Kúrdar að ráða sínum málum sjálfir, sagði Andrew, en hann telur ejnnig að verkamenn og bændur í Irak eigi að ráða sínum málum en ekki Saddam Hussein eða George Bush. Þá telur hann það gmnd- vallaratriði að því fé, sem varið var til hemaðarins í Irak, hefði átt að verja til að hjálpa fólkinu á svæðinu til að ráða sínum málum sjálft og þannig hefðu vandamálin við Persaflóa leyst af sjálfú sér án blóðsúthellinga. Andrew Pulley býr nú í Detro- it, Michigan, og er í ffamboði til borgarstjómar þar fyrir Sólíaliska verkamannaflokkinn. Hann sagði að aðrir flokkar en þeir tveir stóm ættu erfitt uppdráttar þar sem fjöl- miðlar hefðu engan áhuga á þeim, auk þess sem þeim væri gert mjög erfitt fyrir með ákvæðum um til dæmis meðmælendalista. Hann benti á að verkamannflokkurinn hefði boðið fram í 26 fylkjum af 50 í kosningum 1980 en að ekki hefði verið boðið fram í til dæmis Kalifomíufylki þar sem þar hefði þurft að safna undirskriftum 100.000 manns á meðmælenda- lista framboðs annarra flokka en demókrata og repúblikana sem engin meðmæli hefðu þurft. I Michigan- fylki þarf að safna 20.000 undirskriftum. Ekki telur Andrew þetta sýna mikinn vilja til raunverulegs lýðræðis í Banda- ríkjunum. Hann heldur samt ótrauður álfam og trúir á málstaðinn, segist þó vera raunsær og gera sér grein fyrir því að það taki áratugi en ekki mánuði að hafa áhrif á stærsta hluta bandarisku þjóðar- innar. „Við bjóðum fram til að ná sæti en við emm raunsæ og bú- umst ekki við rniklu," sagði Andrew. Andrew átti erfitt uppdráttar sem blökkumaður á yngri ámm enda aðskilnaðarstefna í fullu gildi i suðurríkjunum. Hann sagði að þótt lítið bæri á kynþáttamis- rétti í orði nú þá væri reyndin önnur. Þannig væri blökkumönn- um haldið niðri með vítahring fá- tæktar. Þó viðurkenndi hann að fyrir 20 ámm hefði ekki komið til að maður einsog Colin Powell yf- irhershöfðingi kæmist til jafn mikilla metorða innan hersins og raun ber vitni. En Andrew benti á að einungis sjö prósent blökku- manna hefðu laun yfir 15.000 dollara á ári, auk þess sem meðal- aldur blökkumanna væri tíu árum styttri en annarra. Andrew talar um aðskilnað peninganna, að- skilnað þeirra sem eiga þá og þeirra sem ekkert eiga. Þetta er afleiðing hins kapítalíska kerfis og hann bendir á að aldrei verði hægt að komast hjá atvinnuleysi meðan kerfið byggir á að ná há- marksgróða en atvinnuleysi telur hann eitt helsta vandamál blökku- manna í Bandaríkjunum. Þá sagði Andrew að það væri sorglegt að fólk hér á landi þyrfti að byggja afkomu sína á umsvif- um hersins og sagði hann að það væri í raun sama sagan í Banda- ríkjunum þar sem mörg bæjarfé- lög berðust af hörku fyrir áfram- haldandi umsvifum bandaríska hersins á sínu svæði en nú væri stefnan að draga saman. Sérstök G-listadagskrá á sunnudag kl. 16 Kosningabarátta G-listans í Reykjavík hefur heldur betur hleypt nýju lífi í gamla Iðnó: Kaffi, spjall, pólitík og listræn tilþrif frá morgni til kvölds. I I Á sunnudaginn kl. 16 verður mikið um dýrðir uppi á lofti: G-LISTINN í R E Y K J A V í K • Arna Kristín Einarsdóttir leikur á flautu og Arndís Björk Ásgeirsdóttir á píanó. • María Sigurðardóttir leikkona les Ijóð. • Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur les um Orm Óðinsson. • Theodór Júlíusson leikari syngur lög úr „Fiðlaranum á þakinu". • Eyvindur Eiríksson skáld les eigin Ijóð. • Tónlist á vegum Sigursveins K. Magnússonar skólastjóra. • Ræða: Arnór Þórir Sigfússon formaður SÍNE, frambjóðandi á G-lista í Reykjavík. Njótum samstöðunnar! Njótum góðrar listar!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.