Þjóðviljinn - 19.04.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.04.1991, Blaðsíða 10
Það er kosið á milli hægri og vinstri Auður Sveinsdóttir, Guðrún Helgadóttir og Sigríður Jóhannesdóttir ræða við Nýtt Helgarblað um málefni kosninganna á morgun Umboð alþingismanna til löggjafarstarfsins rennur út á morgun, og þá er komið að kjósendum að mynda nýtt landsstjórnarafl. A kosninga- daginn eru landsmenn á kosningaaldri kallaðir til ábyrgðar, og framtíð þjóðarinnar er að talsverðu leyti undir því komin, hvernig þeir nýta sér þennan rétt. Alþýðubandalagið er sá flokkur, sem framar öðrum rekur uppruna sinn til lífsbaráttu íslenskrar alþýðu til sjávar og sveita. Saga flokksins er samtvinnuð margvíslegri réttindabaráttu alþýðunnar og sókn hennar til jafnréttis og betri Iífskjara. í hita kosningabaráttunnar náðum við að króa af þrjár baráttuglað- ar konur úr fylkingarbrjósti Alþýðubandalagsins til þess að spyrja þær álits á þvi, hvað skipti mestu máli í þessari kosningabaráttu, og hvaða máli þessar kosningar skiptu fyrir framtíðina og ekki síst fyrir unga fólkið í landinu. Þessar konur eru Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt, sem skipar 3. sætið á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík, Guðrún Helgadóttir alþingismaður, sem skipar 2. sætið í Reykjavík, og Sigríður Jóhannesdóttir, sem skipar 2. sætið á lista flokksins í Reykjaneskjör- dæmi. Og við byrjum á kjarna málsins: Um hvað snúast þessar kosning- ar að ykkar mati? Guðrún: Þessar kosningar snúast um að varðveita og vinna úr þeim, árangri sem náðst hefúr hjá fráfarandi rikisstjóm. Það væri sorglegt að sjá þann árangur fara á silfúrfati til hringakónganna í landinu. Þær snúast ekki síst um að varðveita þann ár- angur sem náðst hefur í efnahagsmálum. Sigríður: Það væri heldur óskemmti- legt að horfa upp á það ef allar þær fómir .sem Iáglaunafólkið í landinu hefur fært til þess að ná þessum árangri yrðu einungis nýttar til þess að búa í haginn fyrir íhaldið. Nýtt Helgarblað: Hvað óttist þið að taki við ef svo fœri í þessum kosningum að Sjálfslœðisflokkurinn ynni stórsigur og G- listinn tapaði fylgi? Guðrún: Ég held að við þurfum ekki að fara lengra en aftur til 1984, þegar vext- ir vom gefnir frjálsir og allt fór hér á skrið, þannig að skuldir manna hækkuðu því meir sem menn greiddu af lánum sínum. Nú sjá menn þó, að þeir em að borga niður skuld- ir sínar. Meginatriðið er þó að Sjálfstæðisflokk- urinn stendur fyrir allt öðmm lífsviðhorf- um en við gemm. Ég óttast sérstaklega að unga fólkið hafí ekki áttað sig á þessu, að það taki kosningamar ekki alvarlega og hugsi vel sinn gang áður en það greiðir at- kvæði. Ef það er ánægt með það að hafa engin tök á að eignast þak yfir höfuðið og fá inni fyrir bömin sín, þá á það auðvitað að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. En ég trúi því að unga fólkið vilji sjá öðmvísi mannlíf en við höfum orðið að búa við. Sigríður: Ef D-listinn vinnur stórsigur þá óttast ég mest einkavæðinguna sem Sjálfstæðismenn hafa verið að boða. Eink- um þeir sem standa að baki Davíð Odds- syni. Þeir hafa á undanfomum ámm haft stór orð um það á síðum Morgunblaðsins, að þeir vilji einkavæða heilbrigðisþjónust- una og skólakerfíð. Mér finnst hins vegar þetta tvennt vera það sem okkur Islending- um er hyað mest virði, og ég vil ekki sjá þetta fara í vaskinn. Auðiir: Já, þetta einkavæðingartal er auðvitað hættulegt, en það er hluti af þeirri peningahyggju sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir. Ég held að það sé okkar þjóð- félagi hættulegt, ef fólk missir sjónar á öðr- um lífsgæðum og öðm verðmætamati en því sem rakið verður til beinharðra pen- inga, Einkavæðingin, ffjálshyggjan og pen- ingahyggjan fara saman, og mér finnst það sérstaklega mikilvægt að unga fólkið geri sér grein fyrir því að hér er um annað verð- mætamat að ræða. Nýtt Helgarblað: Hvaða mál eru það sem skipta munu mestu máli á nœsta kjör- tímabili? Guðrún: Það er auðvitað erfitt að draga einstaka málaflokka þannig út úr, en eins og ég sagði, þá viljum við gjaman skila fólki aftur því sem það hefúr svo sannarlega innt af hendi til þess að hægt væri að koma á einhverju jafúvægi í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Við emm nýbúin að koma í gegn nýjum leikskólalögum og grunnskólalögum, og við viljum gjaman fá umboð til þess að hrinda þeim í framkvæmd, en við höfum satt að segja litla tryggingu fyrir því að þeim málum sé borgið í höndum Sjálfstæð- isflokksins. Við höfum lagt mikla áherslu á umhverfismálin og menningarmálin, sem stafar auðvitað af því, eins og Auður var að segja, að við Ieggjum áherslu á aðra hluti en fulltrúar peningaaflanna. Alþýðubandalagið viðurkennir það ekki að menningin sé einhver betlikerling á Við þurfum umboð til að framkvæma leikskóla- og grunnskólalögin... þjóðfélaginu. Við leggjum áherslu á það að menningin er arðbær í margvíslegum skiln- ingi, og getur líka verið útflutningsvara ef því er að skipta. En fyrst og fremst er hún undirstaða allrar okkar tilveru og frumfor- senda fyrir því að við byggjum þetta land. Auður: Það er auðvitað mjög mikil- vægt að Alþýðubandalagið fái umboð til þess að halda áfram að vinna að framgangi leikskóla- og grunnskólalaganna, en ég vildi einnig minna á annað mál, sem fráfar- andi ríkisstjóm kom af stað með stofnun umhverfisráðuneytis. Það er afar mikilvægt að glutra ekki niður þeim árangri, eins og mun vafalaust gerast ef Sjálfstæðisflokkur- inn nær völdum, því þeir hafa verið mót- fallnir sjálfstæðu umhverfisráðuneyti. Á næstu ámm og áratugum em fyrirsjáanleg- ar gífurlegar breytingar á viðhorfum manna til umhverfismála vegna þess umhverfis- vanda sem steðjar að öllu mannkyni, og því er mjög mikilvægt að styrkja það umhverf- isráðuneyti, sem hér hefúr verið stofnað, og halda markvisst áffam á þeirri braut. I þeim efnum er Alþýðubandalaginu best treyst- andi. Sigríður: Já, mig langar líka til að ít- reka að það er mikilvægt að Alþýðubanda- lagið eigi áffam aðild að ríkisstjóminni vegna nýju grunnskóla- og leikskólalag- anna. Það hafa áður verið samþykkt góð grunnskólalög hér á landi, sem aldrei var í raun og vem ffamfylgt vegna þess að næg- ur vilji reyndist ekki fyrir hendi á Alþingi til að veita fé í skólamál. Ég held að það sé í rauninni forsenda þess að þessi lög nái fram að ganga, að Alþýðubandalagið verði sterkt á þinginu og í rikisstjóm. Guðrún: Mig langar til að bæta hér svolitlu við í þessu sambandi: ég held að það sé dálítið sérstæð þróun að gerast í okkar þjóðfélagi einmitt nú. Okkar kyn- slóð, sem gekk í gegnum ‘68-byltinguna - sem auðvitað tókst ekki á endanum - við höfum kannski alið af okkur krakka sem ekki fannst mikið til þessa koma og tók andstæða afstöðu. Ég held hins vegar að þetta sé að breytast einmitt núna. Ég held að allra yngsta kynslóðin sé kannski nær Við þurfum umboð til að rjúfa ættarveldi peningaaflanna í Reykjavík... þeim hugsjónum sem við vomm að beijast fyrir, heldur en þeir sem em örlítið eldri. Og ég trúi í raun ekki öðm en að þessi taumlausa efnishyggja, sem hefur verið áberandi síðastliðin 10 ár, sé búin að ganga sér til húðar. Ég held að þegar allt fallega unga fólkið var komið í glæsiíbúðimar sín- ar með miljónaskuldir á bakinu og bömin sín á hrakhólum, þá hafi það farið að átta sig á að þetta er ekki sú lífshamingja sem þau héldu. Nýtt Helgarblað: Hvaða mál eru það þá sem Alþýðubandalagið setur á oddinn fyrir unga fólkið í landinu? Sigríður: Eitt af kjörorðum Alþýðu- bandalagsins hefur verið „að hjartað slái vinstra megin“. Mér finnst þetta vera kjör- orð sem unga fólkið eigi að skilja. Ef við viljum að allir búi vel í þessu Iandi, ekki bára þeir sem hlaupa hraðast, þá skiptir öllu máli að hér sé öflug samfélagsleg hjálp, og að við látum okkur varða náungann og kjör hans. Þetta ætti unga fólkið að skilja, og jafnframt að þama skilur á milli hægri og vinstri í stjómmálunum. Nýtt Helgarblað: Nú segja allir stjórn- málajlokkarnir fyrir kosningamar að þeir œtli sérað bœta lífskjör Islendinga, einkum hinna lœgst launuðu. Samkvœmt þessu ættu þeir lœgst launuðu á Islandi ekki að þurfa að kvíða framtiðinni. Að hvaða leyti er það á valdi stjómmálaflokkanna að bœta lifskjörin, og hefur Alþýðubandalagið einhverja sérstöðu iþessum efnum? Guðrún: Það er auðvitað ljóst, að kjarasamningar em I höndum verkalýðsfé- laganna, en ríkisstjóm getur með margvís- legum öðmm hætti en afskiptum af kjara- samningum bætt kjörin. Við höfúm verið með ákveðnar tillögur í því efni í formi bamabóta, húsaleigubóta og hækkunar skattleysismarka o.fl. Stjómvöld hafa auð- vitað mikil áhrif á kjör manna. En það þarf líka að endurmeta ýmis störf í þessu þjóð- félagi. Menn em að kvarta undan því að það fáist ekkki fólk til að vinna í fiski. Það væri enginn vandi að fá fólk til að vinna í fiski ef launin væra viðunandi. Við borgum sjómönnunum okkar sæmileg laun, og svo sannarlega með réttu, þannig að það hefúr hingað til ekki verið hörgull á sjómönnum. Það verður auðvitað að búa betur að þess- um undirstöðuatvinnuvegi, sem fiskvinnsl- an er. Þetta er erfið vinna, en hún getur vel verið eftirsóknarverð ef menn fá sæmilegar tekjur fyrir að vinna hana. Sigríður: Ég held að það sé enginn vafi á því, að Alþýðubandalagið er sterkasta baráttutæki launafólks í dag. Þótt margir hafi efast um gildi þjóðarsáttarsamning- anna í fyrstu, þá hafa þeir ótvírætt sannað gildi sitt, en þeir em einmitt tilkomnir að miklu leyti fyrir tilstuðlan ráðherra Al- þýðubandalagsins og fúlltrúa þess í verka- lýðshreyfingunni. Það markmið samning- anna að ná verðbólgunni niður hefúr þegar náðst, og ég bind nú allar mínar vonir. við að Alþýðubandalagið komi það sterkt út úr þessum kosningum að við það markmið verði staðið að lyfla kaupmættinum. Auður: Það má líka spyrja sig þeirrar spumingar, hvemig ástandið væri nú ef Al- þýðubandalagsins hefði ekki notið við í því að veita kjaraskerðingaröflunum viðnám í þeim þrengingum sem ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar skildi eftir sig. Nýtt Helgarblað: Hvað œtlar Alþýðu- bandalagið að gera íþessum efnum? Get- urflokkurinn haft áhrif á aukrungu þjóðar- framleiðslu ogþjóðartekna eða erstefnt að tekjujöfnun? Sigríður: Hagvöxturinn vex náttúrlega ekki endalaust. Það þarf fyrst og ffemst að breyta tekjuskiptingunni. Guðrún: Jú, það er rétt. Það er óleyst áhyggjuefni sem blasir við okkur og verður stöðugt meira áberandi, að þrátt fyrir góðan árangur í efnahagsmálum að ýmsu leyti, þá er fjármagn þjóðarinnar að færast æ meir í hendur örfárra hópa eða fjölskyldna. Ég tók þetta mál einmitt upp á kosningafúndi í gær, og það gladdi mitt gamla hjarta að sjá að Þorsteinn Pálsson er með þessar áhyggj- ur líka. En hann tók þetta mál upp á fundi í Vestmannaeyjum nýverið. Það er með ólíkindum hvað fjármagn lýðveldisins hefur safnast hér á fárra hend- ur. Og það sem hefur breyst hér í gegnum tiðina er að þessar stóreignafjölskyldur ráku sín fyrirtæki hér áður fyrr. Síðan kom verðbólgan og allur fýrirtækjarekstur varð mjög áhættusamur. Þá gerði þetta fólk auð- vitað nákvæmlega það sem var skynsam- legt út ffá þess eiginhagsmunum: það hætti að taka áhættu en sáði þessum peningum sínum í ríkistryggð fyrirtæki. Og nú er svo komið að þessar Qölskyldur eiga Flugleið- ir, Eimskipafélagið, Sjóvá o.fl. Og fyrir- 10 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.