Þjóðviljinn - 19.04.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.04.1991, Blaðsíða 2
Guðlaugur Arason: Þegar vopnin snúast 4. kafli 22. ágúst 1980. Föstudagskvöld. Daníel Jónsson hljóp út í flutningabílinn sem stóö utan við söluskálann í Hvalfirði, settist inn og hryllti sig. Það var farið að rigna eina ferðina enn. Ekki var að spyija að veðrinu héma fyrir sunnan, alltaf rok og rigning. Annað með veðrið heima á Akureyri, standandi sól og blíða allt sumarið. Hann opnaði vindlapakkann sem hann hafði keypt og leit ósjálfrátt í kringum sig, eins og hann væri hræddur um að einhver sæi til sín. Auðvitað vissi hann mæta vel að hann yrði að hætta þessum fjára, en það var nú hægara sagt en gert. Hann var orðinn 62 ára og kominn með lé- legar æðar, eftir þvi sem læknamir sögðu. Og gott ef ekki götóttan hjartapung í ofan á lag. Fyr- ir tveimur árum fékk hann aðkenningu að hjart- aslagi, en bjargaðist fyrir hom. Þrátt fyrir þetta óhapp, hélt hann áfram að keyra milli Akureyrar og Reykjavíkur, eins og hann hafði gert undan- farin 23 ár. Hann hafði jú þessar sprengitöflur við hendina ef eitthvað bæri útaf. Bíllinn streðaði upp brekkuna vestan við skálann eins og hann væri mótfallinn því að komast upp á brúnina. Engin furða, því farmur- inn var þungur; mestan part áfengi sem átti að fara til Akureyrar. En Daníel var ekkert að flýta sér. Hann var þekktur fyrir annað en asa og hamagang. Á sömu stundu og Daníel kveikti sér í vindl- inum, slökkti Finnur í tíundu sígarettunni. Þeir félagar sátu nú inni í sendlabílnum og höfðu lagt honum á bak við gamla gistihúsið i Foma- hvammi. Fram til þessa höfðu hlutimir gengið samkvæmt áætlun. Allt sem Finnur skipulagði virtist verða að vemleika; bíllinn, útbúnaðurinn, tímasetningin. Allt stóð þetta eins og stafúr á bók. Heimi hafði auðveldlega tekist að verða sér úti um lykil að sendiferðabílnum, og það fór eins og hann sagði; eigandinn bmnaði austur í sumar- bústaðinn og tók kellu sína með. Enginn heima í húsinu til að hafa auga með bílnum, sem stóð fyrir utan. Þeir vom sammála um að ekki hefði verið hægt að fá betri bíl. Hann var af Toyota gerð og átti að geta rúmað þrjú til fjögur hundmð vín- kassa, að minnsta kosti. Finnur hafði séð um að útvega allan þann út- búnað sem til þurfti. Það var eins og hann sæi fyrir sér hvert skref og hefði upplifað hverja mínútu ffam í tímann, slík var nákvæmni hans. I ferðatösku aftur í bílnum lágu labb-rabb tækin, sterkar leðurólar, hálsklútar, breitt Iímband, þijár lambhúshettur og gömlu jakkamir þeirra. Effir fyrirmælin ffá Finni höfðu þeir allir sett upp hanska áður en þeir fóm inn í sendlabílinn, og þá mátti enginn taka niður. Þennan föstudagsmorgun hafði Finnur feng- ið að vita að flutningabíll færi áleiðis til Akur- eyrar þá um kvöldið. Það kostaði ekki nema eitt símtal í birgðageymslu áfengisverslunarinnar. Hann hafði strax samband við Inga og skipaði honum að vera við bensínstöðina á Ártúnshöfða klukkan fimm, þá yrði hann sóttur. Svo fór hann til Heimis og sá til þess að hann litaði hárið og gleymdi ekki gleraugunum. Seinni partinn um daginn tók Heimir strætis- vagn inn í Voga, settist inn í sendlabílinn eins og hann væri hans eign, og ók í burtu. Finnur beið hans fyrir utan Glæsibæ, þar sem hann ætlaði að geyma bílinn sinn. Og hingað vom þeir kornnir. Allt hafði gengið eins og í lygasögu. Allt nema veðrið. Þeir höfðu ekki reiknað með rigningunni. Sérstaklega fannst Heimi það bagalegt, þar sem hann þurfti að standa úti og bíða eftir flutninga- bílnum, enda hafði hann orð á því, þar sem þeir sátu nú inni í heitum bílnum. - Haltu kjafti maður, skipaði Finnur og leit á klukkuna. Þú getur verið undir Iitlu brúnni sem við fómm yfir, þú sérð alveg þaðan þegar bíllinn kemur og hleypur bara upp á veg. En þú verður drepinn ef þú gieymir að Iáta okkur vita áður en þú stoppar bílinn! - Nei, hvað er þetta, svaraði Heimir svolítið pirraður, við emm búnir að fara svo oft yfir þetta í öllum smáatriðum. En samt hefðum við alveg haft tíma til að snúa við og taka með okkur regn- kápur... minnsta kosti á mig... eða stoppa á ein- hverri bensínstöð. - Já, já, og láta sjá okkur þar, skaut Finnur inn í og hló kuldalega. Þú ert nú enginn venju- legur hálfviti. - Það hefði nú ekki þurft að vekja neina at- hygli í þessu veðri, maldaði Heimir í móinn. Ég þarf að hanga hér í... - Þú gerir bara eins og þér er sagt! sagði Finnur með stingandi röddu og ógnandi í senn. Heimir þagði. Ingi lagði ekkert til málanna, en reyndi eftir megni að sýnast rólegur. Samt hafði eitthvað raskað ró hans og komið honum úr jafnvægi. Líklega var það haglabyssan i töskunni sem Finnur kom með. Þetta var sundurtekin byssa, sem lá vafin innan í teppi. Það hafði aldrei verið minnst á neitt slíkt. Þegar Ingi spurði Finn til hvers hann væri að taka þessa byssu með, hafði hann hlegið og sagt að sér hefði þótt vissara að hafa byssu ef þeir rækjust á gæsir. Síðan var ekki talað meira um það. Ekki vissi Ingi hvort Heimir hefðí séð byssuna, en hann efaðist um það. Þetta var ekki rætt frekar. Það var komið niðamyrkur og sáralítil um- ferð var um þjóðveginn. Heimir var bílstjórinn, og á leiðinni frá Reykjavík höfðu þeir Finnur og Ingi alltaf kastað sér niður i sætin ef þeir mættu bíl. Fyrst hlógu þeir að þessu Heimir og Ingi, en þá sagði Finnur, að hann kærði sig ekkert um að einhver sæi þá þijá saman í bílnum og gæti síðan sagt lögreglunni frá því seinna. Þeim fannst þetta dæmigert fyrir nákvæma hugsun og skipulagshæfileika Finns, og stein- hættu að hlæja ef þeir mættu bílum. - Eigum við ekki að fara að drífa í þessu? sagði Ingi loks, þegar honum fannst þögnin orð- in óbærileg. Klukkan er að verða tíu, við megum ekki missa bílinn fram hjá okkur. - Jú, sagði Finnur, eins og hann hefði einmitt verið að hugsa það sama. Nú hefur ekki komið einn einasti bíll í tuttugu mínútur, það er nefni- lega ennþá betra að það skuli vera svona veður, þá sést ekki út úr augunum. Heimir, færðu þig, ég skal keyra. Þeir skiptu um sæti. - Ingi, réttu mér eina lambhúshettu þama í töskunni, sagði Finnur, þegar hann var sestur undir stýrið. Við getum bara rúllað hana upp og búið til húfú. Svo beindi hann orðum sínum til Heimis. - Þú verður að passa vel að hárið á þér blotni ekki meðan þú bíður, annars getur helvítis litur- inn lekið úr. Héma, hafðu þetta á þínum hland- haus, sagði hann og rétti honum upprúllaða lambhúshettuna. - Þakka þér fyrir, sýruhaus, svaraði hinn. Þeir hlógu svolítið og óku af stað niður heimkeyrsluna, án þess að kveikja ljósin. Þegar þeir komu niður á þjóðveginn, beygði Finnur til hægri í áttina að brúnni. En rétt í þann mund sem þeir vom að koma að staðnum þar sem Heimir átti að bíða eftir flutningabílnum, hrópaði Ingi: - Strákar, það er að koma bíll á eftir okkur! - Þetta er allt í lagi, svaraði Finnur rólega, eins og hann væri að tala við sjálfan sig. Við stoppum héma utan við veginn og drepum á vél- inni, slappiði bara af. Síðan ók hann áfram góðan spöl og beygði svo niður vegaslóða sem lá niður að ánni. - Ég var búinn að gera ráð fýrir þessu, hvísl- aði hann og drap á vélinni. Það sér okkur enginn héma. Þeir fylgdust spenntir með ljósbjarmanum sem nálgaðist í myrkrinu. - Þið munið bara að ef eitthvað óvænt gerist, þá emm við á leið til Reykjavíkur, hvíslaði Finn- ur. Þið haldið kjafti, ég skal tala. En til þess kom ekki. Bíllinn bmnaði fram hjá þeim án þess að hægja hið minnsta ferðina og hvarf fyrir næsta leiti. Þeir ráku upp siguróp og Finnur ók aftur út á veginn. Þessi atburður varð til þess að hreinsa and- rúmsloftið á milli þeirra. Stuttu seinna stöðvaði Finnur bílinn og sneri við á veginum. - Ingi, komdu með labb-rabbið, sagði hann. Við pmfúm tækin þegar allir em komnir á sinn stað. Heimir, þú manst svo að kalla í okkur um leið og bíllinn stoppar og láta okkur vita hvort bílstjórinn er einn. Og þú segir bara ókei. Ekkert annað. Og stingur svo tækinu ofan í töskuna áð- ur en þú ferð inn í bílinn. - Já, og veður bara fýrir helvítis bílinn ef hann ætl’ar ekki að stoppa, bætti Ingi við. Heimir kinkaði kolli og setti tækið ofan I töskuna sem hann hafði komið með samkvæmt skipun frá Finni. Síðan tróð hann á sig húfunni og lét upp gleraugun. - Þá segjum við það, sagði hann og reyndi að bera sig mannalega. Ég kalla í ykkur eftir fimm mínútur. Hann opnaði hurðina og hvarf út í myrkrið. Ingi lokaði á eftir honum. - Bara að hann stoppi nú réttan bíl, sagði hann og gaut augunum á Finn. Finnur svaraði þessu engu. Nú varð ekki aft- ur snúið, hvort sem Heimir stoppaði réttan bíl eða ekki. Það yrði bara að koma í ljós. ÞÆR ERU BARA TIL TRAFALA Formaður Sjálfstæðisflokks- ins varpar fram hugmyndum áður en hann festist í niðurstöðum. Það er lofsvert og uppörvandi... Helgispjall Morgunblaósins OG ENN HEFUR DAVÍD FORYSTUNA Ratmar er reynsla flestra stjómmálamanna sú að best sé að segja eitt en gera annað. Reykjavíkurbréf Morgunblaósins OG JAFNAÐAR- STEFNA ER ÓÞÖRF Allir eru ríkir hve fátækir sem þeir eru. Fyrirsögn i Morgunblaóinu VÉR FÁIR, FÁTÆK- IR OG SMÁIR Eg er þeirrar skoðunar að það vanti spillingu í íslensk stjómmál, já almennilega spillingu, skandalá eins og það heitir í útlöndum. DV MARGUR ER JAFN- RÉTTISVANDINN Hestar í sturtu en kokkar ekki Fyrirsögn í Pressunni ÆDSTA HNOSSIÐ Með aðild að Evrópubanda- laginu tækju íslendingar stórt skref inn í nýja öld fijálsræðis og framfara. Það sem meira er, aðild að Evrópubandalaginu yrði bana- biti ffamsóknarmennsku á íslandi. Morgunblaöiö HÉR VANTDAR NÝJ- AN FLOKK! Þeir sem eru örvhentir lifa í heimi rétthentra og sá heimur er þeim svo hættulegur að hann get- ur haft áhrif á æfilengd þeirra. Getur munað heilum níu árum. Morgunblaöiö STRJÓRNMÁLA- ÞREYTAN Um stefnu Sjálfstæðis- flokkksins sagðist Jón Baldvin ekkert geta sagt. Affýöublaöiö SAMSÆRIÐ MIKLA GEGN FRAMSÓKN Þar sem talið er víst að Nixon og félagar hafi lært lygasögupólit- íkina af KGB, hlýtur það að vera gleðiefni fyrir fjölmarga vini kommúnista í Sjálfstæðisflokkn- um að loksins skuli hafa tekist að samhæfa kosningabaráttu flokks- ins slíkum háþróuðum og marg- reyndum áróðri æskuvinanna úr austri. Tíminn um slúöur um Steingrím i íhaldsblööum. 2 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.