Þjóðviljinn - 19.04.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.04.1991, Blaðsíða 9
„Stefna Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálunum lýsir engu nema tvískinnungi, markmið kennar eru gersamlega óraunhæf, enda sett fram til þess eins aö dylja þá undan- sláttarstefnu sem þegar hefur verið mótuð“, segir Tryggvi m.a í grein sinni. Undanfarin misseri hafa Evrópumálin verið á floti í íslenskum stjómmálum, líkt og borgar- ísjaki, því aðeins hluti þeirra hefur komið upp á yfirborðið í almennri umræðu. Þetta hefur verið sérstaklega áberandi hvað varðar eindreginn vilja ákveðinna afla innan tveggja stjómmála- flokka til þess að ísland gangi í EB. Þessi öfl hafa unnið skipulega að því að undirbúa jarð- veginn fyrir aðild að EB, þau hafa mótað stefnu sinna flokka í Evrópumálunum en jafhan gætt þess vandlega að kveða opinberlega ekki of fast að orði. Þannig hefur stefiia flokkanna ekki end- urspeglað þá umræðu sem raunvemlega á sér stað innan þeirra og ákvarðanaferlið í raun ver- ið komið miklu lengra en í veðri hefur vakað. Þessi þróun hefur átt sér stað í skjóli samninga- viðræðna um Evrópskt efnahagssvæði og undir eftirfarandi viðkvæði: „Við athugum fyrst hvað samningar í samfloti með öðrum EFTA-þjóðum hafa upp á að bjóða, fyrr er spumingin um aðild að EB alls ekki á dagskrá." Alkunna er að mikill bamingur hefur verið í EES-viðræðunum, og mikið áhorfsmál hvort sá samningur muni nokkum tímann komast á koppinn. Þetta virðist nú, meðal annars, hafa valdið því að á síðustu dögum hefur komið allt annað hljóð í strokkinn hjá því liði sem vill inn- göngu i EB. Nú gerist það að Sjálfstæðisflokkurinn, sem hýst hefur stærstan hluta af „inngönguliðinu", heldur landsiund þar sem samþykkt er stefha flokksins. Þar á meðal er stefha flokksins í sjáv- setja með öðrum hætti, svo sem af sérstöku stjómlagaþingi eða samkvæmt sérstöku um- boði. Orð sem formaður Sjálfstæðisflokksins lét falla á ísafirði á dögunum um þjóðaratkvæða- greiðslu sem „eðlilegan" afgreiðslumáta á aðild að EB minna í þessu sambandi á eftirfarandi: I fyrsta lagi að ákvarðanir um aðild verði hugsanlega teknar án þess að nýtt Alþingi með endumýjað umboð kæmi að þeim ákvörðunum, í öðm lagi að forystumenn Sjálfstæðisflokksins eru famir að hugsa fyrir því hvemig samningar um aðild verði innbyrtir. Sé litið til þeirrar þró- unar í utanríksviðskiptum þjóðarinnar, sem hef- ur verið aðalröksemd inngönguliðsins fyrir að- ild, og það haft í huga að við lok þess kjörtíma- bils sem nú fer í hönd hefur innri markaður EB verið virkur í rúmlega tvö ár, er alls ekki fráleitt að ætla að inngönguliðið í Sjálfstæðisflokknum hafi reynt að fá fram endanlega niðurstöðu um aðildarmálið, fái það aðstöðu til þess. Reynsla Færeyinga og Norðmanna Nýverið gerðu Færeyingar samninga um viðskipti við EB. Reyndar er hæpið að nefna það samningagerð sem þar átti sér stað, réttara sagt vom Færeyingar neyddir til að ganga að af- arkostum EB. Ástæðan fyrir afleitri aðstöðu Færeyinga felst í því, fyrst og fermst, að nær öll viðskipti séu svona oíurbjartsýnir á möguleika íslenskra stjómvalda til að breyta stjómskipun Evrópu- bandalagsins og umbylta sjávarútvegsstefnu þess. Hvaö felst í aöild aö EB? Þau markmið sem sett em firam í klausum eins og þeim sem em hér að ofan em að mínu viti algerlega ósamrýmanleg. Til þess að í aðild að EB felist ekki missir yfirráða yfir fiskimiðum og orkulindum, að hluta eða alveg, þarf nefni- lega eftirfarandi að koma til: * Meginregla fiskveiðistefnu EB um fijáls- an aðgang allra aðildarrikjanna að öllum fiski- miðum innan lögsögu EB, gildi ekki fyrir ís- land. * Meginregla fiskveiðistefhu EB um að ffamkvæmdastjómin í Briissel ákveði aflamark (kvóta) hvers aðildarrikis gildi ekki fyrir ísland. * Grundvallariög EB nái ekki fullnustu hvað varði rétt til atvinnurekstrar og fjármagns- hreyfmga, þ.e. heimildir til kaupa á fyrirtækjum sem eiga fiskveiði- eða orkunýtingarréttindi. * Gmndvallarlög EB nái ekki fullnustu hvað varðar tæknilegar viðskiptahindranir, þ.e. að veitingar náma- og orkuvinnsluleyfa verði bundnar íslenskum aðilum. Þetta á sérstaklega við með hliðsjón af réttaróvissu sem ríkir um eignarhald á miklu af nýtanlegri orku landsins. Fmmkvæði iðnaðarráðherra nú, við að eyða þeini óvissu sýnist geta staðið í samhengi við EB, því í raun væri verið að tala um að selja að- gang að ákveðnum hafsvæðum. Ef þessi hug- mynd er sett ffam í þeim tilgangi einum að „redda“ íslenskum fiski undan hamrinum myndu áhrif hennar líka vera þau ein að draga stórlega úr áhuga sem EB kynni að hafa á aðild- arsambanci. Hagsmunir okkar í sjávarútvegi og orku- vinnslu em stærstu hagsmunir þjóðarbúsins og skipta þannig sköpum í allri pólitískri umræðu. Það er því hrikalegt að sjá nú, svo skömmu fyr- ir kosningar, aðild Islands að Evrópubandalag- inu setta á dagskrá með þessum hætti af for- manni Sjálfstæðisflokksins. Flokurinn biður um óútfyllt umboð í sjávarútvegsmálum, með það fyrir augum að hafa helst óbundnar hendur í þeirri rikisstjóm sem hann segist ætla að mynda eftir kosningar. Með yfirráðum yfir sjávarút- vegsráðuneytinu vilja Sjálfstæðismenn svo geta fullkomnað vald sitt á ráðstöfun sjávarútvegs- hagsmuna okkar, eftir þvi hvemig vindar blása ffá Evrópu. Jafnffamt virðist hann boða að til þess geti komið á kjörtímabilinu að ffá aðildar- málinu sé gengið, án þess að kosið sé sérstak- lega um það. Stefna Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálun- um lýsir engu nema tvískinnungi, markmið hennar em gersamlega óraunhæf, enda sett ffam til þess eins að dylja þá undansláttarstefhu sem þegar hefur verið mótuð. Af ofangreindum ástæðum er það nú skyndilega orðið afar brýnt í islenskum stjóm- araútvegsmálum og hefiir hún verðskuidað orð- ið ffæg að endemum, reyndar verið eitt aðalum- ræðuefni kosningabaráttunnar. „Hvers vegna hefúr Sjálfstæðisflokkurinn enga stefnu í sjáv- arútvegsmálum?“ hefur ítrekað verið spurt. Einhveijir hafa viljað skýra þennan fingur- bijót íhaldsins í kosningabaráttunni sem svo að flokkurinn væri einfaldlega of margklofinn til að geta komið sér saman um eina stefnu. Síð- ustu yfirlýsingar formanns Sjálfstæðisflokksins upplýsa hins vegar raunvemlegan bakgmnn landsfundarályktunarinnar þannig að ekki verð- ur um villst: Stefha Sjálfstæðisflokksins í sjáv- arútvegsmálum verður ekki mótuð öðmvísi en samhliða niðurstöðu EB-aðildar. Og til þess verks gefa sjálfstæðismenn sér, samkvæmt fyrr- greindum yfirlýsingum formannsins tvö ár, m.ö.o. ffam yfir áramót 1992-1993. Stefhuleysi íhaldsins í sjávarútvegsmálum er samkvæmt þessu ekkert annað en krafa um óútfyllt umboð til handa flokknum að geta ráðstafað sjávarút- vegshagsmunum þjóðarinnar að vild í rikis- stjóm eftir kosningar, fái hann aðstöðu til þess að ráða þar málum. Hvernig ætlar Sjálfstæöisflokkur- inn aö standa aöild? Nú hefur legið fyrir aðild að samningum um EES myndi kalla á lagabreytingar í hundr- uðavís; a.m.k. 1900 lagaboðum ffá Alþingi yrði að breyta eða fella niður svo „aðlögun" íslands geti farið ffam. Hins vegar er ekki jafnljóst á hvaða lagasetningu bein aðild að EB myndi kalla. Hugsanlegt er þó að aðild myndi útheimta stjómarskrárbreytingar, jafnvel setningu nýrrar stjómarskrár. Um slíka lagasetningu færi eins og um önnur ffumvörp til stjómunarskipunar- laga, eðlilegast er að þegar ffumvarpið hefði fengið þinglega meðferð og verið samþykkt, yrði þing strax rofið og efnt til kosninga. Ný stjómafskrá tæki þá fyrst gildi þegar nýtt þing mgð nýtt umboð hefði samþykkt stjómarskrána í sömu mynd og hið fyrra. Einnig mun tallð að nýja stjómarskrá megi þeirra áttu sér orðið stað við EB. Með því að einblína á Evrópumarkaðinn og vanrækja aðra markaði eiga Færeyingar nú engra kosta völ. Framganga embættismanna EB, sem stóðu að samningunum, sýnir einnig að flest þau atriði sem einkenna þjóðarhag, bæði okkar og Færey- inga, eru vegin og léttvæg fiuidin af EB. í Noregi klauf umræðan um aðild að EB þjóðina í tvær andstæðar fylkingar á sinum tíma. Þótt þjóðarahagur Noregs sé mun fjöl- breyttari en okkar Islendinga og viðskiptaleg sérstaða þeirra innan Evrópu þar af leiðandi minni en okkar, em hagsmunir Norðmanna svo ólíkir innbyrðis að ókleift hefur reynst að sætta þá. í vetur hefur þessi umræða aftur náð sér upp og hefur m.a. valdið því að stjóm borgaraflokk- anna missti umboð sitt og hrökklaðist ffá. Var þó þar aðeins verið að tala um gmndvallaraf- stöðuna í viðræðunum um EES, en sú afstaða Norðmanna er sem kunnugt er svipuð þeirri af- stöðu sem við höfum haft. Aöild hefur veriö sett á dagskrá Ofangreind atriði valda því öll að aðild ís- lands að EB hefur allt í einu verið sett á dagskrá í íslenskum stjómmálum - og það nú, fáeinum dögum fyrir kosningar. Það þurfti þó ekki að koma neinum á óvart. Yfirlýsingar Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks um afstöðuna til aðild- ar að EB hafa lengi sýnt tvískinnung sem upp- lýsir að hugur hefúr ekki fylgt máli um að aðild væri fyrirsjáanlega ekki á dagskrá. Þar á ég við þann kjama sem felst í klausum sem finna má í stefhumótunarplöggum beggja flokka fyrir þessar alþingiskosningar, og hljóða eitthvað á þessa leið: „að skoða beri aðild að EB með opn- um huga, fordómalaust til að athuga hvað í því felist fyrir okkur íslendinga“. Og svo áfram í þessum dúr: „Óskomð yfirráð íslendinga yfir fiskimiðunum og orkulindum landsins era þó skilyrði fyrir aðild að EB“. Ekki verður betur séð en að í þessum kjama sé fólgin stórfelld mótsögn, sem er betur skýrð með tvískinnungi ffemur en að þessir flokkar að hann telji aðildarmálið komið á dagskrá. Það væri einstakt þrekvirki ef íslenskum stjómvöldum tækist að ná öllum þessum mark- miðum í gegnum viðræður, raunar hlýtur það að teljast útilokað, ekki síst vegna þess að einstök umsóknarríki hafa ekki geta samið um breyting- ar á reglum bandalagsins í viðræðum um inn- göngu í það. Þar er að verki hin svokallaða „acquis communautaire“-regla en hún felur í sér að umsækjendur um aðild verða að samþykkja það fyrirkomulag sem fyrir er í bandalaginu sem grundvöll umsóknar sinnar um aðild. Bjargar veiöileyfasala eöa séreign á kvóta einhverju? Framkomnar hugmyndir um breytta fisk- veiðistefnu okkar virðast ekki heldur megna að breyta neinu hér um. Sala veiðileyfa eða sala á kvóta, tíðkast ekki innan EB og Islendingar myndu aðeins geta ráðskast á þann hátt með það aflamark sem ffamkvæmdastjómin í Briissel út- hlutaði Islendingum sérstaklega. Hér er ekki heldur á því að byggja að sam- kvæmt núgildandi reglum um kvótaúthlutun myndi stærstur hluti afla af Islandsmiðum koma í okkar hlut, því að á næstu árum kemur fisk- veiðistefna EB til endurskoðunar, sem líkur benda til að verði róttæk og gagnger. Aðalatriði málsins er yfirráðin yfir auðlindinni. Ef þau yf- irráð færast einhvem tímann yfir til Briissel, era ekki til neinar tryggingar fyrir því að hlutur Is- lands verði ekki fyrir borð borinn í framtíðinni. Áhættan sem felst í þessum þætti inngöngu- stefnunnar er því bersýnilega algjörlega óverj- andi. Séreignarfyrirkomulag á fiskistofnunum er hugmynd sem nýlega hefur skotið upp kollin- um, og myndi i framkvæmd þýða kúvendingu á núverandi fyrirkomulagi sem byggist, hug- myndalega að minnsta kosti, á því að fiskistofn- amir séu sameign þjóðarinnar. I hinni nýju hug- mynd hefúr verið byggt á samlíkingu við veiði- félög um ár og vötn, en vandséð er hvemig þetta fyrirkomulag gæti eftir aðild samrýmst lögum málum, og atriði sem kosningar framundan hljóta að snúast um, að hugsanleg aðild Islans að EB sé skýrt og greinilega tekin út af dagskrá af kjósendum. Aðild getur ekki verið tímabær vegna þeirrar gríðarlegu áhættu sem þá væri tekin. Um hana ríkir engin samstaða og ekki er unnt að henda reiður á neinum þeim ávinningi sem gæti réttlætt að samningaferli sé sett af stað, samningaferli sem seinna kynni að vera ómögulegt að stöðva. I sambandi við möguleg- an ávinning má t.d. nefna að árið 1989 námu tollagreiðslur okkar til EB upphæð sem svarar til um 2% af ríkisútgjöldum. Hærri eru nú „tollamúramir" ekki. Það sem hér á undan er sagt hefur einskorð- ast við þær efhahags- og viðskiptalegu rök- semdir sem að mínu mati kollvarpa því að um aðild að EB geti verið að ræða án þess að það þýði missi yfirráða yfir auðlindum okkar og stórfellda hættu á þvi að íslendingar lendi í sömu sporam og Færeyingar, þ.e. missi lífs- björgina úr landinu. Menningarlegar og félags- legar röksemdir hefði einnig mátt leiða að sömu niðurstöðu. Það væri efni i aðra grein sem ekki verður skrifuð fyrir þessar kosningar. Þeir aðilar sem nú setja aðildarmálið á dag- skrá leggja íslenska hagsmuni í stórhættu pólit- ískt innanlands og viðskiptalega erlendis. Lítið vit sýnist vera í því við núverandi aðstæður að leggja öll eggin í sömu körfu með því að beina viðskiptum nær eingöngu til Evrópu. Enn minna vit er i því að fyllast einfeldningslegri bjartsýni á möguleika okkar til að hafa áhrif til breytinga á grundvallarreglum EB í þeim mála- flokkum sem okkur skipta mestu. En allra minnst vit er í því að stunda fjárhættuspil með islenska lífshagsmuni rétt eins og þeir séu spila- peningar á spilaborði. Tryggvi Þórhallsson er háskólanemi 'P Föstudagur 19. apríl 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.