Þjóðviljinn - 19.04.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.04.1991, Blaðsíða 11
Guðrún Helgadóttir, Auður Sveinsdóttir og Sigriður Jóhannesdóttir: Málefnin liggja á borðinu. Við biðjum um umboð til að vinna úr þeim árangrí sem náöst hefur. Mynd: Jim Smart. tæki eins og Morgunblaðið og Hitaveita Reykjavíkur eru nánast orðin að sameigin- legu fjölskyldufyrirtæki... Nýtt Helgarblað: Af hverju segir þú að Hitaveitan sé einkafyrirtœki. Er hún ekki i eigu Reykvíkinga? Guðrún: Líttu á framkvæmdir Hita- veitunnar. Arkitekt „Perlunnar", sem Hita- veitan er að byggja, er bræðrungur við Bjöm Bjamason, aðstoðarritstjóra Morg- unblaðsins. Guðrún Zoega borgarfúlltrúi, sem situr í stjóm veitustofnana, er systk- inabam við Bjöm Bjamason og dóttir Jó- hannesar Zoega sem var hitaveitustjóri og giftur föðursystur Bjöms Bjamasonar. Ragnhildur Helgadóttir, frænka Bjöms Bjamasonar, átti m.a. Nesjavelli, sem vom keyptir fyrir 60 miljónir, án þess að íjöl- skyldan þyrfti að hreyfa sig af jörðinni... A ég að halda áffarn? Nýtt Helgarblað: Já, gjaman... Guðrún: Eitt bræðrabamið og systk- inabamið í þessari fjölskyldu er forstjóri Sjóvá. Bróðir hans situr bæði í stjóm Eim- skipafélagsins og Flugleiða og er bæjar- fulltrúi í Garðabæ. Eg get sagt þér að þetta fólk plantar sér alls staðar og við hreyfúm okkur ekki lengur án þess að það renni fé í vasa þessa fólks. Síðan er þetta tengt öðr- um fjölskyldum sem em með álíka ítök, og það er auðvitað óhugnanlegt að þessi fá- menni hópur skuli hvarvetna sitja yfir, þar sem alþýða þessa lands er að þræla og slíta. Þetta er einfaldlega þróun sem við viljum stoppa. En það er eins og að fólk sé ekki nægilega vel upplýst um þetta, og það er einmitt það sem Þorsteinn Pálsson var að tala um. Því hann þekkir þetta manna best. Eg vakti máls á þessu fýrir fjómm ámm á fúndi þar sem Albert Guðmundsson var staddur og hann stóð þá upp og sagði að þetta væri alveg rétt. Hann þekkir þetta líka. Sigríður: Það sem hefúr gerst er að munurinn á milli rikra og fátækra hefúr vaxið. Og það er ekki síst vegna óðaverð- bólgunnar sem hér geisaði. Auður: Það þarf auðvitað að bijóta upp þessa einokun og hringamyndun, sem hér er að læsa sig utan um allt okkar efnahags- líf. Það þarf að jafna tekjumar og setja skatt á íjármagnstekjur og verði það gert, þá munum við sjá að allir geta lifað mann- sæmandi lífi hér á landi. Mér finnst það hinsvegar nokkuð ugg- vænlegt að það er eins og unga fólkið geri sér ekki grein fýrir hvaða tengsl liggja til dæmis á milli Sjálfstæðisflokksins og þess- ara auðugu fjölskyldna sem hafa orðið raunvemlegt fjármálavald í þessu þjóðfé- lagi. Unga fólkið virðist ekki gera sér grein fýrir hvaða áhrif þetta hefur á daglegt líf ungra kjósenda. Við getum t.d. tekið dæmi af ungu fófki á milli tvítugs og þrítugs hér í Reykjavík, sem er hlaupandi með böm sín í pössun á morgnana og í hádeginu og um eftirmiðdaginn á milli dagmömmunnar og ömmunnar og fá enga dagheimilisþjónustu. Peningunum sem átti að nota til að skapa þessu unga fólki viðunandi félagslega þjónustu og skapa bömunum þeirra mann- sæmandi umhverfi hefur verið varið í mannvirki sem renna stoðum undir ættar- veldið í Reykjavík. Eg held líka að stór hluti fullorðins fólks geri sér ekki grein fýrir því, að mögu- leikar aldraðra á þjónustu hefúr verið stór- lega skertir af sömu ástæðum og væm enn minni ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi einn að ráða. Við þurfum umboð til að móta nýja umhverfisstefnu... Guðrún: Það er einfaldlega staðreynd, að síðan vinstri- meirihlutinn í Reykjavík fór frá 1982 hafa sárafáar leiguíbúðir fýrir aldraða verið byggðar. Þá var farið í það að láta fólk selja gömlu húsin sín, sem iðulega dugðu ekki fyrir venjulegri tveggja her- bergja íbúð. Síðan var sett upp til mála- mynda einhver þjónusta sem ég er sann- færð um að fólk hefur þurft að greiða fýrir sjálft. Það er einfaldlega staðreynd, að það er margt gamalt fólk sem hefur farið illa út úr þessum viðskiptum. Meira að segja fólk sem verið hefúr skuldlaust áratugum sam- an hefur allt í einu staðið uppi með bygg- ingaskuldir. Nýtt Helgarblað: Stór hluti Islendinga, sem eru börnin, hefur ekki kosningarétt. Hefur Alþingi vanrækt börnin af þessum sökum, og hver eru brýnustu hagsmuna- mál þeirra? Guðrún: Já, að mínu viti hafa hags- munir bama verið vanræktir á Alþingi, og þess vegna hef ég um árabil verið að beij- ast fýrir að komið verði á embætti umboðs- manns bama, sem eigi að hafa það hlutverk að fýlgjast með stjómvaldsákvörðunum með hagsmuni bama í huga. Sjálfstæðis- flokkurinn beitti sér að sjálfsögðu gegn þessu og tókst að stöðva framgang ffum- varps um málið á síðustu dögum þingsins, þó að fimm stjómmálaflokkar styddu það. Þessi afstaða þeirra sýndi í hnotskum hvaða áhuga þeir hafa í raun og vem á mál- efnum bama. Hér í Reykjavík er varla hægt að hleypa bami út á reiðhjóli. Hjólastigar og göngustígar em nær óþekktir, því götur þessa bæjar em fýrir bíla. Enda er svo kom- ið í stórum hverfúm bæjarins, að þar sést ekki gangandi manneskja dögum saman. Og þetta er svo sannarlega ekki það mann- líf sem við leggjum áherslu á. Nýtt Helgarblað: Hvemig hotfa þessi mál við ykkur á Reykjanesi varðandi að- búnað bama? Sigríður: Það er óhætt að segja að þessi mál standi illa á Reykjanesi. Eg get nefnt sem dæmi, að þar er varið minna fé til sérkennslu á hvert bam en annars staðar á landinu. Sumir vildu kannski segja að þetta væri vegna þess að böm á Reykjanesi væm gáfaðri en önnur böm, en ástæðan er auð- vitað sú, að þama er verið að spara. En þessi spamaður á eftir að koma þjóðfélag- inu í koll, þegar ekki er komið til móts við sérþarfir bama í skólanum. Bömin hætta að fylgjast með, detta út úr námi og fara svo að hefna sín á samfélaginu með einhverju móti. Auður: Mig langar til að taka það fram i þessu sambandi að á sama hátt og Al- þýðubandalaginu er best treystandi fýrir málefnum bama, þá gildir það sama um umhverfismálin. Við stöndum þar frammi fýrir mjög afdrifaríkum ákvörðunum um vemdun einstakra svæða og í raun og vem Við þurfum umboð til að jafna lífskjörin... um það, hvemig land við viljum eiga á næstu ámm og áratugum. Hér þarf að móta á næstunni ákveðna stefnu í þessum mál- um, og ég held að Alþýðubandalagið sé eini flokkurinn sem hægt sé að treysta til að halda á þeim málum af fýrirhyggju. Nýtt Helgarblað: Síðasta spurningin: Teljið þið að islenskir kjósendur séu upp- lýstir um þá valkosti sem þeim standa til boða i þessum kosningum og jinnst ykkur að kosningabaráttan hafi verið málefna- leg? Sigríður: Það hefur auðvitað verið reynt að upplýsa kjósendur, en það er oft afar erfitt að ná eyrum fólks. Það liggur við að segja megi að það sé helst blástursað- ferðin sem dugi. Ég verð að segja að það em mér vonbrigði hve margir Islendingar sýna kosningunum tómlæti og hvað sá hóp- ur er fjölmennur sem segir „það er sami vassinn undir þeim öllum“. Því atkvæðis- rétturinn skiptir okkur öllu máli. Við emm þama að fjalla um okkar eigin framtið og tilvistarmöguleika. Auður: Ég verð að taka undir það sem Sigríður segir, en ég óttast sérstaklega að unga fólkið hafi ekki gert sér nægilega grein fýrir því hvað í húfi er. Ég óttast að það geri sér ekki grein fýrir að það er að kjósa á milli annars vegar hægri stefhu, sem er skýr fijálshyggjustefha og peninga- hyggja, og svo vinstristefnu sem byggist á jöfnuði og samhjálp. Kosningabaráttan hefur verið málefna- leg að því marki sem mögulegt hefur verið, en þar hefur vantað mikið þar sem stærsti stjómarandstöðuflokkurinn hefúr verið með sinn málefhagrundvöll í felum. Þess vegna hafa valkostimir ekki komið eins skýrt fram og æskilegt væri. Guðrún: Ég hef aldrei farið út í kosn- ingabaráttu með eins góðri samvisku og núna. Kosningabarátta okkar hefúr verið málefnaleg, einfaldlega vegna þess að við höfum haft málefnin, árangur okkar starfa, liggjandi á borðinu. Breyti það engu um stöðu Alþýðubandalagsins núna, þá held ég að ég hljóti að efast dálitið um raunvemlegt lýðræði í þessu landi. Ef íslenskir kjósend- ur em ekki þroskaðri en svo að þeir geti ekki metið stjómmálamenn sína og þing- menn af verkum þeirra, þá hef ég vemlegar áhyggjur af lýðræði og þingræði í þessu landi. Kosningar em ekkert grín, og ég verð að segja að ég harma að sjá ungan háskóla- stúdent standa hér fyrir gríni í sambandi við kosningamar, eins og gerðist í sjónvarpinu í gærkvöldi, og tala af fullkomnu alvöm- leysi um jafn afdrifarík mál og tilvist og framtíð íslensku þjóðarinnar. Að ég nú ekki tali um að sjá það haft eftir miðstjómar- manni í Alþýðubandalaginu og formanni BHMR, að fólk eigi að kjósa ef ekki Kvennalistann, þá Sjálfstæðisflokkinn. Hvað er hér eiginlega á ferðinni? Manni finnst stundum eins og fólk hafi fengið högg á höfuðið og hugsi ekki skýrt. Ég treysti því að fólk noti dómgreind sina og veiti nú Alþýðubandalaginu vem- lega aukinn stuðning, svo að við fáum að sýna í verki hvort við megnum að vinna úr þeim árangri sem náðst hefur. Ef það kem- ur í ljós að við ráðum ekki við það, þá á fólk auðvitað að kjósa eitthvað annað, en við biðjum um þetta tækifæri. -ólg. Föstudagur 19. apríl 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.