Þjóðviljinn - 20.04.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.04.1991, Blaðsíða 5
Sjö fórust í sprengingu Sjö manneskjur biðu bana og 10 særðust, flestar alvarlega, er sprengja sprakk í gær í grísku borginni Pátrai (Patras) utarlega við Korinþuflóa. Talið er líkleg- ast að hryðjuverkamenn hafi valdið sprengingunni. Lögregla telur að sprengjan hafi verið falin í pakka, sem sendur var til fyrirtækis er hefur með bréfa- og böggladreifingu að gera og er í samstarfi við bandarísk fyrirtæki af því tagi. Talsvert hefur það sem af er ár- inu verið um sprengju- og eld- flaugaárásir i Grikklandi og hef- ur vinstrisinnaður hópur sem kennir sig við 17. nóv. lýst þeim á hendur sér og sagst gera þetta til stuðnings við Irak í Persa- flóastríði. Bandarískur liðþjálfi beið bana i einni slíkri árás í mars. Hamingjuflokkur í Ungverjalandi Sarolta Zalatnay, rokkstjama ffá sjöunda áratugnum, hefur stofnað i Ungveijalandi nýjan stjómmálaflokk og nefnist hann Hamingjuflokkurinn. Er þetta beinlínis gert til að hressa upp á hugarfar Ungverja, en sam- kvæmt niðurstöðum úr Gallup- könnun em þeir svartsýnasta þjóð í heimi. Að sögn Saroltu er flokkurinn opinn öllum með því skilyrði einu að þeir vilji verða hamingjusamir. Sarolta var einu sinni orðuð við Maurice Gibb, stjömu í popphljómsveitinni Bee Gees. Freigátuheimsókn mótmælt í Stafangri Norskt mótmælafólk á smá- bátum reyndi í gær að koma í veg fyrir að breska freigátan Cambeltown kæmist að hafnar- bakka í Stafangri. Freigátan er þar í vináttuheimsókn, eins og sagt er, en mótmælafólkið telur nærri víst að hún hafi kjama- vopn um borð. Mótmælin fóm að öllu leyti friðsamlega fram og var þeim hætt eftir nokkra hrið. I Noregi er í gildi bann við því að kjamavopn séu höfð á norsku landi eða í landhelgi á friðartímum, en stjómvöld láta sér þó lynda að bandarísk og bresk stjómvöld hvorki játi því né neiti að skip frá þeim sem koma til Noregs séu með slík vopn um borð. Félagar í umhverfisvemdar- samtökunum Greenpeace munu hafa staðið að mótmælunum. Rauðatorgsfari með Narkissosarflækjur Matthias Rust, sem varð heimsfrægur sem flugmaður 1987 fyrir að smjúga gegnum loftvamareffirlit Sovétríkjanna og lenda á Rauðatorgi í Moskvu, var í gær sekur fúndinn um til- raun til manndráps fyrir rétti í Hamborg og dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar. Stakk Rust, sem nú er 23 ára, 18 ára hjúkrunamema með hnífi og særði hana alvarlega er hún vís- aði ástleitni af hans hálfu á bug og gerði grín að Moskvuflugi hans. Rust fékk vægari refsingu en vænst hafði verið vegna þess að geðlæknar vitnuðu að ekki væri allt með felldu í heila hans og þar að auki hefðu sótt á hann „Narkissosarfiækjur“ eftir að hann varð að hverfa aftur til hversdagslífsins eftir skamm- vinnt heimsfrægðarskeið. Narkissos nefnist persóna í grískum goðsögnum sem varð svo ástfanginn af sjálfúm sér að hann gat ekki slitið sig frá speg- ilmynd sinni. FIETHM A Umsjón: Dagur Þorleifsson Jaröarför kúrdnesks barns á tyrknesk-írösku landamærunum - börnin og gamla fólkið hrynja niöur. Genscher: Saddam komist ekki upp með að reka Kúrda úr landi Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Þýska- lands, sagði í gær að ekki næði nokkurri átt að láta Saddam Hussein íraksforseta komast upp með það að flæma á brott úr írak þá af íbúum landsins sem hann teldi sér óþægilega. Lét Genscher, sem í gær var staddur í Týrklandi, þetta uppi eftir viðræður við Turgut Özal, forseta landsins. Af ummælum Özals í sama sinn var svo að heyra að þeir Gen- scher væru sammála um þetta. Genscher sagðist telja að ráð- stafanimar til hjálpar kúrdneska flóttafólkinu ættu að byggjast á áætlun í tveimur áfongum. I fyrsta lagi yrði að draga úr brýnustu neyð flóttafólksins og flytja það á staði þar sem auðveldara væri að veita því hjálp. í öðru lagi yrði að gera ráðstafanir til þess að það gæti snúið hcim. Þýska stjómin hefur heitið 415 miljónum marka til hjálpar flótta- fólki ffá írak. Tyrkneska stjómin segir að það kosti hana um 870.000 dollara á dag að fæða flóttafólk það, er á náðir Tyrkja hefúr leitað, og veita því aðra hjálp. Iranska stjómin segist veija til hins sama yfir 500.000 dollur- um á dag. Tyrknesk stjómvöld halda því fram að Iraksstjóm haldi áfram „útrýmingarherferð sinni gegn Kúrdum, fólki af tyrkneskum upp- runa, sjítum af írönskum ættum og arabískum andófsmönnum." Allt að tveimur miljónum Iraka munu nú vera á flótta undan stjóm lands síns, flestir þeirra Kúrdar en einnig margir sjítar o.fl., þar á meðal fólk af tyrkneskum ættum sem var all- margt í norðurhluta landsins. Samkvæmt tyrkneskum heim- ildum hafa flóttamenn, fúllir ör- væntingar af hungri, farið ráns- hendi um tíu þorp í tyrkneska Kúrdistan. Frá íran er sagt að flóttafólk á landamærum þess og íraks hrynji niður úr sjúkdómum, kulda og næringarskorti, einkum böm og gamalt fólk. Mikill skortur er enn á matvælum og lyfjum flóttafólkinu til hjálpar. ítalskt og hollenskt herlið sent til Kúrdistans Hollenska stjórnin ákvað í gær að senda um 1000 land- gönguliða til íraska Kúrdistans, til liðs við bandarískar, breskar og franskar hersveitir sem þegar eru byrjaðar á að koma sér þar fyrir. Til viðbótar stendur til að senda þangað um 600 manns í hollenska hernum. Verða í því liði læknar, sjúkralið- ar og einingar til aðstoðar við flutninga. Þá tilkynnti talsmaður ítalska utanríkisráðuneytisins í gær að ítalska stjómin ætlaði að senda til íraska Kúrdistans um 500 manna herlið flóttafólki til hjálpar. Myndi það taka sér stöðu nálægt írönsku landamærunum og vinna í samráði við bandarísku, bresku og frönsku hjálparliðssveitimar. Talsmaðurinn sagði að ítalska liðið yrði á vegum Sameinuðu þjóðanna og er óvíst hvemig ber að skilja það, því að S.þ. hafa formlega a.m.k. ekki lagt blessun sína yfir þessar aðgerðir vesturlandaríkja, enda þótt Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri þeirra, segði að vísu eitt sinn að hann væri þeim samþykkur. Toshiki Kaifu, forsætisráðherra Jap- ans - Gorbatsjov mun hafa þótt hann erfiöur viöfangs. John Shalikashvili, herforingi sá bandarískur sem er æðsti maður bandaríska, breska og franska hjálparliðsins, ræddi í gær við íraska herforingja í íraska Kúrdist- an, skammt frá tyrknesku landa- mæmnum. Ekki hafði í gær verið gefið upp hvað þeim fór á milli. Bæði Hollendingar _og ítalir segja að þeirra menn í írak verði þar aðeins til að inna af höndum líknarstörf, en muni eigi að síður beita vopnum gegn liði Iraksstjóm- ar ef þess gerist þörf sjálfum þeim og flóttafólkinu til vemdar. Gorbatsjov á Cheju Míkhaíl Gorbatsjov, Sovét- ríkjaforseti, kom í gær í opinbera heimsókn til Suður- Kóreu. Er þetta í fyrsta sinn sem sovéskur leiðtogi heimsækir það land. Þang- að kom Gorbatsjov frá Japan, þar sem hann hafði í fjóra daga rætt við Kaifu forsætisráðherra og aðra ráða- og áhrifamenn í stjóm- og efnahagsmálum, án þess að hafa crindi sem erfiði. Þeir Roh Tae- woo, Suður-Kóreuforseti, munu ræðast við á Cheju, eyju við vest- urenda Kóreusunds. *A EFTIR B0LTA KEMUR BARN ' BORGIN OKKAR OG BÖRNIN í UMFERÐINNI" Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.