Þjóðviljinn - 20.04.1991, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 20.04.1991, Blaðsíða 19
íhaldið og ölið Stjórnmálaflokkamir eru með kosningaskrifstofur opnar um allt land. Á flestum skrifstofun- um er boðið upp á ókeypis kaffi og sumstaðar vínarbrauð og jólakökur með. Sjálfstæðisflokk- urinn er með kosningaskrifstofu í Garðinum. Þar er þeim sem líta við ekki boðið upp á kaffi, heldur geta þeir keypt sér sterk- an bjór á tvö hundruð krónur flöskuna. Þeir virðast nokkuð öl- kærir sjallamir, því fyrr i vetur buðu þeir framhaldsskólanem- um í Hafnarfirði og á Suðurlandi til ölteitis. Hvern kýs Þorsteinn? Menn velta því nú mjög fyrir sér hvemig Þorsteinn Pálsson muni verja atkvæði sínu á kjördag. Þorsteinn er með lögheimili í Reykjavík þótt hann sé sjálfur í framboði á Suðurlandi. Það er ekkert launungarmál að Þor- steinn hefur ekki enn fyrirgefið Davíð Oddssyni, en einsog kunnugt er þá skipar Davíð efsta sæti Sjálfstæðisflokksins ( Reykjavík. Velta menn því nú fyrir sér hvort Þorsteinn skili auðu, eða hvort hann muni nýta sér heimild til að strika yfir Davíð. Davíð sneri þeim Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt töluverðu fylgi að fagna meðal nemenda í Menntaskólanum á ísafirði. Nokkrum dögum fyrir kosningar fengu hinsvegar menntaskólanemar persónulegt bréf frá Davíð sem sneri þeim burt frá íhaldinu, þannig að nú ætla bara örfáir þeirra að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. I bréfinu var unga fólkinu sagt hvemig það ætti að hugsa og gefið í skyn að það hugsaði ekki. Sárnaði nem- endum það og 22 þeirra skrif- uðu Davíð svarbréf þar sem þeir sögðust nú hættir við að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Fiskur sem hatar kosningabaráttuna Hver ertu? fáll Oskar Hjálmtýsson. í hvaða stjörnumerki ertu? Eg er fiskur. Hvað ertu að gera núna? Eg er að framkalla ljósmyndir hjá Hans Peter- sen. Það er mjög gott, og ofsalega fint að vera kominn í einhvena stabíla, normal vinnu frá öllu hinu. Hata mest: Fólk sem ég veit að ég get ekki treyst, léleg, steríl músik, skriáf i militúlpum, of- salega meðvitaða táninga; aðallega stelpur sem þykjast vera heimskari en þær eru, og ég hata kosningabaráttuna sem yfir okkur flæðir akkúrat núna. Elska mest: Eg elska að fara í sund, skemmtilegar týpur, oftast nær eru það vinir mín- ir, að éta, og ég elska það þegar mér er gefið frí eða að vita það að ég á frí, og gera mér ferð i bíó. Hvað er fólk flest? Mismunandi, það er einmitt málið. Skemmti- legast er að finna alls konar týpur af öllum stærð- um og gerðum. Hvað er verst/best í fari karla? Fótboltatal og allt annað meðvitað karlrembu- kjaftæði. /Þegar þeir reyna að skynja bæði kvnin og eru ekki að blása sig út sem einhver æðri kyn- vera. En verst/best í fari kvenna? Þessi þrautsegja, þrátt fyrir það að konan hef- ur verið hið veikara kyn í 7000 ár. /Verst er þegar konan gerir ekkert í því og lítillækkar sjálfa sig. Óttastu um ástkæra, ylhýra málið? Ef einhver hefur rústað ástkæra, ylhýra mál- inu þá er það ég. Ertu myrkfælinn? , ‘ Nei, ekki lengur. Eg var alveg svakalega myrkfælinn. Þótt ég hafi þessa tendensa ennþá. Hefurðu séð draug? Eg er mikill hryllmgsmyndaáhugamaður en ég veit ekki til að ég hafi seð draug. Mér finnst gaman að pæla í því að gangi maður niður Lauga- veginn þá er einn hundraðasti af því fólki sem maður heldur sig sjá ekki til. Værirðu ekki þú hver vildirðu vera? i. Hafmeyja. Eitthvað neðansjávardýr. Hefurðu hugleitt að breyta lífi þínu algjör- lega? Ég er búinn að snúa blaðinu við, gerði það allrækilega fyrir svona sex árum. Það er ekki frá- leitt að taka sér það aftur fýrir hendur seinna á lífsleiðinni, það er hollt hverjum og einum. Hvað er það versta sem fyrir þig gæti kom- ið? Lenda aftur í ástarsorg. Hvað er leiðinlegasta leikrit sem þú hefur séð?, Eg man alltaf eftir því þegar ég sá Irland- skortið hjá LR. Það var feiknt sem enginn þekkti og það var sýnt svona fimm sinnum. Ömurlegt styklji, ég var tfu ára og man það enn. Ahrifamesta bók sem þu hefur lesið? Hvunndagshetjan. Skemmtiiegasta kvikmynd sem þú hefur horft á? Skemmtilegustu kvikmyndirnar eru svona neðapjarðarkvikmyndir. Áttu gæludýr? Köttinn Hjálmtý. Eg er búinn að ala hann mjög vel upp. Ertu með einhverja dellu? Fullt af dellum, aðaldellan er að safha súper átta spólum, og ég er kominn með helvíti góðan haug af þeim. En einhverja komplexa? Ut af húðinni á mér, hún er keis sem ég er bú- inn að beijast við í mörg ár. Kanntu að reka nagla í vegg? Já, það get ég. Eg get svarið það. Hvað er kynæsandi? Fólk í sundi. Attu þér uppáhaldsflík? Eg var að klippa niður gallajakka sem ég gekk 1 í fjögur ár. Hann var notaður sem effekt í Rocky Horror. Ertu dagdreyminn? Já, já, já, ég geri ekki annað en að dreyma dagdrauma. Ertu feiminn? Já, þegar svo ber við. Skipta peningar máli? Já, en eg hef aldrei kunnað með peninga að fara. Ef ég á þá þá eyði ég þeim og þá skipta þeir máli. Hvað skiptir mestu máli í lífinu? Að halda sönsum og vera með einhverja heildarmynd af því sem maður ætlar sér að gera með sjálfan sig og reyna að fylgja því eftir. BE £ 9 20. apríl er laugardagur. Kosningadagur. Sumarmál. 110. dagur ársins. 26. vika vetrar byrjar. Sólarupprás í Reykjavík kl. 5.40 - sóiarlag kl. 21.16. Viðburðir Einokunarverslun innleidd á íslandi 1602. Þjóðleikhúsið vígt 1950. Islenskir stúdentar hertaka sendiráð Islands í Stokkhólmi 1970. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Vatnseyðslan á nóttunni er stórhættuleg fyrir bæjarbúa. Bæjarbúar verða að taka sig saman og stöðva tafarlaust óþarfa eyðslu á vatni. Þjóð- verjar segjast sækja fram í Grikklandi og hafa tekið La- rissa. fyrir 25 árum Mikill meirihluti barnakennara í Reykjavík vill takmörkun her- sjónvarpsins. Samþykkt bæj- arstjómar Akureyrar; Alúmín- samningarnir verði felldir - annars þjóðaratkvæða- greiðsla. Sá spaki Davið sagðist vera andvígur sölu veiðileyfa og jafnframt andvígur því að eignarréttur- inn verði færður útgerðar- mönnum endurgjaldslaust. (Mbl. 19. april 1991) Sæl, má ég halda á bókunurr þínum? Akkurni? Svo að þú getir hent þeim I poll. Drullaðu þér. V Ég myndi ekki gera það! Einmitt, þú fyndir upp á einhveiju verra. Snertu ekki bækumar mínar, Kalli! Strangt tekið er ég ekki Kalli. Ég er persónu- gervingur allra kosta hans. Þú værir mun minm ef það væri satt. Þennan hef ég heyrt oft áður. EK 3-2!o Og ef þú heldur að þú getir fengið bækurnar mínar með því að hegða þér enn skrítnara en vanalega skjátlast þér. Síða 19 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.