Þjóðviljinn - 20.04.1991, Blaðsíða 10
KvtkmyndiíT^
Dansað eftir dönsku lagi
Laugarásbíó
Dansað við Regitze
Leikstjóri: Kaspar Rostrup
Handrit: eftir skáidsögu Mörtu
Christenscn
Aðalieikarar: Ghita Nórby, Fritz
Helmuth, Mikhael liclmut, Rikke
Bendsen ofl.
Það hendir ofl þegar kvik-
myndir eru gerðar eftir bókum að
þær verði aldrei almennilegar
kvikmyndir vegna þess að bókin
ræður of miklu og afraksturinn
verður líkari því að áhorfandinn
lesi myndina en horfi á hana. En
það hefur ekki gerst með Dansinn
við Regitze.
Myndin hefst þegar hjónin
Regitze og K.arl-Ake halda garð-
veislu fyrir vini sína í sumarbú-
staðnum sínum. Þau eru farin að
eldast og áhorfandanum verður
fljótt ljóst að þau standa á ein-
hversskonar tímamótum en það
kemur ekki í ljós fyrr en í lokin
hver þau eru. Á meðan veislunni
stendur (og það er langt fram á
nótt) situr eiginmaðurinn Karl-Ake
hálf utan við sig og lætur minning-
amar strcyma fram, „1 kvöld er
eins og allar dyr standi opnar og ég
geng út og inn“. Þannig fylgjumst
við með lífi hjónanna allt frá því
að þau hittast á krá á stríðsárunum
og hann býður henni upp í dans.
Danir eru einstaklega lagnir
við að gera indælar og manneskju-
legar myndir um ósköp venjulegt
fólk og gera þessar mannlífslýs-
ingar að ofurlitlum hversdags lista-
verkum. Dansinn við Regitze er
hlý, fyndin og oft ljúfsár lýsing á
lífi og draumum verkafólks í
Kaupmannahöfn.
Ghite Nörby leikur Regitzu af
krafti eins og við mátti búast af
þessari frábæru leikkonu sem flest-
um íslendingum ætti að vera kunn
eftir Matador þættina. Regitze er
sterkari aðilinn í hjónabandinu.
Hún er þrjósk og ákveðin og um-
fram allt, afskaplega heiðarleg, t.d.
segir hún besta vini mannsins síns
að hann sé heimsins mesti skíta-
labbi af því að hún bara getur ekki
þagað yfir því lengur. Hún er líka
með sterka réttlætiskennd, það ætti
enginn að reyna að koma illa fram
við hana, hennar fjölskyldu eða
jafnvel vini hennar og kunningja.
Karl-Áke er mun rólegri per-
sóna en kona hans og Fritz Helmut
gerir vel í hlutverkinu. Karl veltir
oft fýrir sér hversvegna hann hafi
eiginlega gifst þessari konu sem er
svo gegndarlaust ákveðin og æst
en svo man hann að það var ein-
mitt þessvegna.
Rikke Bendsen og Mikhael
Helmut leika Regitzu og Karl þeg-
ar þau voru ung og gera það prýði-
lega sérstaklega Helmut sem er al-
veg yndislega þreyttur og hissa á
konunni sinni.
Leikstjómin er góð og klipp-
ingamar á milli garðveislunnar og
minninganna em ffábærar og í lok
myndarinnar finnst manni eins og
maður gjörþekki þau hjón og þyki
líka afskaplega vænt um þau. sif
„Charmant“
Bíóborgin
Græna kortið (Green Card)
Leikstjóri, handrit og framleiðandi:
Petcr Weir
Tónlist: HansZimmer
Aöalleikarar: Gérard Depardieu,
Andie MacDowelI, Bebe Neuwirth,
Gregg Edelman
Peter Weir er einn af þessum
leikstjómm sem gengur undir Iýs-
ingarorðinu „athyghsverður“ og
ekki að ástæðulausu. Hann er ætt-
aður frá Ástralíu og gerði fyrstu
myndir sínar þar, t.d. Picknic at
hanging rock og The year of living
dangerously, en hefur verið í
Bandaríkjunum síðustu ár. Fyrsta
myndin sem hann gerði þar var
spennumyndin Witness, virkilega
vel heppnuð kvikmynd. Bæði
gerðist nún í óvenjulegu umhverfi
og svo sannaði hún líka að Harri-
son Ford gat meira en sveifiað
svipu Indiana Jones; hann fiuttist
upp á allt annað leikaraplan. Nú er
Peter Weir búinn að flytja annan
lcikara milli sviða en í þetta skiptið
yfir Atlantshafið. Depardieu, fræg-
asti leikari Frakka, leikur fyrir We-
ir í sinni fyrstu amerísku mynd
Græna kortinu.
Eftir að Weir lauk við myndina
Mosquito Coast 1986 sá hann í
annað sinn mynd Andrzej Wajda,
Danton, þar sem Depardieu lék að-
alhlutverkið. Weir varð svo hrifinn
af honum að hann hcngdi mynd af
honum upp á vegg hjá sér og skrif-
aði handritið að Græna kortinu vit-
andi það að ef Depardieu hefði
ekki áhuga þá myndi hann aldrei
gcra myndina. Dep. hafði áhuga en
ekki tíma fyrr en 1990 svo að Wcir
varð að gera eitthvað á meðan, og
þetta eitthvað varð að Dead Poets
Society.
Það má vel réttlæta þá skoðun
að Græna kortið sé meira léttmeti
en fyrri myndir Weirs. Hann kemst
með henni í hóp þeirra fjölda-
mörgu leikstjóra sem hafa fallið
fyrir formúlunni „rómantísk gam-
anmynd“ - líklega er Pretty Wo-
man vinsælust þeirra um þessar
mundir. En Græna kortið er dálítið
ólík öllum hinum, aðallega vegna
leikyfirburða annars aðalleikarans.
Andie MacDowell leikur
Bronté, ungan og alvarlegan garð-
yrkjufræðing sem kann betur við
plöntur en menn og er óforbetran-
lega snobbuð í þokkabót. Hún
finnur draumaíbúðina sína á Man-
hattan með gróðurhúsi og öllu. Það
er aðeins eitt vandamál, hún verður
að vera gift til að fá íbúðina en hún
hefur ekki áhuga á hjónabandi. Þá
kemur George Fauré (Depardieu)
til sögunnar, franskt tónskáld sem
vill endilega fá græna kortið svo
að hann geti byrjað nýtt líf í
Bandaríkjunum. Það fær hann
sjálfkrafa ef hann giflist amerískri
konu. Þau giftast og fara svo hvort
sína leið.
En innfiytjendaeftirlitið lætur
þau ekki sleppa svo auðveldlega.
Fulltrúar þess koma og taka viðtal
við þau um hjónabandið og parið
veit varla nafn hvors annars. Nátt-
úrlega klúðrast allt og þau cru send
í annað viðtal en fá cina helgi sem
þau geta notað til að sjóða saman
sameiginlega fortíð. Fyrst þola laau
ekki hvort annað en hvað haldið
þið að gerist svo???
En ekki búast við týpískum
Hollywood endi því að Weir er
ekki týpískur Hollywood leikstjóri.
MacDowell (Sex, lies & video-
tapes) er stíf og snobbuð og finnst
tónskáldið feitur klunni sem hún
vill ekki sýna vinum sínum. Hún
leikur vel en hverfur dálítið í
skugga Dep. Hann er ómótstæði-
legur og maður áttar sig ekki al-
mennilega á hversvegna. Hann er
þybbinn og nefstór en um leið svo
sjarmerandi að það er engu líkt.
Hann talar bjagaða ensku og hún
hamlar honum örlítið. Maður skil-
ur hann jafnvel betur þegar hann
þegir og lætur andlitið tala fyrir
sig. Hann talar líka frönsku í einu
örstuttu atriði og þá er eins og
hann mýkist allur upp og verði
annar maður.
Það er sagt að Depardieu leiki
bara í myndum hjá vinum sínum
og nú er Weir orðinn vinur hans
svo að vonandi eigum við von á
frekari samstarfi frá þeim.
sif
Franskir kvikmyndadagar
Laugardaginn 20. apríl
hefjast franskir kvik-
myndadagar í Regnhog-
anum og standa til 25.
apríl. Það eru Alliance
Franíaise og Unifrance
International Film sem standa
að dögunum. Myndirnar eru frá
árunum 1989-90.
* Outremer (1990) er leikstýrt
af Brigitte Roiian og fjallar um
þrjár indælar systur af góðri fjöl-
skyldu sem búa í Algeríu á sjötta
áratugnum. Zon er eTst, falleg og
ævintýragjöm flugkona sem hefur
gaman af daðri. Maléne er í miðið,
nún er líka sæt og hress en einn
daginn verður hún þunglynd án
nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Gritte
er yngst og yndislegust, en hana
skortir sjálfsáíit. Allar eiga þær sér
draumaprins en bara ein fær hann,
hinar hljóta raunaleg örlög. Nicole
Garcia, Brigitte Roúan og Mari-
anne Basler fara með aðalhlutverk-
in.
Sýnd laugardag og þriðjudag.
(Enskur texti).
* Aprés aprés-demain (1989)
er ástarsaga tveggja einstaklinga
sem virðast alls ekki eiga neitt
sameiginlegt. Paul er óforbetran-
lega rómantískur en Isabelle er
hönnuður á uppleið, nokkmm ár-
um eldri en hann og allt of upptek-
in af vinnunni til að elska Pauí eins
mikið og hann hefði kosið. Leik-
stjórinn Gérard Frot-Coutaz kallar
myndina ýkta og átakanlega gam-
anmynd í stíl Charlie Chaplin.
Anémone, Simon de la Brosse,
Agnés Soral ofl. em í aðalhlut-
verkunum.
Sýnd sunnudag, mánudag og
þriðjudag. (Enskur texti).
* Korczak (1990) er nýjasta
mynd pólska leikstjórans Andrzej
Wajda og unnin í samvinnu
Frakka, Þjóðvcija og Pólverja.
Hún er sönn saga Janusz Korczak
sem var pólskur gyðingur og fræg-
ur rithöfundur sem lést í fangabúð-
um nasista ásamt tvöhundmð böm-
um. Myndin hefst árið 1936, þegar
Korczak cr neyddur til að lata af
störfum vegna þess að hann er
gyðingur og ákveður að helga líf
sitt því að vemda og fræða unga
foreídralausa gyðinga. Sýnd Iaug-
ardag, sunnudag og mánudag.
(Enskur texti).
* Dames Galantes (1990) ger-
ist árið 1575 þegar blóðug tmar-
stríð hafa geysað í Frakklandi í
þrettán ár. Aðalpersóna myndar-
ínnar er Brantime, heldri maður
sem ákveður eftir fertugsafmælið
að hætta að stríða og eyða allri
orku sinni í aðaláhugamál lífs síns:
konur.
Aðalhlutverkin em í höndum
Richard Bohringer, Isabellu Ros-
selini og Marianne Basler.
Sýnd á þriðjudag. (Otextuð).
* Regnboginn mun sýna þrjár
franskar myndir í viðbót á meðan
kvikmyndadögunum stendur með
íslenskum texta. Þeir fmmsýna
Cyrano de Bergerac sem Jean-Paul
Rappenau leikstýrir og Gérard De-
paraieu leikur aðalhlutverkið í.
Einnig sýna þeir Litla þjófinn með
Charlotte Gainsbourg í aðalhlut-
verki og endursýna Skúrkana sem
var sýnd seint á síðasta ári. sif
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. apríl 1991
Síða 10