Þjóðviljinn - 20.04.1991, Blaðsíða 3
Að gefnu tilefni
Um tvær álíka stórar
fylkingar í tilefni dagsins
Skoðanakannanir hafa
dunið á landsmönnum
undanfarna daga;
Skáís fyrir Stöð 2,
Gallup með hvert
kjördæmi fyrir sjón-
varpið, Félagsvísindastofnun
fyrir Morgunblaðið og DV með
eigin könnun fyrir tveimur
dögum ættu að gefa áhugasöm-
um einhverja visbendingu um
það sem þeir eiga von á í nótt.
Og hvaða vísbendingar gefa
svo þessar kannanir? 1 stuttu
máli að sókn Sjálfstæðisflokks-
ins sé ekki jafn þung og flestir
hafa búist við. I öðru lagi að
smáflokkarnir nái engum ár-
angri og í þriðja lagi að Al-
þýðubandalagið sé á leið upp
úr þeirri lægð sem það hefur
verið í síðustu misseri.
„Það er til ágætur sænskur
málsháttur sem er þannig að ekki
sé skynsamlegt að selja skinnið
fyrr en búið sé að skjóta Bjöm-
inn,“ sagði Þorbjöm Broddason
lektor í viðtali við Þjóðviljann í
fyrradag um kannanimar og hef-
ur lög að mæla. Kannanir segja
okkur fyrst og fremst það hvem-
ig hópurinn sem náðist í þegar
hringt var skiptist á milli flokka.
Eigi að síður nafa kannanir und-
anfarin ár næstum undantekning-
arlaust sýnt samskonar breyting-
ar á fylgi flokka og komu ffam í
kosningunum sjálfum. 1 flestum
tilfellum hefur að vísu verið
nokkur munur sem birtist í því að
hægri armurinn fær yfirleitt
minna fylgi í kosningum en fram
kemur í könnunum en vinstri
armurinn meira. Sé tekið tillit til
þessara frávika má vel geta sér til
um að Alþýðubandalagið fái á
bilinu 13 - 17%, Framsokn á bil-
inu 18 - 22%, Alþýðuflokkurinn
12 - 16%, Kvennalistinn frá 8 -
11% og Sjálfstæðisflokkurinn 34
- 40%. „Menn verða ekki reikn-
aðir inn á þing,“ er fyrirsögn á
grein eftir Erling Sigurðarson í
blaðinu Norðyrland, sem kom út
nú í vikunni. Eg býst við að ýms-
ir líti svo á að óskhyggjan hafi
hlaupið með mig i gönur og ég sé
að reikna vinstri meirihluta inn á
þing og auk þess talsverða fylgis-
aukningu Alþýðubandalagsins.
Því miður er ekki hægt að reikna
menn á þing, eins og Erlingur
bendir rettilega á, enda ætla ég
ekki að leggja höfuðið að veði
fyrir þessi úrslit. Mig grunar þó
að á kjördagsmorgni séu fylking-
ar stjómarliða Framsóknarflokks,
Alþýðuflokks og Alþýðubanda-
lags annars vegar og stjómarand-
stæðinga Sjálfstæðisflokks og
Kvennalista hins vegar álíka Qöl-
mennar. Þá stendur utaf að því er
virðist örlítill (innan við 3%)
hópur sem getur hugsað sér að
kjosa smáflokkana og einhver
þúsund sem ekki hafa endanlega
gert upp hug sinn. 1 athugunum
félagsvisindastofnunar undanfar-
in ár hefur komið í ljós að hópur-
inn sem ákveður sig ekki fyrr en
í kjörklefanum er bysna stór.
Líklega hefur ekkert vakið
jafh mikla athygli í kosningabar-
áttunni en sú ímyndarbreyting
sem gerð var á Davíð Oddssyni
við formannskjörið. Reykvíking-
ar og raunar þjóðin öll hafa van-
ist því að borgarstjórinn væri
bæði frakkur, frekur og frískur
og byði mönnum birginn á báða
boga, fyrir nú utan það að vera
skemmtilegur á köflum. Undirrit-
aður hefur að sönnu ekki sótt þá
fúndi sem nýi formaðurinn hefur
haldið, en af fregnum má ráða að
enn geti hann komið fólki til að
brosa, en þá eru líka upptaldir
þeir þættir sem eftir standa af
gömlu imyndinni. Maðurinn seg-
tr ekki hvað hann eða flokkur
hans vill, hann er orðinn allra
vinur og svo mjúkmáll að kjós-
endur þekkja hann ekki fyrir
sama mann. Davíð Oddsson var
kosinn formaður Sjálfstæðis-
flokksins vegna þess að hann
... hægri armurinn
fær yfirleitt minna
fylgi í kosningum en
fram kemur í könn-
unurn en vinstri arm-
urinn meira
þótti hafa allt annan svip en for-
veri hans Þorsteinn Pálsson, þótt
sagt væri að þeir styddust við
sama kjarnann í flokkn.um og
skoðanirnar væru líkar. I kosn-
ingunni kom raunar í ljós að þeir
studdust alls ekki við sama kjam-
ann í flokknum, þar sem Þor-
steinn naut greinilega stuðnings
forystumanna úr hinum gömlu
atvinnugreinum meðan Davið
studdist við frjálshyggjuliðið,
einkum af Reykjavíkursvæðinu.
Þá var það talið honum sérstak-
lega til gildis hvemig hann hefði
stjómað málefnum Reykvíkinga,
landsmenn allir skyldu njóta að-
ferða hans og stefnu eins og þær
birtust í Reykjavík. Þegar enginn
svör fengust við því hvað maour-
inn ætlaðist fyrir var farið að
rýna í hvernig borginni væri
stjómað. Þá kom auðvitað í ljós
að borgarstjórinn, sem allra
manna mest hefur talað um
skattaáþján vinstri flokkanna hef-
ur hækkað skatta þrefalt meira en
„skattpíningarríkisstjómin". Það
stendur með öðmm orðum ekkert
eftir af þeirri ímynd sem þjóðin
hafði af hinum nýja formanni.
Sem vonlegt var höfðu allir
andstæðingar Sjálfstæðisflokks-
ins orð á því að með nýjum for-
manni myndi færast meiri harka í
stjómmálin. Þetta hafa sjálfstæð-
ismenn óttast, sporin frá Bret-
landi hræða þar sem Margrét
Thatcher var nýlega fallin á óbil-
giminni fyrst og fremst. Þvi var
gripið til þess raðs að selja kjós-
... grunar þó að á
kjördagsmorgni séu
fylkingar stjórnarliða
Framsóknarflokks,
Alþýðuflokks og Al-
þýðubandalags ann-
ars vegar og stjórnar-
andstæðinga Sjálf-
stæðisflokks og
Kvennalista hins veg-
ar álíka fjölmennar
endum svikna vöm. „Það er ekki
gull en selsemgull,“ (selst sem
gull). Var þetta ekki haft eftir
slyngum höndlara fyrr á öldinni
sem bjó með þessu til nýja teg-
und af gulli, selsemgull? Davið
Oddsson og Sjálfstæðisflokkur-
inn hafa reynst eins og hvert ann-
að selsemgull í þessari kosninga-
baráttu og ef marka má skoðana-
kannanir undanfarna daga tekst
ekki að selja fleimm þessa vöm
en þeim sem tryggir voru fyrir
því þær benda til að flokkurinn
muni fá nokkurn veginn það
fylgi sem hann fékk 1983, fyrir
Borgaraflokksævintýrið.
Fyrir sex mánuðum fjallaði
ég í þessum pistli um ímynd Al-
þýðubandalagsins meðal kjós-
enda og sagði meðal annars
þetta:
...“ „ímynd" Alþýðubanda-
lagsins með þjóðinni er um þess-
ar mundir háskaleg fyrir flokk-
inn, sennilega háskalegri en hún
hefur verið í langan tíma. Þannig
hefur þjóðin ekki þá hugmynd
um Alþýðubandalagið að það sé
flokkur eindrægni þar sem
flokksmenn takist í sameiningu á
við verkefhin, heldur öfúgt. Fylgi
flokksins hefur um langan tíma
mælst innan við 10% í skoðana-
könnunum og hver skyldi vera
skýringin á því? Þær em auðvit-
að fleiri en ein, en geta menn bú-
ist við því að kjósendur í landinu
tjái sig reiðubúna til að kjósa
llokk sem þeir telja samansafn af
fólki sem leggur meiri áherslu á
að rifast innbyrðis en að takast á
við verkefnin út í þjóðfélaginu.
Þetta er því hraklegra fyrir flokk-
inn sem hann situr í ríkisstjóm
sem hefur á ýmsum sviðum náð
árangri sem engan hefði dreymt
....hafa vanist því að
borgarstjórinn væri
bæði frakkur, frekur
og frískur og byði
mönnum birginn á
báða bóga
um fyrir fáeinum missemm.“
Síðan þessi orð gengu á
þrykk út er mikið vatn til sjávar
mnnið. Alþýðubandalagið nefur
sannað á þessum vetri að í því
býr sú seigla og þróttur sem dug-
ir stjórnmálaflokki til langlífis,
þó á móti blási um skeið. Ríkis-
stjómin sem flokkurinn hefur átt
aðild að, og sett svo sterkan svip
á, er að skila af sér marktækari
Flokkurinn sem var
sundurtættur af inn-
byrðis deilum fyrir
hálfu ári er nú sam-
stæð heild, sem reynst
hefur fær um að tak-
ast á við vandasöm
verkefni
árangri en nokkur ríkisstjóm hef-
ur gert í háa herrans tíð. Tíminn
frá því í haust hefur verið vel
notaður. Flokkurinn sem var
þjakaður af innbyrðis deilum fyr-
. ír hálfú ári er nú samstæð heild,
sem reynst hefur fær um að tak-
ast á við vandasöm verkefni.
Vissulega hafa nokkrir félagar
hrokkið fyrir borð, og gengið til
liðs við aðra flokka eða telja at-
kvæði sínu betur varið með því
að kjósa aðra lista en G-listann.
Þegar svo hagar til hættir mönn-
um til að ruglast í röksemda-
færslunni, og ryðga í sagnfræð-
inni á meðan umskiptin eiga sér
stað. Össur Skarphéðinsson, fyrr-
um ritstjóri Þjóðviljans og vara-
borgarfulltrúi Alþýðubandalags-
ins með meiru er nú í framboði
fyrir krata í Reykjavík, segir t.d. í
DV i fyrradag: „I hinni gömlu
hugmyndafræði Sjálfstæðis-
flokksins var margt gott að finna.
Þar bar vitaskuld hæst áherslu og
fastheldni flokksins á frelsi ein-
staklingsins og frjálsræði." Nú er
öldin önnur, segir Össur því
„..innan Sjálfstæðisflokksins eru
handlangarar fjölskyldnanna
fjórtán, kolkrabbans í islensku at-
vinnulífj, búnir að brjótast til
valda.“ Ósköp er þetta nú klén
sagnfræði hjá frambjóðanda Al-
þýðuflokksins þegar þess er gætt
að saga baráttunnar sem verka-
lýðshreyfingin, pólitísk og fag-
leg, hefur háð fyrir öllum mikil-
vægustu velferðarmálum þjóðfé-
lagsins er vörðuð óteljanai stríð-
um við Sjálfstæðisflokkinn,
Morgunblaðið og samtök at-
vinnurekenda.
Hér er þá mál að ljúka um-
fjöllun um tvennsskonar pólitísk-
ar breytingar sem orðið hafa á
siðustu mánuðum, ímyndarbreyt-
ingu Davíðs annars vegar og þau
mikilvægu umskipti sem orðið
hafa á Alþýðubanaalaginu (með
viðauka um galvaskan félaga
sem hélt ekki út). Síðamefnda
breytingin gæti haft varanleg
áhrif á stjómmálaástandið í land-
inu. Komi Alþýðubandalagið öfl-
ugt út úr kosningunum er verið
að festa í sessi þa róttæku stefnu
um lífskjarajöfnun sem flokkur-
inn hefur boðað, þá stefnu sem
verður að setja mark sitt á ís-
lenskt þjóðfélag næstu árin. Geri
hún það ekki er ekki von um
þjóðarsátt né heldur framfarir
sem ná til þjóðarinnar allrar.
hágé.
Raunaukning skatttekna
á íbúa árín 1982-1990 l
35
30
25
20
15
10
5
0
á föstu verðlagi landsframleiðslu
R
1 K 3 I
10,9
•O
c
i
J
Reykjavík Kópavogur Ríkið
Davið Oddsson hefur hækkað skatta á hvem Reykvíking þrisvar sinnum meira en rikiö og nærri helmingi meira en
Kópavogur undir stjórn vinstri manna. Þetta hefur að vonum vakið mikla athygli, vegna þess að borgarstjórinn hef-
ur lengi haldið hinu gagnstæða fram.
Fyrir þá sem hafa gaman af að leika sér að tölum má nefna sem dæmi um ráðstöfun skattanna.á borgarbúa að tvö
þekktustu húsin sem nú eru í byggingu i borginni, Ráðhúsið ( Tjörninni og hús Hitaveitunnar á Öskjuhlið kosta um
fjóra miljarða, eða 500 - 600 miljónum meira en iarðgöngin á Vestfjörðum og ca. 100 miljónum meira en jarðgöngin
og SS húsið, sem ríkið keypti fyrir listmenntun i landinu, til samans!
síða 3
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. apríl 1991