Þjóðviljinn - 20.04.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.04.1991, Blaðsíða 11
<7r7E Úr sagnasjóði Hannesar S desembermánuði ár hvert eru Iöll blöð full af umsögnum um bækur. Því fer þó fjarri að getíð sé allra bóka á jólaver- tíðinni. Sumar verða útundan í þeirri veislu og e.t.v. stund- um þær sem síst skyldi. Óvíst er þó að þær gjaldi þess svo mjög. Þær eiga a.m.k. ekki á hættu að drukkna í öllu umsagnaflóðinu. Þeim kann jafnvel að vera betur borgið, sé athygli ekki vakin á þeim fyrr en vel hefur fjarað út. Meðal þeirra ritverka, sem þann- ig er ástatt um, er bók Hannesar skálds Péturssonar, Frá Ketubjörgum til Klaustra - þættir, greinar og frá- sögur, sem Sögufélag Skagfírðinga gaf út. Þama er að frnna 18 þætti, svo maður haldi sig við það heiti, auk heimildaskrár og athugagreina, eftirmála og manna- og staðamafna- skráa. Allir em þættimir tengdir skagfirsku fólki og atburðum sem þar hafa gerst. Allir hafa þeir, nema þrír hinir síðustu, birst áður, hér og þar, á 20 ára tímabili en hafa nú ver- ið dregnir saman á einn stað og auk- ið við þá nýjum upplýsingum. Skulu nú þættimir nefndir hér í þeirri röð sem þeir birtast í bókinni: Skálamýri og er þar fjallað um landnám í Tungusveit. Sveinn Þorvaldsson skákmaður: Sveinn var Sauðkræk- ingur, mjög efhilegur skákmaður, en drukknaði í fiskiróðri á Skagafirði 14. des. 1935, á 27. aldursári. Slys- for undan Kjálka: Sagt er frá tildrög- um þess að ung stúlka, Ingibjörg Jónsdóttir ffá Goðdölum, dmkknaði af kláffeiju í Héraðsvötnum undan Flatatungu 30. júní 1929. Bollaleng- ingar -um Hraunþúfúklaustur: Hér veltir höfúndur því fýrir sér, hvemig þetta ömefni hafi myndast en um það era ýmsar tilgátur. Harðfjötrar: Þar segir ffá lífs- háska sem Jón Sigurðsson, bóndi og alþingismaður á Reynistað, þá ungur maður, lenti í norður á Laxárdals- heiði. Eitt mannsnafn í registri: Er þar átt við Skaga-Pálma Jónsson, sem m.a. tók þátt í Norðurreið Skag- firðinga, er þeir fóm að Grimi amt- manni á Möðmvöllum vorið 1849. Pálmi fluttist til Vesturheims 1876 en drukknaði í Rauðá þá nýkominn til fyrirheitna landsins. Brot úr sögu Flatatungufjala: Hvenær og hvers- vegna breyttust nokkrar þeirra í „Bjamastaðarhlíðarfjalir"? Ólafur prestur Þorvaldsson: Gerðist prestur í Skagafirði 1846. Sat fyrst á Hjalta- stöðum og svo í Viðvík til dauða- dags 1878. Vinsæll og vel látinn prestur. Mikill mannúðar-, gleði-, söng- og hestamaður. Rétmr maður í réttu umhverfi. Karólína krossinn ber: Harmkvælasaga ungrar stúlku, Karólínu Guðmundsdóttur Zabinski Dochter - um grafletur í Hóladóm- kirkju; þegar þýski múrarameistar- inn Sabinsky vann að smíði Hóla- dómkirkju missti hann dóttur sína, fárra daga gamla, og segir sagan að hann hafi múrað líkið inn í vegg í forkirkjunni og komið þar fyrir minningartöflu þeirri, sem þar er. - Skopríma gömul og höfundur henn- ar: Rímuna orti Eyjólfur Pétursson (1744- 1836) bóndi í Rein í Hegra- nesi og segir hér frá honum. Stökur Þangskála-Lilju: Lilja Gottskálks- dóttir (1831-1890) var hagorð með ágætum og orðská nokkuð, eins og stökur hennar bera með sér, en átti um sumt erfíða misbrestasama ævi. - Um ísleif Gíslason: ísleifúr var ættaður sunnan úr Leiru en fluttist til Sauðárkróks 1903, þrítugur að aldri, og átti þar heimili upp frá því. Rak þar verslun um áratuga skeið, kimr.i- skáld með afbrigðum, vinsæll og virtur og setti skemmtilegan svip á bæjarlífið undir Nöfunum. Aldur Reynistaðabræðra: Var Bjami Hall- dórsson ffá Reynistað yngri að ámm en almennt hefur vrið talið er hann varð úti á Kili haustið 1780? Um það er fjallað í þessum þætti. Draugu í Austurdal: Erfitt hefur jafnan reynst að festa hendur á slíkum fyrir- brigðum og er svo einnig hér. - Hnupl á Sauðá: í sambandi við það bendir bókarhöfúndur á hversu tæpt geti verið við notkun heimilda „að fúlltreysta því að sagnaritari - sem borið er traust til að öðm jöfnu - hljóti að segja ffá bæði greinilega og rétt, ef hann þarf hvorki í tíma né rúmi um langan veg tíðinda að spyija". - Jón í Stapa: Það er mikil hetjusaga. Rúmlega þrítugur fékk Jón berkla í annan fótinn. Þar kom að eitt úrræði aðeins gat orðið til bjargar: að taka fótinn af. Aðgerðina ffamkvæmdi - þar heima í Stapa - Guðmundur prófessor Hannesson, sem þá hafði raunar ekki lokið lækn- isnámi. Skurðarborðið var bæjar- dyrahurðin í Stapa og áhaldið, sem Guðmundur notaði við aflimunina, sláturhnífúr ffá Mælifelli. Aðgerðin heppnaðist ágætlega og varð Guð- mundur að vonum víðffægur fyrir. - Ævi og kjör askasmiðs er síðasti þátturinn í bókinni. Segir þar frá út- skurðarmeistaranum Stefáni Jóns- syni á Syðra-Mallandi á Skaga. Hannes Pétursson er, án allra tví- mæla, meðal okkar ffemstu ljóð- skálda og hefur svo raunar verið allt ffá því að hann gaf út sína fyrstu ljóðabók 23ja ára gamall. En hann hefúr einnig reynst bæði mikil- og velvirkur á akri þjóðlegra ffæða. Rauðamyrkur kom út 1973. Misskipt er mannaláni, í þrem bindum, 1982- 1987. Og nú svo síðast Frá Ketu- björgum til Klaustra. Allar bera þessar bækur vott um ffábærlega vandaða fræðimennsku, enda er Hannes óþreytandi við heim- ildaleit sína. Um málfarið þarf ekki að spyija því fáir em þeir sem standa Hannesi Péturssyni jafnfætis um tungutakið. -mhg OKKARISLAND - okkar hjartans mál! ISLAND I EVROPU - UTAN EB Sjálfstæð þjóð á íslandi - „okkar íslandi"! Stefna Alþýðubandalagsins hefur verið afdráttarlaus frá upphafi. JAFNVÆGI I BYGGÐ LANDSINS Samgöngubætur og samvinna sveitarfélaga. Vald oq frumkvæði í hendur heimamanna. Verkefni og stofnanir út á landsbyggðina. STORATAKI UMHVERFISMÁLUM Stöðvun gróður- og jarðvegseyðingar. Umhverfismat við allar framkvæmdir. Alþjóðlegur umhverfissáttmáli. AFRAMHALDANDI ARANGUR í MENNINGARMÁLUM Menningarsjóður til stórverkefna. Tvöföldun framlaga til vísinda. NY ORYGGIS- OG FRIÐARSTEFNA Afvopnun um allan heim. Öflug þátttaka í alþjóðlegu samráði og friðarstarfi. NY HUGSUNI SJÁVARÚTVEGSMÁLUM Burt með kvótakerfið. Allur fiskur á innlendan markað. Alþjóðlegur fjarskiptamarkaður fyrir fisk. LIFSKJARAJOFNUN - AUKINN KAUPMÁTTUR Stöðugleikinn er staðreynd. Næsta verkefni er að jafna lífskjör og skila árangrinum til launafólks. Það gerum við m.a. með hækkun skattleysismarka, óbreyttri heildarskattbyrði, hækkun barnabóta, húsaleigubótum, hátekjuskatti og skattlagningu fjármagnstekna. VIÐTÆKT JAFNRETTI Jafnrétti kynja og þjóðfélagshópa til menntunar, starfa, launa og lífskjara. Atak í atvinnumálum fatlaðra. Jafn rétturallra á atvinnutækifærum. Jafnrétti í húsnæðismálum, félagsþjónustu og skólamálum. Réttaröryggi barna, úrbætur fyrir fötluð börn, umboðsmaður barna. óveitu^ ^fskjör- Va^gfnui" |,T SAMFELLDUR SKOLADAGUR - DAGVISTUN FYRIR ÖLL BÖRN Einsetinn skóli, samfelldur skóladagur. Lengri skóladagur, skólamáltíðir. Jafn aðgangur allra barna að leikskólum. ALÞYÐUBAN DALAGIÐ Flokkur sem getur - fólk sem þorir! Síða 11 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.