Þjóðviljinn - 20.04.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.04.1991, Blaðsíða 8
Fkéthr Á kosningaskrifstofu Alþýöubandalagsins i Reykjavik. Á myndinni má sjá; Ingólf V. Gislason, Jakob Þór Einarsson og Margréti Tómasdóttur. Mynd: Kristinn. Rífandi stemmning á kosningaskrifstofum Alþýðubandalagsins Það er samdóma álit kosninga- stjóra Alþýðubandalagsins að mik- il stemmning hafi gripið um sig meðal stuðningsmanna þess á síð- ustu dögum kosningabaráttunnar. Þjóðviljinn kannaði hljóðið á kosningaskrifstofum Alþýðu- bandalagsins í gær, daginn fyrir kjördag. A Suðurlandi varð Anna Krist- ín Sigurðardóttir fyrir svörum og sagði að kosningastarfið gengi mjög vel. - Fólk hefur mikið haíl samband við okkur og lýst yfir stuðningi við Margréti Frímanns- dóttur. Einnig er það ánægjulegt hvað unga fólkið virðist streyma til okkar bjóðandi hjálp sína, sagði Anna ICristín. Oddný Vestmann, kosninga- stjóri á Austurlandi, sagðist bara vera brött fyrir þessar kosningar. Hún sagði að fólk hefði mætt mjög vel á kosningafundi og nú væru þau fyrir austan ekki bangin við að setja stefnuna á tvo þingmenn og endurheimta annan þingmann. A Norðurlandi eystra stjómar Hulda Harðardóttir sínu liði. Hún sagði að þau væru alls ekki svart- sýn heldur þvert á móti. - Fylgið eykst ört dag frá degi og það er HANDBRAGÐ MEISTARANS Bakarí Brauðbergs Ávallt nýbökuð brauð -heilnæm og ódýr- Aðrir útsölustaðir: Hagkaup-Skei funni -Kringlunni -Hólagarði Verslunin Vogar, Kópavogi. Brauðberg LófAAiar 2-6 stai 71539 Hrajnberg 4 simi 77272 skemmtilegt að sjá hve mikið af ungu fólki sýnir okkur áhuga núna, sagði Hulda. Kosningastjórinn á Norður- landi vestra, Sveinn Allan Mort- hens, sagði að stemmningin væri afbragðsgóð. En nú væri það bar- átta upp á líf og dauða, því sam- kvæmt skoðanakönnunum gæti svo farið að Ragnar kæmist ekki á þing. - Nú má enginn skorast und- an að fara á kjörstað og kjósa okk- ar mann, sagði Sveinn í lokin. A Isafirði situr kosningastjóri Vestfjarða, Hulda Leifsdóttir. Hún sagði að meðal fólks á Vestijörð- um ríkti almenn bjartsýni og bar- áttuandinn væri í góðu lagi. - Eldri félagar, sem sumir hverjir hafa ekki sést á skrifstofunni lengi, koma núna í hrönnum. Einnig er frábært að unga fólkið á stóran þátt í þeim meðbyr sem við finnum. Það kemur núna og Iætur skrá sig í Alþýðubandalagið til að taka þátt í pólitíkinni af alvöru, sagði Hulda Leifsdóttir. Rein á Akranesi er aðalkosn- ingaskrifstofa Alþýðubandalagsins á Vesturlandi. Þar situr Stefán Hjálmarsson og stýrir sínu liði. Hann sagði að gott hljóð væri í fólki um allt kjördæmið og stuðn- ingur við Jóhann Arsælsson væri góður. Þar eins og annars staðar virðist unga fólkið vera að vakna til meðvitundar og lætur mikið sjá sig. - Það verður mjög veglegt kaffihlaðborð í Rein á kjördag og fólk er meira en velkomið að kíkja inn og fá sér hressingu, sagði Stef- án. - I höfuðborginni er verulega gott hljóð í fólki, sagði Ingólfúr V. Gíslason. - Það er greinilegt að kosningabaráttan hefur skilað góð- um árangri, því hér verður varla þverfótað fyrir fólki og unga fólk- ið, sem sumt hefur aldrei sést fyrr, er stór partur af því, sagði Ingólfur. - Eg vil svo nota tækifærið og vísa fólki í Iðnó á kjördag, því þar verður stanslaust íjör allan daginn, sagði Ingólfur. Þegar hringt var á aðalskrif- stofuna í Reykjanesi varð Sigurður Rúnar Jónsson fyrir svörum, Diddi fiðla eins og flestir þekkja hann. - Það er tvennt sem kemur í veg fyr- ir að ég geti verið raunsær um gang mála í dag. Annars vegar hef ég aldrei tekið þátt í svona kosn- ingabaráttu og hins vegar er ég haldinn eðlislægri bjartsýni, sagði Diddi. - Á kosningaskrifstofumar úti um allt kjördæmi streymir inn fólk til að fá upplýsingar um Al- þýðubandalagið og ég get ekki heyrt annað á mínum félögum um allt kjördæmið en að bjartsýnin sé mikil, sagði Diddi i lokin. -sþ Ungir kjósendur á Selfossi, Ungir kjósendur streyma til Alþýðubandalagsins Samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem framkvæmd var 13. til 15. apríi, hefur fylgi Alþýðubandalagsins aukist til muna. Aukningin kem- ur helst fram hjá yngri kjósend- um, sem nú virðast vera búnir að gera upp við sig hvað þeir ætla að kjósa. í þessari skoðanakönnun sem Morgunblaðið lét gera fyrir sig, kemur fram að fylgi Alþýðubanda- lagsins meðal yngstu kjósendanna, sem eru á aldrinum 18 til 24 ára, hefur aukist úr 8,5 prosentum í 20,6 prósent. Á sama tíma hefur Sjálfstæðisfiokkurinn misst mikið af fylgi sínu meðal þessa hóps eða úr 51,7 prósentum niður í 42,8 prósent. Þjóðviljinn hefur eftir kosn- ingaskrifstofum víða um land að aukning ungs fólks í kosninga- starfinu núna sé áberandi. Það er virkilega skemmtilegt að sjá, hvað krafturinn og áhuginn er mikill meðal unga fólksins héma, sagði Ragnar Þórsson á Selfossi. -sþ Kosningaskrifstofur í Reykjaneskjördæmi á kjördag Á kjördag verða allar kosningaskrifstofur Alþýðubandalagsins í kjördæminu opnar frá kl. 10 til 22. Að auki verður opið að Hafnargötu 26 Keflavík fram á nótt og í Hamraborg 11 Kópavogi verður kosningavaka til kl. 02. Það verða kaffi- og kökuveitingar allan daginn og víða munu listamenn koma í heimsókn. Skrifstofumar eru á eftirtöldum stöðum: Grindavík, Heiðarhrauni 36a, sími 68410 Mosfellsbær, Urðarholti 4, sími 667790 Hafnarfjörður, Strandgötu 41, símar 54171, 650607 og 650603 Keflavík, Hafnargötu 26, sími 11366 Kópavogur, Pinghóli, símar 642087, 642097, 41746 og 45758 c jö Á öllum stöðunum er boðið upp á 1 akstur á kjördag. Komið í heimsókn í og njótið veitinga og skemmtunar. = *ö n D) G-listinn í Reykjaneskjördæmi | 05 3 ll(n FRAMHALDSSKÓLINN Á HÚSAVÍK Lausar eru til umsóknar kennarastöður í hjúkrunar- fræði og skyldum greinum á sjúkraliðabraut, íslensku, ensku, frönsku (1/2 staða) og sérkennslu þroska- heftra. Staða bókasafnsfræðings á skólabókasafni er ennfremur laus til umsóknar. Með tilvísun til laga númer 48, 1986 er einnig aug- lýst til umsóknar kennsla í ensku, félagsfræði, sál- fræði, stærðfræði og þýsku. Umsóknir berist til skrifstofu skólans fyrir 15. maí 1991. Upplýsingar veita skólameistari í síma 96- 42095 og yfirkennari í síma 96-41720. Skólameistari g Útboð HAFNAMÁLASTOFNUN RiKISINS Hafnarstjóm Hafnahrepps óskar eftir tilboðum í bygcjingu um 5000 rúmm. grjótvarnarvið hafnargarð- inn i Hofnum. Útboðsgögn verða afhent frá og með 22. apríl n.k. á skrifstofu Hafnamálastofnunar rikisins, Vesturvör 2, Kópavogi, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Hafnahrepps í Höfnum, þann 3. maí n.k. fyrir kl. 15, og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska Hafnarstjórnin í Höfnum ÞJðí^ILdlN^'LaugárÖ3gor-2Ö'. april'l’091 * Síðá '8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.